Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Afladreifing — eftirHörð Geirsson og Einar Garðar Hjaltason Erindi það sem hér fer á eftir var flutt á námskeiði um fiskiönað fyrir nokkru og er hér endurprentað úr 4. tölu- blaöi Ægis 1985, riti Fiskifé- lags íslands. Inngangur Undanfarin ár hafa stjórnvöld í æ ríkari mæli aukið afskipti sín af sjávarútvegi, þannig að nú er svo komið, að nær allar veiðar og vinnsla eru háðar leyfisveitingum. Enginn dregur í efa að slíkt er nauðsynlegt við stjórnun fiskveiða á því takmarkaða aflamagni sem til skiptanna er. En við val á stjórnunarleiðum, þ.e. aflamark, sóknarmark eða tegundamark (skrapdagaveiðikerfið), verðum við að staldra við og íhuga að fenginni reynslu, hvaða leið henti best við að halda þeirri gæða- ímynd sem við státum okkur af, halda uppi jafnri vinnslu og há- marksafrakstri. Undirritaðir eru sannfærðir um að kvótakerfið, í núverandi mynd, hafi ekki aukið gæði aflans og ekki stuðlað að því að samræma veiðar og vinnslu við afrakstursgetu fiskistofna. Skoðun okkar er sú að stefna eigi að því að auka fram- leiðsluverðmætið, fullvinna vör- una hér heima. Þess vegna má stjórnun fiskveiðanna ekki miðast við hvað sé best fyrir fiskveiðiflot- ann einan, heldur verður að reikna dæmið til enda með tilliti til vinnslunnar og ýmissa útgerðar- þátta. Hér á eftir munum við fjalla um nauðsyn aukinnar afladreifingar og áhrif hennar á hag útgerðar og fiskvinnslu. Aflasveiflur — saman- burður milli ára Árin 1983 og 1984 veiddu togar- arnir 106 þúsund tonn af þorski frá janúar til ágúst. Árið 1983 veiddust 38 þús. tonn í júlí og ág- úst eða 36% þorskaflans fyrstu 8 mánuði ársins. Árið 1984 eftir að kvótakerfið var tekið upp veiddu togararnir 48 þúsund tonn í júlí og ágúst eða 45% þorskaflans. það þarf að sjálfsögðu ekki að vera algilt, heldur fer það eftir mark- aðsaðstæðum, gengisþróun o.fl. Þar sem þessar hraðvirku pakkn- ingar fara yfirleitt til Bretlands, og á undanförnum misserum hef- ur gengi sterlingspundsins verið mjög lágt, hafa þær verið mjög óhagstæðar fyrir frystihúsin. Til viðbótar þessu sýnir reynsla helstu útflutningsaðilanna að flest og dyrkeyptustu mistök í vinnslu eiga sér stað á þessum tíma. Notkun framlegðar við mat á hagkvæmni vinnsluleiða í frystihúsum hefur framlegð í mörg ár verið notuð sem einfaldur mælikvarði á afkomu. Til eru ýms- ar skilgreiningar á henni, en sú sem við munum nota er eftirfar- andi: „Okkar skoðun er að með afladreifingu yrði m.a. spornað við hinu geysilega öryggisleysi í fískvinnslu sem hefur svifíð yfír vötnum á þessu ári. Þrátt fyrir að seint verði hægt að losa fískvinnsluna algjörlega undan sveiflum í hrá- efnisöflun erum við þess fullvissir að með markvissu skipulagi og stjórnun er hægt að minnka þær sveiflur verulega.