Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 49 Norsk timburhús — eftir Eyjólf Guðmundsson Hér veröur í stuttu máli vikið að húsagerð í Noregi, en stiklað mjög á stóru, og eingöngu minnst á timburhús. Þess er þó vænst að þeir er þessa grein lesa verði nokkru fróðari. Mikill meirihluti allra íbúðar- húsa í Noregi er byggður úr timbri, gagnstætt því sem verið hefur á Tslandi, en íslendingar nota sem kunnugt er aðallega steinsteypu í hús sín. Með ólíkum byggingarefn- um verður byggingarstíll oft ólík- ur, og stíll norskra timburhúsa og íslenzkra steinhúsa er ekki hinn sami. Allt fram á síðustu öld tíðkuðust í Noregi bjálkahús, og voru þá bæði veggir og burðarásir í þaki (langásar) úr trjábolum, sem höggnir voru til, og börkur hreins- aður af. Þök voru yfirleitt brött, lögð stórum blágrýtishellum, skör- uðum þannig að vatn rann frá einni hellu á aðra. Höggvin voru göt á hellurnar, og þær festar með járnfleyg í langás eða aðra þakviði. Með tilkomu sögunarmilla varð auðveldara að fá borðvið og bein- skorna „battinga". Hafði það mikil áhrif á húsakost fólks, en í því fólst bæði efnis- og vinnusparnað- ur. I stað veggbjálkanna, komu nú um 3“ þykk borð, en að breidd 8-12“, og voru þau felld hvert ofaná annað, en á hornum útveggja „splittuð" saman. Á löngum veggj- um voru trénaglar (duflungar) reknir inn í borðin, til að gera þau stöðugri. % x 2“ láréttar renglur, sem naglhald fyrir klæðningu. Veggpappi. Olíubornar masonit-plötur, 12 mm þykkar. 2x6“ uppistöður, með 55 cm millibili. 15 cm einangrun, milli uppistað- anna. Spónaplötur, eða viðarþiljur. Spónaplöturnar eru ýmist mál- aðar eða lagðar veggfóðri. Síðustu árin hafa einingahús, framleidd í verksmiðjum, rutt sér mjög til rúms, en verksmiðjur þessar leggja mikið kapp á fljóta afgreiðslu og stuttan byggingar- tíma. Aksel Bruvik er eitt þeirra fyrir- tækja, sem framleiða verksmiðju- hús (einingahús), en nú eru meira en 60 ár síðan fyrirtækið var stofn- að, og þá sem trésmíðaverkstæði. Þar hafa unnið um 200 manns, og ársframleiðslan er u.þ.b. 500 hús. Markaðssvæði er Noregur, en hús hafa verið send til Svalbarða og reynst vel í veðráttu sem er síst betri en á íslandi. Brödrene Hetland A.S. er annar einingahúsaframleiðandi, sem m.a. hefir selt hús til íslands. Systemhús er tiltölulega ungt fyrirtæki, sem selur hús sín gegn- um norsku samvinnufélögin. Asbjörn Buen Aií. er fyrirtæki sem selur sumarbústaði með forn- um og nýjum útskurði og útflúri. Sumarhús þessi eru mjög vinsæl þótt útbreiðsla þeirra sé takmörk- uð. Sumarbústaðir Norðmanna eru nú yfirleitt heilsárshús, og hafa tekið talsverðum stakkaskiptum síðustu árin. Þeir eru nú stærri og nýtískulegri og oft með útskurði og súlum, svo sem var til forna á byggingum konunga og efnaðra bænda. í sumum byggðarlögum má sjá þennan útskurð, á bæði gömlum og nýjum húsum, t.d. í uppsveitum Guðbrandsdals. Er skemmtilegt að aka um þessi héruð og virða fyrir sér þessi hús. Að lokum skal því bætt við, að Norð- menn eiga um 30 stafkirkjur, sem byggðar eru á tímabilinu 1030-1300. Margt í húsagerðarlist þeirra kemur fram í húsum síðari tíma. Höfundur er búsettur í Noregi og hefur skrifað greinar þaðan í Morg- unbiaðið um írabil. Votyidrasamt í Öxarfirði: Hús frá Asbjern Buen AJS. Útskurður á vindskeiðum. Súlur á yfirbyggðum