Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 52

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 HOLLYWOOD WIFES Farið að sýna þætti eftir samnefndri skáldsögu Jackie Collins w ÍHollywood ætlar allt óstöðugan að æra þessa dagana því verið er að hleypa af stokkunum þáttaröð eftir samnefndri metsölubók Jackie Collins „Hollywood wifes". Jackie segir sjálf að myndin sé mjög væg og alls ekki það versta dregið fram úr lífi fínu frúanna í Hollywood. Áður en bókin kom út á sínum tíma biðu íbúar í Beverly Hills ekki of ánægðir eftir útkomunni og núna vekur þetta heilmikla eftirtekt þar vestra. Það virðist þó ekki hafa verið erfitt að fá úrvalsleikara til að taka að sér hlutverk í þáttunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, enda stórar upphæðir í boði. En lífið í Hollywood er kannski ekki létt fyrir konurnar sem þar búa. Þar snýst allt um veislur, snyrti- stofur, búðarráp og heilsurækt. Og svo er setið um þá er falla úr dag- legu munstrinu á einhvern hátt og þá láta fjölmiðlarnir til sín taka. Já, allavega segja gárungarnir þar vestra að þessi þáttaröð fái Dyn- asty alveg til að falla í skuggann! Mæðgurnar Frances og Candice Bergen leika í myndinni. Stjörnuskarinn sem leikur í „Hollywood wifes“ frá vinstri öftustu röð: Joanna Cassidy, Mary Crosby og Robert Stack. í miðjunni: Steve Forrest, Candice Bergen, Suzanne Somers, Angie Dickinson og Rod Steiger. í neðstu röð er að finna Stephanie Powers, Anthony Hopkins, Francies Bergen, Andrew Stevens og Catherine Mary Stewart. fclk í fréttum Dansleikur sem margar frægar person- ur sóttu Það var mikið um að vera í herlegum dansleik, Berke- ley Square Ball, í London nýver- ið, þar sem fé var safnað til góð- gerðarmála. Nam upphæðin í lokin 90.000 dollurum! Ýmsar stórstjörnur mættu í fagnaðinn sem gestir eða höfðu í frammi uppákomur til skemmt- unar. '''"óp k°kk*^ Sen'el<ÍUdB °r*n í í nt*ut vía 'Hii. Bróðir Díönu prinsessu, Viscount Althorp, kom með vinkonu sína Rachel á samkomuna. ----- \d»n* lóV afct' ” Leikarinn Oliver Reed var settur í fótakefli frá Viktoríutímanum og máttu viðstaddir láta dynja á honum blautan svamp sér til skemmtunar. Illar tungur sögðu að svampurinn hefði átt að vera viský-bleyttur til að hæfa fórnardýrinu. Kenny Kverett gamanleikan mætti á dansleikinn með vinkonu sína, sem vakti óskipta athygli gesta, leikkonuna ('leo Rocos.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.