Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 42

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, VALBERG SIGURMUNDSSON, Hraunbæ 44, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. sept. kl. 10.30. Jóhanna Gísladóttir, Jóna S. Valbergsdóttir, Sigfús H. Karlsson, Valberg Sigfússon, Karl Sigfússon, Hjalti Sigfússon. t Fööurbróöir minn, SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON frá Vopnafirói, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 19. sept- emberkl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Þóra Kristinsdóttir. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför ÞÓRÐAR HERMANNSSONAR, skipstjóra, Vigdís Birgisdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÓSKARSPETERSEN, Sörlaskjóli 72, Ingibjörg F. Petersen, Kristín Petersen, Sigrún Petersen, Björn Gunnlaugsson, Gísli Petersen, Erla Pétursdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til Kirkjukórs Staöarhrepps og öllum er sýndu okkur vinahug viö andlát og útför JÓNS H JART ARSONAR, frá Sæbergi, Lilja Eiríksdóttir, Hjörtur, Ragnar Jón, Aslaug, Sveinn Tumi, Lilja Rún. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, STEFANÍU EOVARDSDÓTTUR, Miklubraut 5. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21A Landspítalanum. Gunnar Guómundsson, Signý Guómundsdóttir, Kristín Guómundsdóttir, Auður Sveinsdóttir, William Þór Dison og barnabörn. -> + Þökkum auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og útför móö- ur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Freyjugötu 30. Bragi Þorsteinsson, Gráta Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURDAR KR. MAGNÚSSONAR. Ásta Jónsdóttir, Erla Siguróardóttir, Loftur Magnússon, Hjálmar Sigurósson, Rita Kværne, Kristín Siguróardóttir, Ómar Agnarsson og barnabörn. Minning: Ingólfur Sigfús- sonfrá Þórshöfn Fsddur 1. desember 1900 Dáinn 4. september 1985 Faðir: Sigfús f. 16. júní 1865 að Hermundarfelli í Þistilfirði Jóns- sonar bónda þar, f. um 1836 Ein- arssonar bónda þar Gíslasonar er bjó á Hermundarfelli 1855 með konu sinni Lilju Pétursdóttur og syni þeirra Sigfúsi Einarssyni. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn f. 1829 Guðmundsdóttir f. um 1805, Þorsteinssonar bónda í Svalbarðsseli í Þistilfirði 1845 og konu hans Rósu Pétursdóttur f. 1793. Móðir: Guðrún f. 25. apríl 1864 í Sandfellshaga í Axarfirði Guð- mundsdóttir bónda þar f. 1834, Þorgrímssonar og konu hans Sig- ríðar Jónsdóttur f. 1829. Þegar Sigfús var á öðru ári andaðist fað- ir hans á sóttarsæng. Foreldrar hans höfðu gengið í hjónaband 1854 og eignast fjögur börn er hann lést og var Sigfús yngstur. Eftir því sem sögur herma var Ingunn vel gefin og dugleg kona. Hún lét því hvergi deigan síga, heldur hélt áfram búskap með vinnumánni sínum ólafi Gísla- syni, sem reyndist heimilinu sann- ur heimilisfaðir og börnum henn- ar Einari, Guðmundi, Kristveigu og Sigfúsi góður fóstri. Ingunn og ólafur gengu síðar í hjónaband og eignuðust synina Jón og Tryggva. Börn Ingunnar voru öll mannvænleg. Tveir synir hennar fóru til Ameríku og vegn- aði vel þar í landi. Sigfús var fríð- ur sýnum og mikill vexti, var hann því oft kallaður langi Fúsi. Hann hafði þó margt annað til að bera, sem hélt nafni hans ekki síður á lofti. Hann var gleðimaður og hrókur alls fagnaðar hvar sem menn komu saman, rammur að afli og fylgin sér við hvað eina, nærgætinn og hjálpsamur. í vinnumennsku á Hámundarstöð- um í Vopnafirði kynntist hann lífsförunaut sínum Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Sandfellshaga. Tæplega tvítug að aldri gengu þau í hjónaband 5. júlí 1884 og fluttu heim í Brimnes til Ingunnar, móð- ur Sigfúsar. Guðrún var einstök kona, ákveð- in og einörð, traust og trúverðug. Hún stóð við hlið bónda síns æðru- laus í blíðu og stríðu, heimakær og vinnusöm. Fljótlega yfirgáfu þau Brimnes og eftir 7 ára baráttu og flutninga úr einum stað í annan réðu þau sig í húsmennsku að Völlum í Þistil- firði. Ég hygg, að þeim hafi liðið vel þar með barnahópinn, og Sigfús hefur að nokkru verið í sjálfs- mennsku og getað drýgt tekjur sínar með veiðiskap. Árið 1906 tók Sigfús að sér póstflutninga í héraðinu og settist að á Þórshöfn í Sigfúsarhúsi. Hon- um var margt til lista lagt, svo sem afbragðs skytta og sjósóknari. Fljótlega blómgvaðist allt í hönd- um hans, útgerðin óx og hann varð að manna báta sína með Færey- ingum til þess að geta haldið þeim til veiða. Heimilið var gestkvæmt og lengi vel eini staðurinn með gistirúm. Ingólfur, sem hér er kvaddur, lifði öll systkini sín. Hann fæddist á Völlum í Þistil- firði og var sjötta barn foreldra sinna. Hin voru, Ingunn Kristveig Sigfríður f. 28. apríl 1886, Guð- valdur Jón