Morgunblaðið - 11.08.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.08.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 IÞINGHLEI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hallgrímskirkja í Reykjavík: „Musteri listar og fegurðar“ „Heiðin norræn menning og kristin Evrópumenning mættust á endi- mörkum heimsins“ sh w I I 1 Fjörutíu ár í byggingu — listskreyting kirkjunnar eftir Hallgrímskirkja í Reykjavík, sem verður stærsta og veglegasta Guðshús landsins, hefur verið rúm fjörutíu ár í smíðum, eða jafnlengi og það tók Móse að leiða fsraelsmenn yfir eyðimörkina til fyrirheitna landsins. Þessi samlíking er fengin að láni úr máli séra Ragnars Fjalars Lárusson- ar, annars af tveimur prcstum Hallgrímsprestakalls í Reykjavík. Þetta mikla mannvirki er að drýgstum hluta reist fyrir frjáls framlög velunnara kirkjunnar og óbilandi elju safnaðarins. Framlög ríkis og borgar eru minni hluti byggingarkostnaðarins, raunar aðeins brot af honum. Her- mann Þorsteinsson hefur verið framkvæmdastjóri byggingarsjóðs í meir en 20 ár, en hann er lengst til hægri á meðfylgjandi mynd. Á liðnu þingi kom fram tillaga um framlag ríkissjóðs til listskreytingar Hallgrímskirkju. Fjallað er um þá tillögu „I þinghléi“ í dag. Hallgrímskirkja í Reykjavík verður stærsta og veglegasta Guðs- hús í landinu — og sannkölluð borgarprýði. Hún skauzt inn í um- ræður á Alþingi liðinn vetur. Hafa þingmenn oft rætt það sem minna er í sniðum, enda entist þeim ekki þinghaldið, þó fraralengt væri, til að Ijúka málinu. Því var vísað til fjárveitinganefndar — og sett í salt Sex þingmenn úr fjórum þing- flokkum fluttu tillögu „um fram- lag ríkisins til listskreytingar Hallgrímskirkju í Reykjavík". Fyrsti flutningsmaður var Guð- rún Helgadóttir, þingmaður Al- þýðubandalags. Annar Salome Þorkelsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Meðflutningsmenn vóru úr Bandalagi jafnaðarmanna og Framsóknarflokki. Nokkur breidd var því í stuðningsliði til- lögunnar, þó ekki dygði það mál- inu til framgangs — að þessu sinni. Ekki hafa menn alla tíð verið á einu máli um Guðshúsið á Skólavörðuhæð, samanber frægt kvæði Steins Steinars (Hall- grímskirkja). Enda þarf minna til að skipta íslendingum í fylk- ingar. Hér verður lítillega glugg- að í þetta sérstæða þingmál og stuðzt við greinargerð með til- lögunni. Hugmynd frá 1916 Fyrsta tillagan um kirkju- byggingu í Skólavörðuholti kom fram fyrir tæpum sjötíu árum, árið 1916. Guðjón Samúelsson, síðar húsameistari ríkisins, var þá nemi f húsagerðarlist við listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Hann segir svo frá í viðtali við Morgunblaðið 14. desember 1924: „Árið 1916 kom til orða að far- ið yrði að hugsa fyrir byggingu handa þjóðminja-, náttúrugripa- og málverkasafninu, og bað Ein- ar Arnórsson mig um að gera uppdrátt að húsi fyrir þessi söfn. Var þá helzt talað um að það yrði byggt á Skólavörðuhæðinni. Uppdrátt þann gerði ég, og datt mér þá í hug að vel væri við eig- andi að reisa kirkju þarna líka og gerði ég uppdrátt að henni um leið ...“ Guðjón Samúelsson lauk námi árið 1919 og var skipaður húsa- meistari ríkisins ári síðar. Því starfi gegndi hann til dauða- dags, árið 1950. Hafa fáir ein- staklingar, ef nokkur, haft jafn mikil áhrif á íslenzka húsagerð- arlist og hann. Meðal helztu verka hans eru: Háskóli íslands, Landspítali, Þjóðleikhús, Sund- laug Reykjavíkur, Akureyrar- kirkja og umræðuefni okkar í dag, Hallgrímskirkja í Reykja- vík. Líkan af Hall- grímskirkju 1942 t greinargerð með tillögu að listskreytingu Hallgrímskirkju segir m.a.: „Fyrstu þrjá áratugi þessarar aldar áttu íbúar Reykjavíkur að- eins eina þjóðkirkju, en Fríkirkj- an hafði verið stækkuð og vígð 1924. Því var farið að huga að byggingu nýrrar kirkju þegar íbúatala höfuðborgarinnar óx. Á sóknarfundi í Dómkirkjunni 5. desember 1926 var samþykkt til- laga um að reisa nýja kirkju í austurbænum, „til dæmis á Skólavörðuholtinu", eins og segir í fundargerð. Árið 1929 veitti stjórnin fé til að efna til samkeppni á vegum sóknarnefndar Dómkirkjunnar um uppdrætti að nýrri kirkju sem vera skyldi veglegasta