Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985 31 Noregur: Kvikmynd um Vínlands- ferðir í undirbúningi Osló, 22. júlí. Frá fréttaritara Morgunblaösins, Bemt Olufsen. STÓRBROTIN kvikmynd um Vín- landsferðirnar er nú í undirbúningi í Noregi. Er ætlunin að gera kvikmynd um ferðir Leifs Eiríkssonar í vesturveg og á Kristófer Kólumbus að vera í einu af aukahlutverkum myndarinnar. Kemur þetta fram f Norska blaðinu Aftenposten. „Við viljum sýna, hvaða gagn Kól- umbus hafði af þeirri vitneskju, scm hann hafði fengið frá Norðurlönd- um,“ hefur blaðið Aftenposten eftir Alf R. Bjercke aðalræðismanni, sem á frumkvæðið að kvikmyndinni. Áformað er, að kvikmyndin verði tilbúin fyrir Kólumbusarhátiðina í Bandarikjunum 1992. Rithöfundur- inn Vera Henriksen samdi handrit- ið, en leikstjóri verður Louis de Rochemont. Myndin á að byggja á sögulegum staðreyndum. Það er Kristófer Kól- umbus, sem fyrstur kemur fram í myndinni, en smám saman fer hún í þann farveg að lýsa, hvernig lífinu var háttað hjá fyrstu hvítu mönn- unum, sem reyndu að setjast að á Vínlandi. „Vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Kristófer Kól- umbus hljóti að hafa verið kunnug- ur frásögnum norrænna manna af Vínlandsferðunum," segir Bjercke. Lois de Rochemont leikstjóri tel- ur, að bandarískir kvikmyndagerð- armenn eigi eftir að verða hrifnir af hugmyndinni. „Ég mun reyna að fá Francis Coppola, sem kunnur er fyrir stórmyndina „Apocalypse now“ til að vinna að myndinni," seg- ir de Rochemont. Höfundur handritsins, Vera Henriksen, segir að aðalpersóna myndarinnar verði ekki Leifur Ei- ríksson, heldur Guðríður Þorbjarn- ardóttir, sem um tíma var gift Þorsteini, bróður Leifs Eiríkssonar. „Víkingarnir gerðu margar til- raunir til að setjast að í Ameríku á þessum tíma. Guðríður var með í einni af þessum ferðum. Hún 61 son á Vínlandi. Guðríður var annars fyrir þeirri reynslu, sem ung kona að stranda á skeri ásamt manni sín- um. Voru þau þá á leið frá íslandi til Grænlands og var bjargað af Leifi Eiríkssyni," segir Vera Henriksen. Seinna í sumar hyggst hún fara til íslands og Grænlands í því skyni að kynna sér söguslóðir með tilliti til handrits síns. „Kólumbus var Norð- firðingur“ Bollaleggingar um uppruna Kristó- fers Kólumbusar halda stöðugt áfram. Norskur sagnfræðingur, Svein Magnus Grodys, heldur því nú fram, að Kólumbus hafí verið frá Hyen í Norðfírði í Noregi. Kemst hann að þessari niðurstöðu með því að bera saman heiti, ættarnöfn og skjaldarmerki frá fyrri tímum í Nor- egi. Norska blaðið „Dagbladet“ skýrði frá þessu í frétt fyrir skömmu með fyrirsögninni: „Columbus var Nordfjording." Nicaragua: Verður Tunnermann utanrík- isráðherra í stað D’Escoto? Managua, Nicaragua, 24. júli. AP. BREYTINGAR kunna að vera í vændum á skipan vinstri stjórnar- innar í Nicaragua, er haft eftir ónafngreindum embættismanni í Managua. Þær miða m.a. að því, að bæta sambúðina við Bandaríkja- stjórn. Líklegt er að liður í þessum breytingum verði, að Carlos Tunn- ermann, sendiherra Nicaragua í Washington, taki við embætti utanríkisráðherra af séra Miguel D’Escoto, sem undanfarnar þrjár vikur hefur verið í mótmælasvelti til að sýna andúð sína á „hryðju- verkastefnu Bandaríkjamanna gagnvart Nicaragua," eins og hann hefur komist að orði. Læknar D’Escoto segja, að heilsa hans sé góð, en hann hafi hafi lést um 10 kg frá því hann hóf hungurverkfallið 7. júlí. D’Escoto drekkur nú aðeins vatn og sitrónu- safa. Hinn ónafngreindi heimildar- maður í Managua, sem reynst hef- ur áreiðanlegur, segir að litið sé svo á að Tunnermann muni geta beitt sér fyrir því að viðræður hefjist á ný milli Bandaríkja- stjórnar og stjórnar Nicaragua um ágreiningsefni þeirra. Hann hafi m.a. náið samband við George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Viðræðum ríkjanna, sem fram fóru í Mexikó, var slitið í janúar sl. eftir að fulltrúar þeirra höfðu átt með sér níu fundi. Þá er talið að stjórn Nicaragua hyggist skipa nýjan sendiherra í Sovétríkjunum. Ernesto Castillo, núverandi dómsmálaráðherra, muni leysa af hólmi Jacinto Suar- ez, sem verið hefur sendiherra í Moskvu undanfarin fimm ár. Suarez tekur við embætti yfir- manns forsetaskrifstofunnar í Managua, en hann og Oretga, for- seti Nicaragua, sátu í sjö ár í fang- elsi á valdaárum einræðisherrans Anasastiosar Somoza, sem steypt var af stóli árið 1979. FJARFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. auglýsir til sölu hlutabréf Ríkissjóðs í eftirtöldum hlutafélögum: "1 Hf. Eimskipafélag íslands, Flugleiðir hf. og Rafha hf. Fjármálaráðuneytið hefur falið Fjárfestingarfélagi íslands hf. að selja hlutabráf Ríkissjóðs í Eimskip, Flugleiðum og Rafha. Hlutur Ríkissjóðs Nafnverð ofan- greindra hlutabréfa SÖLUTILBOÐ: Gengi Söluverðmæti • Sölutilboð þetta stendur til 30. september 1985. • Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fjárfestingarfélags íslands hfv Hafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík. FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF HAFNARSTRÆTI 7, REYKJAVÍK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.