Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 44

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Morgunblaðid/Valdimqr Að lokinni verðlaunaafhendingu í fjórgangi. Frá vinstri Daniela Schmitz á Seif, Unn Kroghen á Strák frá Kirkjubæ, Michela Uferbach á Hæng, Morten Lund á Víkingi, Krisján Birgisson á Hálegg, Viola Hallmann á Garra og Hans Georg Gundlach á Skolla. Evrópumótið í Vargarda: Tvenn verðlaun dæmd af íslendingum Hestar Valdimar Kristinsson Fjórgangskeppnin hefur lengi verið erfið fyrir okkur íslendinga, höfum náð í B-úrslitin og lítið lengra. Aðalsteinn komst í A-úr- slit ’79 og Reynir ’75. Nú fóru þrír fjórgangshestar utan en hafa yfir- leitt verið tveir. Töldu margir að þeir ættu meiri möguleika fyrir keppnina og jafnvel að við kæm- um hesti í A-úrslitin. Hreggviður á Fróða var tólfti keppandi í hringinn og eftir að hafa fengið sinn dóm var hann í 3. sæti. Kristján var 20. inn og lenti í 2. sæti en þegar hér var komið hafði Hreggviður færst niður í fimmta sæti og margir sterkir keppendur eftir. Daniela Schnitz var komin í efsta sæti á Seif frá Kirkjubæ. Mátti því ljóst vera að hann félli út úr A-úrslitum en spurning stóð um Kristján sem var mað 52,02 stig. Skömmu seinna nær Morten Lund Noregi sömu stigatölu á Vík- ing frá Grímstungu og Kristján og er nú leikur tekinn að æsast. Næst er það EM-meistarinn Hans Georg Gundlach á Skolla sem skýst í efsta sætið og á eftir hon- um kemur Viola Hallmann, Hol- landi, á Garra frá Miðhúsum og skipar hún sér á bekk með Krist- jáni og þeim norska. Fjórði síðasti keppandinn er svo Lárus Sig- mundsson á Herði frá Bjóluhjá- leigu og var nú staðan þannig að færi hann yfir þríeykið að stiga- tölu voru tveir íslendingar komnir í A-úrslitin. Ekki tókst það heldur. Voru það norska stúlkan Unn Kroghen á nýjum hesti, Strák frá Kirkjubæ, sem fór í þriðja sætið og Michela Uferbach Austurríki á Hæng frá Reykjavík varð fjórða. Voru nú sjö hestar komnir í A-úrslitin í stað fimm eins og gert er ráð fyrir. Voru þau jöfn í fimmta sæti Kristján, Morten Lund og Hallmann. í B-úrslitunum, þar sem voru þrír keppendur vegna þessarar uppákomu, vann Lárus sig upp í 8. sæti, Cecilie Clausen Noregi á hryssunni Heklu frá Vikingstad 9. og Preben Troels-Smith Dan- mörku á Væng frá Höjberg varð 10. í A-úrslitunum var dómurum vandi á höndum að dæma sjö hesta samtímis enda tók frekar langan tíma að afgreiða þessi úr- slit. Þegar búið var að dæma öll atriði nema yfirferðartölt virtist allt stefna í öruggan sigur Hans Georgs Gundlachs en hann varð fyrir því óhappi að missa Skolla út af brautinni á yfirferðinni og fékk hann því 0 fyrir það atriði og þar með fauk EM-titillinn út í veður og vind. Það varð því hlutskipti Danielu Schmitz Þýskalandi að hreppa sigurinn að þessu sinni en það er í fyrsta skipti sem hún vinnur EM-titil þótt hún hafi ver- ið í úrslitum fjórgangs á öllum Evrópumótum síðan ’79 í Holl- andi. Unn Kroghen varð önnur, Michela Uferbach á Hæng frá Reykjavík þriðja, Morten Lund fjórði, Kristján fimmti og Viola Hallmann sjötta. Lestina rak svo Gundlach sem átti samúð allra sem fylgdust með. Sigurbjörn á Neista í úrslit töltsins! Eftir forkeppni í töltinu kom upp sama staða og i fjórgangi, það er að þrír keppendur voru jafnir í 5.