Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö.
Neyðarlög í
Suður-Afríku
Stjórnvöld í Suður-Afríku
gripu til þess um helgina
að setja neyðarlög á þremur
stöðum í landinu. Segja
talsmenn stjórnarinnar að
þetta sé gert til þess að koma
í veg fyrir ofbeldisverk í
byggðum svartra manna, sem
eins og kunnugt er hafa verið
settir til hliðar af hvíta
minnihlutanum, herraþjóð-
inni í landinu. Þegar betur er
að gáð er sérkennilegt, að nú
sé jafn mikið veður gert út af
neyðarlögum í Suður-Afríku
og raun ber vitni, því að að-
skilnaðarstefna kynþáttanna
í landinu — apartheid-
stefnan alræmda — byggist á
svipuðum grunni og neyðar-
lög: að unnt sé að réttlæta
opinbert ofbeldi, valdbeitingu
stjórnvalda, með því að verið
sé að gæta almannaheilla með
lögum, sem í eðli sínu eru
ranglát og stangast á við
réttlætiskennd manna.
Eins og fram kemur í grein
blaðamanns Morgunblaðsins,
sem var í Jóhannesarborg um
síðustu helgi, og birtist í blað-
inu í gær, er ekki unnt að
halda því fram að Suður-
Afríka sé alræðisríki eins og
kommúnistaríkin. Fjölmiðlar
eru frjálsir í Suður-Afríku,
þótt neyðarlögin nú takmarki
það frelsi. Ibúar landsins
hafa skoðana- og málfrelsi,
sem ekki þekkist í kommún-
istaríkjunum. En hin annar-
legu og harðneskjulegu að-
skilnaðarlög spilla auðvitað
þessu frelsi og ekki síst rétti
manna til atvinnu og búsetu,
svo að ekki sé talað um rétt-
inn til að ráða málum sínum
sjálfur. Hugmyndafræðin á
bak við aðskilnaðarstefnuna
er grimmdarleg og afleið-
ingar stefnunnar í fram-
kvæmd bera þess glögg merki.
Stefnan stangast á við rétt-
lætis- og siðferðiskennd
frjálshuga manna.
„Það sem hvítir menn
hræðast hvað mest við að
veita svörtum kosningarétt er
að jafnframt er þeim gefið
vaid til að hafa áhrif á tekju-
dreifinguna," segir í Morgun-
blaðsgreininni í gær. Hallað
hefur undan fæti fyrir Suð-
ur-Afríkumönnum í efna-
hagsmálum undanfarið og
rekja margir aukna spennu í
landinu einmitt nú til þess.
Slík spenna breytist síðan
sjálfkrafa í andúð á hinum
óréttlátu aðskilnaðarlögum,
en af þeim leiðir meðal ann-
ars að hvítir njóta hagsældar,
sem af markaðskerfinu leiðir,
en svartir verða að sætta sig
við örbirgð undir opinberri
forsjá, sósíalisma af verstu
gerð.
Ofbeldisþáttur aðskilnað-
arstefnunnar hefur kallað á
það, að svertingar svara í
sömu mynt. Þeir hafa komið á
fót samtökum á borð við Afr-
íska þjóðarráðið (African
National Congress) og Sam-
afríska ráðið (Pan African
Congress), sem hvort tveggja
eru samtök sem hafa vald-
beitingu og skæruhernað á
stefnuskrá sinni. í næsta
nágrenni við Suður-Afríku er
Zimbabwe, gamla Rhódesía,
þar sem hvítur minnihluti
stjórnaði í krafti hroka og
valdbeitingar en verður nú að
sætta sig við, eins og aðrir
íbúar landsins, að völdin eru
komin í hendur marxista, sem
ætla ekki að sleppa þeim fyrr
en í fulla hnefana.
Setning neyðarlaganna
sýnir ógöngur aðskilnaðar-
stefnunnar. Þjóð, sem vill
skipa sér á bekk með vestræn-
um lýðræðisríkjum, verður
ekki stjórnað með þessum
hætti. Þetta gera margir hvít-
ir menn í Suður-Afríku sér
ljóst. Þar eins og hvarvetna
annars staðar, þar sem of
lengi hefur verið haldið í úr-
elta stjórnarhætti, verður
hræðslan við róttækar breyt-
ingar þó skynseminni yfir-
sterkari hjá þeim, sem með
völdin fara.
Miklu skiptir við núverandi
aðstæður í Suður-Afríku að
öfgamenn í stríðandi fylking-
um fái ekki ráðið ferðinni. Til
marks um mann úr hópi
svertingja, sem þorir að taka
afstöðu án þess að hún sé
endilega í samræmi við sjón-
armið þeirra sem háværastir
eru, má nefna Desmond Tutu,
biskup í Jóhannesarborg. Með
því að fordæma í senn stefnu
stjórnvalda og gagnrýna jafn-
framt þá svarta kynbræður
sína, sem myrt hafa aðra
svertingja fyrir meint sam-
starf við stjórn hvítra manna,
tekur biskupinn deilumálið
nýjum tökum — hvorir
tveggju eiga nokkra sök.
