Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Ost-
stykkið
Lítil stjarna hefir kviknað í
aftanstundinni á mánudög-
um, berst hún austan frá Tékkó-
slóvakíu og nefnist Strákarnir og
stjarnan. Þessa fallegu teiknimynd
gæðir Viðar Eggertsson leikari lífi
og lit sem þulur. Og ekki skemmdu
ítölsku leirkarlarnir aftanstund-
ina. Annars hafa sum lítil hjörtu
mest gaman af „klaufabárðunum"
sem svo eru nefndir. En karlarnir
þeir eru einkar lagnir vð að
umsnúa öllu sínu innbúi þar til
þeir, vopnaðir hamar og sög, finna
hina furðulegustu lausn á
grammófónvandamáli eða park-
ettlagningu. Þessir ágætu klauf-
hamrar eru ættaðir frá Tékkó, en
Tommi og Jenni eru hins vegar að
vestan eins og allir vita. Um dag-
inn var sýnd mynd hér í aftan-
stundinni með þeim kumpánum er
tók fram flestu því er ég hefi séð
af sviði teiknimynda. Sú mynd
gerðist í New York, þar sem Jenni
var nýkominn í bæinn og sveif allt
frá örgustu kattabælum skolpræs-
anna uppá svalir Waldorf Astoria
að drekka kampavín. í þessari
mynd var ekkert ofbeldi en fegurð-
in ríkti ofar öðru, hver mynd-
rammi hefði sómt sér á listasafni.
í síðastliðinni aftanstund hröpuðu
þeir kumpánar hins vegar niður á
blóðvöllinn, þar sem Tommi var
pyntaður á svo ógeðfelldan hátt
að vakti ugg i Iitlum hjörtum.
Varð mér í þessu sambandi hugsað
til þáttanna af Hitlersæskunni,
þar sem ungmennin voru hreinlega
þjálfuð til voðaverka.
Smælki:
Ég verð að segja alveg eins og
er að fyrir utan hina ágætu aftan-
stund mánudagsins er hafði yfir
sér alþjóðlegan blæ, þá bar fátt
til tíðinda á skerminum, er vakti
athygli mína og fögnuð. Stundar-
friðarsjónvarpsuppfærsluna hef
ég þegar fjallað um hér í blaðinu
og persónulega finnast mér Bach—
þættirnir frá austur-þýska og
austurríska sjónvarpinu full
drungalegir. Um fótboltaþátt
Bjarna ætla ég ekki að fara mörg-
um orðum, en reiður íþróttaáhuga-
maður hringdi í mig að aflokinni
útsendingu þáttarins og spurði
hvort ekki væri ætlunin að breyta
svolítið til með íþróttaþættina og
gefa gaum að þeirri staðreynd að
það fyndust fleiri íþróttir en hand-
og fótbolti. Kem ég þessari spurn-
ingu hér með á framfæri við út-
varpsráð.
Oststykkið:
En þótt ég hafi lítt notið þeirra
dagskrárliða er flæddu á skerminn
að afloknum kvöldfréttum mánu-
dagsins, þá hafði ég óvænta
ánægju af einu dagskráratriði í
blessuðum auglýsingatimanum, en
þar finnst mér oft sköpunargáfa
islenskra auglýsingamanna
skyggja á verk starfsbræðranna
erlendu. Eða hvað finnst ykkur um
nýjustu ríkisskuldabréfaauglýs-
inguna, þar sem Laddi er sestur í
húsbóndastólinn eða hæsí-auglýs-
inguna þar sem kerlan bregður á
leik með fétboltann í búðinni á
horninu. Eru þetta ekki revíur
dagsins í dag?
Góð auglýsing er sannarlega
gulls ígildi. En hvað um allt ruslið
sem hrellir augað í auglýsingatím-
anum? Ég hugga mig við að bless-
uð konan er hefir sem svarar þre-
földum prófessorslaunum á mán-
uði fyrir að flytja inn eina tegund
af sjampói borgi þann brúsa, það
getur ekki verið að við launaþræl-
arnir sem svitnum við tilhugsun-
ina um þrjúhundruðkrónaost-
stykkin hjá Sambandinu og alla
dýru barnamjólkina borgum allar
fínu munaðarauglýsingarnar? Var
annars ekki einhver að tala um
að hækka mjólkina og ostinn oní
börnin okkar um svona 25% ?
