Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985
33
n eru búin eldflaugum, eitt slíkt var í forystu fyrir flotanum sem sigldi suður fyrir
1 norður á milli íslands og Fereyja, væntanlega í hlutverki NATO-skipanna, sem
tuka til Noregs.
er dælt í vélina á flugi.
í landgönguskipanna úr Eystrasaltsflotan-
Sovéska flugmóðurskipiö Kiev. Skip-
ið er 37.000 tonn. Um borð í því eru
stýriflaugar, sem nota má til að
granda herskipum. Flaugarnar
draga 550 km og þeim er unnt að
skjóta úr Hormone-þyrlum skipsins.
Um borð í skipinu eru einig Helix-
þyrlur og Forger-orrustuvélar sem
hefja sig til flugs og lenda lóðrétt.
Ein slík orrustuvél hrapaði í æfíng-
unum að þessu sinni op aðstoðuðu
breskir sjóliðar við björgun flug-
mannsins.
um. Þann sama dag héldu land-
göngskipin úr Eystrasaltsflotan-
um úr Norðursjó norður með
strönd Noregs og lentu þar í
„átökum" við flugmóðurskipið Ki-
ev og fylgdarskip þess. Á sunnu-
daginn sneri Kiev síðan aftur til
norðurs. Þann sama dag tóku
skipin úr Svartahafsflotanum
stefnu í suðurátt, þegar þau voru
suðvestur af írlandi.
Á mánudaginn sigldu Kiev og
Kirov ásamt fylgdarskipum sínum
norðaustur út fyrir Lófóten og
landgönguskip Eystrasaltsflotans
fylgdu í kjölfarið.
Flugvélar frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli fylgdust náið
með framvindu sovésku æfingana
frá því að þær hófust. Þær hafa
farið til móts við sovéskar flugvél-
ar, sem komu inn í loftvarnar-
svæðið við ísland, sumar sovésku
vélanna voru í aðeins 40 mílna
fjarlægð frá landinu. Þá söfnuðu
flugvélar varnarliðsins upplýsing-
um um ferðir sovéskra herskipa
og kafbáta.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Grænhöfðaeyjar:
Ótrúleg framfarasaga
ríkis í þriðja heiminum
Grænhöfðaeyjar eru rétt utan við Guinea-Bissau í Vestur-Afríku.
.Rannsóknar- og fískiskipið Fengur, sem stundar tilraunaveiðar og rann-
sóknir á hvernig þróa megi fískveið-
ar við Grænhöfðaeyjar.
Líkt og aðrar þjóðir í Vestur-
Afríku, hafa Grænhöfðaeyjar þurft
að glíma við ólæsi, fátækt og lélegt
akurland í gegnum tíðina. En ólíkt
öðrum Afríkuþjóðum, virðast íbúar
Grænhöfðaeyja töluvert á veg
komnir meö að sigrast á vanda-
málum sínum með aðstoð utanað-
komandi aðila.
Fyrir stuttu héldu eyjaskeggj-
ar upp á að 10 ár voru liðin síðan
þjóðin hlaut sjálfstæði, en eyja-
klasinn, sem telur 10 eldfjalla-
eyjur, voru áður nýlenda Portú-
gala. Hátíðahöldin stóðu yfir í
fimm vikur og var gleði íbúanna
mikil vegna þeirra miklu fram-
fara sem orðið hafa á sl. árum.
Uppbygging hefur verið hröð á
eyjunum og samanborið við hin-
ar stríðshrjáðu þjóðir, Angola og
Mozambique, sem einnig voru
nýlendur Portúgala, eru Græn-
höfðaeyjar vel á vegi staddar.
Miklar náttúruauðlindir er að
finna í Angoia og Mozambique,
en vegna ófriðarins sem þar hef-
ur ríkt, hefur fjármagn, tími og
orka fremur farið í stríðsrekstur
en að hlúa að auðæfum landsins.
„Ég trúi þessu hreinlega ekki,“
sagði Emidio Goncalves, þegar
hann kom aftur til eyjanna eftir
átta ára fjarveru. „Öll þessi
þurrkaár og nú skortir engan
neitt."
Aðeins er hægt að rækta tí-
unda hluta eyjanna, sem eru
4.033 ferkílómetrar að flatar-
máli, vegna þurrkanna sem
stóðu yfir í 17 ár samfleytt.
Eyjaskeggjar framleiða aðeins
um 20% af matvælaneyslu sinni,
en íbúafjöldi á eyjunum er um
330.000 manns.
Grænhöfðaeyjar eru vestast í
þurrkabeltinu Sahel, sem liggur
þvert yfir Afríku, fyrir sunnan
Sahara-eyðimörkina. Miklir
þurrkar herjuðu á þennan hluta
Afríku á árunum 1968—1972 og
hafa tekið sig upp aftur undan-
farin ár.
Fulltrúi þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna á Græn-
höfðaeyjum, Christian Tevi At-
chou, segir ástæðuna fyrir lítilli
uppgræðslu vera brött kletta-
belti og vatnsskort sem þar ríkir.
Hann sagði ennfremur að
meðalúrkoma á eyjunum yfir ár-
ið væri aðeins um 250—300 mm
og grunnvatn lægi svo djúpt að
kostnaður við að bora eftir því
yrði óheyrilegur.
