Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 59 fiL |h' í }á í M 5, 2 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI ■TIL FÖSTUDAGS Enn um veðurathug- anir á Þingvöllum Arndís skrifar: Ég tek heilshugar undir orð Sigurðar Þ. Guðjónssonar um veðurathuganir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á Heiðarbæ, sem nú er veðurat- hugunarstöð, ríkir annað veður en í bollanum Þingvöllum. Einn af hornsteinum íslenskrar veðurat- hugunar er einmitt Þingvellir, enda eðlilegt, því hvern langar að vita hvernig veðrið er á Mosfells- heiði, en Heiðarbær stendur við rætur hennar. Er virkilega svona mikið að gera í Þingvallaprestakalli að ekki sé hægt að mæla þar veður 4-6 sinn- um á dag? Prestakallið þjónar 7 bæjum og eru messur þetta 1 sinni í mánuði eða svo hef ég heyrt. Fer allur afgangstími prests/þjóðgarðs- varðar í að semja ræðurnar? Mér er spurn. Ég er tíður gestur í þjóðgarðin- um, því þar hef ég smáaðstöðu Frá Þingvöllum. fyrir mig og mina yfir sumarið. Og það er ekki einungis vöntun á veðurspá/fréttum sem ég ergi mig út af heldur er það fleira í þeim ágæta þjóðgarði: Eru það hestar prestsembættis- ins sem eru að naga upp þennan fallega skóg í kring um Þing- vallabæinn og af hverju þarf að reisa forljótan kofa fyrir sumar- starfsmenn þjóðgarðsins einmitt á þessu forna og helga túni, sem gín við öllum 'þegar farið er um þjóð- garðinn. Og svo í lokin sem kannski til- heyrir ekki störfum þjóðgarðs- varðar. Og þó. í fallegum bolla á vinstri hönd við Hótel Valhöll er barnaleikvöllur. Ég fór þangað með litlum krakka um daginn að leyfa honum að leika sér. En við- bjóðurinn sem blasti við okkur. Það var búið að kasta upp í renni- brautina og bátana og bókstaflega öll leiktækin og hlandlyktin óbær, og varla sást í gras fyrir gotteríis- bréfum. Á ekki þjóðgarðsvörður að hafa umsjón með þessu svo og öðru í þjóðgarðinum? Unglingur skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þetta bréf til að lýsa yfir hneykslun minni á verðinu á aðgangseyrinum á unglinga- skemmtistaðinn Villta tryllta Villa. Það kostar 400 krónur að komast þangað inn, sem er náttúrlega Nú er nóg komið Hólmfríður Jóhannesdóttir skrif- ar: Undanfarnar vikur hafa íbúar Teigahverfis verið daglegt fóður fjölmiðla og ekki hef ég tölu á öllum þeim pistlum sem DV hefur birt um þetta vonda fólk og orðin sem um okkur hafa verið höfð eru af þeim toga er til meiðyrða telj- ast. En hvað er að gerast á Laugateig 19? Af hverju mótmæla íbúarnir? Þetta vesæla hús hefur verið í niðurniðslu árum saman. En í vor var allt húsið selt 2 bræðrum, sem gerðu það upp. Hraunuðu utan, máluðu þakið, settu gler i kjallara og neðri hæð. í júní var hæðin til sölu, þá var búið að setja nýtt eldhús, nýtt bað, mála og teppa- leggja með hvítum teppum. Sem sagt þetta var orðin mjög góð 5 herbergja íbúð, sem átti að selja á 3,6 millj. En um það leyti sem bræðurnir keyptu húsið var þessi neðri hæð til sölu á 2,4 millj. Sem sagt það sem var búið að gera hefur kostað um 1,2 millj. Og þótti mörgum nóg. En sagan er ekki öll. Vernd kaupir húsið í júlí á 9,5 millj. Og í dag er búið að rífa niður nýja eldhúsið og baðið, brjóta niður veggi, svo nú eru ekki sér inngangar í húsin og búið að taka af hvítu teppin. Sem sagt húsið er nú í ástandi sem kallað er tilbúið undir tréverk. Kemur okkur ná- grönnum hússins þetta nokkuð við? Það getur vel verið að félagið sé svo vel stætt að ekki þurfi það á opinberri aðstoð að halda. Þó býður mér í grun að svo sé ekki. Það hafi fengið lán úr opinberum sjóðum af stærri gráðunni. Nú bið ég prófasta og presta og annað gott fólk, sem hefur hneykslast á vonda fólkinu í Teiga- hverfinu, að slappa aðeins af og gefa sér tíma til að hugsa málið í rólegheitum. Nú spyr ég, fávís kona, væri æskilegt að safna saman í eitt hús svo sem eins og 20-25 prestum, eða 20-25 konum á aldrinum 18-40 ára, eða þó ekki væri nema 20 arkitekt- um? Væru þessir hópar tilbúnir til að búa saman í sátt og sam- lyndi? Mér kemur þetta fyrir sjónir sem enn eitt slysið sem íslending- ar ætla að lenda í. Það virðist eins og óumflýjan- legt, sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. í fyrsta lagi er hér um félagslegt slys að ræða, sem kemur til með að valda mikilli óhamingju í þessu hverfi. í öðru lagi er þetta óafsakanlegt bruðl með fé almenn- ings. Óstjórn sem ætti að nægja til þess, að þeir, sem ráða ferðinni hjá Vernd, segðu af sér og snéru sér að einhverju sem lægi betur fyrir þeim en félags- og sálfræðileg ráðgjöf. algjört hneyksli því i því verði er ekkert annað innifalið. Hafa skal í huga að aðgangseyr- ir á öldurhús borgarinnar er mun lægri, eða ekki nema 200 krónur. Vil ég nú biðja aðstandendur Villta tryllta Villa að athuga þetta vel og hafa í huga að það herrans ár, 1985, er nú einu sinni ár æsk- unnar. Gódan daginn! Of hár aðgangseyrir í Villta tryllta Villa IUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 18. sept. Sér tímar fyrir stúlkur. Innritun og upplýsingar í síma 83295, alla virka daga kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. sntMuiHmi ^SÖLUBOÐ 0* Bourbon súkkulaðikex Kornkex með súkkulaði 17 Kartöfluskrúfur 3 tegundir: venjulegar með papriku með salti og pipar XD \ Spaghetti f 500 gr fl Kryddblanda 6 glös í pk. Kitm Iml a 250 gr [fi LEh rr Salernispappír ^ 8 rúllur í pk. JS ■ (SQE ^ Sólgrjón^®*^ ' 950 gr ...vöruveró í lágmarki SAMVINNUSOLUBOONR 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.