Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 4

Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 4
«vr „Sama eldhættan frá Fjalakettinum og áður“ — segir húsvörður Aðalstrætis 6 „EKKERT hefur verið gert af hálfu eiganda Fjalakattarins eftir að borgar- yfírvöld fóru að skipta sér af málinu. Það er alveg sama cldhættan frá húsinu og áður,“ sagði Stefán Jónsson, húsvörður hússins að Aðalstræti 6, sem er við hliðina á Fjalakettinum. „í dagblöðunum að undanförnu hefur komið fram að Byggingar- nefnd Reykjavíkur væri ánægð með lagfæringar hússins og að öllum skilyrðum hennar hefði verið fullnægt af hálfu eigandans. Eigandanum var gefinn þriggja vikna frestur annaðhvort til þess að rífa húsið eða gera það mann- helt. Síðan segir i frétt frá Bygg- ingarnefndinni að menn frá henni hefðu farið á staðinn og gert út- tekt á húsinu og hefði hún verið mjög jákvæð. Eigendur hússins að Aðalstræti 6 voru orðnir það hræddir við eld- hættu frá húsinu að þeir tóku þá ákvörðun fyrir u.þ.b. fimm vikum að kosta hér næturvörð og hefur hann verið við störf síðan. Það var m.a. vegna þrýstings frá eigend- um Aðalstrætis 6 að borgaryfir- völd fóru að skipta sér af málinu og fól borgarstjórnin Byggingar- nefnd Reykjavíkur málið í hend- ur.“ Stefán sagði að fólk gengi út og inn um gaflinn, bak við húsið, og væru þetta mikið til útigangs- menn sem færu þarna um. „Það er alveg sama hættan fyrir hendi BIÉIÍIS Ekki er búið að loka öllum ghigg- um. Hér sjást brotnir gluggar á hæðunum fyrir ofan jarðhæð. þótt gluggum og dyrum sé lokað á meðan gaflinn stendur galopinn," sagði Stefán. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST1985 „Sjúkdómurinn líklega borist med náttúrunni“ — segir framkvæmdastjóri Norðurlax hf. „SJÚKDÓMURINN hefur líklega borist með náttúrunni," sagði Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Norðurlax hf. að Laxamýri í Suður-Þingeyjar- sýslu, er hann var inntur eftir ástæðum sjúkdómsins, sem upp kom í laxeld- inu fyrr í sumar, en þá þurfti að slátra 500.000—600.000 seiðum, eða um 80%, og var tjónið metið á 6—10 milljónir króna. „Við vitum ekki með vissu hvað gerðist, en líklega er þetta bakteríusjúkdómur, sem borist hefur með þeim fiski sem við tókum úr ánni til að ná hrognum úr. Fiskurinn lifir við sín eigin skil- yrði í ánni. Síðan þegar við flytj- um hann í hús til okkar, breytast lifsskilyrðin bæði hvað varðar fæðuöflun og hitastig svo að að öllum líkindum hefur sjúkdómur- inn magnast upp og margfaldast. Við eigum nú 140.000 seiði eftir í stöðinni. Það stendur til að kaupa 20.000 seiði bráðlega og síðan ger- um við ráð fyrir að taka 800.000—900.000 hrogn í haust úr fiski í ánni.“ Björn sagði að þá yrði villta fiskinum algjörlega haldið frá stöðinni sjálfri. Hrognin yrðu lát- in vera i keri spölkorn frá stöðinni til að minnka smithættu. Þau yrðu síðan tvíböðuð eins og tíðkast og flutt þannig í stöðina. Fiskurinn færi síðan aftur til sinna heim- kynna. „í vor höfðum við árganga saman hlið við hlið og hafa bakt- eríur borist á milli, svo að nú er ætlunin að halda árgöngunum al- gjörlega aðskildum, en það höfum við ekki gert hingað til. Aðalvandamálið við seiðaeldið nú til dags er sjúkdómsvarnir og flutningurinn á milli stöðva. Áður fyrr var vandamálið að fá fiskinn til að vaxa en nú er það að mestu yfirstígið. Hreinlæti er mjög mik- ilvægt og loka þarf stöðvunum fyrir umgangi allra óviðkomandi," sagði Björn. Skeiðhestur Slæm staða ríkissjóðs: Margir fara inn um gafl hússins og er þar greið leið inn um allt, sagði Stefán. Heimildamaður DV rekinn frá Antwerpen fyrir löngu — segir Pétur Pétursson knattspyrnumaður og mótmælir frétt blaðsins „ÉG GET með engu móti skilið þessa frett. Heimildamaðurinn, sem titlaður er framkvæmdastjóri Antwerpen, var rekinn frá félaginu fyrir 8 mánuðum," ið eftir sig, bæði aumur og stirð- ur, en ég held að það sé ekkert varanlegt. Ég veit að þetta hefði ekki endað svona vel ef hér hefði verið um viðkvæman hest að ræða," sagði Erling. . Hann bætti því við að hann ætti ekki til orð til að lýsa því hvernig lögreglan í Árbæjarhverfi stóð sig í þessu máli. „Þetta voru greini- sagði Pétur Pétursson knattspyrnu- maður, þegar borin var undir hann frétt f DV sl. föstudag um að Pétur myndi aldrei fá félagaskipti úr Ant- lega menn sem hafa skilning á þessum hlutum, enda eflaust van- ir hestum vegna nálægðar stöðv- arinnar við Víðidalssvæðið. Mikill tfmi fór í að finna út hver væri eigandi hestsins, en á meðan á því stóð höfðu þeir mann á vakt hjá hestinum. Þarna var alveg frá- bærlega að verki staðið," sagöi