Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Enn er hitastillta baö- blöndunartækiðfrá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsem til þekkja njóta gæða þeirraogundrast lága verðið. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, REYKJAVÍK Þ*r voru að skipuleggja kennslu í heimilisfreði í samrsmi við aukið rými sem námsgreinin hefur hlotið í stundaskrá skólabarna. Standandi f.v. Krist- rún ísaksdóttir og Anna Guðmundsdóttir, ieiðbeinendur á námskeiðinu. „Aðsóknin dæmi um áhuga kenn- ara á að auka þekkingu sínau — segir Pálína Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Kennaraháskóla Islands, um námskeiðahald fyrir kennara á liðnu sumri Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganás fyrirmynd annarraflísa HEÐINN SHJAVEGI2. REYKJAMK „Það komast ferri en vilja á þessi sumarnámskeið og það er lýsandi demi um þann mikla áhuga sem kennarar virðast almennt hafa á að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sviði.“ Þetta sagði Pálína Jónsdóttir, endur- menntunarstjóri við Kennaraháskóla íslands, er blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti skólann í ágústlok til þess að freðast um endurmenntunarnám- skeið kennara, sem þar hafa farið fram í sumar. „Námskeiðin eru haldin { júní og ágúst og hafa verið sótt af um 600 manns alls á þessu sumri,“ sagði Pálína. „En vegna skorts á fjárveitingu hefur orðið að tak- marka fjölda þátttakenda, þannig að á þriðja hundrað manns urðu frá að hverfa." Pálína sagði að markmið námskeiðanna væri að auka við þekkingu kennara á sviði uppeldis- og kennslufræði, auk þess sem boðið væri upp á sérstök fagnámskeið. Tölvurnar tengist náminu Þegar Morgunblaðsfólk átti leið um Kennaraháskólann stóðu þar yfir þrjú námskeið, eitt fyrir íþróttakennara, annað í heimilis- fræðum og síðan framhaldsnám- skeið um tölvur og notkun þeirra. Iþróttirnar urðu þvi miður að bíða betri tíma, en við svipuðumst um á síðarnefndu námskeiðunum tveimur. „Hér er kennt á þrjár gerðir af tölvum, IBM, Apple og BBC, en megináherslan hefur verið lögð á þær fyrsttöldu," sagði Anna Krist- jánsdóttir, lektor við KHÍ og leiðbeinandi á tölvunámskeiðinu. „Annars er margt af því sem við erum með hér e.t.v. ekki svo háð gerð tölvunnar, heldur erum við að velta því fyrir okkur hvernig tengja má tölvurnar náminu og þar er mikill akur óplægður." Anna sagði að þátttakendur á námskeiðinu væru 24 og að áhug- inn á slíkum námskeiðum væri mikill. Til hefði staðið að bjóða upp á fjögur námskeið í sumar, þrjú í Reykjavík og eitt norður á Akureyri, en fjöldi umsækenda hefði verið slíkur að bætt hefði verið við kvöld- og helgarnám- skeiðum. „Það bjargaði málunum þó ekki nema að hluta því að það sóttu þrír um hvert sæti,“ sagði Anna. „Fjárveitingin setur okkur skorður, en ég tel það mjög brýnt að þennan þátt sé að finna innan skólakerfisins og að tekið sé tillit til þess við námskeiðahald. Sem dæmi um nýjungar varðandi tölvukennslu í skólum, nefndi Anna að nú væri boðið upp á for- ritun sem valgrein í 9. bekk og einnig að einstaka kennarar hefðu farið út í að kenna nemendum sín- um ýmislegt í þessum fræðum, þó ekki neðar en í 5. bekk. Vel skipulagt og fjöl- breytt námskeið Einn þeirra er sótti tölvunám- skeiðið í Kennaraháskólanum var Kristinn Breiðfjörð, en hann kennir í barnaskóla Staðarhrepps í Húnavatnssýslu þar sem nem- endur voru 14 í fyrravetur, þeir elstu 11 til 12 ára, að sögn Krist- BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING Skútatúni 4 Kennsla hefst í byrjun október. Allir aldurshópar frá 5 ára. Byrjendur og framhaldsnemendur. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—19 í síma 76350 á öörum tímum. Afhending skírteina þriöjudaginn 1. október kl. 16—18. Morgunblaðið/Emilía F.v. Anna Kristjánsdóttir, Kristinn Breiðfjörð og Pálína Jónsdóttir. ins. „Ég hef aldrei farið á nám- skeið í þessu áður,“ sagði Kristinn, „bara lesið mér til. En við höfum greiðan aðgang að tölvum í Hér- aðsskólanum, m.a. vegna þess hvað krakkarnir í mínum skóla eru fáir. Ég fór svona að fikta við þetta sjálfur og síðan í framhaldi af þvf að fá krakkana til að upp- lifa það sem ég lærði af því. Ég komst fljótlega að því að forrita- kennsla hentaði ekki öllum, þann- ig að ég bjó til einföld forrit, t.d. í stærðfræði, sem þau fengu síðan að spreyta sig á sem notendur, ekki framleiðendur," sagði Krist- inn og bætti því við að lokum, að hann væri afar ánægður með námskeiðið, það væri vel skipulagt og fjölbreytt. Margrólduö kennsla í heimil- isfræði í kjölfar könnunar á matarræöi skólabarna Á öðrum stað í húsinu var heim- ilisfræðin efst á baugi og þær Anna Guðmundsdóttir, hús- mæðrakennari og Kristrún ís- aksdóttir, uppeldisfræðingur, við stjórnvölinn. Anna sagði nám- skeiðið nú vera haldið í samræmi við aukinn tíma sem kennsla námsgreinarinnar hefði fengið í skólakerfinu, en sá tími hefði nú u.þ.b. þrefaldast hjá yngstu börn- unum í 1. til 6. bekk. Sex ár væru síðan kennsla hefði hafist að ein- hverju marki í heimilisfræðum í núverandi mynd og væri tilfinn- anlegur skortur á kennurum í fag- inu. „Við sem tengjumst Kennara- háskólanum teljum að við höfum staðið okkur ilía í því að kynna heimilisfræðina,“ sagði Kristrún Isaksdóttir. „Menn halda að þetta sé bara æfing í því að hræra í pottum og misvirða það því líkt og önnur heimilisstörf. En heimilis- fræði felur afar margt í sér, sem börnum er nauðsynlegt að vita um daglegt líf og kunna skil á. Þar má t.d. nefna næringarfræði, enda komst fyrst skriður á þessa fræðslu eftir könnun manneldis- ráðs á mataræði skólabarna 197778, sem leiddi ýmislegt miður gott í ljós. Nú erum við orðin framarlega á Norðurlöndum í þessari kennslu, en sums staðar eru þó hvorki eldhús né kennarar til staðar og u.þ.b. helmingur þátt- takenda í þessu námskeiði er ekki með réttindi sem kennarar í heim- ilisfræðum.“ Kristrún bætti því við að eigin- lega væri ótakmarkað hvað koma mætti mörgu að innan námsgrein- arinnar heimilisfræði. „Börnin læra um samábyrgð og samneyslu, umhverfisvernd og umgengni," sagði hún. „Þannig að það gefur augaleið að þetta er fag sem ber að hlúa að í framtíðinni.“ „Við erum að velta því fyrir okkur hvernig má tengja tölvurnar náminu,“ sagði leiðbeinandinn og ekki bar á öðru en að þátttakendur væru einhuga í þeirri viðleitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.