kirkja landsins. Tillögur bárust og bótti engin aðgengileg ... Arið 1937 ritaði ríkisstjórnin Guðjóni Samúelssyni bréf fyrir áeggjan safnaðarnefndar Dóm- kirkjunnar og fól honum að teikna og standa fyrir byggingu Hallgr ímskirkj u á Skóla- vörðuhæð, en þá höfðu þegar verið samþykkt lög á Alþingi um stofnun Hallgrímsprestakalls. Guðjón Samúelsson varð við þessari beiðni og 11. júní 1942 mátti í fyrsta sinn líta líkan að hinni nýju kirkju. Viðbrögð manna urðu á ýmsa lund, en að mestu lofsamleg í fyrstu ... Síðar stóðu heiftúðug- ar deilur um kirkjuna í dagblöð- um og öðrum ritum áratugum saman sem nú er mál að linni þegar séð er fyrir endann á byggingu þessa mikla mannvirk- is á árinu 1986.“ Steinn Steinar, uppáhalds- skáld mjög margra ljóðelskra manna sem nú eru um og yfir „miðjum aldri“, var í hópi þeirra sem andæfðu byggingunni. Hann kom sjónarmiðum sínum á framfæri með hárbeittri, list- rænni hæðni: „Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir/ og Hall- grímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði:/ Húsameistari ríkisins. Ekki meir — ekki rneir." Sem betur fer höfðu talsmenn Hallgrímskirkju sitt fram. Bygging hennar er á lokastigi. Áætlað er að Ijúka byggingu hinnar miklu kirkju séra Hall- gríms á næsta ári, 1986, og „hef- ur hún algjöra sérstöðu meðal kirkna landsins sem landskirkja, eign allrar þjóðarinnar, og mesta Guðshús á íslandi". Listskreyting Hallgrímskirkju Tillaga sú til þingsályktunar, sem er tilefni þessara lína, hljóð- ar svo: „Alþingi ályktar að á árinu 51 1985 leggi íslenzka ríkið fram 10 milljónir króna til listskreyt- ingar Hallgrímskirkju í Reykja- vík og síðan samkvæmt fjárlög- um hverju sinni með hliðsjón af verkáætlun til 10 ára. Kirkjumálaráðherra skipi sjö manna nefnd til að annast und- irbúning verksins og eftirlit með framkvæmd þess. Nefndin skal skipuð sem hér segir: kirkju- málaráðherra tilnefni einn mann, og skal hann jafnframt verða formaður nefndarinnar, menntamálaráðherra, biskup Is- lands, húsameistari ríkisins, byggingarnefnd Hallgríms- kirkju, Félag íslenzkra myndlist- armanna og kirkjulistarnefnd tilnefni einn mann hver í nefnd- ina.“ í greinargerð er lögð áherzla á að „kristin menning hafi haft ómælanleg og mikilsverð áhrif á íslenzka menningu og listsköp- un. Þegar íslendingar rituðu þær , miðaldabókmenntir, sem lengur en nokkuð annað mun halda nafni þessarar dvergþjóðar á lofti, gerðist það fyrir þann sköpunarmátt er leystist úr læð- ingi þegar heiðin norræn menn- ing og kristin Evrópumenning mættustu á endimörkum heims- ins“. Þar segir ennfremur að „náin tengsl hafi ævinlega verið milli trúar og listar og nægir í því tilliti að nefna evrópskar mið- aldakirkjur og listskraut þeirra, einhver mestu völundarsmíð á byggðum bólum, ellegar alla þá dýrlegu tónlist sem orðið hefur til kring um trúariðkanir." Flutningsmenn telja íslend- inga eiga nægan veraldarauð til að axla skyldur sínar við Guð og listina — og greiða skuld við séra Hallgrím Pétursson, skáldmæring sinn. Það verði ekki betur gert á annan hátt en þann að „gera kirkju hans að musteri listar og fegurðar I hjarta höfuðborgar landsins, þar sem menn mega eiga griðastað til að hlýða á það sem hann unni mest, orð Guðs, skáldskap og tónlist". Stórt „smámál“ Fjárveitinganefnd er starf- samasta nefnd Alþingis. Hún vinnur erfitt og vanþakklátt verk, að skipta takmörkuðum fjármunum í nánast óteljandi verkefni. Það er óhjákvæmilegt að setja fjölmargar fjárútláta- tillögur í salt. Því miður fór það „litla“ mál, sem hér er rætt, þá leiðina. Hallgrímskirkja, borgarprýð- in, verður veglegasta Guðshús landsins um langan aldur. Sú til- laga til þingsályktunar sem ger- ir ráð fyrir því að fela íslenzkum listamönnum að gera kirkju Hallgríms Péturssonar „að musteri listar og fegurðar í hjarta höfuðborgar landsins“ getur enn gengið sinn veg til samþykktar á Alþingi. Veiga- minni tillögur hafa verið endur- fluttar — og samþykktar. Betra er seint en ekki. LANDBÚN AÐUR Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson FREAM’s AGRICULTURE A textbook prepared under tbe auth- ority of the Royal