Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 27

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 27 Opinber heimsókn forseta íslands á Spáni: Fékk afhentan gull- lykil að Madrid-borg Madríd 17. september. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. Enrique Tierno Galvan, borgarstjóri Madrid, afhenti forseta íslands gulllykil að Madrid við hátíðlega athöfn í ráðhúsi borgarinnar í morgun. Vigdís Finnbogadóttir forseti sagði í stuttri ræðu að nú þætti henni hlið Madrid standa fslendingum enn opnari en áður og minnti á mikinn ferðahug íslendinga, þeir færu víða og öfluðu sér visku og þekkingar en sneru langflestir aftur heim þjóðinni til gagns og framdráttar. Riddaralið hins konunglega lífvarðar reið á undan bifreið forseta, en hún kom til ráðhúss- ins frá konunglegu höllinni í mjög virðulegum, svörtum, göml- um Rolls Royce. Riddarasveitir með bleikar blaktandi fjaðrir á hjálmunum og lúðrasveit lög- regluliðs borgarinnar biðu henn- ar þar og borgarstjóri tók á móti henni. Forseti færði borgarstjóra ljósritað eintak af Helgastaðar- bók, en hún hefur að geyma sögu Heilags Nikulásar, sem var þýdd á íslensku á 13. öld. Borgarstjór- inn bauð Vigdísi forseta vel- komna í ræðu og sagði að borgar- búar fögnuðu komu hennar inni- lega. Hann sagðist vona að borg- arstjóri Reykjavíkur sæi sér einhvern tíma fært að heim- sækja Madrid og að samskipti höfuðborga Spánar og fslands myndu aukast í framtíðinni. Forseti fslands og fylgdarlið hennar hélt í þinghúsið úr ráð- húsinu. Forsetar beggja deilda þingsins tóku á móti gestunum á tröppunum og lúðrasveit lék þjóðsöngva landanna. Skipst var á gjöfum, forseti fékk gullpening þingsins og ljós- rit af þingbók og stjórnarskrá landsins. Hún gaf þinginu eintak af Skarðsbók en í henni er Jóns- bók. Gestunum var sýndur þing- salur fulltrúadeildarinnar og bent á för eftir byssukúlur síðan þjóðvarnarliðar hófu skothríð og tóku þingið 23. febrúar 1981. Forseti fulltrúadeildarinnar flutti ræðu í sal allsherjarnefnd- ar þingsins og talaði um mikil- Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, vildi ekki gera mikið úr mótmælaaðgerðun- um. „Þær virtust ósköp sak- lausar," sagði hann, „mótmæl- endurnir með bros á vör og klöppuðu forseta lof í lófa. Það hvíslaði einhver að mér á leið- inni heim að við ættum kannski að mótmæla nautaati Spánverja," bætti Geir við. Hann taldi mótmæli sem þessi engin áhrif eiga að hafa á stefnu íslendinga í hvalveiði- málum, „við förum með öllu eftir reglum alþjóðahvalveiði- ráðsins og samþykktum þess og þess vegna er ekki ástæða til að breyta stefnu stjórn- valda hvað þetta varðar," sagði Geir. Grænfriðungar sögðust vilja vekja athygli forseta á andstöðu hreyfingarinnar gegn hvalveiðunum. Þeir sögðu mótmælunum ekki beint gegn forseta eða ís- lensku þjóðinni, heldur rangri ákvörðun stjórnvalda í þess- um málum. Mótmælendurnir stóðu á stétt fyrir utan safnið áður en forseti ók í hlað en voru beðnir að færa sig út á grasflöt vegna ótta við sprengju sem lögregl- an hélt að hún hefði fundið. Hvítum bíl var ýtt inn á göt- una fyrir framan safnið og leitað að sprengjunni í honum og forseti og fylgdarlið hennar varð að aka aukahring í ná- grenni safnsins á meðan geng- ið var úr skugga um að sprengjuóttinn væri óþarfur. . Forseti skoðaði Pradosafnið í fylgd forstjóra þess. Safnið er eitt hið glæsilegasta í heimi og þar má sjá stórkostleg listaverk allra spönsku meist- aranna. vægi samvinnu Evrópuþjóða, minnti á einhuga vilja Spánverja að ganga í Evrópubandalagið og sagði að það væri skylda íslend- inga og Spánverja að standa saman vörð um lýðræði og mann- réttindi. Vigdís forseti talaði um sögu íslenska þingsins og lagði áherslu á að ekki mætti taka frelsi og lýðræði sem sjálfsagða hluti, heldur yrði stöðugt að minna á mikilvægi þeirra. AP/símamynd Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ræðir við Juan Carlos Spánarkon- ung í kvöldverðarboði í Konunglegu höllinni í Madrid í gærkvöldi. Utanríkisráðherra Spánar andvígur saltfisktollum Madrid, 17. september. Frá frétUritara Morgunblatoins, Önnu Bjarnadóttur. UTANRÍKISRÁÐHERRA Spánar, Fernandez Bordonez, hét því á fundi með Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra ísiands, í Madrid { morgun, að stuðla að því að Spánverjar styðji málstað íslendinga gegn 13 prósenta tolli Evrópubandalagsins á saltfiski þegar þeir ganga í bandalagið um áramótin. Tollurinn tók gildi 1. júlí, en mun ekki hafa mikla þýðingu fyrr en Spánn og Portúgal ganga f Evrópubandalagið. Geir sagði að ósk lslendinga væri sú að fá tollinn annaðhvort niðurfelldan eða tollfrjálsan innflutningskvóta á salfiski stækkaðan. . AP-slmamynd Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hlustar á útlistanir forstjóra Prado-safnsins og skoðar listaverk spönsku meistaranna. Mótmæli og sprengju- ótti við Pradosafnið Madríd, 17. september. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Önnu Bjarnadóttur. SAMTÖK Grænfriðunga á Spáni efndur til mótmælaaðgerða gegn hvalveiðum íslendinga fyrir utan Prado-listasafnið í Madríd þegar forseti íslands og fylgdarlið hennar komu þangað í eftirmiðdag. Um tuttugu unglingar voru saman komnir klæddir í boli samtakanna með uppblásinn stóran bláan hval og dreifðu blöðum um hvalveiðar okkar. Þeir klöppuðu og lyftu mótmælaspjöldum þegar Vigdís for- seti gekk inn í safnið. Hún brosti til þeirra og hneigði sig. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig viðhorf landanna til Atl- antshafsbandalagsins. Geir sagði að stefna spönsku stjórnar- innar væri að halda áfram aðild að varnarbandalaginu. Sósialist- ar hafa lofað þjóðaratkvæða- greiðslu um málið en enn er ekki útséð um hvort af henni verður. Borgaraflokkarnir eru andvígir henni og hafa hótað að hvetja fólk til að taka ekki þátt í henni, svo ekki verði hægt að taka fullt mark á atkvæðagreiðslunni ef af henni verður. Geir sagði að fyrirkomulag Bandaríkjanna og Spánar um rekstur fjögurra herstöðva á Spáni hefði einnig verið rætt. Bandarikjamenn kosta þær að mestu leyti og tólf til þrettán þúsund bandarískir hermenn eru staðsettir í landinu. Geir sagði að Bordonez hefði spurt margs um varnarsamning íslendinga við Bandaríkin og hvernig hann tengdist aðild okkar að NATO. Viðskiptamál þjóðanna voru einnig rædd og Bordonez minnt- ist á að íslendingar seldu mun meira til Spánar en Spánverjar til íslands. Við flytjum aðallega út saltfisk til þeirra en kaupum mjög takmarkað magn af vörum, helst vín og niðursuðuvörur, af þeim. Þó jafnar ferðamanna- straumurinn frá f slandi til Spán- ar viðskiptahalla landanna að nokkru leyti. Bordonez lýsti yfir áhuga á auknum viðskiptum við okkur og mæltist til þess við Geir að tilboðum Spánverja í virkjunarframkvæmdir á íslandi yrði sýnd full sanngirni. Hann greindi Geir einnig frá nýyfirstaðinni ferð sinni til Kína og Japan í fylgd forsætisráð- herra. Viðtökurnar í Kína hefðu verið mjög eftirtektarverðar og hann vakti séstaka athygli á vaxandi samstarfi Japan og Kína en bæði löndin, annað kapítalískt og hitt sósíalískt, væru að reyna nýjar leiðir, hvort á sinni braut. AP-símamynd Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og utanrfkisráðherra Spánar, Felipe Gonzalez, að loknum fundi í Madrid. Frelsið dýrmætur fjársjóður „Spánn og ísland hafa hvort um sig komist að raun um að ekkert er þýðingarmeira en að lifa við frelsi. Frelsið er annað og meira en önnur réttindi, það er dýrmætur fjársjóður fyrir alla í hciminum.“ Á þessa leið mælti forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, í ræðu á spænska þinginu í gær. Hún vitnaði til sögu íslands sem hún sagði hafa haft þing síðan á 10. öld, og hefði því lengstu þinghefð allra þjóða heims. Forseti neðri deildar spænska þingsins, Oreg- orio Peces Barba, sagði við sama tækifæri að ísland og Spánn ættu sem Evrópuþjóðir að sýna „samstöðu og berjast fyrir frelsi, þróun“. lýðræði og fram- Fyrr um daginn ók Vigdís forseti til ráðhúss borgarinn- ar þar sem borgarstjórinn, Enrique Tierno Galvan, af- henti henni borgarlykil Madr- íd úr skíragulli. Forsetinn heimsótti einnig hið fræga Prado-listasafn í Madríd. í gærkvöldi bauð forseti ís- lands til kvöldverðar í Prado- höllinni til heiðurs Juan Carl- os Spánarkonungi og Soffíu drottningu. Prado-höllinn er opinbert aðsetur forseta Is- lands meðan á heimsókninni stendur, en henni lýkur í dag. Vigdís lands. Finnbogadóttir, forseti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.