Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 59

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 59 fiL |h' í }á í M 5, 2 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI ■TIL FÖSTUDAGS Enn um veðurathug- anir á Þingvöllum Arndís skrifar: Ég tek heilshugar undir orð Sigurðar Þ. Guðjónssonar um veðurathuganir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á Heiðarbæ, sem nú er veðurat- hugunarstöð, ríkir annað veður en í bollanum Þingvöllum. Einn af hornsteinum íslenskrar veðurat- hugunar er einmitt Þingvellir, enda eðlilegt, því hvern langar að vita hvernig veðrið er á Mosfells- heiði, en Heiðarbær stendur við rætur hennar. Er virkilega svona mikið að gera í Þingvallaprestakalli að ekki sé hægt að mæla þar veður 4-6 sinn- um á dag? Prestakallið þjónar 7 bæjum og eru messur þetta 1 sinni í mánuði eða svo hef ég heyrt. Fer allur afgangstími prests/þjóðgarðs- varðar í að semja ræðurnar? Mér er spurn. Ég er tíður gestur í þjóðgarðin- um, því þar hef ég smáaðstöðu Frá Þingvöllum. fyrir mig og mina yfir sumarið. Og það er ekki einungis vöntun á veðurspá/fréttum sem ég ergi mig út af heldur er það fleira í þeim ágæta þjóðgarði: Eru það hestar prestsembættis- ins sem eru að naga upp þennan fallega skóg í kring um Þing- vallabæinn og af hverju þarf að reisa forljótan kofa fyrir sumar- starfsmenn þjóðgarðsins einmitt á þessu forna og helga túni, sem gín við öllum 'þegar farið er um þjóð- garðinn. Og svo í lokin sem kannski til- heyrir ekki störfum þjóðgarðs- varðar. Og þó. í fallegum bolla á vinstri hönd við Hótel Valhöll er barnaleikvöllur. Ég fór þangað með litlum krakka um daginn að leyfa honum að leika sér. En við- bjóðurinn sem blasti við okkur. Það var búið að kasta upp í renni- brautina og bátana og bókstaflega öll leiktækin og hlandlyktin óbær, og varla sást í gras fyrir gotteríis- bréfum. Á ekki þjóðgarðsvörður að hafa umsjón með þessu svo og öðru í þjóðgarðinum? Unglingur skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þetta bréf til að lýsa yfir hneykslun minni á verðinu á aðgangseyrinum á unglinga- skemmtistaðinn Villta tryllta Villa. Það kostar 400 krónur að komast þangað inn, sem er náttúrlega Nú er nóg komið Hólmfríður Jóhannesdóttir skrif- ar: Undanfarnar vikur hafa íbúar Teigahverfis verið daglegt fóður fjölmiðla og ekki hef ég tölu á öllum þeim pistlum sem DV hefur birt um þetta vonda fólk og orðin sem um okkur hafa verið höfð eru af þeim toga er til meiðyrða telj- ast. En hvað er að gerast á Laugateig 19? Af hverju mótmæla íbúarnir? Þetta vesæla hús hefur verið í niðurniðslu árum saman. En í vor var allt húsið selt 2 bræðrum, sem gerðu það upp. Hraunuðu utan, máluðu þakið, settu gler i kjallara og neðri hæð. í júní var hæðin til sölu, þá var búið að setja nýtt eldhús, nýtt bað, mála og teppa- leggja með hvítum teppum. Sem sagt þetta var orðin mjög góð 5 herbergja íbúð, sem átti að selja á 3,6 millj. En um það leyti sem bræðurnir keyptu húsið var þessi neðri hæð til sölu á 2,4 millj. Sem sagt það sem var búið að gera hefur kostað um 1,2 millj. Og þótti mörgum nóg. En sagan er ekki öll. Vernd kaupir húsið í júlí á 9,5 millj. Og í dag er búið að rífa niður nýja eldhúsið og baðið, brjóta niður veggi, svo nú eru ekki sér inngangar í húsin og búið að taka af hvítu teppin. Sem sagt húsið er nú í ástandi sem kallað er tilbúið undir tréverk. Kemur okkur ná- grönnum hússins þetta nokkuð við? Það getur vel verið að félagið sé svo vel stætt að ekki þurfi það á opinberri aðstoð að halda. Þó býður mér í grun að svo sé ekki. Það hafi fengið lán úr opinberum sjóðum af stærri gráðunni. Nú bið ég prófasta og presta og annað gott fólk, sem hefur hneykslast á vonda fólkinu í Teiga- hverfinu, að slappa aðeins af og gefa sér tíma til að hugsa málið í rólegheitum. Nú spyr ég, fávís kona, væri æskilegt að safna saman í eitt hús svo sem eins og 20-25 prestum, eða 20-25 konum á aldrinum 18-40 ára, eða þó ekki væri nema 20 arkitekt- um? Væru þessir hópar tilbúnir til að búa saman í sátt og sam- lyndi? Mér kemur þetta fyrir sjónir sem enn eitt slysið sem íslending- ar ætla að lenda í. Það virðist eins og óumflýjan- legt, sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. í fyrsta lagi er hér um félagslegt slys að ræða, sem kemur til með að valda mikilli óhamingju í þessu hverfi. í öðru lagi er þetta óafsakanlegt bruðl með fé almenn- ings. Óstjórn sem ætti að nægja til þess, að þeir, sem ráða ferðinni hjá Vernd, segðu af sér og snéru sér að einhverju sem lægi betur fyrir þeim en félags- og sálfræðileg ráðgjöf. algjört hneyksli því i því verði er ekkert annað innifalið. Hafa skal í huga að aðgangseyr- ir á öldurhús borgarinnar er mun lægri, eða ekki nema 200 krónur. Vil ég nú biðja aðstandendur Villta tryllta Villa að athuga þetta vel og hafa í huga að það herrans ár, 1985, er nú einu sinni ár æsk- unnar. Gódan daginn! Of hár aðgangseyrir í Villta tryllta Villa IUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 18. sept. Sér tímar fyrir stúlkur. Innritun og upplýsingar í síma 83295, alla virka daga kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. sntMuiHmi ^SÖLUBOÐ 0* Bourbon súkkulaðikex Kornkex með súkkulaði 17 Kartöfluskrúfur 3 tegundir: venjulegar með papriku með salti og pipar XD \ Spaghetti f 500 gr fl Kryddblanda 6 glös í pk. Kitm Iml a 250 gr [fi LEh rr Salernispappír ^ 8 rúllur í pk. JS ■ (SQE ^ Sólgrjón^®*^ ' 950 gr ...vöruveró í lágmarki SAMVINNUSOLUBOONR 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.