Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
51
Isleifsson átt þar hlut að máli. Til
ritunarinnar hefðu legið ýmsar
ástæður um aiflamótin 1100, en
líkur bentu til þess að „ástæðan
hafi einkum verið skipting lands-
insíkirkjusóknir".
I erindi sínu gerði Gunnar
Karlsson veigamiklar athuga-
semdir við kenningar Hermanns
Pálssonar um kristið siðferði í
ísiendinga sögum, einkum þó í
Hrafnkels sögu og þær hugmyndir
hans að kristnar lífsskoðanir eins
og t.d. frjáls vilji og ofdramb
spegluðust í atferli sögupersón-
anna. Gunnar rakti fyrst skoðanir
Bjarnar M. ólsens og Sigurðar
Nordals og ræddi hvernig fræði-
menn fyrr á öldinni vildu kenna
hetju- og ófriðardýrkun sagnanna
örlagatrú og heiðinni lífsskoðun.
Gunnar vildi skýra þessa dýrkun
á heiðnum gildum, eins og t.d.
hetjudauða og hefndarskyldu, svo,
að hún hefði átt að gagnast hug-
myndafræði ríkjandi þjóðfélags-
hóps í þann mund sem sögurnar
voru samdar.
Meginefnið í fyrirlestri Jónasar
Kristjánssonar var að sýna fram
á að fyrstu sögur norrænar af dýrl-
ingum kirkjunnar, eins og þær
birtast í elstu handritum, t.d. AM
645 4to, sem er frá öndverðri 13.
öld, hefðu mótað veraldlegar bók-
menntir; höfundar íslendinga-
sagna hefðu lært af þeim sögusnið
og jafnvel stíl, því að í þessum elstu
sögum, sem flestar eru af guðs
postulum, er stíllinn við hæfi fiski-
manna og bænda og laus við allt
flúr og dekur við latneskan stíls-
máta, sem síðar, einkum þó á 14.
öld, varð algengt og nefnt hefur
verið á fræðibókum skúðstíll. Jón-
as hnykkti hér á skoðun Gabriel
Turville-Petres, sem hélt þessu
fram fyrir rúmum þrjátíu árum í
riti sínu um uppruna íslenskra
bókmennta.
Stefán Karlsson sem fengist
hefur við útgáfu og rannsóknir á
Guðmundar sögum Arasonar um
langa hríð, gerði grein fyrir vinnu-
brögðum Arngríms Brandssonar,
höfundar D-gerðar Guðmundar
sögu. Hann sýndi fram á hvernig
Arngrímur hefði umsamið söguna,
skipulagt á nýjan hátt lofsvert
efni um Guðmund góða. Stefán
lýsti því, að í C-gerð sögunnar, sem
enn er óútgefin, er ævi Guðmundar
sögð í tímaröð og jarteinum einnig
skipað svo niður, en Arngrímur
flokkar saman jarteinasögurnar.
Arngrímur hefur aðallega stuðst
við C-gerð sögunnar, en áhrifa frá
Nikulás sögu Bergs Sokkasonar
gætir þar einnig. Með sögu sinni
hefur Arngrímur freistað að draga
upp nýja mynd af dýrlingnum og
um leið reynt að lýsa fyrir erlend-
um áheyrendum sérkennum á
náttúru lands og höfðingja.
Auk þessara fyrirlestra fluttu
þau Steinunn Le Breton, lektor í
íslensku við háskólann í Caen á
Frakklandi, og greinarhöfundur
erindi um íslenskar helgisögur.
Steinunn velti því fyrir sér hvort
kalla ætti elstu helgisögurnar
fremur endursagnir en þýðingar,
en Sverrir Tómasson lýsti vinnu-
brögðum Bergs Sokkasonar ábóta
Ný snyrti-
stofa við
Laugaveg
SNYRTISTOFAN Nóra nefnist ný
snyrtistofa sem opnuð hefur verið
að Laugavegi 82.
Eigandi stofunnar er Sigrfður
Guðjohnsen, snyrtifræðingur,
sem nýkomin er úr snyrtinámi í
Kaupmannahöfn.
Sigríður býður upp á andlits-
böð, hand- og fótsnyrtingar en
einnig hefur hún sérhæft sig í
líkamsnuddi.
FrétUtilkynning
Sigríður Guðjohnsen, eigandi.
íslenskir stúdentar kveða Fótarpétursrímur eftir Jónas Kristjánsson. Talið frá vinstri: Ragnhildur Richter, Guðrún
Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Sigurjónsson og Védís Skarphéðinsdóttir. (Ljósm. Helle Degnbol).
eru lesnar og rannsakaðar. En þær
verða ekki kannaðar án þess að
taka líka til athugunar bókmennt-
ir annarra evrópuþjóða frá sama
tímabili, gefa þarf frekari gaum
að notkun íslenskra sagnaritara á
lærdóms- og trúarritum eftir
kirkjufeður og heimspekinga mið-
alda. En því miður hefur verið
illgerlegt að sinna slíkum rann-
sóknum hér á landi sökum fátækt-
ar bókasafnanna. Ef íslenskir
fræðimenn eiga ekki að dragast
aftur úr erlendum starfsbræðrum
sínum og miðstöð rannsókna ís-
lenskra fornbókmennta þar með
að flytjast út fyrir landsteinana,
þyrfti þetta að breytast.
