Morgunblaðið - 31.07.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.07.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1985 Bæjarleiðir buðu í bfltúr Bifreiðastjórar Bæjarleiða og fjölskyldur þeirra buðu í gær öldruðum velunnurum Lang- holtskirkju í ökuferð austur fyrir Fjall. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf ferðarinnar. MorgunblaðiA/Árni Sæberg Líf og land verðlaunar snyrtileg sveitaheimili LANDSSAMTÖKIN Líf og Land hafa ákveðið að veita þeim íslensk- um sveitabæjum, sem eru vel gerðir, snyrtilegir og falla vel að umhverfi og landslagi, sérstaka viðurkenn- ingu. 1 fréttatilkynningu frá samtök- unum segir meðal annars að mannvirki í sveitum á Íslandi hafi mikil áhrif á næsta umhverfi, sér- staklega þar sem ekki nýtur trjágróðurs. „Ráðgert er að gefa út litprentaðan bækling á vegum samtakanna með myndum af þeim bæjum, sem hljóta viðurkenningu og er það von Lífs og lands að þessi viðurkenning hvetji til bættrar umgengni við íslensk sveitaheimili." Dómnefnd skipa Gestur Ólafs- son arkitekt, formaður Lífs og lands, Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri, Kjartan Lárusson formaður ferðamálaráðs, Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir lands- lagsarkitekt og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. Oskað er eftir ábendingum um snyrtilega bæi fyrir ágústlok . Æskilegt er að ábcndingu fylgi litmynd eða lit- skyggna og að henni sé komið til skrifstofu Lífs og lands, Garða- stræti 17, Reykjavík, eða til þeirra er sæti eiga í dómnefnd. Héraðsmót Vestur-Barð- strendinga um helgina Baróatrtrönd, 26. júlí. NÚNA UM helgina er fyrirhugað að halda hið árlega hérðasmót Vestur- Barðstrendinga í frjálsum íþróttum og verður það haldið að þessu sinni á nýjum velli þeirra Patreksfirðinga í umsjón íþróttafélagsins Harðar frá Patreksfirði. Barðstrendingar hafa æft af fullum krafti í allt sumar fyrir mótið og munu nokkrir galvaskir keppendur fara og keppa fyrir hönd ungmennafélagsins, og hafa þeir allir staðið sig með einstakri prýði á undan förnum mótum. Brátt líður að verslunarmanna- helginni, mestu ferðamannahelgi sumarsins, og eru Barðstrend- ’ingar nú í óðaönn að undirbúa hana svo mest sem má því eins og undanfarin sumur á að slá upp glensi og gamni í félagsheimilinu Birkimel. Verða þar þrír þrumu dansleikir og mun hljómsveitin París frá Akureyri halda stuðinu uppi. Þetta verða sveitaböll eins og þau gerast best og margir eiga ' ljúfar minningar frá. Næg tjaldstæði verða fyrir hendi hvort sem fólk vill heldur tjalda í skóginum eða á sléttu tún- inu og verða tjaldstæðin endur- gjaldslaus. Veitingar og snyrti- aðstaða verður svo í félagsheimil- inu alla helgina. Ekki er víst hvort eða hvaða skemmtiatriði verða til að stytta gestunum stundir en ör- uggt er að það verður alveg heil- mikið um að vera þessa helgi eins og alltaf í Birkimel og því óhætt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta á svæðið. Tíðarfar hefur verið ágætt í sumar og er heyskapur alls staðar langt á veg kominn og sums staðar alveg búinn. Ferðamenn hafa gert mikið af því að leggja leið sína um Ströndina en þó er áberandi minna af erlendum ferðamönnum heldur en t.d. í fyrrasumar, en þá var heilmikið um erlenda ferða- menn hér. Gráslepputíðinni var að Ijúka núna í gær þann 25. júlí en hún hófst 25. apríl sl. Sæmileg veiði var fyrri part vertíðarinnar en fór svo versnandi eftir því sem á leið og núna undir lokin var nánast engin veiði. Sömu sögu er að segja um hrefnuveiðarnar, þær hafa ekki gengið eins vel og vænst var. S.J.