Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
Hjúkrunarfræðingar í bónus:
Manneklunni ekki
bjargað með mútum
— eftir Arnfríöi
Gísladóttur
Mikil umræða hefur átt sér stað
að undanförnu um hjúkrunarfræð-
ingaskortinn, launabaráttu þeirra
og hvernig bezt megi manna þær
deildir sjúkrastofnana sem nú
standa auðar eða eru illa mannað-
ar.
Engin viðunandi lausn virðist í
augsýn. Hjúkrunarskóli íslands
heyrir brátt sögunni til því nú er
það háskólamenntunin sem gildir.
Lengra, dýrara og meira nám og
ekkert nema gott um það að segja
ef ástandið væri ekki eins hrika-
legt og raun ber vitni. Skorturinn
á hjúkrunarfræðingum hefur það
í för með sér, að álagið á það
starfsfólk, sem fyrir er, er aukið.
Það er þreytt, vinnur mikla yfir-
vinnu og jafnvel 16 tíma vaktir.
Fæstir með það eitt í huga að
auka tekjurnar, heldur eru það
miklu fremur hagsmunir deildar-
innar og samstarfsfólks sem haft
er í huga, þegar teknar eru svo
kallaðar „aukavaktir". Við könn-
umst sjálfsagt öll við það þegar
hringt er í okkur á vakt og sagt:
Það er neyðarástand, ég fæ engan,
búin að sitja við símann í allan
dag, og svo framvegis. Það er sjálf-
sagt meira en fullt starf við hinar
ýmsu sjúkrastofnanir að fá fólk á
aukavaktir.
En bíðum við. Nú skeður það
norður á Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar að lausn er fundin á
málunum. Bónus. Þ.e.a.s. 15.000 kr.
launahækkun fyrir þá sem vilja/
geta ráðið sig í fullt starf. Föst
yfirvinna í stað aukavaktakaups
áður.
Rétt er að geta þess að hluta-
vinnufólkið hefur jú hirt mest af
þessum aukavaktargreiðslum. Þeir
sem vinna fulla vinnu geta ekki
meira. Og hvað er svo full vakta-
vinna: 40 stunda vinnuvika, á
morgun-, kvöld- og næturvöktum.
Unnin önnur hver helgi og svo
auðvitað eitthvað af öllum helgi-
dögunum okkar. Eftir því hvernig
þeir falla inn á vaktaskýrsluna.
Dæmi: Ég mæti á morgunvakt i
dag, þarf að komast í burtu af
deildinni fyrir kl. 15 svo ekki þurfi
að borga mér yfirvinnu á nætur-
vaktinni sem byrjar kl. 23. Sæki
börnin fyrir kl. 17 og næ svo hugs-
anlega blundi milli kl. 21.30 og
22.30. Það er því oftast lltið um
svefn fyrir þessa fyrstu nætur-
vakt. Næturvaktirnar verða 3, þá
svefndagur, kvöldvakt og síðan
morgunvakt, fyrir frídaginn.
Þessi óreglulegi vinnutími er
mjög slítandi. Það er óregla á
heimilishaldi, börnin, séu þau til
staðar, eru í óreglulegri pðssun,
sem á illa við smábörn og veldur
öryggisleysi. Vinnuskýrslan liggur
Arnfríður Gísladóttir.
„Skorturinn á hjúkrun-
arfræðingum hefur það
í för með sér að álagið
á það starfsfólk, sem
fyrir er, er aukið. Það
er þreytt, vinnur mikla
yfirvinnu og jafnvel 16
tíma vaktir.“
fyrir mest 6 vikur fram t tímann
og geta má nærri að hún er þaul-
lesin. Við högum okkur því sam-
kvæmt henni. Það kemur fram í
allri þessari umræðu að starfsfólk
í fullu starfi sé það æskilegasta,
hjúkrunin markvissari, rekstur
deilda betri og fleira í þeim dúr. Ég
er þessu sammála ef aðeins um
dagvinnu væri að ræða, en ég tel
að full vinna á öllum vöktum á
stórum deildum eigi vart rétt á sér
eins og ástandið er í dag. Mér
finnst þessi aðgerð á FSA móðgun
við hlutavinnufólkið og heimilis-
fólk þess. Ég þekki engan sem ekki
vinnur eins mikla vinnu og hann
treystir sér til jafnframt því að
sinna heimilinu. Hlutavinnufólk
mætir oftar óþreytt til vinnu og
hefur færri veikindadaga.
