Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Sérvitur og seinreittur til reiði Gullfoss og Geysir eru án efa þeir staðir, sem við íslend- ingar sýnum útlendum gestum okkar, með hvað mestu stolti. Það er heldur ekki að ástæðulausu, þar sem fyrirbæri, á borð við gjósandi hveri, eru ekki á hverju strái, úti í hinum stóra heimi. Undanfarin sumur hefur það tíðkast, að mannshöndin leggi Geysi gamla lið við framkvæmd náttúruundursins, ylji honum undir uggum með því að dæla í hann sápu, ekki minna magni en 40 kflóum í senn. Skyldi engan undra þó hinn háaldraði hver mótmæli slíkri meðferð og í hann fjúki, sem annars er að öllu jöfnu heldur seinreittur til reiði. Æðruleysið er hans aðalsmerki og þolinmæði hans gagnvart uppátækjum mann- fólksins hreint með ólíkindum. Laugardaginn 20. júlí sl. streymdi fólk að hvernum, enda hugðist Ferðamálaráð íslands æsa hann svo upp að endaði með gosi. Klukkan 3 var sápustykkjum í hundraöatali hent út í vatnið og beðið eftir mótleik Geysis við málsverði þessum. Samkoman á hverasvæðinu minnti einna helst á smækkaða útgáfu af þingi sameinuðu þjóð- anna, þó svo reyndar væru heima- menn í miklum meirihluta. Voru þarna samankomnir foreldrar, sem sýna vildu afkvæmum sínum furðuleg en fögur fyrirbæri föð- urlandsins, svo og aðrir þeir, sem afsanna vildu þá kenningu að út- lendingar væru þeir einu, sem áhuga sýndu náttúru landsins. Til að byrja með beið fjöldinn í ofvæni eftir því sem verða vildi, spenna lá í loftinu og höfðu menn varla augun af hvernum. Fræddu forsvarsmenn framtaksins fjöld- ann á því að yfirborð vatnsins yrði að ná ákveðnu hitastigi, áður en búast mætti við að gosið hæfist. Settu menn upp spekingslegan svip, rökræddu eðli Geysis og virt- ust flestir hafa eitthvað gáfulegt til málanna að leggja. Sumir slógu jafnvel fram vísindalega útreikn- uðum tölum, máli sínu til stuðn- ings. Þegar hins vegar beðið hafði verið í klukkustund, án þess að nokkuð markvert gerðist, tók hug- urinn að reika og athyglin að bein- ast að öðrum atriðum nánasta umhverfis. Stund milli stríða „Nei sko, ég fann fjögurra blaða smára," hrópaði ein fullorðin kona upp yfir sig. Fimm ára gamall sonurinn horfði á móður sína furðu lostinn og spurði með van- þóknun: „Og hvað með það?“ „Þá má ég óska mér,“ svaraði konan. Varla hafði hún fyrr sleppt orðinu en uppáhaldsspurning smáfólks- ins „Af hverju?“ hraut af vörum snáðans. Þar á eftir fylgdu langar og greinagóðar útskýringar á fá- gæti fjögurra blaða smáranna, gamalli þjóðtrú og þeirri leynd, sem yrði að hvíla yfir óskinni, ætti hún að rætast. Var fróðlegt að fylgjast með borgarbörnunum og fylgdar- mönnum þeirra, sem komnir voru til vits og ára. Sat fólk uppi í hlíð- unum og beið, fjarri símanum og erli stórborgarinnar og hafði því ef til vill lítið annað að gera en að halda uppi samræðum við börn sín, sitja fyrir svörum, skiptast á skoðunum og segja sögur — nokk- uð sem oft vill gleymast i hinu daglega amstri. Lítil hnáta kom til föður síns með blómvönd nokkurn, sem hún hafði dundað sér við að tína og sýndi honum stolt á svip, rétt eins og hún ætti allan heiðurinn af feg- urð blómanna, en almættið hvergi komið þar nærri. Faðirinn leit á vöndinn og lét sér í fyrstu fátt um finnast. Sú stutta var þó ekki á því að gefa sig. „Finnst þér þau ekki fín?“ spurði hún og undrun henn- ar og aðdáun leyndu sér ekki, né heldur vonbrigðin yfir fálæti föð- urins. Spurningum á borð við „hvaðan koma blómin?“, „hvað heita þau?“ og „hver á þau?“ rigndi yfir foreldrana. Var að lok- um ekki annað að sjá en að hinir fullorðnu hefðu smitast af upp- götvunargleði og næmu auga barnsins. Fyrr en varði náðu svo hámarki heimspekilegar vanga- veltur um hluti, sem áður virtust svo sjálfsagðir. Þegar umræðurn- ar tóku að þyngjast í vöfum og skilningur barnsins dugði ekki til að fylgjast með, fullyrti sú stutta upp úr eins manns hljóði: „Prins- essur eru alltaf með blóm í hár- inu“ og vísaði til heimilda sinna, ævintýrabókanna heima í hillunni 3inni. „Við hljótum þá að setja blóm i hárið á prinsessunni okkar, er það ekki pabbi?