Erling Sigurðsson að lokum. werpen í ÍA, en frétt um félagaskiptin var á íþróttasíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn. „Ég hef gengið frá mfnum málum við forseta Antwerpen, E. Wouters og hann er samþykkur félagaskipt- um mínum úr félaginu í lA, enda heldur Antwerpen öllum réttindum varðandi mig því ég er á samningi hjá félaginu. Louis de Vries, sem DV vitnar í sem framkvæmdastjóra Antwerpen, var látinn hætta fyrir 8 mánuðum og er félaginu óviðkom- andi. Hann hefur reynt að leggja steina í götu mína, nú síðast þegar ég var að kanna aðstæður hjá svissneska félaginu Servette. Þá var hann þar sem umboðsmaður sænsks leikmanns, Matts Magnus- son, og tókst að spilla svo fyrir mér að Svíinn var tekinn fram yfir mig. Þennan mann leiðir DV fram sem fulltrúa Antwerpen og lætur hann vera með ýmsar dylgjur, m.a. er haft eftir honum að hann viti ekki hvar ég er staddur. Það eru sér- kennileg tfðindi, því hann og DV vita að ég hef verið á íslandi að mestu leyti sl. tvo mánuði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttaritari DV í Belgíu, Kristján Bernburg, sendir um mig furðu- fréttir í blað sitt. Einkennilegast er vægast sagt að hann skuli ekki vita um það að Louis de Vries hafi verið látinn hætta fyrir átta mánuðum. Annað í umræddri frétt DV er mjög einkeúnilegt, t.d. það að starfsfnaður KSÍ skuli látinn lýsa yfir undrun yfir frétt Morgunblaðs- ins, þótt málavextir hafi verið fylli- lega skýrðir fyrr í fréttinni,” sagði Pétur. Erling Sigurðsson og Vani á Vindheimamelum. Síðbúin lánsfjár- lög meginástæðan segir fjármálaráðherra „RÍKISSJÓÐUR hefur orðið fyrir ýmiss konar áfóllum, kannski fyrst og fremst vegna þess hve síðbúin lánsfjárlög voru. Sjóðurinn hefur þurft að standa við þau útgjaldaáform sem fjárlög gerðu ráð fyrir á meðan tekjuhliðin hefur verið látin drabbast fram eftir miðju ári,“ nefndi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sem eina helstu skýringu á slæmri stöðu ríkissjóðs að liðnum fyrstu sex mánuðum ársins. Eins og fram hefur komið í fréttum var greiðsluafkoma ríkissjóðs neikvæð um 2.802 milljónir króna frá áramótum til júnfloka, sem er 2.549 milljónum króna meiri halli en á sama tímabili í fyrra. „Það segir sig sjálft,” sagði Al- bert, „að ríkissjóður hefur tapað verulegum upphæðum á þessum seinagangi að afgreiða lánsfjár- lögin: þetta er eins og maður sem bíður eftir peningum en fær þá ekki og verður þá að slá dýrara lán. Þetta er daglegt brauð hjá einstaklingum og það sama gildir um rikið í þessu tilfelli." Af öðrum ástæðum nefndi Al- bert samningana, sem kostuðu ríkið 7—8 hundruð milljónir, auk- inn vaxtakostnað, til dæmis vegna viðbótarlána hjá Seðlabankanum. Þá nefndi hann að tekjur hefðu minnkað, bæði óbeinar og tolla- tekjur, og ennfremur hefði farið mun meira fé til húsnæðismála en gert hafði verið ráð fyrir. Albert sagði hins vegar að lík- lega yrði síðari helmingur ársins mun hagstæðari, þar eð ýmis ár- leg gjöld hefðu verið greidd fyrr en til stóð. Vani í sjál SKEIÐHESTURINN Vani, sem setti íslandsmet í 300 metra skeiöi á Vind- heimamelum um síöustu helgi, lenti í sjálfheldu við olíustöðina í Laugarnesi á flmmtudagskvöldið. Hesturinn festist á milli veggs, sem umlykur olíustöðina, og stórra röra, sem notuð eru við löndun olíu úr skipum. Rörin liggja í um 50—60 cm fjarlægð frá veggnum og eru í 60—70 cm hæð frá iörðu. „Eg veit ekki hvemig þetta hefði farið ef hesturinn hefði ekki verið svona taugasterkur og rólegur," sagði Erling Sigurðsson, eigandi Vana, I samtali við Morg- unblaðið. „Við höfðum komið fyrir .. tveimur síám til þess að varna þvi að hestarnir kæmust þarna á tnilli. En því miður hefur einhver, sem leið átti þarna um, séð ástæðtr til að fjarlægja þessa hiridrun. Hesturinn hefur svo _ troðið sér þarna á milli og gengið "r úm 80—100 metra vegalengd. Þegar að var komið var hann al- veg fastur og gat hvorki hreyft sig aftur á bak né áfram. Það var haft samband við mig um klukkkan hálf eitt um nóttina og fór ég þá strax á staðinn með öðrum manni. Mér var sagt að fá kranabíl til þess að bjarga hestin- um og leist mér alls ekki á blik- una. Þegar við komum þarna að sá ég að þetta var ekki eins slæmt og ég hafði búist við. Við tókum þá ákvörðun að reyna að láta hestinn bakka fet fyrir fet. Það gekk hægt og sígandi og mun bet- ur en ég hafði þorað að vona. Ég andaði léttar þegar ég sá að hest- urinn var óbrotinn og aljt í lagi með hann. Hann hafði að vísu fengið á sig nokkrar rispur. Dag- inn eftir var hann auðvitað svolít-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.