ólafur M.
Jóhannesson.
Lið ÍA í knattspyrnu verður í sviðsljósinu í dag en þá m*U þeir skosku meisturunum,
Aberdeen, á Laugardalsvellinum. Hér sjást þeir fagna sæti ( Evrópukeppni félagsliða á
næsU ári.
Kvikmyndaljóð
■i Ekki er langt
40 um liðið síðan
— menn spurðu
hvort ljóðið væri dautt.
Það er hins vegar ekki að
sjá því hér í Reykjavík er
nýafstaðin heilmikil
ljóðahátíð þar sem ís-
lenskir og erlendir höf-
undar ljóða lásu hver fyrir
annan.
Sjónvarpið ætlar ekki
að láta sitt eftir liggja við
að sýna fram á lífsfjör
ljóðsins og í kvöld verður
í sjónvarpinu sýnd hálf-
tíma mynd sem nefnist:
„Ljóð Mynd“ en þar verður
boðið upp á ljóð eftir Thor
Vilhjálmsson við myndir
eftir Örn Þorsteinsson.
Verða sem sagt ljóð og
mynd samofin á nýstár-
legan hátt með aðstoð
Ljóð Thors Vilhjálmssonar
veröa kvikmyndum skrýdd
í þættinum „Ljóð Mynd“
sem sýndur verður í kvöld.
sjónvarpstækninnar
þannig að úr verður list-
ræn heild sem kalla mætti
kvikmyndaljóð.
Bein lýsing frá
■■■1 Annar þáttur
Knattspyrnu- 1 Q 00 tföinni hérlend- 10 — is er að ljúka en tlmabil annarra Evr- ópulanda á sama sviði er að hefjast. Evrópumót fé- lagsliða, meistaraliða og bikarmeistara eru hins vegar að hefjast um þess- ar myndir og þar eigum við íslendingar verðuga fulltrúa þar sem eru lið ÍA, FramogVals. Á rás 2 verður boðið upp á beina lýsingu á leik IA og Aberdeen sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Það verða íþróttafrétta- mennirnir Ingólfur Hann- esson og Samúel örn Erl- ingsson sem lýsa viður- eign liðanna sem vonandi verður jöfn og spennandi. AA QO þýska fram- — haldsmynda- flokksins um heimsstyrj- öldina síðari verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Margir myndaflokkar og heimildakvikmyndir
Stríð á vest-
iirvígstöðvunum
hafa verið gerðar um þetta
efni en ekki frá þeim sjón-
arhóli og þessi mynda-
flokkur, en stríðið er séð
með augum Þjóðverja.
Þessi þáttur nefnist:
Stríð á vesturvígstöðvun-
um.
Auglýsingar og auglýs-
ingagerð í Éarnaútvarpinu
■■ í Barnaútvarp-
Q5 inu í dag verður
■“ fjallað um aug-
lýsingar og auglýsinga-
gerð að sögn Kristínar
Helgadóttur, hins nýja
stjórnanda Barnaútvarps-
ins.
Kristín sagði að einnig
yrðu leikin létt lög og
sagðir nokkrir brandarar.
A fimmtudaginn verður
Barnaútvarpið einnig á
dagskránni og þá verður
þátturinn í beinni útsend-
ingu. Sagði Kristín að þá
yrði rætt við þá krakka
sem verða henni til að-
stoðar í þáttunum og svo
fengju þau að velja sér lög
til að hlusta á. Þá verður
einnig lesið úr bókinni
„Gvendur Jóns og ég“ eftir
Hendrik Ottóson.
Á föstudaginn verður
þriðja Barnaútvarpið í
þessari viku og gefst
krökkum þá tækifæri til
að hringja og óska eftir
lagi.
Margir trúðu á þann málstað sem þeir börðust fyrir en
aðrir báru í brjósti efasemdir um að þetta stríð v*ri á
einhvern hátt réttlætanlegt. En hvort sem menn studdu
Hitler eða voru á móti honum voru þeir margir sem týndu
lífinu í þessum brjálaða hildarleik.
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
18. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Morgunútvarpið. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar G.
Tómassonar frá kvöldinu áð-
ur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15
Veöurfregnir. Morgunorö: —
Inga Þóra Geirlaugsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Bleiki togarinn" eftir Ingi-
bjðrgu Jónsdóttur. Guðrún
Birna Hannesdóttir les (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr-.). Tónleikar.