Þ. Helga Ólafsdóttir bóksafnsfræðing- ur hlýtur styrk HELGA Olafsdóttir bókasafnsfræð- ingur og forstöðumaður Blindra- bókasafns íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Johanne Hansens, fyrir vel unnin störf til eflingar bókaþjónustu fyrir blinda hér á landi. Nemur hann 10.000 dönskum krónum sem er jafnvirði um 40.000 íslenskra króna. Johanne Hansen, sem sjóðurinn er kenndur við, var skólastjóri Als Husholdningsskole og meðal ann- ars kunn fyrir störf sín í dönsku andspyrnuhreyfingunni í síðustu heimsstyrjöld. Sjóðurinn var stofnaður af vinum hennar árið 1964 og er úthlutað úr honum ann- að hvert ár. Þetta er í tíunda skipti sem veitt er úr sjóðunum, en í fyrsta sinn sem íslendingur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Neytendasamtökin: Erfitt að áætla „eðlilegan“ tímafjölda NEYTENDASAMTÖKUNUM berast af og til kvartanir vegna dýrrar við- gerðaþjónustu heimilistækja. í mörgum tilfellum er ekki hægt að gera neitt til þess að fá reikninga endurskoðaða, ef seljendur vilja ekki Ijá máls á slíku, segir í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. Erfitt og næstum ókleift getur reynst að áætla „eðlilegan" og sanngjarnan tímafjölda auk þess sem varahluta- og efniskostnaður getur verið ærið misjafn. Oft er þjónusta þessi undanþegin verð- lagsákvæðum og því nánast á vaídi seljanda að setja það upp, sem hann telur ýtrast mögulegt. Viðbrögð neytenda við frjálsri verðlagningu, f hvaða mynd sem hún birtist, eru því að gera verð- samanburð og beina viðskiptum sínum þangað, sem kaupin gerast best. Til þess að benda neytendum á mikilvægi þess að flana ekki að neinu áður en um viðskipti er samið, vilja Neytendasamtökin koma á framfæri eftirfarandi dæmi: Kvörtun barst vegna viðgerðar á sláttuvél hjá Seyði — sláttuvéla- þjónustunni, Smiðjuvegi 28, Kópa- vogi. Reikningurinn hljóðaði upp á 4.408 krónur, en vélin sem um ræðir er 10—12 ára Major, sem kostar ný u.þ.b. 13.000 krónur. Neytendasamtökin ræddu við forsvarsmann fyrirtækisins, en hann var ekki til viðræðu um endurskoðun eða lækkun reikn- ings. Hann bar því við, að hugs- aníega hefði þurft að vinna mikið við blöndung, en vildi þó ekki ræða þetta tilfelli við þá sem unnu við viðgerðina. Þess má geta að nýr blöndungur í þessa vél kostar um 1.500 krónur. Hann sagði enn- fremur að á verkbeiðni gætu við- skiptavinir sett hámark viðgerð- arkostnaðar. Sá sem átti vélina í þessu tilviki kannaðist ekki við að hafa verið bent á það, en verið lof- að að hringt yrði í hann ef sýnt þætti að viðgerð reyndist óeðlilega dýr. Til samanburðar könnuðu Neyt- endasamtökin tvö önnur verk- stæði heimilissláttuvéla, eins og þau áætluðu hliðstæða viðgerð. Annað þeirra hefði tekið 1.720 krónur fyrir viðgerðina og hitt 1.462,50 krónur á meðan Seyðir tók 4.408 krónur. Þess má að lok- um geta að í fyrrasumar sá Verð- lagsstofnun ástæðu til þess að senda frá sér fréttatilkynningu vegna reiknings frá Seyði — sláttuvélaþjónustu. (FrétUlilk;nning) Rit um félagsstarf ungmenna: íslensk æskulýðssamtök ÆSKULÝÐSRÁÐ ríkisins hefur ný- lega gefið út ritið „íslensk æsku- lýðssamtök**. Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða upplýsingar um landssamtök æskufólks, sem starfa hér á landi, markmið þeirra, félaga- fjölda, starfsemi o.s.frv. Ritið er á íslensku, dönsku og ensku. Því er ætlað að veita ís- lenskum og erlendum ungmennum nauðsynlegar upplýsingar um ís- lensku æskulýðssamböndin, t.d. skáta, stjórnmálasamtök, ung- mcnnafélög og kristilega hópa. Æskulýðsráð ríkisins hefur nú starfað í 15 ár. Starfið er mest- megnis fólgið i aðstoð við aðila er sinna æskulýðsstarfi og má þar nefna þjálfun leiðbeinenda, leið- toga og útgáfu á margs konar efni er snerta félagsmál. Eins leitast ráðið við að stuðla að nýjungum í æskulýðsstarfi. Nýtt æskulýðsráð ríkisins tók til starfa um síðastliðin áramót. formaður er Erlendur Kristjáns- sonog starfsmaður þess Níels Árni Lund, æskulýðsfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.