“ Framleiðsluverðmæti (að frádr. útfl.gj. og umboðslaunum.) ★ Beinaverðmæti Hráefniskostnaður Beinn launakostnaður v. vinnslu Umbúðakostnaður Tekjur Framlegðarstig er: Framlegð/- Tekjur x 100, þ.e. hlutfall fram- legðar af tekjum. Kostir framlegðarinnar eru þeir að tiltölulega auðvelt er að nálgast forsendur útreikningsins og ná- kvæmar forsendur liggja fyrir stuttu eftir að vinnslu lýkur. Nú er algengt að reiknuð sé framlegð fyrir hverja vinnuviku eftir að niðurstöður launaútreiknings liggja fyrir í lok næstu viku á eft- ir. Þá hefur Rekstrartækni sf. unnið framlegðarskýrslur fyrir frystihús á mánaðargrundvelli og staðið fyrir fundum þar sem forráðamenn frystihúsanna bera saman skýrslur sínar. Má því segja að nokkur hefð sé komin á notkun framlegðar við mat á af- komu frystihúsanna. Á skilgreiningu framlegðarinn- ar sést að hún gefur ekki nákvæm- ar upplýsingar um hvort tap eða gróði hafi verið á tiltekinni vinnslu. Til þess vantar allar upp- lýsingar um launakostnað starfsmanna sem ekki vinna beint við framleiðsluna, fjármagns- kostnað o.fl. Á hinn bóginn hefur framiegðin fullt gildi þegar verið er að bera saman mismunandi vinnsluleiðir í frystihúsunum. Gjöld = framlegð Tafla 1: Togaraafli — þorskur 1983/1984 1983 1984 jan.-ágúst júlí-ágúst júlí-ágúst 106 þús. tonn 38 þús. tonn 48 þús. tonn 100% 36% 45% Greinilegt er að sumarveiðin hefur aukist ískyggilega á milli þessara ára og var þó ekki á bæt- andi. Besta starfsfólk við snyrtingu og pökkun eru útivinnandi hús- mæður og hvorki eriendur starfskraftur né skólafólk í sumarafleysingum standa þeim snúning. Það er því augljóst að ekki getur gefið góða raun að veiða mestan afla í júlí og ágúst þegar flestar húsmæðranna taka sér sumarfrí eða þurfa að vera heima vegna lokunar dagheimila og skóla. Afleiðingin af því að hrúga fiski á land þegar flestir vanir starfs- menn eru fjarverandi hlýtur að vera að verkstjórar neyðist til að láta vinna fiskinn í hraðvirkustu pakkningar, til þess einfaldlega að hafa undan togurunum. Þá geta menn lent í þeirri aðstöðu að vinna í pakkningar sem gefa mjög lítið af sér. Rétt er að ítreka að menn GETA lent í þessari aðstöðu, en Dæmi um framlegð í aflahrotum Hér á eftir er reiknuð framlegð við vinnslu þorsks í eina viku hjá vestfirsku frystihúsi. Teljum við þær forsendur sem gefnar eru vera dæmigerðar fyrir þær að- stæður sem voru ríkjandi síðast- liðið sumar. Þá reynum við að spá framlegðarbreytingum sem orðið hefðu ef aflinn hefði borist að landi í samræmi við getu hússins og hægt hefði verið að vinna í þær pakkningar sem hagkvæmastar eru. í því dæmi sem við reiknum hér á eftir eru helstu forsendur: 1. í vikunni berast að landi 150 tonn þar af 100 tonn af þorski. Fyrirsjáanlegt er að annað eins kemur í næstu viku og því verð- ur vinnslu aflans að Ijúka í vik- unni. 2. Hráefnisverð á þorski miðast við 2,25 kg af fiski, að 90% fari í 1. flokk og 10% í annan, greiddar séu kassabætur og 29% kostnaðarhlutdeild. Einar Garðar Hjaltason 3. Öll verð eru frá miðjum apríl 1985. 4. Starfsmenn við framleiðsluna eru 50 og 1000 manntíma þarf til að vinna aðrar tegundir en þorsk. 5. Nýting í flökun er 42,5%. 6. Nýting í sal er 95%. 