Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
37
Vísnasöngvar-
ar í hringferö
því þeir hafa tryggt sér húsnæði í
Hagkaupshúsinu, sem verið er að
reisa í nýja miðbænum. Þar
hyggjast þeir reka veitingastað
undir nafninu „Hard Rock Café" í
umboði alþjóðlegrar veitingahúsa-
keðju með sama nafni. „Við stefn-
um að því að opna þann stað 4. júlí
1987,“ sagði Tómas. „Þessi staður
verður í amerískum anda og því
vel við hæfi að opna hann á þjóð-
hátíðardegi Bandaríkjanna."
Vísnasöngvararnir Bergþóra Árna-
dóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
Ola Nordskar frá Noregi og Mecki
Knif frá Finnlandi eru lögð af stað í
landsreisur sínar, sem spanna nsstu
þrjár vikurnar. Bergþóra og Ola munu
ferðast saman og halda austur á bóg-
inn og síðan norður, en þeir Aðalsteinn
og Mecki fara vestur um land og síðan
norður. Dúettarnir munu mætast á
Kópaskeri og halda þar sameiginlega
tónleika.
Hér birtist listi yfir viðkomustaði
þeirra á ferðunum:
Aðalsteinn og Mecki
17. sept. Olafsvík, 18. sept. Grund-
arfjörður, 19. sept. Búðardalur, 20.
sept. Sauðárkrókur, 21. sept.
Blönduós, 22. sept. Akureyri, 24.
sept. Húsavík, 25. sept. Kópasker,
26. sept. Þórshöfn, 27. Vopnafjörður,
28. sept. Borgarfj. eystra, 29. sept.
Egilsstaðir, 30. sept. Seyðisfjörður,
1. okt. Eskifjörður, 2. okt. Fáskrúðs-
fjörður, 3. okt. Stöðvarfjörður, 4.
okt. Höfn, Hornafirði, 5. okt. Vík í
Mýrdal.
Bergþóra og Ola
17. sept. Stöðvarfjörður, 18. sept.
Fáskrúðsfjörður, 19. sept. Eski-
fjörður, 20. sept. Seyðisfjörður, 21.
sept. Egilsstaðir, 22. sept. Borgarfj.
eystra, 23. sept. Vopnafjörður, 24.
sept. Þórshöfn, 25. sept. Kópasker,
26. sept. Húsavík, 27. sept. Akureyri,
28. sept. Grímsey, 30. sept. Sauðár-
krókur, 1. okt. Búðardalur, 2. okt.
Grundarfjörður, 3. okt. Ólafsvík, 4.
okt. Borgarnes. Frétutiikvnning.
Vísnasöngvararnir Mecki, Bergþóra, Ola og Aðalsteinn.
MorKunblaöiö/Bjarni
f þcssari nýbyggingu á horni Bústaðavegar og Reykjanesbrautar mun veit-
ingastaðurinn „Sprengisandur" væntanlega verða opnaður laugardaginn 2.
nóvember nk.
„Sprengisandur“ verður
opnaður 2. nóvember nk.
„SPRENGISANDUR," hið nýja
veitingahús fjórmenninganna Tóm-
asar Tómassonar, Ásgeirs Hannesar
Eiríkssonar, Úlfars Eysteinssonar og
Sverris Hermannssonar á horni
Bústaðavegar og Reykjanesbrautar,
verður væntanlega opnað mcð pompi
og prakt hinn 2. nóvember nk.
Að sögn Tómasar Tómassonar
hafa framkvæmdir við bygging-
una gengið vel og eru þær nú viku
á undan áætlun. Lokið er við að
reisa sperrur og var „reisugilli"
haldið á laugardaginn var.
„Þetta verður hefðbundinn
skyndibitastaður, þar sem verður
boðið upp á hamborgara, kjúkl-
inga, fiskrétti og fleira ásamt
venjulegu meðlæti," sagði Tómas
Tómasson. „Við munum leggja
áherslu á lágt verð, góðan mat og
huggulegt umhverfi," sagði Tómas
ennfremur.
Þess má geta að þeir fjórmenn-
ingarnir hafa fleiri járn í eldinum,
Morgunblaöiö/J.S.
Séð yfir innviðí Kökuhússins. Ljósakrónur og veggskreytingar eru sérbakað-
ar. Þetta minnir óneitanlega á söguna um Hans og Grétu.
Brauðgerðin Krútt opnar
Kökuhús á Blönduósi
Blönduósi, 15. september.
BAUÐGERÐIN Krútt opnaði köku-
hús í Aðalgötu 8 eða Helgafelli eins
og Biöndósingar venjulega kalla
húsið, sunnudaginn 15. september.
Það er Húnfjörð hf. sem á og rekur
þetta nýja og glæsilega kökuhús.
Höfuðið og herðarnar á þessu fyrir-
tæki eru þeir feðgarnir Þorsteinn og
Óskar Húnfjörð. Auk þess aö reka
þetta nýja kökuhús reka þeir stóra
brauðgerð og framleiða hin lands-
þekktu Krútt-brauð og Krútt-
kringlur. Brauðgerðin Krútt tók til
starfa 15. september 1968 í 60 fer-
metra skúr en á 17. afmælisdeginum
starfar fyrirtækið á um 750 fermetr-
um.
Þetta nýja kökuhús er í því hús-
næði sem áður var verslunin
Gimli og Apótek Blönduóss og
Helgi Helgason starfrækti frá ár-
inu 1949. Fr.á því Húnfjörð hf.
festi kaup á húsnæði þessu og þar
til kökuhúsið opnaði eru liðnar 6
vikur. Til gamans má geta þess að
síðast smiðurinn yfirgaf vinnu
sína við innréttingar kökuhússins
hálfri stundu áður en fyrstu við-
skiptavinirnir birtust. Kökuhúsið
er ákaflega skemmtilega innrétt-
að, ekki íburðarmikið en hlýlegt
og öllu haganlega fyrirkomið.
Þarna getur fólk komið og keypt
ný sérbökuð brauð, kökur og allt
milli himins og jarðar sem að
bakstri lýtur. Fólk getur hvort
heldur sem er haft mér sér kök-
urnar heim eða snætt þær á stað-
num, hvar sem sérbakaðir ljósa-
skermar hanga vinalega yfir borð-
um gesta. Það má segja að nokkuð
danskt yfirbragð sé á fyrirtæki
þessu og kannski ekki að undra.
Danskur bakari, Poul Nielsen að
nafni, sem hefur nafnbótina „besti
bakari Danmerkur 1985“, hefur sl.
hálfan mánuð aðstoðað við að gera
þetta kökuhús að veruleika. Með
þessu framtaki hefur Húnfjörð hf.
lífgað verulega upp á gamla bæinn
og tilveru Héraðsbúa.
JX
Nýtt skuldabréfaútboð 3. flokkur 1985
VeÓdeild
Iðnaðarbanka íslands hf.
Krónur 100.000.000
til lántöku handa einstaklingum og fyrirtækjum á verðbréfa-
markaði, fyrir milligöngu banka.
Verðgildi hvers bréfs er kr. 100.000,00 og eru bréfin 1000
talsins. Skuldabréfin eru til fimm ára, með jöfnum árlegum
afborgunum, og bera 2% fasta vexti p.a. auk verðtryggingar.
Til tryggingar bréfum þessum eru eignir og tekjur Veðdeildar
Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar Iðnaðarbankans sbr.
36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr. 62/1982.
Reykjavík, 10. september 1985,
IðnaðarbanM íslands hff