f. 8. apríl 1887, Ólafur f. 19. febr. 1889, Tryggvi f. 2. nóv. 1892, Guðmundur f. 9. des. 1898 og Einar Þorgrímur f. 25. júlí 1904. Ingólfur var vel greindur og kom það snemma i ljós, þvi á þrettánda ári hlaut hann vitnis- burðinn ágætt og dável í þeim lær- dómi, sem fermingarbörnum var ætlaður í þá daga, og var hann fermdur í Sauðaneskirkju 22. júní 1913, með prófastsleyfi aðeins hálfs þrettánda árs. Hann var þó ekki látinn ganga menntaveginn, til þess var of langur vegur að menntakerfi landsins, og nóg störf biðu heima við. Eftir að stríðið skall á 1914, urðu miklir uppgangstímar á Þórshöfn. Umsvifin jukust og feðgarnir í Sigfúsarhúsi eignuðust mótorbáta. Það var allt annað að stunda sjó á mótorbátum, þá var hægt að sækja lengra og vera fljótari í förum. Sem ungur maður lærbrotnaði Ingólfur við uppskipunarvinnu, þjáningar hans voru miklar, því tæknin var ekki komin lengra en það að hann varð að ganga brotið saman. Til þess hefur þurft mikla hörku við sjálfan sig, en það var það sem gilti á þeim tíma. Engar bætur eða tryggingar voru þá til þess að grípa til. En fjölskyldan var samhent og það bjargaði öllu. Sigfús Jónsson andaðist rúm- lega sextugur að aldri 3. apríl 1926 og var harmdauði. Hann hafði verið sá ás, sem flest hvildi á. Syn- irnir héldu þó öllu í horfinu og unnu að útgerðinni. Nokkru síðar brann Sigfúsarhús og þau misstu allt sitt. Þá brást Ingólfur ekki sinni skyldu og með samheldni tókst þeim bræðrum, Ingólfi og Tryggva, að komast í húsaskjól og átti Ingólfur ekki síður þátt í því. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viðandlát og útför ÞORVALDS ÁSMUNDSSONAR, Hverfisgötu 47, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadelldar Landspítalans sem annast hann í veikindum hans. Júlía Valateinsdóttir, Henning Þorvaldsson. Steinunn Alfreðsdóttir, Birna Þorvaldsdóttir, Jón R. Jónsson, Valdis Þorvaldsdóttir, Steinar Harðarson, Sigurbjartur Þorvaldsson, Sveinsína Jónsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Helga Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, ERLUEYJÓLFSDÓTTUR, Hraunbæ 174, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-A á Landspitalanum. Gunnar Þorkelsson, Sigríður Einarsdóttir, Stella Gunnarsdóttir, Trausti Finnsson, Eygló Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson og barnabörn. en hann stóð fyrir kaupum á Keldunesi, húsi er stóð rétt við flæðarmálið. Húsið var fallegt með járni er Iíktist múrsteina- hleðslu, ævintýralega stórum gluggum í forstofu með litlum mislitum rúðum og fyrir utan var snotur blómagarður með hvanna- stóði. Næsta áratuginn bjó öll fjöl- skyldan saman, Tryggvi með konu og 8 börn, 3 bræður hans og móðir, en hún andaðist sama mánaðar- dag og maður hennar 11 árum síð- ar. Þarna var ekki kynslóðarbili til að dreifa, því allir höfðu stuðning hver af öðrum. Eftir að síðari heimsstyrjöldin skall á og ísland var hernumið, fór að losna um þau bönd, er héldu fólki í heimabyggð sinni. Fiski- gengd fór minnkandi bæði fyrir ofveiði erlendra skipa og einnig var tundurduflahættan fyrir Langanesi gífurleg. Þetta leiddi til minnkandi afla, minni tekna og færri atvinnutækifæra. Synir Tryggva voru nú óðum að vaxa úr grasi og það var ekki að sjá að þeirra biðu atvinnumöguleikar við hæfi á Þórshöfn. Það var því á því herrans ári 1944, að Ingólfur og Tryggvi fluttu ásamt allri fjöl- skyldunni að norðan og settust að í Kópavogi. Og með samstilltu átaki tókst þeim að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ingólfi tókst að fá vinnu við höfnina og þar vann hann fast í 2 áratugi, en þá varð hann fyrir því hörmulega slysi að verða fyrir lestarhlera við vinnu sína og missa annan handlegginn við öxl. Þrátt fyrir það lagði hann ekki árar í bát heldur reyndi að verða að eins miklu liði og hann frekast gat. Ingólfur var kominn af traust- um bænda- og útvegsmannaætt- um. Hann var því sjálfstæður í hugsun og gerðum og átti bágt með að láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann var meðalmaður á hæð og liðlega vaxinn. Á yngri ár- um lék hann á hljóðfæri, einkum harmoniku, og spilaði þá fyrir dansi. Alla tíð las hann mikið og leitaði á vit bókarinnar á hljóðum stundum. Þegar heimili Tryggva, bróður Ingólfs, naut ekki lengur við, flutti hann til nafna síns og bróðursonar Ingólfs Tryggvasonar, Holtagerði 33, Kópavogi. Þar átti hann heim- ili í meira en 2 áratugi og naut allrar þeirra umhyggju, sem gott heimili getur Iátið í té. Ingólfur andaðist 4. september eftir rúm- lega 3ja vikna dvöl á Borgar- sjúkrahúsinu. Friður guðs veri með honum. Hulda Pétursdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmelis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.