Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 25 rætt í okkar hóp að svo komnu. Staðreyndin er sú að hvala- stofnarnir eru í útrýmingarhættu og þess vegna er það skýlaus krafa okkar að veiðarnar verði stöðvað- ar algerlega," segir Nielsen enn- fremur. Upphafíð kjarnorku- vopnatilraunir Talinu víkur að stofnun og starfsemi Greenpeace-samtak- anna almennt. Hann segir sam- tökin hafa verið stofnuð árið 1971. Tilefnið var kjarnorkuvopnatilr- aunir Bandaríkjamanna á eyjunni Amchitca í norðanverðu Kanada, sem náttúruverndarmenn töldu stofna viðkvæmri náttúru eyjar- innar í hættu. Þeir fóru þannig að að þeir sigldu á litlum bátum inn á bannsvæðið og komu þannig í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu gert tilraunirnar öðru vísi en stofna lífi þeirra í hættu. Tilraun- unum var hætt árið eftir og eyjan er náttúruverndarsvæði í dag. að hætta hvalveiðum í atvinnu- skyni það ár og það er mjög líklegt að Norðmenn ákveði einnig stöðv- un strax á næsta ári. Þetta hlýtur að verða til þess að auka þrýsting- inn á fslendinga mikið og þá ekki síst vegna þess að af náttúru- verndarmálum hefur hvalamálið einna mestan stuðning meðal almennings í veröldinni. fslend- ingar ákváðu fyrir þremur árum að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins og það á að standa við þá ákvörðun en ekki reyna að fara i kringum hana. Ég veit að mörg náttúruverndarsam- tök íhuga aðgerðir sem myndu skaða íslenska fiskmarkaði, eink- um í Bandaríkjunum, og það hlýt- ur að vera fslendingum alvarlegt íhugunarefni ef af slíkum aðgerð- um verður. Ég veit að sjávarút- vegsráðherra ykkar hefur sagt að ekki sé ástæða til þess að taka þessar hótanir alvarlega, en það er ekki rétt mat samkvæmt minni vitneskju. Frionor varö aö hætta út- fíutningi hvalaafuröa Ég get nefnt sem dæmi að 1983 ákvað Greenpeace að reyna að skaða útflutningsmarkaði norska fyrirtækisins Frionor í Bandaríkj- unum, en Frionor flutti út helm- ing allra hvalafurða Norðmanna. Á þremur vikum höfðu þessar að- gerðir þau áhrif, að Frionor tapaði einni milljón dollara. Þeir sáu sig tilneydda til að ákveða að hætta útflutningi hvalafurða og munu gera það á þessu ári. Þetta dæmi sýnir glögglega hver áhrif slíkra aðgerða geta verið. Og það er ekki bara fiskurinn sem er inní dæm- inu, heldur er ekki útilokað að einnig verði reynt að skaða hags- muni Flugleiða erlendis," sagði Nielsen enfremur. íslenski vísindamaöurinn einn meömæltur veiöum Hann segir að það sé vert að nefna, að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins og Kristján Loftsson fyrir hönd Hvals hf., hefðu gert með sér samning um vísindalegu hvalveiðarnar löngu áður en málið hefði verið lagt fyrir visindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins. í vísindanefndinni hefði eini aðilinn, sem verið hefði meðmæltur veiðunum, verið ís- lenski vísindamaðurinn, enda væri það viðurkenndur sannleikur með- al vísindamanna að veiðar hefðu lítið að segja í sambandi við rann- sóknirnar. Hann væri líka undar- legur sá skyndilegi áhugi á vísind- um, sem gysi upp þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hefðu verið bann- aðar. „Við viljum ná til íslensks al- mennings og skýra okkar sjón- armið, en við óttumst að íslenskur almenningur hafi ekki rétta mynd af starfi Greenpeace-samtakanna. Kristján Loftsson hefur getað sagt það