Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 39

Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 39
MORGIÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAöU# 3^. ÁGOST 1985 Atli R. Ólafs- son - Minning Fæddur 4. mars 1913 Dáinn 31. júlí 1985 Mig langar til að senda honum afa mínum kveðju fyrst hann er dáinn og ég fæ aldrei að sjá hann aftur. Eg er búinn að vera að brjóta heilann svo mikið um það undanfarið, hvað orðið að deyja þýðir. Áður hélt ég að allir sem dæju gætu bara fengið lifnatöflu og þá myndu þeir lifna aftur við. En ég var nýbúinn að skilja það að þeir sem deyja koma ekki aftur. Ég fór að gráta þegar ég skildi að maður kæmist ekki aftur upp úr moldinni. Og svo dó afi. Mér finnst það sorglegt því að það var svo gaman að heimsækja hann í stóru blokkina og tala við hann eða bara horfa á myndbandið með honum. Dúni bróðir minn veit ekki alveg hvað það merkir að deyja, en ég veit að hann á eftir að sakna hans. Mamma er líka sorgmædd, því að afi minn var pabbi hennar og henni þótti mjög vænt um hann. Pabbi er líka hryggur, þó að það sjáist ekki eins mikið. Afi og hann voru góðir vinir. Þó að ég sé bara fimm ára núna verður hann Atli afi áreiðanlega alltaf lifandi i huganum á mér. Það er líka gott að Ásta amma er ennþá í afa blokk. Hún er alltaf svo góð. Ég ætla að heimsækja hana oft. Atli Sævar Mánudaginn 12. ágúst verður til moldar borinn elskulegur vinur, Atli R. Ólafsson, en hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu í Landakots- spítala 31. júli sl. Atla kynntist ég fyrir 10 árum, er með honum og móður minni hófst vinátta og kærleikur sem haldist hefur æ síðan. Þau giftust ekki frekar en aðrir unglingar nú á dögum, en kusu að kalla sig kær- ustupar. Hefðum við sem yngri er- um, margt getað af þeim lært, af umburðarlyndi og virðingu fyrir hinu gagnstæða kyni. Atli var tvíkvæntur, síðari eig- inkona hans var Margrét Sigrún Bjarnadóttir. Þótt þau bæru ekki gæfu til þess að búa saman í hjónabandi, voru þau sannir vinir, hún starfaði hjá honum sem verk- stjóri í Leðuriðjunni um 40 ára skeið og starfar þar enn. Bar hann ávallt mikla umhyggju fyrir henni. Atli var einhver sá sérkenni- legasti maður sem ég hef kynnst Fædd 18. aprfl 1936 Dáin 3. ágúst 1985 Eitt sinn skal hver deyja, en einhvern veginn reiknum við ekki með að stundin stóra renni upp þegar maður er á besta aldri. Það kom okkur því mjög á óvart þegar við fréttum frá Svíþjóð andlát æskuvinkonu okkar Hjördísar Vil- hjálmsdóttur sem hress og kát hafði hitt okkur á liðnu ári þegar hún ásamt eiginmanni sínum, Einari G. Sveinbjörnssyni, fiðlu- leikara, og yngsta barni þeirra heimsótti Island. Við spyrjum ósjálfrátt hver sé tilgangurinn. En fáum engin svör. Að fella fólk i blóma lífsins en láta aðra sem þrá vistaskiptin bíða og bíða, er alltaf jafn erfitt að sætta sig við. Hjördís var næstyngst fjögurra dætra Auðar og Vilhjálms Hjart- arsonar og ólst upp á Siglufirði þegar mannlífið þar var sem sér- stæðast, bæði sumar og vetur. Frá barna- og gagnfræðaskóla- árunum eigum við margar góðar minningar um samheldni, trygg- lyndi og græskulaust sprell. um dagana. Hann setti svip á um- hverfi sitt og var allt í senn, ein- læg barnssál, fræðimaður, mikill húmoristi, þúsund þjala smiður og síðast en ekki síst, geysilegur sérvitringur. Hann hafði áhuga á öllu sem lifði í kringum hann, ekk- ert var svo ómerkilegt sem var að gerast að hann vildi ekki fylgjast með og vera þátttakandi I. Honum féll aldrei verk úr hendi, ef eitt- hvað bilaði eða fór úrskeiðis var hafist handa samsiundis, hvort sem það var að sauma, smíða, bæta eða að bora í sundur til að skrúfa saman aftur, þá voru alltaf réttu verkfærin og réttu skrúfurn- ar einhvers staðar