Förum aðrar leiðir, fáum t.d.
80% starfið metið til fullra launa
og hækkum launin á heildina.
Við björgum ekki skortinum
með mútugreiðslum fyrir fullt
starf, við verðum útbrunnar eftir
nokkur ár í bónus.
Vandamálið er dýpra og flókn-
ara, það þarf að mennta fleira fólk
en ekki fæla það frá. í öllu tali
um launa- og kjaramál finnst mér
þessi aðgerð vera mjög vanhugsuð.
Höfundur er hjúkrunaríræðingur í
lýtalækningadeild Landspítalans.
fréttaflutning
Grænlandi
Bætum
inn frá
— eftir Einar Jónsson
Oft berum við íslendingar okkur
upp undan því að fréttir héðan að
heiman sjáist sjaldan eða aldrei í
heimspressunni. Þá sjaldan eitt-
hvað birtist um hólmann okkar í
erlendum blöðum er það oftast
smátt og hrátt. í þessum efnum
gjöldum við víst fæðar okkar og
smæðar, en ég sé ekki betur en
íslendingum farist oftlega eins við
Grænlendinga og umheiminum við
okkur hér á skerinu. Þá sjaldan
eitthvað birtist í íslenskum fjöl-
miðlum um grannann í vestri eru
það gjarnan neikvæðir og laus-
prjónaðir leppar, hirtir af fjarrit-
um mögnuðum austan Atlantsála.
Þótt fréttin frá Grænlandi sem
Morgunblaðið hafði eftir fréttarit-
ara sínum í Kaupmannahöfn og
birti í 17 línum þann 10. sept. sl.
sé óvenju jákvæð frétt, hlýtur hún
samt að vekja hálf daprar tilfinn-
ingar í brjóstum íslenskra Græn-
landsvina. Ekki er það fréttin
sjálf, sem hermir að reisa eigi litl-
ar vatnsaflsstöðvar á landinu
kalda, heldur meðferð efnisins.
Þar segir að fyrsta stöðin verði
reist í byggðinni Qasiarsuk, „sem
stendur við fjörð einn í Suður—
Grænlandi". Enn fremur er hermt
að þarna renni á í gegnum 75
manna fjárbændabyggð og muni
væntanleg rafstöð sjá íbúunum
fyrir raforku á sumrin. Allt er
yfirbragð þessarar smáfréttar og
efnistök með þeim blæ að maður
gæti eins haft það á tilfinningunni
að verið væri að tala um þyrpling
á Nýja-Sjálandi eða álíka fjarlæga
og framandi krummavík. Svo vill
hins vegar til að umræddur staður,
Qagssiarssuk (ritað Qasiarsuk í
frétt Mbl.) er engu ómerkilegra
né ófrægara byggðarlag en sjálf
Brattahlíð, en grænlenska staðar-
nafnið mun merkja það sem kalla
mætti skoruvík á íslensku. Hinn
ónefndi fjörður sem lesa má að sé
einhvers staðar á S-Grænlandi er
enginn annar en sjálfur Eiríks-
fjörður sem Grænlendingar nefna
nú Tunugdliarfiq. Og áin sem þetta
fyrsta rafaflsvirki landsmanna
mun beisla er engin ðnnur en sjálf-
ur bæjarlækur Eiríks rauða, sem
alla jafna er ekki meira vatnsfall
en svo að sæmilega liðugur maður
getur stokkið eða stiklað þar yfir
þurrum fótum. Ef að likum lætur
er fyrirhuguð vatnsvirkjun ekki
fyrsta framkvæmdin við lækinn,
„Grænlendingar eru nú
aö brjótast til sjálfstæö-
is... Hvort sem viö
höfum áhuga eöa ekki á
auknum samskiptum viö
þá á jafnréttisgrund-
velli, veröur þaö ekki
umflúiö aö viö gefum
þessum granna okkar
frekari gaum en veriö
hefur.“
því ólíklegt er annað en Brattahlíð-
arbændur hafi til forna farið að
dæmi Garðabiskupa og veitt á tún
sín, þótt ekki sjáist þess merki í
dag, enda miklu einfaldara verk
heldur en í Görðum hvar enn má
sjá merki um áveitu.