sem honum býr í brjósti og hvernig málið blasir við hon- um, en sjónarmið okkar hafa átt undir högg að sækja og ekki náð til íslendinga,“ sagði Michael Nielsen að lokum. Starfsemin getur verið hættuleg Hann segir að þeir geri sér fulla grein fyrir því að starfsemi þeirra geti verið hættuleg, en þeir hefðu ekki búist við að unnin yrðu skemmdarverk á skipinu, þar sem það lægi í höfn. Þeir séu ekki óvanir því að verða fyrir aðkasti og vera kallaðir öllum illum nöfn- um vegna starfsemi sinnar. Þeirra aðferðir séu þó ávallt friðsamleg- ar og stofni ekki öðrum í hættu en þeim sjálfum. Einna óvinsælastir séu þeir í Noregi og Frakkar séu heldur ekki hrifnir af þeim. í Nor- egi hafi þeir verið kallaðir hryðju- verkamenn og eigi þeir nú í mála- rekstri þar i landi vegna þess. MálstaÖur íslendinga verri en ella „Það gerir málstað íslendinga verri en ella, að eftir árið 1988 eru íslendingar eina þjóðin í veröld- inni ásamt Kóreumönnum sem hyggst stúnda hvalveiðar. Sov- étmenn og Japanir hafa ákveðið Greenpeace — 1,2 milljónir félaga Nielsen segir að í dag starfræki Greenpeace skrjfstofur í 15 lönd- um. Félagatalan nemur 1,2 millj- ónum og auk þess eigi samtökin sér 2,5 milljónir stuðningsmanna sem styðja samtökin fjárhagslega. Meginverkefni samtakana í nátt- úruvernd, sem unnið er að núna, eru átta talsins: 1. Að tilraunir með kjarnorkuvopn verði stöðvað- ar. 2. Hvalveiðum í atvinnuskyni verði hætt. 3. Veiðar á selkópum verði stöðvaðar 4. Hætt verði að losa úrgangsefni úr efnaiðnaði í hafið 5. Hætt verði að losa úrgang frá kjarnorkuverum í hafið. 6. Bannaður verði flutningur kjarn- orkuúrgangs um hafsvæði. 7. Komið verði í veg fyrir súrt regn 8. Suðurskautslandið verði frið- land og sameign alls heimsins. Árangursrík barátta „Við teljum að barátta okkar hafi gengið vel. Kjarnorkuúrgang- ur er ekki lengur losaður í hafið, hvalveiðar í atvinnuskyni eru að leggja upp laupana og auk þessa höfum við unnið marga smærri sigra, eins og að stöðva bæði sela- dráp í Noregi og Kanada." Aðspurður um sprenginguna um borð í öðru skipi samtakana, Rainbow Warrior, þar sem það lá 1 höfn á Nýja-Sjálandi, en um skemmdarverk var að ræða og lést einn maður í sprengingunni — sá fyrsti í sögu samtakanna — segist hann viss um að þessi atburður hafi vakið samúð með málstað samtakanna um allan heim. Rain- bow Warrior var á leið til Suður- Kyrrahafsins til að trufla kjarn- orkutilraunir Frakka þar og leikur grunur á að franska leyniþjónust- an standi á bak við skemmdar- verkið. Mitterrand, forseti Frakka, hefur ákveðið að skipa rannsóknarnefnd i samvinnu við Ný-Sjálendinga til að rannsaka atburðinn. HEIMA VARMAR LIÐIÐ Slippfélagið íReykjavíkhf Má/ningarverksmídjan Dugguvogi Sími 84255 HEMPELS - þakmálning, sérhæfð á þakjárn HEMPELS þakmálning er sérhæfö á bárujárn og hefur frábæra viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í timans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. DYNASYLAN BSM 40 vatnsfæla og VITRETEX plastmálning - koma í veg fyrlr steypuskemmdir eða lagfaera þær með réttri meðhöndlun Tvær yfirferðir með DYNASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. CUPRINOL - alvörufuavarnarefnið sem fegrar og fyrirbyggir CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni í-vermireiti og á gróðurhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.