Þessi ráðstefna verður einkum
minnisverð sakir frábærrar skipu-
lagningar og aðbúnaðar. Samt
verður mörgum þó minnisstæðust
setningarathöfnin í sjálfum Krón-
borgarkastala, þar sem á milli
þess að Margrét Danadrottning,
Ove Nathan rektor Kaupmanna-
hafnarháskóla og Jonna Louis—
Jensen fluttu setningarræður,
spilaði Kontra-kvartettinn
strengjakvartett nr. 1. opus 5 í
f-moll eftir Carl Nielsen af svo
miklum fínleik og fjöri að menn
forlyftust og hugurinn reikaði út
fyrir kastala Amlóða Danaprins,
út, þar sem bylgjaðist fax alskot-
inna danskra akra og um leið
hvatti þessi síðrómantíska músík
áheyrendur til athafnar: að krefja
fortíðina sagna.
á Munka-Þverá í Nikulás sögu og
Mikjáls sögu erkiengils. Hann
ræddi um hvernig ákveðin ein-
kenni í boðun predikarabræðra og
fransiskana hefðu haft áhrif á
niðurskipan efnis og stíl Bergs og
þeirra sem telja má lærisveina
hans í helgisagnagerð, eins og t.d.
Arngrím Brandsson.
Þá má nefna að Hermann Páls-
son spjallaði um það hvernig fjall-
að er um heiðni og kristni í elstu
sögum, en Einar Pálsson sendi til
þingsins fyrirlestur um keltneska
kristni á heiðnum tíma, en þar sem
hann komst ekki til ráðstefnunnar
sökum veikinda, var ekki um hann
rætt.
Engin leið er að tíunda hér fyrir-
lestra hinna erlendu fræðimanna,
en mikla athygli vöktu athuganir
Margaret Clunies Ross, prófessors
í Sidney, á Snorra-Eddu. Hún
sýndi glögglega að Snorri hefði
stuðst við erlend lærdómsrit þegar
hann skipaði niður spurningum
Ganglera um eðli hlutanna og
sköpun jarðar. Af máli Clunies
Ross mátti draga þá ályktun að
Snorri Sturluson hefði lesið meira
en Elucidarius, kver þeirra tíma,
og í Odda hefðu setið lærdóms-
menn allt frá dögum Sæmundar
Sigfússonar og hefðu þeir allir
verið gagnteknir af húmanisma 12.
aldar. Snorri hefði víslega verið
barinn til bókar, hann hefði numið
vel hinar sjö frjálsu höfuðíþróttir,
en auðvitað verið best að sér í
þrætubók eins og háttur er góðra
stjórnmálamanna.
Carol Clover prófessor í Berke-
ley, Bandaríkjunum, skýrði á
skemmtilegan hátt hvernig hvöt
kvenna til hefnda eftir víg manna
sinna eða elskhuga tengist tilfinn-
ingalífi þeirra, undir harðýðgi býr
sorg og tregi. Um þetta tók hún
fjölmörg dæmi, bæði úr Eddu-
kvæðum og íslendinga sögum, en
staldraði þó lengst við lýsingar
Njáls sögu af Hildigunni Starkað-
ardóttur, þegar hun steypir skikkj-
unni yfir Flosa, svo að blóðlifrarn-
ar fljóta niður um hann allan. Hún
sýndi einnig með dæmum hve
hefndarskyldan var rík í öðrum
samfélögum, fjarlægum og óskyld-
um íslensku þjóðfélagi, en þó mjög
svipuðum að innri gerð og lag-
skiptingu. Af öðrum athyglisverð-
um fyrirlestrum má nefna greinar-
gerð John Lindows, prófessors í
Berkeley, um uppruna Völuspár,
þar sem hann rakti rök og gagnrök
þeirra fræðimanna sem talið hafa
að Völuspá væri ort undir allsterk-
um engilsaxneskum áhrifum ef
ekki á enskri grund. Þá má nefna
erindi Fredric Amorys, prófessors
í San Francisco, sem fjallaði um
kristna lífssýn og guðfræðilega
túlkun Sólarljóða. Hann taldi að
hingað til hefði verið gert of mikið
úr samruna kristinna og heiðinna
hugmynda í kvæðinu. Einnig vöktu
athygli fyrirlestrar Helle Jensens
og Helle Degnbols sem báðar
starfa í Kaupmannahöfn, sú fyrr-
nefnda við Árnastofnun þar og
hefur hún nýlega gefið út Eiríks
sögu víðförla og fjallaði fyrirlestur
hennar að hluta til um þá reynslu,
en Helle Degnbol sem vinnur við
Orðabók Árnastofnunar lýsti á
launkíminn hátt vandkvæðum
orðabókarritstjóra, þegar taka
þyrfti orð úr misjöfnum handrit-
um og útgáfum.
Það er íhugunarvert íslenskum
unnendum og túlkendum forn-
bókmennta, hve margir erlendir
fræðimenn sóttu ráðstefnuna og
hve víða íslenskar fornbókmenntir
Höfundur er sérfræðingur í miö-
aldabókmenntum.
Mannak°rl1
m ■
*
Rlue ComPany
^ r k, 2.-00
isið opnar k •
ekkv al
Va vftbuf0'
VIUUUIV
- eftirtold-
. u,a, M‘innaliorl J
lanuin Akurcy
um