á réttum stað mitt í öilu draslinu, hefi ég aldrei séð aðra eins reglu á óreglunni eins og hjá honum Atla, en verkið tók oft langan tíma, því allt varð þetta að gerast eftir kúnstarinnar reglum. Atli varð aldrei auðugur maður af veraldlegum gæðum, hann rak sitt eigið fyrirtæki, Leðuriðjuna í Reykjavík, í tæpa hálfa öld og fannst mér alltaf þetta vera eins- konar tómstundagaman hjá hon- um. Hann taldi ekki tímana sem fór í að halda þessu gangandi og vann oft mikið og lengi en alltaf með sömu ánægjunni, það var gleðin af vinnunni sem skipti hann máli en ekki peningarnir sem fyrir hana fékkst. Atli var dellumaður mikill, en síðustu árin bar hæst myndatöku- og fjölmiðladella hans. Hann tók myndir af öllu sem vakti athygli hans, hvort sem um var að ræða gangandi vegfarendur eða eitt- hvað annað sem okkur hinum fannst álíka hversdagslegt. Fjöl- miðladellan var í því fólgin að taka upp á segulbönd öll erindi sem flutt voru í útvarpinu, merkja allar spólurnar og raða þeim svo eftir ákveðnum reglum, ef ske kynni að eitthvað athyglisvert kæmi þar fram scm hann ekki mætti missa af, hvenær hann hafði tíma til að hlusta á allt veit ég ekki. Hann fylgdist vel með öll- um nýjungum á upptökutækjum og þegar eitthvað nýtt kom á markaðinn, varð hann alltaf að kaupa tvö tæki, eitt til vara. Atli var félagsvera og naut þess í ríkum mæli að vera innan um fólk. Glæsilegur var hann þegar hann var kominn í hvítan smóking og bauð móður minni sem oftar á Akoges-böllin, sagði hún mér oft frá því afskaplega hreykin að Hjödda var sérlega lagleg stúlka, snaggaraleg með góða kímni, lokkaprúð og litfríð og minnti oft á barnastjörnuna Shirley Temple. Dugleg í öllum íþróttum strax í barnaskóla, enda varð íþróttakennsla hennar annað ævistarf og kom það engum á óvart að hún skyldi velja það. Aldrei rofnaði sambandið við æskuvinina, þótt lönd og höf væru á milli, slík voru vináttuböndin og alltaf var gaman að hitta hana hressa og káta og rifja upp gamlar minningar frá æsku- og unglings- árum og mikið var hlátur hennar perlandi skær þegar skondnir at- burðir skutu upp kollinum. Við kveðjum hana í djúpri hryggð með kvæði Davíðs, Vor- boði, og sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég veit, að vorið kemur, og veturinn líður senn kvæðið er um konu en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng hann hefði verið mesta prúðmenn- ið og sætastur allra á ballinu og að enginn dansaði eins vel og hann Atli. Ekki get ég látið hjá líða að minnast áhuga hans á tungumál- um, þar var hann óþreytandi, ef hann var í vafa um eitthvert orð gat hann eytt óratíma í að finna rétta þýðingu og gat það haldið fyrir honum vöku ef ekki úr rætt- ist. Réði hann jafnan krossgátur á hinum ýmsu tungumálum til að halda kunnáttuni við. Við systurnar eigum Atla mikið að þakka og mest þá umhyggju og góðmennsku sem hann veitti móð- ur okkar, hann færði henni mikla gleði og dekraði við hana á allan hátt. Það er sárt að sjá á eftir þessum góða manni sem var svo fullur af lífsgleði, hann skilur eft- ir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt en minningin mun lifa með okkur. Margrét Kjartansdóttir Hver er þessi enski lord? Þessi orð sagði sveitastúlkan, gestur okkar á Akóges-skemmtun, þegar hún sá Atla R. ólafsson í fyrsta sinn í fjörugum dánsi. Atli var nefnilega svolítið sérstakur, hann var fallegur maður, meðalmaður á hæð og hafði gaman af því að klæða sig vel. Hann dansaði af mikilli kúnst og hafði yndi af fal- legum konum, enda naut hann kvenhylli í ríkum mæli. Atli R. Ólafsson fæddist 4. mars 1913 í Kaupmannahöfn. Hann var einkabarn foreldra sinna en þau voru Ólafur Friðriksson og Anna Friðriksson, fædd Christensen. Upphaflega hét faðir Atla Ólafur