svalagangi. I stað blágrýtishellanna komu síðar „shifferhellur", sem eru í notkun allt fram til þessa. Með tilkomu þeirra urðu þökin mun léttari, og þarafleiðandi hægt að notast við veikari burðarviði. Það er reyndar ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari, að það verður bylting í húsagerð Norð- manna. Allt fram til þess tíma voru hús byggð án haldgóðrar einangrunar, og varð því upphitun- arkostnaður mikill. Nú eru íbúðar- hús byggð eftir ströngu eftirliti hins opinbera og m.a. krafist góðr- ar einangrunar, vegghæðar inni minnst 240 cm, og að gluggar séu það stórir að glerflöturinn sé ekki minni en sem svarar 10% af gólf- fleti. Hvað snertir glugga, þá hefur þar orðið mikil breyting síðustu 15 árin. Fyrir þann tíma voru gluggar með einföldu gleri, rúður margar í hverjum glugga, og misjafnlega vel frá þeim gengið. Nú eru gluggar yfirleitt úr tvö- földu eða þreföldu gleri, og oftast ein rúða allur glugginn. Þök hinna nýrri húsa eru ýmist með léttum þaksteini, rauðum, eða svörtum, eða með álklæðningu, rauðri eða grænni. Þakpappi með munstri er einnig notaður, en ending hans er sjaldan meiri en 10 ár. „Standard" útveggur í venjulegu norsku íbúðarhúsi er eitthvað á þessa leið, talið fyrst utanfrá: % x 6“ lóðrétt klæðning (borð úr furu eða greni. Heyskap er ekki enn lokið að fullu SkinnasUð, Öxarfirdi, 12. september. TÍÐARFARIÐ var votviðrasamt í byggðunum við Öxarfjörð nyrðra allt frá hvítasunuhretinu í maí og þar til nú er komið er að göngum. Gras- spretta var sæmileg, en heyskapur gekk stirðlega og er ekki enn að fullu lokið á sumum bæjum. Margir hafa þó alhirt. Að sögn Sigurðar Jónssonar veðurathugunarmanns í Garði voru 26 þurrir dagar frá og mcð júní til ágústloka auk nokkurra er úrkoma var ekki mælanleg. Slíkt sumar hefur ekki komið hér síðan 1979. Ferðamannastraumur var með minnsta móti og mest útlend- ingar. Einkennilegrar gróður- skemmdar hefur orðið vart á Kelduhverfisheiðum. Aðallega á um 5 km breiðu belti á að giska 1—200 m yfir sjó og nær beltið þvert verstur yfir sveitina ofan byggðar. Þar eru lyngmóar gráir og svartir af eyðileggingu. Virðist fjalldrapi og berjalyng hafa orðið verst úti en birki sloppið betur. Skemmdirnar eru raktar til óskaplegrar mergðar af fiðrildum, sem sást á þessum slóðum bæði þetta sumar og í sumar sem leið. Ekki mun þetta þó visindalega rannsakað. Sigurvin Rowenta Sælkeraofnlnn er alveg ótrú- lega fjölhæfur Verö aöeins kr. 3-490-- Vorumarkaðurinn ht J Ármúla 1a, s. 686117. ve'b*> ! ciJBT’l’ vids Hiptavinir^akiega w'-hLodui*1 a Ifutaverð- Víð S var* J'SS kauP- 9 Uo«*iurl: ..... Ga*ant Lanc«r •■;....•• Cott • Ll' '84 • Godl^er — Bang«R0 Smur»'urf:..... Galan* • ...... Lancer • • .... Cod ........... GOlt ••""..•• Je«» /"...•• pa»»at “ Colt .......... Lancej ••;’.... Galan* • ..... paier° "verfr- Verbg, •■•• 299 • " 299 • • " 299 "" 160 Vef® kr‘J 195 195 ••" 195 ••" 195 •" 195 * Höggdeytet'- GoK,r- ""..••• jett»,r- ........ Pa|er°.,r- ....••• 1.3001*- •*...... Col,,r""......... Gaian‘ 1*- ..... Galan* a«- _ BangeB°ver V»tn»K*lL . g°',1,1?6O0’77" Ga'cer 1600 '77 " B8angeR0Ver:::: Min' ••" '2*3*2* ■■ íaod*°',e >lu r l; G°lf ■•• jett* ,• • pa»sa* ' CoK •' ‘ L»ncer Gaian* • [ SAMA VERÐ UM LAND ALLT! ] w RAINIGE ROVER ta HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.