10.45 Orsök og afleiðing.
Smásaga eftir Sigrúnu
Schneider. Höfundur les.
11.15 Morguntónleikar.
Tónlist eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart, Antonio Vivaldi
og Johann Sebastian Bach.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leíkar
13.30 Inn og út um gluggann.
Umsjón: Sverrir Guöjónsson.
13.40 Létt lög.
14.00 „Nú brosir nóttin".
Æviminningar Guömundar
Einarssonar. Theódór Gunn-
laugsson skráði. Baldur
Pálmason les (16).
14.30 íslensk tónlist.
a. .Hlými" eftir Atla Heimi
Sveinsson. Sinfónluhljóm-
sveit Islands leikur; hðfundur
stjórnar.
b. Sönglög eftir Leif Þórar-
insson. Sigrlður Ella Magn-
úsdóttir syngur við planó-
undirleik Glsla Magnússonar.
c. .Albumblatt" eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Sinfónlu-
hljómsveit Islands leikur;
Karsten Andersen stjórnar.
15.15 Staður og stund.
— Þórður Kárason. RÚVAK.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16J20 Poppþáttur.
17.05 Barnaútvarpið.
19.25 Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni. Söguhornið
— Kristln Steinsdóttir flytur
sögu slna um Spúka, Maöur
er manns gaman og nýr
teiknimyndaflokkur frá
Tékkóslóvakíu, Forðum
okkur háska frá — sögur um
það sem ekki má I umferð-
inni. Þýðandi: Baldur Sig-
urðsson, sögumaður: Sigrún
Edda Björnsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
Stjórnandi: Kristln Helga-
dóttir.
1745 Slðdegisútvarp.
— Sverrir Gauti Diego. Tón-
leikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Málræktarþáttur. Sigurún
Helgadóttir flytur.
20.00 Hvers vegna kvenna-
athvarf?
Þáttur um kvennaathvarfiö I
Reykjavlk. Umsjón: Asgerð-
ur J. Flosadóttir.
20.40 Tónlist eftir Johannes
Brahms.
MIÐVIKUDAGUR
18. september
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Ljóð Mynd
Ljóð eftir Thor Vilhjálmsson
við myndir eftir örn Þor-
steinsson. í þættinum eru
Ijóð og myndir samofin með
sjónvarpstækni svo aö úr
verður listræn heild sem
helst mætti kalla kvikmynda-
Ijóð. Ljóð Mynd sjónfærðu:
Thor Vilhjálmsson, örn Þor-
steinsson, Kolbrún Jarlsdótt-
ir og Karl Sigtryggsson.
21.10 Dallas
I blföu og strlöu
Bandarlskur framhalds-
a. .Von ewiger Liebe" op.
43 nr. 1. Jessye Norman
syngur. Geoffrey Parsons
leikur á pfanó.
b. Planókonsert nr. 1 I d-moll
op. 15. Vladimir Ashkenazy
leikur með Consertgebouw-
hljómsveitinni I Amsterdam.
Bernard Haitink stjórnar.
21.35Flakkað um Itallu.
Thor Vilhjálmsson flytur
frumsamda ferðaþætti (3).
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Svipmynd.
myndaflokkur. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.00 Þjóðverjar og heimsstyrj-
öldin slðari
(Die Deutschen im Zweiten
Weltkrieg)
2. Strlð á vesturvlgstöðvun-
um. Ný þýskur heimilda-
myndaflokkur I sex þáttum
sem lýsir gangi heimsstyrj-
aldarinnar 1939—1945 af
sjónarhóli Þjóðverja. Þýð-
andi Veturliöi Guönason.
Þulir: Guðmundur Ingi Krist-
jánsson og Marla Marlus-
dóttir.
23.25 Fréttir I dagskrárlok.
Þáttur Jónasar Jónassonar
RÚVAK.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
18. september
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—15.00 Eftirtvö
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—16.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Bræðingur
Stjórnandi: Arnar Hákonar-
son.
17.00—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin
af konum.
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
18.00—20.00 Lýsing frá Laug-
ardalsvelli. Í.A. — | Evrópu-
keppni meistaraliða. Ingólfur
Hannesson og Samúel örn
Erlingsson lýsa.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00.
16:00 og 17:00.
SJÓNVARP
\