Grænhöfðaeyjar hafa fengið
mikla aðstoð frá þróunarstofnun
SÞ sem og frá einstökum þjóð-
um, þ.á m. Islendinga. Þróun-
arstofnun SÞ hefur varið rúm-
lega 50 milljónum Bandaríkja-
dala til uppbyggingar á eyjunum
síðan 1982. Átchou sagði að
utanaðkomandi fjárhagsaðstoð
væri vel varið og miðað við að-
stæður, þá væri hann mjög
ánægður með útkomuna. Erlend
aðstoð til Grænhöfðaeyja nam á
síðasta ári 147,1 milljón Banda-
ríkjadala, sem er næstum þrisv-
ar sinnum meira en heildarfjár-
lög eyjanna, sem námu um 49,5
milljónum dala.
Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands (ÞSSf), sem vinnur að
þróunarsamvinnu í tengslum við
utanríkisráðuneyti fslands, hef-
ur á undanförnum fimm árum
aðstoðað íbúa Grænhöfðaeyja
við þróun fiskveiða og í fyrravor
hélt rannsóknar- og fiskiskipið
rs. Fengur, sem smíðað var á fs-
landi, til eyjanna. Fiskileit og
tilraunaveiðar á síðustu mánuð-
um, undir stjórn Dr. Jakobs
Magnússonar, benda til þess að
hægt sé að stunda togveiðar á
bolfiskafla við sumar eyjarnar,
án þess að raska smábátaveiðum.
innfæddra. Ef slíkar veiðar yrðu
stundaðar, væri hægt að auka
heildarafla eyjarskeggja um
40%, en nú er heildarafli þeirra
um 10.000 smálestir á ári.
íslenska aðstoðin hefur verið
vel þegin af heimamönnum og
hafa fiskimenn frá eyjunum
fengið þó nokkra þjálfun í
hvernig stunda megi togveiðarn-
ar. Nú er unnið að kortlagningu
veiðisvæðanna og fiskirannsókn-
ir efldar til muna. Yfirvöld á
eyjunum hafa einnig lýst áhuga
sínum á að notfæra sér rs. Feng
til að rannsaka möguleika á
veiðum nýrrar túnfiskstegundar,
en túnfiskveiði telur um % af
heildarafla landsmanna. Hum-
arveiði og rækjuveiði hefur einn-
ig verið aukin, en sem stendur er
mest hugað að því hvernig opna
megi nýja markaðsmöguleika
fyrir eyjaskeggja. Verkefnis-
stjóri þar syðra er Jóhannes
Guðmundsson, en auk hans eru
frír aðrir starfsmenn á vegum
slands staddir þar.
Eyjaskeggjar njóta einnig
góðs af samlöndum sínum sem
búsettir eru í öðrum löndum og
starfa í þágu eyjanna, líkt og
Goncalves, sem starfar í portú-
galska utanríkisráðuneytinu.
Um 50.000 eyjaskeggjar búa nú í
Portúgal og talið er að hátt í
300.000 í viðbót séu búsettir í
Bandaríkjunum. Margir þeirra
senda fé til þeirra sem eftir eru
á eyjunum og er það mikilvæg
tekjulind fyrir þjóðina, en einu
útflutningsvörur þjóðarinnar
eru fiskafurðir og salt.
Utanríkisráðherra Græn-
höfðaeyja, Silvino Da Luz, sagði
að þessi fjárhagsaðstoð frá
fyrrverandi íbúum eyjanna væri
mjög mikilvæg og vegna hennar
væri viðskiptahallinn við útlönd
enginn.
Síðan eyjarnar hlutu sjálf-
stæði, hefur heilsugæsla og
menntun verið ókeypis og nú
hafa Bandaríkjamenn og SÞ haf-
ið uppbyggingu skólakerfisins á
eyjunum. Aukin heilsugæsla,
þar sem lögð er áhersla á að
fyrirbyggja sjúkdóma fremur en
að fást einungis við lækningar,
hefur haft í för með sér að með-
alaldur eyjaskeggja hefur rokið
upp í 66 ár, en árið 1975 var með-
alaldur þeirra 46 ár. Er þessi
meðalaldur einn sá hæsti meðal
þjóða í Afríku.
Belgar hafa í samráði við SÞ
hafið mikla skógrækt og hafa
íbúar eyjanna nú þegar gróður-
sett 10 milljónir trjáa til að
binda jarðveg á um 20.000 hekt-
urum. Áformað er að gróður-
setja á um 40.000 hekturum í
viðbót á næstu áratugum.
fbúar Grænhöfðaeyja vilja
helst halda hlutleysi sínum í
heimsmálum og telja sig ekki
knúna til að fylgja Austur- né
Vesturlöndum að máli. Forseti
eyjanna, Aristides Ereira, og Da
Luz, utanríkisráðherra, hafa oft
á tíðum haft milligöngu um við-
kvæmar friðarviðræður milli
marxískrar ríkisstjórnar í Ang-
óla og hins hvíta minnihluta i
Suður-Afríku. Einnig hafa þeir
beitt sér fyrir auknum samskipt-
um og sterkari tengslum á milli
allra fyrrverandi nýlenda Portú-
gala í Afríku.
Heimildir: AP og skýrsla
utanríkisráöherra um utan-
ríkismál til Alþingis 1985.