Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 59
MQRGUNBLAPIÐ, F^MMTLDAQUR 25. JÚM ,1985
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Hættum kartöflurækt
KartöfluæU skrifar:
Heiðraði Velvakandi.
Ég var að horfa á sjónvarps-
fréttirinar í síðustu viku, þær eru
hvort eð er það eina sem nokkurn
veginn er horfandi á í þeim ágæta
fjölmiðli að öllum jafnaði. En það
var nú reyndar ekki sjónvarpsdag-
skráin sem olli því að ég tók mig
til og hripaði þér þessar línur
heldur frétt í þessum ákveðna
fréttatíma um offramboð á kart-
öflum. Rætt var við bónda í
Þykkvabænum sem bar sig heldur
aumlega yfir því að alltof mikið
hefði sprottið af kartöflum í fyrra
og því væru bændur nú í hinum
mestu vandræðum. Þeir gætu ekki
selt nærri alla framleiðsluna og
yrðu að henda miklu af ágætis
kartöflum.
Öðruvísi mér áður brá. Ég man
ekki betur en nærri árlega hafi
kartöflubændur einhvers staðar á
landinu barið lóminn í fjölmiðlum
á haustin yfir uppskerubresti og
því að þeir væru að komast á von-
arvöl og ekki linnt látum fyrr en
Bjargráðasjóður, eða hvað hann
nú heitir, hljóp undir bagga og
bjargaði þeim frá gjaldþroti.
Manni hefur skilist að þessi at-
vinnugrein gengi naánast fyrir
opinberum styrkjum og því hefur
jafnvel verið fleygt að það borgaði
sig ekki fyrir þá að vera að standa
í því að setja niður, það kæmi
hvort eð er aldrei neitt upp úr
görðunum og það væri best að
sækja bara um bjargráðastyrk
strax á vorin.
í fyrra komu svo þær fréttir að
metuppskera hefði orðið og nóg
væri til af kartöflum. Þetta hélt
maður nú að vissi á gott og kart-
öflubændur myndu gleðjast. En
ekki nú aldeilis! Nú eru þeir líka í
stökustu vandræðum og tapa
milljónum á því að henda óseljan-
legum kartöflum. Mér er spurn, til
hvers eru mennirinir eiginlega að
þessu basli? Er þetta ekki alveg
glatað? Það virðist vera sama
hvernig árar, dæmið gengur aldrei
upp. Og hver er kostnaður hins
opinbera af því að vera trekk í
trekk að ausa styrkjum í þessa
vitleysu?
Ég held satt að segja að það
væri farsælast að þessi blessaðir
menn hættu þessu basli og sneru
sér þess í stað að einhverri arð-
bærari iðju.
Þaö sannaðist áþreifanlega í
fyrrasumar þegar hinar svoköll-
uðu „frjálsu kartöflur" voru á
markaðinum, að íslenskar versl-
anir geta auðveldlega annað eftir-
spurn eftir þessum vinsælu mat-
vælum með innflutningi á góðum,
erlendum kartöflum á hagstæðu
verði og af þeim er alltaf jafnt og
gott framboð. Þó þetta kostaði
einhvern gjaldeyri held ég að það
myndi borga sig þegar til lengdar
lætur, því ríkið myndi spara sér
hina eilífu styrki til kartöflu-
bænda og þeir gætu snúið sér að
öðru starfi. Ég held þeir hljóti að
vera fegnir því, þeir hljóta að eiga
ákaflega bágt blessaðir, eins og
þeir bera sig illa.
Svar við fyrirspurn öryrkja
Margrét Thoroddsen hjá upplýs-
ingadeild Tryggingastofnunar rík-
isins skrifar:
1 Velvakanda 21. þ.m. biður ör-
yrki um útskýringu á þvf hvers
vegna tekjutrygging hans sé
lægri í júlí en í júní þrátt fyrir
hækkun á bótum, sem nam 1.
júlí sl. 7,5%.
Þar sem við vitum ekki nafn
mannsins er erfitt að gefa við-
hlítandi skýringu á þessu ein-
staka tilfelli, en ég mun í stuttu
máli útskýra reglur um tekju-
tryggingu almennt.
