Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 54

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 54
54 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Arcadia „ný“ stórhljómsveit á líður senn að því að Duran Duran-aðdáendur geti aftur sest á sinn uppáhaldsstað á fimmtudagseftirmiðdögum, þ.e.a.s. við simtækið til þess að hringja á vinsældalista rásar 2. Þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes og Roger Taylor munu nefnilega ef allt stenst senda frá sér nýja stóra plötu í október. Areadia er nafnið sem þeir hafa valið sér til þess að starfa undir og hvað sem öllum fordómum gagnvart Duran Duran iíður, þá er óneitanlega forvitnilegt að vita hvernig plata þeirra þremenninga kemur til með að hljóma. Ekki síst vegna þess að þeir hafa kallað til liðs við sig ýmsa mæta menn, sem einkum eru nú þekktir fyrir að leika tónlist sem er 'alitin öllu merkilegri en sú sem Duran Duran hefur látið frá sér fara. Við fáum sem sé að heyra hver árangurinn hefur orðið af þessu samstarfi innan skamms og þangað til bíðum við með allar formælingar eða blótsyrði. Tom Waits (Lv.) vinnur að nýrri plötu. Biðin á enda Ein af eftirtektarverðustu plötum ársins 1983 var að margra mati Swordfishtrombones með Tom Waits. Var þar um að ræða níundu og jafnframt eina bestu plötu, sem þessi sérstæði söngvari og lagasmiður sendi frá sér. Það hafa alltaf verið fremur skiptar skoðanir um ágæti Tom Waits og þá sérstaklega sem söngvara. Vissulega þarfnast plöt- ur hans nokkurrar yfirlegu en þeim tíma er svo sannarlega vel varið. Söngurinn er tilfinningarík- ur, þó rámur sé, textarnir góðir og undir hrjúfu yfirborðinu leyn- ast gullfallegar laglínur. Nægir í því efni að benda á lagið Soldier’s Thing í flutningi Paul Young. Waits-aðdáendur hafa oft þurft að bíða lengi milli platna frá honum, en þann 23. september næstkomandi er enn ein slík biðin á enda. Þá sendir hann frá sér nýja breiðskífu, sem kemur til með að heita Rain Dogs. Meðal hljóðfæraleikara sem aðstoða Waits að þessu sinni eru gítarleikararnir Keith Richards, Chris Spedding og G.E. Smith (sá síðastnefndi leikur með Hall & Oates) og Robert Quine (hann hefur leikið með Lou Reed). Bassa- leikarar eru Tony Levin og Larry Taylor. Southside Johnny mun leika á munnhörpu og einhverjir fleiri munu koma við sögu. í raun er sama hverjir það eru sem spila með Tom Waits, því ég er viss um að hann er að gera góða hluti svo sem ávallt áður. Trompunum spilað út Það er greinilegt á væntanlegri hljómplötuútgáfu að farið er að síga á sinni hluta ársins og jólin ekki svo marga mánuði framund- an. Þetta er einmitt sá tími ársins sem hljómplötufyrirtæki fara að spila út háspilum sínum og þetta er því oft á tíðum besti tími ársins fyrir plötusafnara og aðra tónlist- arunnendur. Það hlaðast inn frétt- ir þessa dagana af því hverjir það eru sem ætla að reyna við jóla- vertíðina í ár og hér á eftir gefur að sjá smásýnishorn af því sem á næstunni kann að verða á boðstól- um. Kate Bush hefur þegar sent frá sér nýja breiðskífu og mun hún vera sú fimmta sem frá henni kemur. Hounds of Love heitir plata þessi og skiptist efni hennar einkum í tvennt. Á fyrri hliðinni er að finna 5 lög og tengjast þau öll efnislega hvert öðru. I textum þeirra er fjallað um mun milli kynja og hvernig þessi mismunur leiðir til misskilnings í samskipt- um fólks. Hvað seinni hlið þessar- ar plötu fjallar um fylgdi ekki þeim fréttum sem borist hafa af henni. Roger Daltrey fyrrum söngvari The Who mun senda frá sér nýja breiðskífu í október og kemur hún til með að heita Under Raging Moon. Meðal þeirra sem lagt hafa til lög á þessa plötu eru Bryan Adams og Pete Townshend en ýmsir velkynntir menn munu að- stoða við hljóðfæraleikinn. Þar á meðal eru Roger Taylor (Queen), Stewart Copeland (Police), ásamt meðlimum hljómsveitanna Big Country og Pretenders. Það er nú orðið óralangt síðan The Clash sendu síðast frá sér plötu og raunar hefur hljómsveit- in breyst mikið síðan það var. Þeir eru nú hættir Topper Headon og Mick Jones. Heyrst hefur að þeir Clash-menn hafi nokkrum sinnum síðan skilað inn plötum til hljómplötufyrir- tækis síns CBS en það hafi ætíð hafnað útgáfu, vegna þess hversu lélegt þetta efni hefur verið. Nú Mike Peters í Alarm. Sade la tur heyra í sér að nýju. mun hins vegar loks farið að hilla undir að ný breiðskífa líti dagsins ljós og lítil plata með lagi sem nefnist This is England mun vera í þann veginn að koma út. Ég hef nú þegar heyrt þessa smáskífu og ég tel að óhætt sé að segja að hún eigi eftir að koma á óvart. Hvers vegna, segi ég ekki. Það hefur lítið heyrst af Sade það sem af er þessu ári en á næstunni mun verða breyting þar á þar sem von er á nýrri lítilli plötu með lagi sem heitir Sweetest Taboo, og er áætlað að hún komi út í lok þessa mánaðar. Stór plata mun svo vera í deiglunni innan skamms. Depeche Mode eru búnir að senda frá sér nýtt lag sem heitir It’s Called a Heart. Simple Minds, sem mikilla vin- sælda nutu í sumar með laginu Don’t You Forget about Me úr kvikmyndinni Breakfast Club, munu innan tíðar senda frá sér nýja breiðskífu. Stranglers eru um þessar mundir að vinna að nýrri breiðskífu, sem vonast er til að líti dagsins ljós fyrir áramót en af gamalli reynslu má þó alveg búast við því að verk- efni þetta dragist eitthvað á lang- inn. Ekkert hefur heyrst af hljóm- sveitinni Fleetwood Mac um all- langt skeið og ekki virðist þögn þeirra verða rofin á næstunni en hins vegar mun söngkona hljóm- sveitarinnar, Stevie Nicks, senda frá sér nýja plötu áður en langt um líður. Robert Palmer, sá sem söng með Power Station á plötu þeirra sem út kom fyrr á þessu ári, varð sem kunnugt er að hætta að syngja með þeirri hljómsveit til þess að geta lokið við upptökur á nýrri sólóbreiðskífu. Hún er nú vænt- anleg á markað í október og kem- ur til með að heita Riptide. Paul Hardcastle mun reyna að fylgja vinsældum lagsins 19 eftir innan skamms, með því að senda frá sér breiðskífu. Eins og vanalega á þessum árs- tíma eru nú væntanlegar nokkrar samansafnsplötur eða svokallaðar „Best of ... “ , plötur frá nokkrum vel kynntum iistamönnum. Mike Oldfield mun t.d. senda frá sér tvöfalt slíkt albúm. Spandau Ball- et verða einnig með úrvalsplötu og sömu sögu er að segja um Donnu Summer. Þá má gera ráð fyrir að það séu einkum gömul lög sem verði að finna á hljómleikaplötu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.