7. Til að ljúka verkefninu í vik- unni er þorskurinn unninn í roðpakkningar fyrir Bretland, 50% í 4x12 lbs. og 50% í 1x35 lbs. Miðað við þessar forsendur verður niðurstaðan sú sem sést í töflu 2. með þeim mannafla sem fyrir hendi er. 3. Nýting í sal minnkar í 93% við breyttar pakkningar. Útkoman úr þessu dæmi sést í töflu 3. veiddur er og selja hann í því formi sem hagstæðast er fyrir þjóðarbúið. Ef breytingar þarf að gera sem bæta stöðu annars aðil- ans á kostnað hins er einfalt að leiðrétta það í fiskverðinu. Tafla 3: Framleiðsluverðmæti .......... 3.681.250 kr. Beinaverðmæti ................... 15.565 kr. 3.696.815 kr. Hráefniskostnaður ............ 1.687.000 kr. Umbúðir ....................... 108.405 kr. Tímalaun og lt.gj............... 477.430 kr. Bónus og lt.gj.................. 177.354 kr. 2.450.189 kr. Framlegð .................. 1.246.626 kr. Framlegðarstig ............ 33,7% Við þessar breytingar eykst framleiðsluverðmætið af þessum 100 tonnum af hráefni um nærri 1,5 milljónir, beinaverðmæti eykst örlítið vegna minni nýtingar, hrá- efniskostnaður er sá sami, umbúðakostnaður minnkar og launakostnaður eykst nokkuð vegna meiri vinnu við vinnslu hrá- efnisins. Niðurstaðan er sú að framlegð af þorski í vikunni myndi aukast um ríflega 1,2 milljónir. Það sem vantaði á að þetta væri hægt var að hráefnisöflunin dreifðist á lengri tíma, eða að starfsfólk væri fleira. Einmitt vegna þess að fiskurinn í sjónum er takmarkaður hljóta menn að líta svona uppákomur al- varlegum augum. Talað er um lág- ar þjóðartekjur, ónóga gjaldeyris- Hörður Geirsson öflun o.s.frv. á sama tíma og for- ráðamenn fyrstihúsa þurfa að sjá af milljónum króna í framleiðslu- verðmæti vegna þess að á sumrin er hráefnisöflunin algjörlega úr takt við getu frystihúsanna. Ekki treystum við okkur til að nefna neina tölu um heildartap frystihúsanna af þessum sökum, heldur látum mönnum eftir að íhuga dæmin hér að framan. Leiðir til úrbóta Þegar svo er komið að frystihús- in tapa greinilega fjármunum við Tafla 2: Framleiðsluverðmæti 2.217.430 kr. Beinaverðmæti 15.346 kr. 2.232.776 kr. Hráefniskostnaður 1.687.000 kr. Umbúðir 155.304 kr. Tímalaun og lt.gj 263.265 kr. Bónus og lt.gj 86.000 kr. 2.191.569 kr. Framlegð 41.207 kr. Framlegðarstig 1,8% Augljóst er á þessu að ekki er það að hráefnisöflunin er miklu vinnslan arðbær, tekjurnar meiri heldur en þau anna hljóta að hrökkva varla fyrir breytilegum rekstrarkostnaði. Vitað er að mörg frystihús lentu í þessari að- stöðu síðastliðið sumar og ekkert bendir til annars en að sama verði upp á teningnum í sumar. Til að sjá hvað hefði mátt fá útúr hráefninu er hér á eftir fram- legðarútreikningur þar sem eftir- farandi forsendum er breytt. 1. Fiskurinn er unninn í hefð- bundnar Ameríkupakkningar, þ.e. 60% í 10x5 Ibs., 27% í 4x16,5 lbs. flakablokk og 13% í 4x16,5 lbs. þunnildablokk. 