Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ1913 209. tbl. 72. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1985______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Harðir bardag- ar í Afganistan Ifllammbad, 17. sejMember. AP. AFGANSKIR skæruliðar felldu 60 hermenn úr hópi hermanna stjórnar- innar og Sovétmanna í hörðum bar- daga í síðustu viku í grennd við Paghman, norðaustur af höfuðborg- inni Kabúl. Þá tóku skæruliðar einn- ig sjö sovézka hermenn til fanga. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í dag. Manntjón i röðum skæruliða var einnig mikið, en þeir misstu að minnsta kosti 17 manns fallna auk þess sem margir úr liði þeirra særðust. Miklir bardagar halda enn áfram í Paktia í austurhluta Afganistans nærri landamærun- um við Pakistan, enda þótt dregið hafi úr sóknaraðgerðum Sovét- manna, en þeir tefldu þar fram 10.000—15.000 manna herliði sínu auk stjórnarhermanna. Stjórnin í Kabúl hyggst senda hundruð afganskra hermanna, sem misst hafa handlegg eða fót- legg i bardögunum við Paktia, til ýmissa aðildarríkja Varsjár- bandalagsins til hjúkrunar og læknisaðgerða þar. Le Monde: Hernu viðriðinn Tekið við borgarlyklinum sprenginguna í Rainbow Warrior ENRIQUE Tierno Galvan, borgarstjóri f Madríd, afhendir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, borgarlykil Madríd-borgar úr skíragulli. Sjá nánar um heimsókn forseta fslands til Spánar, grein og myndir, á bls. 27. Margaret Thatcher: Höfum nú upprætt njósnakjarna Rússa Parú, 17. september. AP. FRANSKA blaðið Le Monde full- yrti í dag, að þeir Charles Hernu, varnarmálaráðherra Frakklands, og hershöfðingjarnir Jeannou Lacaze og Jean Saulnier væru all- ir viðriðnir þann atburð, er skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, fórst í sprengingu í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Le Monde hélt því ennfremur fram, að sprengingin 10. júlí sl. hefði verið framkvæmd af tveimur frönskum frosk- mönnum samkvæmt skipun frá frönsku leyniþjónustunni. Sagði blaðið, að hart væri nú lagt að Francois Mitterrand forseta, að gripa til „hvassra ráðstafana til að binda enda á hneykslið". Kairó, 17. september. AP. „OKKUR hefur tekizt að uppræta kjarnann í njósnastarfsemi Sov- étmanna í London," sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í dag. Fullyrti hún, að flótti Olegs Gordievskys, ráðunauts við sovézka sendiráðið í London og brottrekstur 25 Sovétmanna frá Bretlandi í síðustu viku, þýddi „mik- inn árangur" í baráttunni gegn njosnastarfsemi Sovétmanna. Thatcher bætti því við, að við- brögð Sovétstjórnarinnar á laugardag, er hún svaraði með því að reka 25 Breta frá Sovétríkjun- Margaret Thatcher um, hefðu verið „gersamiega óréttmæt“. Á mánudagskvöld vís- uðu Bretar enn 6 Sovétmönnum úr landi á þeim forsendum, að þeir væru njósnarar. Thatcher kvaðst vona, að með þessum síðustu að- gerðum Breta væri þessu máli lok- ið og að Sovétstjórnin brygðist við á jákvæðan hátt“. Haft er eftir Bretum búsettum í Moskvu, að fyllsta ástæða væri til að efast um, að með þessu væri málinu lokið. Telja sumir, að Sov- étmenn muni svara innan tveggja daga og þá sennilega með svipuð- um hætti og áður. Fari svo, að Sovétmenn reki enn einhverja Breta úr landi, er talið hugsanlegt, að brezka stjórnin grípi til þess ráðs, að birta opinberlega upplýs- ingar Gordievskys um njósnanet sovézku leyniþjónustunnar KGB í Bretlandi. Njósnahneykslið í Vestur-Þýzkalandi: Höfðu aðgang að geimvarna- áætlun Bandaríkjanna Aðvaraði Tiedge Willnerhjónin og sagði þeim að flýja? Konn, 17. neytrmber AP. VEU?rUR-ÞYZKA útvarpið skýrði svo frá í dag, að njósnarinn Herta- Astrid Willner, sem (lýði ásamt manni sínum til Austur-Þýzkalands í síðustu viku, befði haft aðgang að geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Vestur-I>ýzkalandi hafa hins vegar neitað þessu. Frú Willner starfaði um alllangt skeið sem ritari á skrifstofu Helmuts Kohl kanslara og mun þannig hafa haft greiðan að- gang að ýmsum ríkisleyndarmáhim. Hans-Jiirgen Förster, talsmaður ríkissaksóknarans i Bonn, sagði í dag, að frú Willner og maður henn- ar, Herbert, hefðu verið undir eftir- liti grunuð um njósnir. Hefði Hans- Joachim Tiedge, sem stjórnaði gagn- njósnaþjónstu Vestur-Þýzkalands gagnvart Austur-I>ýzkalandi, haft með höndum rannsóknina í máli þeirra. Tiedge flýði sjálfur til Aust- ur-l>ýzkalands 19. ágúst sl. „Það er líklegt, að Tiedge hafi aðvarað Willners-hjónin og sagt þeim að flýja," sagði Förster. Herbert Willner, sem er 59 ára að aldri, starfaði við Naumann- stofnunina, sem er í tengslum við AP/Súnamjnd Herta-Astrid Willner og maður hennar, Herbert Willner. Mynd þessi var tekin við giftingu þeirra 1974. Hjónin flýðu til Austur-Þýzkalands í síðustu viku. Nú er Ijóst orðið, að þau hafa stundað stórfelldar njósnir um langt skeið í þágu Austur-Þjóðverja og annarra Austur-Evrópuríkja. Frjálsa demókrataflokkinn, sam- starfsflokk kristilegra demókrata í vestur-þýzku stjórninni. Starfaði hann þar að öryggismálum. Nú er fram komið, að Willner var eitt sinn meðlimur i SS-sveitum naz- ista. Eftir stríðið var hann fangi Rússa um skeið, varð félagi í austur-þýzka kommúnistaflokkn- um 1949 en fluttist til Vestur- Þýzkalands 1961. Talsmaður vestur-þýzku stjórn- arinnar, Jurgen Sudhoff, sagði í dag, að njósnamál sem þetta hefði ekki komið upp hjá kanslaraemb- ættinu síðan 1974. Þá sagði Willy Brandt, þáverandi kanslari, af sér, eftir að einn helzti aðstoðarmaður hans, Gúnter Guillaume, var af- hjúpaður sem austur-þýzkur njósnari. Á undanförnum sex vikum hef- ur hvert njósnamálið rekið annað f Vestur-Þýzkalandi. Síðast var Margarete Höke, ritari á skrifstofu Richards von Weizsácker, forseta Sambandslýðveldisins, handtekin vegna gruns um njósnir 28. ágúst sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.