“ spurði móðir- in. Áður en langt um leið var stúlkan svo komin með fallegan blómsveig um kollinn. Hlutverk sitt sem prinsessu tók hún líka há- Geysi loksins nóg boðið tíðlega, brosti feimnislega og var stillt og prúð, rétt eins og sönnum hátignum sæmir. Heldur svalt var í veðri þennan laugardag og ekki var laust við að mönnum færi að kólna, þegar klukkan nálgaðist fimm. Fáeinir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér heitt kaffi eða kakó á brúsa, sem svo sannarlega kom sér vel, þar sem Geysir ætlaði sér greinilega ekki að vera samvinnu- þýður að þessu sinni. Þolinmæði og þrautseigja verða seint talin til meginkosta barna og var mörgum þeirra farin að leiðast biðin. „Nú verður eitthvað að fara að gerast, því annars er ég sko farin,“ til- kynnti ein 6 ára ljóska, einbeitt á svip og í ákveðnum tón. Þegar hér var komið sögu reyndi mjög á þolrif foreldranna og kannske ekki síður á frásagnagáfu þeirra og skáldskaparsnilld. Bn, í aðstöðu sem þessari, sannast hið forn- kveðna að neyðin kenni naktri konu að spinna. Þær hömlur, sem venjulega hvíla á því ljóðræna skáldi, sem í öllum blundar, hurfu eins og dögg fyrir sólu og hinar ótrúlegustu sögur spunnust upp á staðnum. Einn hópurinn, sem á svæðinu var, virtist tala flestum tungum. Var þar að finna börn, sem að hálfu voru íslensk en höfðu alið allan sinn aldur erlendis, ýmist í Þýskalandi eða Bretaveldi. Sam- keppnin var mikil þeirra í milli, hvert þeirra kynni mest í hinu ástkæra, ylhýra, norræna máli. Fyrirspurnir þeirra um hvenær Geysir myndi eiginlega láta af því verða að gjósa voru snarlega af- greiddar með þeim orðum að sennilega væri best að biðja hús- bóndann þar neðra, sjálfan myrkrahöfðingjann, um að tíma- setja þann atburð nákvæmlega. Þó svo fjölskyldufólk hafi verið æði áberandi við Geysi þennan laugardag, fór því þó fjarri að engir aðrir hafi sýnt gosi þessu áhuga. Ástfangin pör voru einnig á staðnum og var sem hin marg- umtalaða sveitarómantík, sem flestir kannast aðeins við úr þjóð- legum bókmenntum fyrri tíma, vaknaði af dvalanum úti í hinni óspilltu náttúru. Gaman var að fylgjast með viðbrögðum virðulegs fólks við þessari sakleysislegu ástleitni. Ungar konur, nýorðnar mæður, litu til þessara turtil- dúfna, með hálfgerðum hneyksl- unarsvip, milli þess sem þær ræddu mismunandi árangursríkar uppeldisaðferðir. Létu þær sem sú rósrauða rómantík, sem einkenna á tilhugalífið, væri þeim löngu gleymd, en þess í stað væru þær komnar á kaf í tilbreytingarleysi hversdagsins, þar sem tilfinn- ingasemi þykir ekki viðeigandi. Geysir lætur til skarar skríða Þegar klukkan var farin að ganga 6 og enn hafði ekki til tið- inda borið fækkaði ískyggilega í hlíðinni. Óhætt er að fullyrða að þar hafi kuldinn mestu um ráðið. „Hitinn er orðinn 100 gráður" heyrðist hrópað frá hvernum og fóru þá þeir, sem kvikmyndavélar höfðu meðferðis, að setja sig í stellingar, öllu viðbúnir. Leið svo enn drjúg stund án þess að neitt merkilegt ætti sér stað. Skyndilega hentust menn þó frá hvernum, þar sem hann var nú farinn að ygla sig og virtist til alls líklegur. Hófust svo lætin með gusum, skvettum og tilheyrandi drunum og dynkjum og löðrandi sápufroðan freyddi niður kísilhell- una, sem myndast hefur umhverf- is hverinn. Hápunkti náði þó uppákoman þegar myndarlegt gos þeyttist kröftuglega marga metra upp í loftið. Þó svo hvassviðri hafi verið, vatnið fokið töluvert til og strókurinn því ekki notið sín sem skyldi, stóðu viðstaddir ferðamenn á öndinni af hrifningu. „Magnificent, fantastiskt, wunderschön, incredible, stórkost- legt — lýsingarorð, á borð við þessi, hljómuðu um svæðið og þeg- ar kraftasýningu Geysis lauk, var honum ákaft klappað lof I lófa fyrir frábæra frammistöðu. Sér- vitur að vanda, sýndi Geysir þó enga tilburði til að taka aukaat- riði, sýningu hans var lokið og nú vildi hann fá frið. IAA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.