Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
fclK í
fréttum
Það krefst mikillar einbeitingar að
halda jafnvægi á sjóskíðunum eins
og sést á svip þessarar dönsku
stúlku.
N orðurlandameistarar
í pokahiaupi
Sjónskert ungmenni frá Noregi,
fslandi, Danmörku og Finn-
landi, hittust i sumar á móti i
Noregi. Slík mót hafa verið árviss
viðburður síðastliðin tíu til fimmt-
án ár og verið haldin víðsvegar um
Norðurlönd, þó ekki hér á Islandi.
Sex íslendingar sóttu mót þetta,
fjórir sjónskertir og tveir fylgd-
armenn.
Tilgangurinn með mótshaldinu
er að sjónskertir hittist og ræði
mál sín, auk þess að taka þátt í
ýmsum íþróttum og leikjum. Meðal
Islendinganna sem fóru var Gísli
Helgason og sagði hann mótið hafa
heppnast geysivel og greinilegt að
samstarf af þessu tagi þyrfti að
efla.
Meðal þess sem menn tóku sér
fyrir hendur var að þeytast um
Einafjörð, en þar var mótið haldið,
á sjóskíðum. Norðmenn hafa hann-
að sjóskíði, sem eru þeim kostum
búin að fatlaðir, jafnvel þeir sem
eru lamaðir fyrir neðan mitti geta
auðveldlega látið draga sig á þeim.
Einn íslendinganna, Sigurður Sig-
urðsson, sem auk blindunnar er
lamaður, stundaði þessa íþrótt til
dæmis af kappi, með góðum
árangri.
Efnt var til Norðurlandakeppni
í ýmsum íþróttagreinum, meðal
annars í blöðrublæstri, öldrykkju,
skotfimi og pokahlaupi. íslending-
arnir sigruðu með miklum glæsi-
brag í pokahlaupinu og eru þar með
Norðurlandameistarar í þeirri
grein. Þótti honum að vonum súrt
í broti að tapa og fengu íslending-
arnir viðurnefnið skítsekkir fyrir
vikið. Ekki fer neinum sögum af
frammistöðu íslendinganna í öl-
drykkjunni, enda lítil aðstaða til
æfinga í þeirri grein hérlendis.
Sumum kann að virðast skrítið
að sjónskertir geti keppt í skotfimi,
en Norðmenn hafa hannað sérstaka
byssu til notkunar í þeirri keppni
sem búin er ljósmæli í stað sjón-
auka. Miðpunkturinn á skotskíf-
unni gefur frá sér ljós af tiðni
stilltri þannig að þegar ljósmælir-
inn nemur hana gefur hann frá sér
hljóðmerki. Þannig má miða nokk-
uð nákvæmlega án þess að sjá skif-
una.
íslendingar ætla að reyna að taka
þátt í mótum þessum af fullum
krafti framvegis og er meðal annars
í undirbúningi að halda það á ís-
landi sumarið 1987.
Flugmenn og flugvirkjar Arnarflugs höfðu rétt tíma til að líta upp úr
vinnu sinni fyrir Ijósmyndara Morgunblaðsins. Vélin sem þeir máluðu
er í baksýn.
FLUGMENN OG
FLUGVIRKJAR ARNARFLUGS:
Laura Ingalls orðin tvftug
Þeir drifu sig í galla og
fóru að skrapa og mála
Islenska sjónvarpið hefur sýnt „Húsið á sléttunni" undanfarin ár en hún Laura
Ingalls, réttu nafni Melissa Gilbert, er ekki lengur freknótta stelpan með síðu
flétturnar.
Nú er Melissa orðin tvítug gjafvaxta stúlka. Hún hefur leikið í sjónvarpsþáttunum
sl. ellefu ár en fyrir þremur árum hitti hún sinn heittelskaða, Rob Lowe, við umferð-
arljós í miðri Los Angeles-borg. Á myndunum má sjá Meiissu eins og hún lítur út í
dag og eins og hún var í sjónvarpsþáttunum. Á þriðju myndinni er hún með kærast-
anum sínum, Rob.
Samstarfs-
andinn hefur
blómstrað undan-
farna daga hjá flug-
mönnum og flug-
virkjum Arnar-
flugs, en þeir ásamt
deildarstjóra inn-
anlandsdeildar,
tóku sig til, drifu
sig í málningar-
galla og fóru að
skrapa og mála
Twin Otter-vél fé-
' lagsins, bæði að
innan og utan.
„Venjulega eru
fengnir fagmenn í
málningarvinnuna,
en eins og allir vita
Þorgeir Haraldsson, (lugmaður hjá Arnarflugi,
undirbýr hér annan vænginn fyrir málningu.
er Arnarflug lítið
félag svo að allir
verða að leggja sitt
af mörkum svo að
reksturinn gangi
vel,“ sagði Sighvat-
ur Blöndahl, blaða-
fulltrúi Arnarflugs,
í samtali við Morg-
unblaðið.
Tíu starfsmenn
félagsins taka þátt
í verkinu, sem unn-
ið er í frítíma og í
sjálfboðavinnu.
Vélin hefur verið
óslitið í notkun í
allt sumar, og er nú
einnig verið að
skipta um annan
hreyfilinn á henni.