Muller, en langfeðgar hans voru malarar frá Fludeval og kom nafnið þaðan. Faðir hans hætti að nota nafnið þegar hann var átján ára, en hann var átta ár í Kaup- mannahöfn og starfaði þar sem blaðamaður, rithöfundur og fyrir- lesari. Þar kynntust þau Ólafur og Anna, foreldrar Atla. ólafur Frið- riksson var um tíma ritstjóri Al- þýðublaðsins, hinn landskunni stjórnmálaskörungur og alþýðu- leiðtogi, sem óþarft er að kynna nánar. Anna Friðriksson stofn- setti Hljóðfærahúsið sem hún rak um árabil eða þar til elsta sonar- dóttirin Dís tók við rekstrinum um skeið áður en það var selt. Afi og amma Atla í móðurætt voru frá Jótlandi. Afi Atla, sá íslenski, var Friðrik Muller póstmeistari á Ak- ureyri, en fæddur á Eskifirði. Þeg- ar Atli var tveggja ára gamall kom móðir hans með hann frá Kaupmannahöfn til ísiands á skipinu Botníu og fannst honum hann muna eftir þessu. Skipið fór austur um land og þegar það kom til Akureyrar bar afi hans hann í og hvita fleyga fugla og fjaöraþyt og aöng. Og svipur hennar sýndi hvaö sál hennar var góð. Þaö hló af ást og æsku hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor. Því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (D.St.) Auður, Erla, Guðný, Núra og Heiðar. M land, Pollurinn var frosinn og skipið gat ekki lagst að bryggju. Átli átti auðvitað að verða fínn menntamaður, en skólaganga hans varð ekki mikil, hann sagðist hafa verið latur að læra. Hann var fyrst í Landakoti og varð læs níu ára, var síðan eitt ár í Miðbæjar- barnaskólanum og nokkur ár í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann sagðist ekki hafa verið dug- legur að koma sér áfram. Hvað um það, Atli varð löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur bæði I dönsku og þýsku, hann var frábærlega vel að sér í ensku þannig að það undr- aði mig oft af hverju hann væri ekki einnig löggiltur í því máli. Hann hafði mikinn áhuga á frönsku og fór gagngert til Frakklands til þess að tileinka sér það mál, auk þess sem hann nam það mál af hljóðupptökum. Frá- bær íslenskumaður var Atli einnig og fannst mér að hann hefði orðið það við stöðuga sjálfsgagnrýni, gagnrýni sem stundum færðist yf- ir á aðra, oft svo að stundum þótti hann allt að því þreytandi. Hann varð að kryfja hvert mál til mergjar hvort sem um var að ræða tungumál eða önnur vísindi. Hann hafði mikinn áhuga á allri tækni, eðlis- og efnafræði og gróðri. Það var oft að Atli kom yfir til mín til þess að rökræða og. fletta upp í ýmsum fræðiatriðum, sem ég er honum eiliflega þakklát- ur fyrir. Atli stofnaði Leðuriðjuna (At- son) 1936 og rak alla tíð síðan, jafnframt því sem hann stundaði þýðingar. Fyrst var Leðuriðjan til húsa á Leifsgötu, síðan að Vatnsstíg 3, Ægisgötu og lengst af í Brautarholti 4, þar sem ég var nokkuð tíður gestur. Hann hafði gaman af að búa þennan stað út með allskonar tækni, ljós gátu kviknað og slokknað eftir því hvar maður var staddur, og þegar ég kom með honum á vinnustað eftir lokun varð maður að smeigja sér inn um rifu á lítið opnum útidyr- unum til þess að allur þremillinn færi ekki í gang. Hann var áskrif- andi og einlægur lesandi Scientific American og lifði sig inn í margt það er hann tileinkaði sér þaðan. Stundum var það spaugilegt, ef til vill þreytandi, en þó rökrétt að þegar maður fór með honum í bíl og steig út úr honum að loknum akstri varð maður að halda dyrun- um opnum um stund meðan loftið úti og inni jafnaði sig þannig, að ekki myndi setjast raki á innfleti bílsins og orsaka ryðmyndun. Þannig mætti lengi telja en þetta lýsir Atla nokkuð á þessu sviði. Atli kvæntist fyrst áður en hann varð tuttugu og eins árs, hann hafði kynnst þýskri konu, Marianne Stehn, þegar hann var átján ára við verslunarskólanám í