Það verður víst að viðurkennast
að fáir íslendingar eru vel kunnug-
ir staðháttum á Grænlandi. Ná-
lega hvert mannsbarn mun þó
líklegast kannast við bæ Eiríks
rauða. Það er því í hæsta máta
klaufalegt að geta þess ekki í frétt-
inni að um Brattahlíð hafi verið
að ræða. Það má Morgunblaðið
eiga að það bætti um betur og gat
þess næsta dag að um bæ Eiríks
rauða hefði verið að ræða eins og
eðlilegt hefði verið í fyrstu frétt.
Það ber að meta sem vel er gert.
Það breytir hins vegar ekki því að
full ástæða er til þess að ýta við
mönnum hvað varðar betri frétta-
flutning frá Grænlandi sem um
leið mun bæta almenn samskipti
okkar við þarlenda.
Grænlendingar eru nú að brjót-
ast til sjálfstæðis og með þeim að
vakna vaxandi þjóðernisvitund.
Hvort sem við höfum áhuga eða
ekki á auknum samskiptum við þá
á jafnréttisgrundvelli, verður það
ekki umflúið að við gefum þessum
granna okkar frekari gaum en
verið hefur. Þetta sannar m.a. ný-
leg krafa grænlenskra stjórnvalda
um hlut úr Ioðnukvóta Dumbs-
hafsstofnsins. Þótt íslenskir og
norskir stjórnmálamenn hafi ekki
gert sér grein fyrir að „risinn" í
vestri er að vakna til meðvitundar
urr réttindi sín og eignir og taka
verður tillit til hans, þýðir ekki
að stinga höfðinu í sandinn enda-
laust. Við skulum snarlega gera
okkur grein fyrir því að með þess-
ari þjóð deilum við a.m.k. tveimur
mikilvægum nytjastofnum og far-
sælast að eiga við hana gott sam-
starf. í stað þess var hurðum
skellt út af skitnum tveimur pró-
sentum af bræðslufóðri með þeim
afleiðingum að nú ösla skip allra
handa þjóða um norðurhöf og
veiða gengdarlítið úr stofnum sem
varlega og skynsamlega þarf að
fara í að nytja. Okkur er samast
að ganga hægt um þær dyr eigin-
hagsmuna sem við höfum hróflað
upp og þykjumst ætla að skýla
okkur á bak við. Upplýsandi frétta-
flutningur af Grænlandi hlýtur að
vera forsenda góðs samstarfs við
Grænlendinga. íslensk blöð hefðu
gjarnan mátt segja meira frá nær
algeru hruni grænlenska þorsk-
stofnsins og stórri efnahagslegri
vá þar í landi vegna ýmiskonar
áfalla í sjávarútvegi á sama tíma
og skýrt var frá því að við neituð-
um þeim um nokkur tonn af loðnu
sem við eigum þó alls ekki einir.
Vegna þess að þessar Græn-
landshugleiðingar kviknuðu af
meðferð á grænlensku staðarnafni
sem fara hefði mátt með af meiri
þekkingu í íslenskri dagblaðsfrétt,
er í lokin ekki úr vegi að velta upp
á því hvernig fara beri með græn-
lensk staðarnöfn. Nú eru þarlendir
sem óðast að varpa dönsku bæjar-
og staðarnöfnunum fyrir róða og
taka upp þjóðleg og gömul nöfn.
Hér og annars staðar úti í heimi
er mönnum nokkur vandi á hönd-
um hvernig snúast skuli við þess-
um nýju og framandi nöfnum. Þótt
sum þessara nafna séu torlærð og
vefjist mönnum um tungu, verðum
við að sýna grönnum okkar þá
virðingu að nota þessi nöfn, a.m.k.
jöfnum höndum og hin dönsku.
Nokkuð öðru máli sýnist gegna um
fornu norrænu nöfnin, því þau eru
nær hvergi notuð í landinu í dag
sem lifandi nöfn. Okkur íslending-
um, einum þjóða, ætti þó að leyfast
að nota þessi nöfn með þeim mikil-
væga fyrirvara að kunna einhver
skil á grænlensku nöfnunum líka.
