Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 28
m MORGUMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLl 1985 I STUTTU MALI Líkamsrefsingar í breskum skólum 23. júli. AP. BRESKA ríkisstjórnin lagði á þriðju- dag til hliðar tillögu um það hvort foreldrar mættu ákveða hvort börn þeirra yrðu látin sæta líkamlegri refs- ingu í skólum ef þau brytu skólaregl- ur. Sir Keith Joseph, menntamálaráð- herra, sagði að tillagan yrði látin niður falla og skólayrtrvöldum yrði áfram í sjálfsvald sett hvort nemend- ur yæru hýddir. Ástæðan fyrir því að tillagan var ekki afgreidd var sú, að lávarðadeild- in lagði fram breytingartillögur þess efnis að líkamsrefsingar í skólum yrðu lagðar af með öllu sem sam- ræmdist ekki áformum ríkisstjórnar- innar. Sir Keith Joseph sagði að bann við líkamsrefsingum hefði verið þvert á vilja umtalsverðs minnihluta, bæði foreldra og kennara, sem vildi eiga þess kost að beita slíkum refsingum. Bandaríkjastjórn lög- sækir sjónvarpsstöðvar Washington, 24. júií. AP. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Bandaríkjunum stefndi á þriðjudag öllum stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum og krafðist þess að þær létu af hendi allt efni sem varðaði fréttaflutning þeirra um flugránið og gíslatökuna 14. júní sem stóð í 17 daga. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins, Terry Eastland, sagði að talið væri nauðsynlegt að ýmislegt af því efni, sem sjónvarpsstöðvarnar hafa í fórum sínum um flugránið, yrði rannsakað og talið hefði verið nauðsynlegt af lagaástæðum að stefna. Eastland neit- aði að láta uppi hvaða upplýsingar það væru sem ráðuneytið væri á höttunum eftir. Aftur á móti greindi CBS-sjón- varpsstöðin frá því að tilgangur stefn- unnar væri að finna sönnunargögn á hendur flugræningjunum í umræddu fréttaefni án þess að geta heimildar sinnar. Peres hafnar sendinefndarmönnum Tel Aviv, 24. jólí. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði á þriðjudag fyrir þing- nefnd, að ísraelsmenn gætu aðeins sætt sig við tvo þeirra sjö aðilja sem stungið hefði verið upp á í samninga- nefnd Jórdaníu og Palestínu. Hinir fimm væru í tengslum við Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO. Huss- ein Jórdaníukonungur sendi lista yfir nefndarmenn til Washington og er talið aö Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hafi veitt honum samþykki sitt fyrir listanum. Síðar um daginn ræddi Peres stutt- lega við palestínskan lögmann sem lagt befur verið til að taki þátt í undir- búningsviðræðum við Bandaríkja- stjórn á þriðjudag. Útvarp ísrael og ísraelsk dagblöð greindu frá því að Peres og lögmaður- inn, Faiz Abu Rahma, hefðu hist í veislu í tilefni þjóðhátíðardgs Egypta- lands, þeir hefðu átt orðaskipti, en þeim hefði ekki farið neitt veigamikið á milli. Sjö Afganir stranda- glópar í Tókýó Tókýó, 24. júlí. AP. SJÖ Afganir hafa verið innlyksa á hóteli á flugvellinum í Tókýó um mán- aðarskeið vegna þess að þeim hefur alls staðar verið neitað um hæli. Sjömenningarnir lentu í Tókýó 29. júní og voru þeir á leið til Kanada. Þeir voru kyrrsettir á flugvellinum sakir þess að þeir höfðu ekki gild skilríki. Peim hefur verið meinuð landvist í Japan á þeirri forsendu, að þeir væru að flýja fátækt, en ekki ofsóknir og gætu því ekki talist pólitískir flótta- menn. Dómsmálaráðuneyti Japans sagði að þeir hefðu komiö frá Ind- landi og hefðu verið búsettir þar um nokkurra ára skeið. Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við pakistanska flugfélag- ið, sem þeir flugu með til Japans, að það flytji þá aftur til Nýju Dehlí, en Afganirnir segjast hvergi fara: „Við óttumst að verða fluttir nauðugir til Afganistan og förum ekki fyrr en okkur hefur einhvers staðar verið lof- að hæli.