Agricultural Soci- ety of England. Edited by C.R.W. Spedding. Foreword by HRH The Duke of Edinburgh. I6th Edition. John Murray 1983. Fyrsta útgáfa þessa rits kom út 1892 og hét „Fream’s Elements of Agriculture". Þetta er handbók um landbúnað, upphaflega skrifuð af William Fream (1854—1906) sem var meðal kunnustu höfunda um landbúnaðarmál á Englandi á 19. öld. Þetta er ný og endurskoðuð og að miklu leyti endurrituð útgáfa, tekið er fulit tillit til þeirra breyt- inga sem orðið hafa á síðustu ára- tugum á landbúnaði á Bretlands- eyjum, tæknivæðingunni sem er nú mun margbrotnari en fyrir 20 árum. Einnig er fjallað um land- búnað á meginlandi Evrópu og þær breytingar sem orðið hafa á því svæöi. Framleiðni í landbúnaði hefur stóraukist á þessu tímabili og offramleiöslan hefur skapað vanda, sem erfitt er að leysa á við- unandi hátt. Ritið skiptist í sex höfuðkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um jarð- yrkju, búfjárhald, evrópskan land- búnað og breskan. í öðrum kafla er rætt um land, veðráttu, fjár- mögnun, vinnukraft, áburð, vélar, byggingar, markað og flutninga. I þriðja kafla eru þættir um grund- vallaratriði jarðræktar og hús- dýrahalds og í fjórða og fimmta kafla er lýst helstu aðferðum við framleiðslu á landbúnaðarafurð- um, jarðargróðri og afurðum hús- dýra. í sjötta og lokakafla er fjall- að um framtíðarhorfur landbún- aðar og viðhorf þeirra, sem ekki stunda iandbúnað til þessarar at- vinnugreinar. Þetta er mjög ítar- legt rit, rúmlega 800 blaðsíður auk myndasíðna. I þessu riti er að finna tæknilegar upplýsingar, líffræðilegar útlistanir sem varða bæði dýra- og jurtaríkið, áhrif vissra áburðartegunda á vissa gerð jarðvegs, illgresiseyðingu og hagfræðileg atriði sem móta land- búnaðinn. Lýst er áhrifum áætl- unarbúskapar og markaðsbúskap- ar á rekstur búanna, afurðasölu og markaðsöflun. Á Bretlandseyjum er afurðasalan í höndum stórra fyrirtækja að mestu leyti, þótt enn séu starfandi bændur sem gera vöru sína markaðshæfa og selja hana beint. Framleiðendur geta selt vöru sína þeim sem þeir telja sér hagkvæmast, verðið getur verið talsvert mismunandi. Gæði vör- unnar hafa þá úrslitaáhrif á verð- lag. í þeim ríkjum þar sem áætl- unarbúskapur ríkir er þessu ekki til að dreifa, þar er fast verð og engin samkeppni, búin oftast ríkisrekin eða samyrkjubú, í ein- staka landi er framleiðslan þó í höndum bændanna sjálfra, en af- urðasalan einokuð, t.d. Pólland. Hagkvæmni í rekstri afurðasölu fyrirtækja virðist ráða miklu um verðlag landbúnaðarafurða og þar sem afurðasalan er ekki einokuð virðist lítil hætta á offjárfestingu ' byggingum mjólkurstöðva eða sláturhúsa, hvað þá birgðastöðva og frystihúsa, birgðamyndun er viðast hvar talin valda óhagræði og stórhækkandi verðlagi. í þess- um efnum virðist sú einokun af- urðasölunnar, sem viðgengst hér á landi, skera sig heldur betur úr, þar sem gróðinn af birgðastöðvum virðist hamla því, að birgðirnar séu seldar. Offjárfestingin í þess- um stöðvum og dýrri stjórnun þeirra veldur því að nauðsynlegt er að gróðinn standi undir fjár- festingunni. Stefnan veldur því hæsta verðlagi á landbúnaðaraf- urðum sem þekkist annars staðar í Evrópu. Einnig hamlar hún því að tilraunir séu gerðar til þess að afla markaðar fyrir einhverjar bestu kjötafurðir, sem framleidd- ar eru, fremur virðist reynt aö ' græða á geymslu afurðanna og bjóða þær síðan til sölu ársgamlar erlendis og þá til þess að rýma fyrir nýjum birgðum. Hlutur framleiðandans verður harla lítill með þessari einokun- arstefnu í afurðasölu og það væri vissulega fróðlegt ef fram færi rannsókn hlutlausra aðila á hvort það verð sem bændur fá nú fyrir sauðfjárafurðir næði 36,1% sem þeim var goldið fyrir kindakjöt af markaðsverði þess í Kaupmanna- höfn á dögum einokunarversl-. unarinnar 1776 (Heimild: Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation ... Lund 1983, bls. 75). Það er ógæfusamlegt þegar auð- hringur nær kverkataki á land- búnaðarframleiðslu hefðbundinna búgreina og það með aðstöðu til gengdarlauss okurs með aðstoð pólitiskra hagsmunaaðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.