Sé slík þekking ekki fyrir hendi
eru menn ekki að tala um Kalaallit
Nunaat, Land mannanna, þ.e.
Grænland dagsins í dag, heldur
land sem einu sinni var og heyrir
sögunni til. Hér verður annars
smekkur, tilfinning og skynsemi
að ráða. Þannig var það t.d. illa
til fundið hjá Ríkisútvarpinu að
tönglast í mörg ár á hitastigi í
Brattahlíð á Grænlandi. Umrædd
veðurskeyti munu koma frá flug-
Einar Jónsson
(Urti 16. september.
BARNASKÓLI Gerðahrepps var
settur kl. 17 sl. laugardag. Reyndar
stóð til að setja hann kl. 14 en ein-
mitt á þeim tíma fór fram mjög mik-
ilvægur leikur í knattspyrnunni sem
reyndar lauk með miklum ágætum
og verður ekki tíundað hér nánar.
Það var nýsettur skólastjóri, Berg-
sveinn Auðunsson, sem setti skól-
ann en Bergsveinn kemur frá ísa-
firði þar sem hann var skólastjóri
Barnaskóla ísafjarðar.
Nemendur verða um 215 í vetur
í 11 bekkjardeildum og hafa aldrei
verið fleiri. Ber þar mest á yngstu
nemendunum sem eru nú svo
margir að þeir komast ekki í eina
deild. Kennarar við skólann verða
vellinum í Narssarsuaq hvar hita-
stigið er og mælt. Þessi staður sem
menn telja að sé sá sami og til
forna hét Stokkanes, er að vísu
andspænis Brattahlíð en hefur
aldrei verið talinn einn og hinn
sami enda sjálfur Eiríksfjörður á
milli. Slíkt rugl með staðfræði
þjónar engum tilgangi enda hætti
utvarpið um síðir að tönglast á
þessari staðleysu. Tími er kominn
til að fleiri og þá sérstaklega
fréttamenn gaumgæfi einföldustu
staðreyndir um staðhætti á
Grænlandi.
14—15 en nemendur eru á aldrin-
um 6—15 ára.
Nokkrar endurbætur hafa verið
gerðar á skólanum að undanförnu
og eitthvað keypt af nýjum hús-
gögnum. Húsrými skólans er
ágætt og er hann að nokkru leyti
einsetinn. Þá gat skólastjóri þess
að ágætt bókasafn væri við skól-
ann en það er bæði almennings- og
skólabókasafn.
Þá má einnig geta þess að sér-
deild verður starfandi í vetur fyrir
börn með sérþarfir bæði fyrir
börn úr Garðinum og Keflavík.
Yfirkennari skólans er frú Hall-
dóra Ingibjörnsdóttir.
Arnór
Höfundur er nskifræðingur.
Gefíð fiskveið-
ar frjálsar
— eftir Tryggva
Helgason
Svo sem allir vita þá byggist
lífsafkoma íslendinga nær alfarið
á fiskveiðum.
Segja má að fiskurinn sé lifi-
brauð þjóðarinnar. Þegar fisk-
gengd minnkaði fyrir nokkrum ár-
um var tekin upp skömmtun á
veiði, og settir á svokallaðir „kvót-
ar“ í þeim tilgangi að með því gæti
fiskgengd aukist á ný.
Nú hefír fiksgengdin aukist að
miklum mun og er því engin
ástæða lengur fyrir „kvótum" af
neinu tagi.
Þar sem eftir eru aðeins 100
dagar af þessu ári, þá er lausnin
afar einföld millileið, en hún er sú
að fella niður alla kvóta það sem
eftir er ársins, en sum veiðarfæri
má að sjálfsögðu banna á grunn-
slóð og á vissum svæðum eftir sem
áður.
Þann 1. janúar 1986 má síðan
byrja með hreint borð og setja
kvóta fyrir nýtt ár, og má þá
gjarnan taka mið af 100 daga
„frjálsa tímabilinu“ auk reynslu
undangenginna ára.
Höfundur er flugmaður.
Garður:
Aldrei fleiri nem-
endur í Gerðaskóla