Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 21 Ólögleg ljós- ritun í skólum Ríkið níðist á höfundum — eftir Hörð Bergmann Enn er hafið nýtt skólaár án þess að gerður hafi verið samningur um heimild skóla til að ljósrita eða fjölfalda með öðrum hætti úr út- gefnum verkum. Enn virðast menntamála- og fjármálaráðu- neytið ætla að hundsa kröfur rétt- hafasamtaka, sem málið varðar, um samninga um slíka heimild — og þær greiðslur sem fyrir hana skulu koma. Um rétt höfunda til að krefjast slikra samninga er ekki efast. Þeir hafa samkvæmt höfundalögum „ ... einkarétt til að gera eintök af verki sínu og birta það ... “ Þennan rétt selja höfundar síðan útgefendum með útgáfusamningi. Þar er að jafnaði kveðið á um hve mörg eintök má gefa út, gildistíma samningsins og greiðslur til höfundar. Ný tækni bitnar á höfundum Hin öra þróun ljósritunartækn- innar bitnar einkum á höfundum kennslugagna og fræðirita. Einnig höfundum fagurbókmennta sem eiga verk í safnritum — eða verk sem er stolið í fjölfölduð safnrit. Ljósritunin verður bæði ódýrari og fljótlegri með hverju árinu sem líður. Og þar með verður erfiðara að selja kennslubækur, s.s. texta- söfn og æfingabækur, i upplagi sem gefur höfundi sæmileg laun — og útgefanda útlagðan kostnað og eitthvað í aðra hönd. Afleiðingin er sú að færri bækur fást gefnar út, og þær sem eru gefnar út verða dýrari. íslenski skólabókamarkað- urinn ber glögg merki þessarar þróunar. Höfundar hafa sjálfsagt ekkert á móti því að skólar og aðrar stofn- anir noti sér nýja og hagkvæma tækni, svo framarlega sem það bitnar ekki á rétti þeirra og hags- munum. Þess vegna hafa þeir krafið menntamálaráðuneytið um samninga vegna þessara nýju og auknu notkunar á verkum þeirra. Utrunninn samningur Staða málsins Menntamála- og fjármálaráðu- neytið gerðu samning í maí 1983 við þau höfunda- og rétthafasam- tök, sem þá voru til, og krafist höfðu samninga vegna fjölföldun- ar útgefinna verka í skólum. Það var vonum seinna. Rithöfunda- sambandið hafði tekið málið upp þegar árið 1976 — og alls staðar annars staðar á Norðurlöndum höfðu slíkir samningar milli rétt- hafasamtaka og menntamálaráðu- neytis verið í gildi árum saman. Samkvæmt þeim samningi féll gerðardómur í maí 1984 um að ríkissjóður skyldi greiða rúmlega 11 milljónir kr. fyrir fjölföldun í skólum frá gildistöku höfundalaga 1972 og fram til 1. september 1984. Um afleiðingar þess að engin samtök kennslugagna- og fræði- ritahöfunda áttu aðild að þessum samningi ætla ég ekki að ræða hér — heldur vekja athygli á furðu- legri og ósæmilegri stöðu þessa máls nú. Hún er í stuttu máli þessi: Engin rétthafasamtök eða einstakir rétt- hafar hafa enn fengið greiddar bætur fyrir umrædda fjölföldun fyrr og síðar þrátt fyrir gerðar- dóminn — og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá Hagþenki — félagi handhafa höfundaréttar á fræði- ritum og kennslugögnum um samninga fyrir hönd rétthafa í því félagi. Sú málaleitan hófst þegar eftir stofnun félagsins í júlí 1983. Hvað eftir annað hefur mennta- málaráðuneytinu verið skrifað um Hörður Bergmann Ríkisvaldið lætur sér fátt um finnast þótt níðst sé á rétti og hagsmunum höfunda í skólum og öðrum stofnunum þess. málið og það rætt við ráðherra af fulltrúum félagsins. Aðilarnir, sem náðu áðurnefndum samningi, hafa staðið við sinn hlut og lagt fram tillögur um nýjan samning eftir að hinn rann út 1. september í fyrra. Enginn árangur hefur náðst skv. gerðardómnum. Að fenginni biturri reynslu — Ályktanir Reynsla mín af því að vinna í þessum málum hefur kennt mér þetta: Ríkisvaldið lætur sér fátt um finnast þótt níðst sé á rétti og hagsmunum höfunda í skólum og öðrum stofnunum þess. Annað- hvort er málið ekki sett í menning- arpólitískt samhengi — eða ekki áhugi á menningarpólitík sem varðar úrval og útgáfu skólabóka og fræðirita. Þörf er á betri sam- stöðu höfunda til að ná rétti sínum — og vernda verk sín. Þeir þurfa einnig að leita eftir stuðningi kennara í þessu máli. Það verður e.t.v. ekki svo erfitt ef fleiri gera sér ljóst að ein mikilvægasta for- senda þess að unnt verði að gefa út margar, vel-unnar kennslubæk- ur í framtíðinni er sú að samning- ur verði gerður um heimild til að fjölfalda vernduð verk i skólum og greiðslur sem fyrir það skulu koma. Höfundur er formadur Hagþenkis — Félags handhafa höfundaréttar í fræðiritum og kennslugögnum. Fyrirlestur um „count- er tenór“ RODNEY Hardesty counter-tenór frá Bandaríkjunum er staddur hér á landi á vegum Tónlistarfélagsins og mun halda fyrirlestur í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, í kvöld klukkan 20.30. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Tónlistarfélaginu fjallar fyrir- lesturinn um þessa sjaldgæfu rödd, counter-tenór, raddbeitingu og repertoire. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. Rodney Hard- esty heldur tónleika á vegum fé- lagsins laugardaginn 21. septem- ber í Austurbæjarbíói. SKOLINN ER TEKINN TIL STARFA Nemendur sem ekki hafa sótt skírteini sín hafi samband strax. Annars látin öörum eftir. ATH: Aukaflokkur settur fyrir framhald kl. 9.30. Jassballettskóli Báru Suðurveri TT S: Suðurveri, Bolholti. 83730 Qestakennari frá Pineapple London kemur í nóv. Kennarar skólans: Bára, Anna, Sigríöur, Margrét, Agnes, Sigrún, Irma, Guöbjörg og Margrét Ó. Patrick
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.