Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
23
un Krists, fullkomna merkingu
brotthlaupsins af Egyptalandi.
Prestar skulu prédika um ná-
unganskærleik af stólnum með
vélbyssu undir hempunni. Eftir
messu taki þeir sig til við að plaffa
niður þau sóknarbörn sem hafa
auðvaldssvip á andlitinu. Þannig
er ráðin bót á eymd, volæði, niður-
lægingu og synd, á öllu fráhvarfi
frá vilja guðs. Byltingin er vilji
guðs.
Undarlegt er, að sömu menn og
prédika þessa ömurlegu þvælu,
vitna gjarnan í þýzka lúterana,
sem vilja telja Vesturlandabúa á
að Vesturlönd leggi niður allar
varnir. En fólk í Suður-Ameríku á
að steypa sér út í byltingu og blóð-
ug átök. Þetta virðist stangast á.
En þegar að er gáð býr sama
hugsuninaðbaki.
Réttur til ofbeldis
Setjum sem svo, að sá sem verð-
ur fyrir ofbeldi öðlist rétt til of-
beldis. Setjum sem svo, að sá sem
ræðst inn á heimili og tekur heim-
ilisföður og -móður í dauðabúðir,
sé sjálfur réttdræpur. Er þá ekki
sama, hvar voðaverkið er unnið?
Ef það er fordæmanlegt, þegar það
er unnið í Chile, er það þá ekki
jafnfordæmanlegt þegar það er
unnið í Suður-Afríku, Kína eða
Sovétríkjunum? Einhverra hluta
vegna hef ég ekki orðið var við að
guðsfrelsararnir hafi tekið upp
hanzkann fyrir Andréj Sakharoff,
mann, sem berst af einlægni og
hugrekki fyrir mannréttindum.
Réttlæti guðs virðist fara eftir
sérkennilegum landfræðilegum
línum.
Ekkert er hræðilegra í lífi þjóðar
en borgarastyrjöld, þegar bræður
berast á banaspjót. Sá sem hvetur
til borgarastyrjaldar hlýtur að
vera fullur grimmdar. Sjálfsagt
þarf grimmd til að framfylgja vilja
guðs. Óréttlátt yfirvald óttast
þegnana. Sá sem fer með hernaði
gegn því og finnst hann þurfa að
myrða bróður sinn til að stofna
(guðlegt) réttlæti, gerir sjálfan sig
að hræddum kúgara.
Réttur til varnar
Það er mikill og stór munur á
því, hvort menn halda því fram,
að þeir hafi rétt til að vaða uppi
gegn náunganum og drepa hann
ef hann hagar sér ekki að vilja
Flokksins, eða hvort menn halda
því fram að þeir hafi rétt til að
halda fast við grundvallarmann-
réttindi, rétt til lífs og sjálfsvirð-
ingar, rétt til að verja sig gegn
yfirgangi og árás.
Það er mikill munur á því, hvort
menn stefna vitandi vits að of-
beldisþjóðfélagi (gúlagþjóðfélagi),
eða hvort menn halda fram rétti
einstaklingsins til frelsis og verja
hann, hvað sem á dynur. Það er
mikill munur, hvort menn halda
fram rétti til árásar og yfirgangs,
eða hvort menn forðast slíkt, en
áskilja sér rétt til andspyrnu, ef
ráðist er á þeirra helgustu vé. Það
skýtur nokkuð skökku við, að þeir
sem láta hæst um „frið“ styðja
hvað fastast ofbeldisöflin í heimin-
um, berjast jafnvel af hörku í
þeirra þágu.
Vestræn ríki hafa neyðst til að
lýsa yfir vilja til að verja þann
grunn, er menning þessara ríkja
byggir á. Hvenær sem sá vilji
hvikar, er mannréttindalaust of-
beldisþjóðfélag á næsta leiti. Er
það það, sem „friðarsinnar" og
guðsfrelsarar miða að?
Stefna, sem boðar ofbeldi, er
ekki þess virði að lifa fyrir, því
að hún niðurlægir manninn.
Hugsjón hlýtur að vera eitthvað
sem er þess virði að lifa fyrir —
og þá einnig að deyja fyrir.
Höfundur er dósent við Heimspeki-
deild Háskóla íslands.
ímyndir og sjón-
færðar ljóðmyndir
IMAGES - kver með Ijóðum eftir Thor Vilhjálmsson og myndum eftir
Örn Þorsteinsson kom út síðastliðinn föstudag. Bókin kemur út í
tengslum við norrænu Ijóðlistarhátíðina sem nýlokið er í Norræna
húsinu og eru Ijóðin á ensku.
„Bókagerðarmennirnir hafa
ábyggilega sett heimsmet í út-
gáfuhraða," sagði Thor á blaða-
mannafundi sem þeir félagar
efndu til vegna útkomu bókar-
innar. „Þeir brugðust svo fljótt
og vel við og sýndu verkinu svo
mikinn áhuga. Síðustu prófark-
irnar voru lesnar daginn áður en
bókin kom út.“
Fyrir þremur árum kom .út
samskonar bók eftir örn og Thor
sem bar nafnið Ljóðmyndir.
Segja má að Images sé ensk út-
gáfa hennar, því mörg ljóðanna
eru hin sömu „endurort á ensku“
eins og Thor komst að orði.
Einnig er bætt við nýjum ljóðum
og myndum.
Ljóðmyndir var gefin út sam-
tímis sýningu Arnar. „Örn sendi
mér margar arkir með þessum
teikningum og ég ætlaði að yrkja
við, en einhvern veginn gerðist
ekki neitt, mér fannst myndirnar
fallegar, ekki vantaði það, en
samt höfðu þær ekki nóg áhrif.
En örn var alltaf að ýta á eftir
þessu, svo þar kom að, sennilega
fyrir hans tilstilli, að flóðgáttirn-
ar opnuðust og ljóðin urðu til.
Svo raðaði hann saman myndum
og ljóðum."
Thor og örn hafa nýlega lokið
gerð sjónvarpsþáttar með ljóðum
úr bókinni. Nefnist sá þáttur
Ljóðmynd en auk þeirra félaga
unnu Kolbrún Jarlsdóttir og
Karl Sigtryggsson að gerð hans.
„Við sjónfærðum ljóðin," sagði
Thor, „taktu eftir því, þetta er
nýyrði." Þátturinn verður sýndur
í sjónvarpinu á miðvikudags-
kvöld. „Okkur dauðlangar að
gera meira, það er ótrúlegt hvað
hægt er gera margt með mynd-
bandi, möguleikarnir eru óend-
anlegir. Þar notum við líka lit-
myndir eftir örn, svo myndmálið
er mun fjölbreyttara." í þættin-
um les Thor ljóð sín, meðan
myndavélin syndir gegnum
myndverk Arnar. „Það spillir
ekki heldur að Kolbrún er göldr-
ótt, hún getur látið tækin gera
hvað sem er.“
Images verður til sölu í Gallerí
Grjót við Skólavörðustíg og Gall-
erí Borg. 250 tölusett eintök voru
gefin út.
Þorsteinsson með bókina nýju.
MorgunblaAiA/ól.K.Magn.
Thor Vilhjálmsson og öm
Dansskólarnir eru margir en aöeins einn