2 Fiskurinn kemur ekki örar að landi en svo að hægt er að vinna hann í dagvinnu og eftirvinnu vakna spurningar. Hvaða mark- mið eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu veiðanna? Á að reka útgerð og fiskvinnslu sem al- gjörlega aðskilda rekstrarþætti? Á að vera stöðugt stríð á milli þessara aðila þar sem hvor um sig reynir að hámarka sinn afrakst- ur? Ýmsar leiðir má hugsa sér til að bæta þetta ástand með sameigin- legan hag útgerðar og fiskvinnslu að leiðarljósi. Á undapförnum árum hefur aflamagn verið takmarkandi þátt- ur í sjávarútveginum. Því hljóta öll vinnubrögð að þurfa að miðast við að nýta sem best þann fisk sem Afladreifíng Nauðsynlegt er að dreifa aflan- um meira yfir árið, bæði með til- liti til afkomu frystihúsanna og vegna starfsfólksins. Nú er mikið talað um að starfsfólk vanti í fisk- vinnsluna og er það vissulega rétt. Hinsvegar er ljós að á meðan sveiflur eru jafnmiklar og raun ber vitni veldur fjölgun starfs- fólks einungis meiri vandræðum þegar lægðir eru í hráefnisöflun- inni. Þegar skuttogararnir komu fyrst til landsins var mikið talað um meiri möguleika á afladreif- ingu. Vissulega skánaði ástandið, en miðað við þær breytingar sem urðu á sumarveiðinni milli áranna 1983 og 1984 virðist það vera að versna aftur. Fjölgun úthaldsdaga vegna afladreifíngar Afladreifing myndi leiða til fjölgunar á úthaldsdögum togara og við það ykjust útgjöldin. Áfar erfitt er að meta áhrif sóknarauka á tilkostnað við veiðarnar. { eiiíni áætlun Þjóðhagsstofnunar („Skýr- ingar við rekstraryfirlit botn- fiskveiða í mars 1985“) er gert ráð fyrir, að olíur, veiðarfæri, ís og löndunarkostnaður fylgi sókn- arbreytingum að fullu, viðhald að hálfu, en fastur kostnaður haldist óbreyttur. Árið 1983 var meðalúthald minni togara 328 dagar, en 1984 voru þeir 296. Til þess að auka sóknina aftur í það sem hún var árið 1983 þyrfti því að fjölga út- haldsdögum um 10,8%. Þar sem afli yfir sumarmánuði ársins 1983 var vel yfir meðaltali ársins áætl- um við hinsvegar 15% sóknarauka til þess að ná sæmilegu jafnvægi í hráefnisöfluninni. Samkvæmt forsendum Þjóð- hagsstofnunarinnar að gera ráð fyrir að 40% af kostnaði togar- anna sé sóknartengdur og því myndi útgerðarkostnaður aukast um 6% við 15% sóknarauka. Þetta þýðir að fiskverð þyrfti að hækka um 6% til útgerðar. í framlegðar- útreikningunum hér á undan gerð- um við ráð fyrir að hráefnisverð væri 16,87 kr./kg. Með afiadreif- ingunni yrði því nauðsynleg hækk- un á hráefninu 16.87 x 6% = 1.01 kr./kg til að útgerðin stæði ekki verr að vígi. Það myndi þá auka hráefniskostnað frystihússins um 101.000 kr. sem er þó ekki nema brot af þeirri framlegðaraukningu sem frystihúsið hefði náð. Fiskverð Þær þrjár leiðir sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við stjórnun fiskveiðanna, þ.e. aflamark (kvótakerfið), sóknar- mark og tegundamark (skrapdagaveiðikerfið), hafa allar það sameiginlegt að fækka útivist- ardögum á sjó. Æskilegt er hins- vegar vegna vinnslunnar að aflinn dreifist sem jafnast yfir áríð. Eitt er þó víst, að ef á að ná hámarks- afrakstri í sjávarútveginum verð- ur að gera sjómannastéttina virka þátttakendur með breyttu verð- lagskerfi. Það er staðreynd að mestur afrakstur vinnslu og því þjóðhagslega mestur ávinningur fæst með því að jafna vinnslu og auka gæði með fersku hráefni. Möguleg lausn er fólgin í e.k. „Stjörnuflokki", þ.e. bónus fyrir stuttar veiðiferðir með hæfilegum afla og góðu mati. í þess stað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.