Hann hótaði meira að segja
að flytja úr landi, ef svartir
ofbeldismenn héldu ekki aftur
af sér. Nú er beðið eftir því,
að jafn sterk rödd skynsem-
innar heyrist úr röðum hvítra
manna í Suður-Afríku.
Stóræfingar
Sovétmanna
á Norður-
Atlantshafi
Sovéskur tundurspillir af Udaloy-gerð. Skipi
ísland í upphafi æfinganna nú og hélt síðai
send yrðu á hættu- og átakatímum með liðsa
FLOTASTJÓRN Atlantshafs-
bandalagsins telur að 38 herskip,
25 aðstoðarskip og líklega um 40
kafbátar, hafi tekið þátt í flotaæf-
ingum Sovétmanna á Norður-Atl-
antshafi undanfarna daga. Þá hef-
ur flotastjórnin skýrt frá því, að
sovéskar flugvélar hafi farið að
minnsta kosti 275 ferðir inn á æf-
ingasvæðið á þessum tíma. Sumar
þessara flugvéla voru aðeins í um
40 mílna fjarlægð frá íslandi.
Hér fer á eftir stutt yfirlit yfir
þessar æfingar sem Wesley L.
McDonald, flotaforingi og yfir-
maður Atlantshafsherstjórnar
NATO, en Island tilheyrir varn-
arsvæði hennar, sagði að væru
einhverjar hinar umfangsmestu,
sem Sovétmenn hefðu nokkru
sinni efnt til. Upplýsingarnar eru
byggðar á því, sem undirstjórn
Atlantshafsherstjórnarinnar í
Northwood á Englandi sendi frá
sér um æfingarnar. Myndirnar
eru fengnar frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli og voru þær
teknar á meðan á æfingunum stóð.
Það var þriðjudaginn 16. júlí,
sem staðfest var af eftirlitssveit-
um NATO, að skip úr sovéska
Eystrasaltsflotanum hefðu byrjað
æfingar á austurhluta Atlands-
hafs. Þá voru skip úr Norðurflot-
anum komin suður fyrir ísland og
hinn 12. júlí sigldi flotasveit úr
Svartahafsflotanum út á Atl-
antshaf úr Miðjarðarhafi.
Hinn 17. júlí gaf flotastjórn
NATO út formlega tilkynningu
um að Sovétmenn hefðu hafið al-
hiiða aðgerðir sem sýndu, að þeir
væru að æfa flota sinn í því að
stöðva liðs— og birgðaflutninga á
norðurvæng Atlantshafsbanda-
lagsins. Þennan dag létu Bear-D
og Foxtrot kafbátaleitar- og eftir-
litsvélar Sovétmanna til sín taka á
Noregshafi, beggja vegna íslands,
það er milli fslands og Grænlands
og Færeyja og einnig suður með
strönd Noregs að Hjaltlandseyj-
um. Auk þess sáust Badger-flug-
vélar, sem búnar eru tækjum til
rafeindanjósna, á flugi við ísland
og suður undir Hjaltlandseyjar.
Flugvélarnar komu allar frá
Kóla-skaganum.
Föstudaginn 19. júlí sást flug-
móðurskipið Kiev (37.000 tonn) og
beitiskipið Kirov (28.000 tonn)
norðarlega á Noregshafi og voru
þar æfðar loftárásir gegn skipun-
um. Þá voru skipin úr Eystrasalts-
flotanum undir forystu beitiskips-
ins Grozniy komin norður á milli
Færeyja og íslands og sáust 150
sjómílur norðaustur af fsiandi.
Landgönguskip úr Eystrasalts-
flotanum voru um kyrrt á Norður-
sjó um miðja vegu milli Skotlands
og Danmerkur.
Eins og af þessari lýsingu má
ráða voru sovésk herskip á sveimi
um allan eystri hluta Norður-
Atlantshafs. Skip úr Eystrasalts-
flotanum fóru til móts við sveitina
úr Miðjarðarhafsflotanum og
sameiginlega héldu þessi skip sig
undan írlandi og þar fyrir suð-
vestan. Á þessum slóðum hafa
Sovétmenn áður efnt til gagnkaf-
bátaaðgerða, það er æfinga sem
miða að því að granda kafbátum.
Skipin úr Norðurflotanum, sem
í upphafi æfinganna sigldu suður
fyrir fsland, héldu laugardaginn
20. júlí undir forystu tundurspillis
af Udaloy-gerð í áttina að Færeyj-
Morgunbladið/Varnarlidió á Keflavíkurflugvelli
Sovésk Bear-D-eftirlitsflugvél. Trjónan fram úr nefí hennar er notuð þegar eldsneyti
Vestur-þýski tundurspillirinn Schleswig Holstein. Hann fylgdist með ferðum sovéski
um.