“ AP/Símamynd Óður maður lagði til atlögu við lögreglumenn sem reyndu að afvopna hann og handsama í Malmö í Svíþjóð. Maðurinn var með byssusting að vopni og lét öllum illum látum á barnaleikvelli er lögregla kom á vettvang. Varð iögreglan að særa manninn skotsárum og lézt hann um síðir. Gekk berserksgang í Malmö: Bugaðist loks við 11. skotsár Gautaborg, 24. júlí. Frá Kristjáni E. Kinarssyni. LÖGREGLAN í Malmö í Suður-Svíþjóð komst í hann krappann er hún hugðist stöðva 24 ára gamlan mann, sem gerði sig til alls líklegan með 62 sentimetra langan byssusting að vopni. Tókst ekki að yfirbuga manninn fyrr en hann hafði verið særður 11 skotsárum. Það var um hálffjögurleytið að lögreglunni var tilkynnt um óðan mann, sem sveiflaði stórum byssu- sting í allar áttir á barnaleikvelli. Skeytti hann skapi sínu á leik- tækjum og óttuðust menn um börnin, sem þar voru að leik. Þegar fyrsti lögreglubíllinn kom á vettvang var strax kallað á liðs- auka þar sem maðurinn var brjálaður og framkoma hans vit- firringsleg. Þegar lögreglumenn- irnir voru orðnir sex reyndu þeir að handtaka kauða, en hann var ekki á þeim buxunum og lagöi til atlögu við lögregluna í stað þess að leggja frá sér vopn. Hjó hann til lögreglumannanna er þeir reyndu að komast að honum. Var þá gripið til táragass, en það kom að litlum notum. Næst var skotið aðvörunarskoti en áfram sótti maðurinn að lögregl- unni og gerði sig til alls Iíklegan. Var þá reynt að gera mannin óvíg- an með því að særa hann skotsári á læri, en hvorki fyrsta skot né þau næstu á eftir dugðu til að slá vopnin úr höndunum á honum. Maðurinn stóð enn í báða fætur þótt særður væri. Sótti hann enn að lögreglumönnunum og er einn þeirra hrasaði og datt aftur fyrir sig var maðurinn snöggur til og lagði til hans. Veitti hann lögregluþjóninum svöðusár á læri og virtist ekki ætla láta þar staðar numið. Er hann reiddi til höggs að nýju gripu lögreglumennirnir inn í, skutu tveimur kúlum í brjóstið á honum með þeirri afleiðingu að slagæð í lunga fór í sundur. Tókst þá loks að afvopna manninn óða en skotsárin voru þá orðin 11 tals- ins. Maðurinn var í skyndingu fluttur í sjúkrahús og reyndist lát- inn þegar þangað var komið. Skelfing greip um sig í nágrenn- inu þegar maðurinn birtist með byssustinginn og gekk berserks- gang á leikvellinum. Gustaf And- ersson lögreglustjóri í Malmö seg- ir lögreglumennina hafa brugðist rétt við er þeir reyndu að afvopna manninn og taka hann úr umferð. Hafi þeir skotið í sjálfsvörn. Umfangsmikii rannsókn vegna Rainbow Warriors Aueklmod, 24. júlf. AP. DOMSTÓLL á Nýja-Sjálandi neitaði í dag að fallast á tryggingu úr hendi frönskumælandi karls og konu, sem ákærð eru um morð og íkveikju vegna sprengingar þeirrar, sem varð 10. júlí í skipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior. Hin ákærðu segjast heita Alain Jacques Turenge, 33 ára, og Sophie Frederique Claire Turenge, 36 ára. í dag lék þó enn mikill vafi á hinu rétta um nöfn þeirra og þjóðerni. Sakborningarnir voru fölir og niðurlútir fyrir rétti, en töluðu mikið sín í milli. Þau voru hand- tekin í síðustu viku. Bæði bera þau svissnesk vegabréf. Af hálfu saksóknarans var far- ið fram á, að gæzluvarðhald þeirra yrði framlengt til 2. des- ember nk. vegna umfangs rann- sóknarinnar, sem færi næstum út fyrir mörk þess, sem nokkru sinni „hefur átt sér stað í þessu landi". Dómarinn varð þó ekki við þeirri kröfu, en framlengdi gæzlu- varðhaldið um þrjár vikur. Rannsókn málsins verður stöð- ugt umfangsmeiri og nær nú til annarra landa. Þannig er verið að leita sakargagna bæði í Sviss og Frakklandi. Þá er hafin leit að franskri snekkju, sem fór frá ERLENT Auckland rétt