Kiel f Norður-Þýskalandi. Þau eignuðust þrjú börn, elsta er Dís Ragnheiður og á hún þrjú börn, þá Úlfar sem á tvö börn, og síðan Anna er á eitt barn. Þau Atli og Marianne skildu eftir tíu ára sam- búð. Atli kvæntist aftur 4. mars, ___________________________39 * 1949 Margréti Sigrúnu Bjarna- dóttur og áttu þau einnig þrjú börn; elst er Nanna Mjöll, hún á tvö börn, hennar maður er Guð- mundur Sæmundsson; þá er Gyða Björk sem á þrjú börn, maki er Tómas Þór Þorkelsson; yngst er Edda Hrönn og á tvö börn, maki Arnór Sighvatsson. Atli hefur þannig eignast sex börn og átti orðið þrettán barnabörn. Þau Atli og Margrét skyldu árið 1967. Þau héldu þó áfram góðri vináttu og hittust nær daglega þar sem þau unnu saman við Leðuriðjuna. Við Atli kynntumst upp úr 1964 þegar hann gekk í félagið okkar Akóges í Reykjavík og urðu kynni okkar enn nánari í einstæðings- skap okkar þegar fór að losna um hjónaböndin. Það lá nærri að við tækjum okkur íbúð saman og í sumarferðum Akóges bjuggum við í tvígang saman í tjaldi. Frá þessu tímabili áttum við margar góðar endurminningar. Atli, alltaf þessi ljúfi og glaðlegi félagi, fagurker- inn, sem dáði fegurð kvenna, enda hafði hann einstaka kvenhylli og naut þess að vera í faðmi þeirra. A vissan hátt held ég að Átli hafi notið þessa tímabils, og þó að þær hafi verið orðnar nokkuð margar konurnar sem hann kynntist, held ég að hann hafi haldið tölu þar um og haft ánægju af að hún jókst stöðugt. Þar kom þó um síðir að ég festi ráð mitt á ný og fór að búa í blokk, og viti menn, að einn morg- uninn vaknar Atli, án minnstu íhlutunar minnar, í næstu íbúð við hliðina, hann gerði sér enga grein fyrir þessu, en þarna bjuggum við hlið við hlið það sem eftir var ævi hans. Þarna var þá komin kærast- an hans Ásta Bjarnadóttir, sem hann trúlofaðist og bjó með þar til yfir lauk. Mér er það minnisstætt þegar ég kom þangað til þeirra í fyrsta sinn og sá Atla sitja yfir góðri máltíð sem Ásta hafði til- reitt fyrir hann. Þarna var komin einhver værð yfir Atla sem hann kunni auðsjáanlega vel að meta. Þetta var nú eitthvað annað en að hokra einn í hliðarkompu í verk- smiðjuhverfinu upp í Leðuriðju. Nú varð Atli nær daglegur gestur á heimili okkar. Milli þeirra Atla og Ástu ríkti gagnkvæm virðing og ástúð, þau fóru mikið saman í sund og ferðalög, saman eða sitt í hvoru lagi. Nú síðast þegar ég átti tal við Ástu lýsti hún Atla sem ljúfmenni, lífskúnstner og menntamanni. Síðustu árin þurfti Atli að flytja Leðuriðjuna í tvígang, fyrst úr Brautarholtinu á Grettisgötuna og síðan þaðan á Kleppsmýrarveg. Það þarf ekki aö segja manni að þessir flutningar með þetta stóra verkstæði hafa lagst þungt á Atla, mann kominn á áttræðisaldurinn. Engan veginn fannst manni þó að timi Atla væri kominn. Hjartað hafði að vísu verið veilt. Hann gekkst undir aðgerð vegna gall- steina, sem virtist hafa tekist vel, hann var vaknaður glaður og kát- ur, en þá fór hjartað að gefa sig. I kring um hann voru fallegar hjúkrunarkonur og meira að segja læknirinn var kona, allt var reynt, hann hafði haft á orði hve sér liði vel. Hann dó að morgni þess 31. júlí með bros á vör. Þennan sama dag var ég að koma úr ferðalagi og hafði frétt lát Atla. Bíll Atla stóð fyrir utan húsið. Þegar ég steig út úr mínum bíl lét ég hurðina standa opna um stund svo að loftið jafnaði sig bæði úti og inni. Þannig var hann, þessi enski lord. Atli R. ólafsson verður okkur félögunum í Akóges ætíð mlnn- isstæður. Fyrir hönd félaganna færi ég þakkir og bestu kveðjur. Við hjónin þökkum Atla og biðj- um fyrir samúðarkveðjur til allra hans nánustu. Jón H. Björnsson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Hjördís Vilhjálms- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.