Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 15

Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLl 1985 Eaatwood í Play Misty for Me, leik- stjórnarfruraraunin. Eldraun töffarans Myndbönd Árni Þórarinsson Mesta hetja eða átrúnaðargoð bandarísku þjóðarinnar er sam- kvæmt skoðanakönnunum Clint Eastwood. ímynd Eastwood á hvíta tjaldinu er hinn kaldi, svipbrigöalausi krossfari gegn spillingu og óréttlæti, — ímynd sem í seinni tíð hefur reyndar orð- ið flóknari eftir því sem krossfar- inn hefur orðið spilltari og rotnari sjálfur (samanber síðustu mynd- irnar, Sudden Impact og Tight- rope). Eastwood er að sönnu gott dæmi um velheppnað bandarískt einkaframtak, mann sem brýst af eigin rammleik og á eigin verð- leikum út úr hólfi smáhlutverka og sjónvarpsvinnu, og skapar sér tækifæri og framtíð sem leikari og leikstjóri. Þá er þess ógetið að Clint Eastwood er líka kyntákn og á velgengni sína því að þakka að nokkru leyti. Þess vegna er það athyglisvert að sú mynd sem varð frumraun Eastwoods sem leikstjóra fjallar um mann sem verður fórnarlamb sinnar kaldlyndu kvenhylli. Þetta er Play Misty For Me sálfræðilegur þriller sem Eastwood gerði árið 1971 og var að koma á mynd- bandamarkaðinn hérlendis. Eastwood leikur plötusnúð á út- varpsstöð í Kaliforníu; hann spilar lög og fer með ljóð sem eiga að höfða til rómantískra hlustenda á síðkvöldum og þá ekki síst ást- fanginna eða einmana kvenna. Hann notfærir sér þessa stöðu til hins ýtrasta og kæruleysisleg kvensemi hans hefur í upphafi myndarinnar bundið enda á sam- band hans við konu sem hann í raun elskar. Enn ein slík skyndi- kynni við kvenkyns aðdáanda reynast þá örlagarík. Konan sem ævinlega hringir í hann í útsend- ingu og biður um óskalagiö Misty með Errol Garner reynist ekki að- eins vera ástsjúk; hún er morðóð- ur geðsjúklingur. Play Misty For Me hefur að sumu leyti ekki staðist tímans tönn. Atriðin með gömlu kærust- unni, langir labbitúrar úti í nátt- úrunni, ástaratriði við undirleik lags Robertu Flack, The First Time Ever I Saw Your Face, og heimildainnslag frá tónlistarhá- tíðinni í Monterey, — þetta eru veikir hlekkir í heildarbygging- unni. En spennuatriðin eru á hinn bóginn jafn ógnvekjandi og kraftmikil og þau voru fyrir tæp- um fimmtán árum. Jessica Walter sem hinn hættulegi aðdáandi skil- ar túlkun á geðsjúklingi sem mun trúlega verða sígild í kvikmynda- sögunni. Eastwood sjálfur er hóf- stilltur og óhagganlegur að vanda og sýnir hér sem síðar hefur sann- ast að hann er mun betri leikstjóri en leikari. Stjörnugjöf: Play Misty For Me** Vfe Habitat veit hvað klukkan slær. High tech línan er gott dæmi um Habitathönnun: Nýstárleg, [otadrjúg og vönduö. Viö eigum nú til " tor háar hillur og lágvaxin hjólaborö, FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaöi og garðhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Ratvörur - Laugarnesvegi 52 - Reykjavfk Glóey - Ármúla 28 - Reykjavlk Skúll Þórsson - Álfaskelðl 31 - Hafnarfirði Rafborg - Grindavík Árvirkinn - Selfossi Kaupfélag V-Skaftfellinga - Vik í Mýrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Bifreiða- og trésmiðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Leifur Haraldsson - Seyðisfirði Rafvirkinn - Esklfirði Kristall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvakinn • Bolungarvik Raftækni - Akureyri Ámi og Bjarni - Reyðarfirði „Tja.. Kaffi með „bólu“ dugar^ ekki. — Ég verð að fá mér íflltti „Meö íflltO geislaofni útiveran þægileg"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.