-7. sæti og þar af leiðandi sjö í A-úrslitum og aðeins þrír í B-úr- slitunum. Mikið hefur verið rætt og hugs- að um hvernig við íslendingar gætum komið hesti í A-úrslit töltsins. Hefur helst verið talað um að senda þyrfti einhvern glæsilegan klárhest með tölti. En öllum á óvart náði einn íslending- ur þeim merka áfanga að komast í þessi eftirsóttu úrslit. Var það Sigurbjörn Bárðarson á alhliða- hestinum Neista. Fullvíst má telja að sá sem hefði spáð þessu fyrir keppina hefði af flestum verið tal- inn kjáni. Lykillinn að þessari velgengni Sigurbjörns var sú að hann vissi að engu var að tapa og hann vissi líka að hægt var að ná Neista góðum með því að ríða hon- um glannalega í gegnum pró- grammið þó á kostnað öryggisins. Eftir forkeppnina var hann í 5.-7. sæti ásamt Morten Lund og Unn Kroghen. í úrslitunum hafn- aði hann í 6. sæti, Unn Kroghen 7., Morten Lund 5. Keppnin um fyrsta sætið stóð á milli Gund- lachs og annars Þjóðverja, Wolf- gangs Berg, sem nú keppti í fyrsta sinni á Evrópumóti. Hestur hans heitir Funi og er fæddur í Þýska- landi undan Verði frá Kýrholti. Skemmst er frá því að segja að Gundlach varð að láta í minni pokann fyrir þessum prúða landa sínum eftir jafna keppni. Má í raun segja að smekksatriði sé hvor keppandinn hafi átt sigur skilinn. Hestur Gundlachs, Skolli, er óneitanlega fegurri og mýkri en hins vegar mátti á öllu sjá að Gundlach átti í erfiðleikum með hann í keppninni að þessu sinni. Funi var aftur öryggið uppmálað og skóp það sigur hans og knap- ans. Bernd Vith, sem varð á sínum tíma Evrópumeistari í bæði tölti og fjórgangi á hinum fræga Fagra-Blakk, kom nú fram með nýjan hest, Órvar frá Kálfhóli, og lentu þeir í 3. sæti og nýbakaður Evrópumeistari í fjórgangi, Dani- ela Schmitz og Seifur í fjórða sæti. Af þessu má sjá að Þjóðverjar hafa enn forystu í töltinu þótt yf- irburðir þeirra í fjórganginum séu minni en áður. Framkvæmd skeið- keppninnar í molum Glögglega kom í ljós þegar hefja átti keppni í 250 metra skeiði að þeir sem sjá áttu um framkvæmd skeiðsins kunnu lítt til verka og var mikil raun að þurfa að hanga allan tímann yfir skeiðinu svo stirðlega sem þetta gekk. Varð manni hugsað að af þessum 300 íslendingum sem þarna voru hefði vafalaust mátt finna nógu marga reynda menn til að annst fram- kvæmd skeiðsins svo vel færi. Er greinilegt að í þessum efnum standa íslendingar nokkrum fet- um framar en félagar okkar í Evr- ópu. Hefur raunin yfirleitt verið sú á Evrópumótum að íslend- ingarnir hafa þurft að láta breyta einhverju varðandi framkvæmd skeiðsins í samræmi við það sem er hér heima. Nú átti til dæmis að láta hestana starta aftast í rás- básunum sem voru um fimm metra langir. Eftir beiðni frá Is- lendingunum var þessu breytt enda bauð þetta upp á mikla slysa- hættu. Keppnin sjálf bauð upp á nokkra góða spretti og var keppn- Hjálmleysið varð Eiríki dýrkeypt f gæðingaskeiðinu en fyrir það var hann dæmdur úr leik. Meðfylgjandi mynd er tekin í fimmganginum en þar máttu menn vera hjálmlausir og hesturinn er að sjálfsögðu Hildingur frá Hofsstaðaseli. Einhvern tímann hefði það þðtt fréttnæmt að kona skyldi ríða hesti til sigurs í skeiði en það gerði Dorte Rasmussen Danmörku á Blossa frá Endrup og voru yfirburðir þeirra ótvíræðir. Eftir að hafa verið í úrslitum fjórgangs síðustu þrjú Evrópumótin sigraði Daniela Schmitz loks á Seif frá Kirkjubæ. Glæsilegasti hestur mótsins var án efa Skolli frá Þýskalandi þótt ekki gengi eigandanum, Hans Georg, sem best í keppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.