Upphæð tekjutryggingar mið-
ast við þær tekjur, sem fram
koma á síðasta skattframtali
(aðrar en tryggingabætur). 1.
júlí ár hvert gefur trygginga-
ráðuneytið út reglugerð um við-
miðunartekjur tekjutryggingar,
nú síðast 1. júlí sl. þar sem
tekjumörkin voru hækkuð nokk-
uð frá fyrra ári.
Ef einstaklingur hefur haft
árstekjur undir kr. 54.170 á síð-
asta ári, fær hann óskerta tekju-
trygfíinRu, seni er nú kr. 7.331 á
mánuði. En ef tekjurnar eru yfir
því marki, skerðist tekjutrygg-
ingin eftir ákeðnum reglum þar
til hún fellur alveg niður við
249.665 kr. árstekjur.
Frá 1. júlí var upphæð tekju-
tryggingar reiknuð skv. skatt-
framtali 1985, en fram til þess
tíma var miðað við skattframtal
1984. Líklegasta skýringin er því
sú, að tekjur öryrkjans hafi ver-
ið töluvert hærri á síðasta ári en
árið áður.
Fyrst fyrirspyrjandi fær kr.
5.757 í tekjutryggingu í júlí,
reiknast mér til að hann hafi
haft kr. 96.144 í árstekjur (um-
fram tryggingabætur) á sl. ári.
Nemur sú upphæð kr. 8.012 á
mánuði að meðaltali, sem bætast
við þær 10.760 kr. sem hann fær
frá Tryggingastofnuninni. Eru
það samtals kr. 18.772, heldur
meira en lágmarkslaun verka-
fólks.
Upplýsingar öryrkjans eru því
dálítið villandi. Hvernig hann á
að verja þeim peningum, er ekki
í mínum verkahring að svara.
Æskilegast hefði þó verið að
fyrirspyrjandi hefði haft beint
samband við Tryggingastofnun-
ina, svo hægt væri að skoða mál
hans sérstaklega. Gæti þá komið
í ljós að hann ætti rétt á heimil-
isuppbót, ef hann býr einn eða
jafnvel uppbót vegna lyfjakostn-
aðar.
Hann þarf ekki að óttast að fá
ekki góða fyrirgreiðslu, þó hann
kalli starfsmenn Trygginga-
stofnunar ýmsum miður falleg-
um nöfnum. Er alger óþarfi að
vera með slíkt hnútukast í garð
starfsmanna, sem vinna af sam-
viskusemi eftir ákveðnum lögum
og reglum.
Ókurteist afgreidslufólk
Linda, Inga Erna og Guðrún
skrifa:
Kæri Velvakandi.
Við erum hér nokkrar stöllur,
sem eigum það sameiginlegt að
allar höfum við lagt leið okkar á
E1 Sombrero. Staðurinn er virki-
lega huggulegur og pizzurnar góð-
ar, en sömu sögu er ekki að segja
um starfsfólkið. Það er með ein-
dæmum ókurteist og óliðlegt. Sem
dæmi má nefna að ein okkar sat
þarna eitt föstudagskvöld ásamt
eiginmanni sínum. Voru þá tveir
menn að spila ágæta tónlist, en
hún var svo hátt stillt að ekki var
hægt að tala saman. Þegar eigin-
maðurinn bað kurteislega um að
lækkað yrði í magnaranum hreytti
starfsstúlkan ónotum í hann og
sagði að oft hefði verið spilað
hærra. Síðar sama kvöldið er
stúlkan kom að borðinu, hrósaði
maðurinn pizzunum, en tók það
fram að gott væri ef hægt væri að
kaupa hálfa pizzu, eða smærri
pizzur. Hún brást hin versta við og
sagði að flestir borðuðu heila. Við
höfum fleiri slík dæmi og teljum
að starfsfólkið ætti að bæta fram-
komu sína. Með fyrirfram þökk
fyrir bætta framkomu.
GEKsíPf
Sumarbústaöaeigendur
Vorum aö fá nýja sendingu af þessum
vinsælu arinofnum. Ath. pantanir óskast
sóttar.
Aukið verðgildi
krónunnar
akið á
GOODfYEAR