áður en sprenging- in varð í Rainbow Warrior. Talið var, að henni hefði verið siglt til Nýju-Kaledóníu, sem er frönsk eyja í Suður-Kyrrahafi. Hafa þrír leynilögreglumenn verið sendir þangað frá Nýja-Sjálandi til að finna og rannsaka hugsanleg gögn, sem þar kynnu að finnast og gætu orðið til að upplýsa mál- ið. Rock Hudson á sjúkrahúsi Pirúwrborg, 24. júlí. AP. AMERÍSKI spítalinn í Farísarborg gaf þá tilkynningu út í dag, að ekki hefði tekizt að leiða í Ijós hvað amar að Rock Hudson, kvikmyndastjörn- unni, sem lagður var inn fársjúkur á sunnudagskvöld. Umboðsmaður Hudsons sagði hann þjást af ólæknandi lifrar- sjúkdómi. Sagði hann það tóman söguburð að hann væri með ÓT- veiki. Formælandi sjúkrahússins segir líðan Hudsons eftir atvikum góða. Óttast er um afdrif Pastora San Josc, Costn Rica, 24. Júli. AP. OTTAST er um afdrif Edens Pastora, eins helsta leiðtoga skæruliða í Nicaragua, en talið er að þyrla hans hafi farist í Nicaragua, skammt frá landamærum Costa Rica, á þriðjudag. Fjölmiðlar í Costa Rica skýrðu frá því í morgun, að Pastora væri horfinn og síðdegis staðfestu samherjar hans í Byltingarsinn- aða lýðræðisbandalaginu, að leit færi fram og þyrla hans hefði lík- lega farist. Flugmaðurinn hafði tilkynnt um vélarbilun, en síðan rofnaði samband við hann. Eden Pastora var hetja sandin- istabyltingarinnar í Nicaragua árið 1979 og leiddi sveitir þær sem hertóku forsetahöllina í Managua og steyptu Somoza, ein- valdi landsins, af stóli. Síðan kom upp ágreiningur milli Pastora og róttækra manna í hinni nýju stjórn, sem leiddi til þess að Past- ora sagði sig úr henni og hóf skæruhernað gegn henni. Hann fullyrti, að sandinistar hyggðust koma á marxísku einræði í Nicar- agua og taka upp náið samband við kommúnistaríkin. GENGI GJALDMIÐLA: Tyrkland: Jórdanskur embættis- maður skotinn til bana Brussel, 24.júlí. AP. TVENN hryðjuverkasamtök shíta hafa lýst ábyrgð á dauða jórdansks sendiráðsmanns, sem skotinn var til bana í Ankara í Tyrklandi í dag, á hendur sér. Annars vegar voru það samtökin „Heilagt stríð“ (Ji- had) og hins vegar „Flokkur guðs“. Hinn fertugi sendiráðsritari Jórdaníu, Ziad J. Sati, hafði stöðvað bifreið sína á umferðar- ljósum í íbúðarhverfi í Ankara, þegar maður réðst að bílnum og skaut fjórum skotum í höfuð sendiráðsmannsins. Hann lést samstundis. íbúi í hverfinu sagð- ist hafa heyrt skothvelli og hróp og þegar hann leit út um glugg- ann sá hann ungan mann stinga byssu í buxnastrenginn og hlaupa á brott. Lögreglan færði fjóra AP/Símamynö Lik jórdanska sendistarfsmannsins Zaid Satis liggur sundurskotið í götunni og hafa dagblöð verið lögð yfir Ifkið til að hylja það. Tyrki og einn Líbana, sem lýs- yfirheyrslu, en enginn hefur enn ingar sjónarvottarins áttu við, til verið ákærður fyrir ódæðið. Dollarinn hækkar á ný London, 24. júlí. AP. GENGI Bandaríkjadollara hækkaði í dag gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum Vestur- Evrópu. Kom þessi hækkun í kjölfar þeirrar hækkunar, sem varð á dollaranum í kauphöll- inni í New York í gær, eftir að tilkynnt hafði verið, að aukning hefði orðið í júní á eftirspurn eftir ýmsum mikilvægum vörum í Bandaríkjunum. Dollarinn hækkaði gagnvart sterlingspundinu, sem kostaði 1,4025 dollara síðdegis í dag (1,4135). Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann fengust: 2,8760 vestur-þýzk mörk (2,8420) 2,3630 svissneskir frankar (2,3430) 8,7350 franskir frankar (8,6700) 3,2325 hollenzk gyllini (3,2070) 1.922,50 ítalskar lírur (1.910,00) 1,3515 kanadískir dollarar (1,3480) og 239,35 jen (238,10). Gullverð lækkaði og var verð á hverri únsu 318,10 doll- arar í London siðdegis í dag (321,25).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.