Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 35 Ályktun kjördæmisþings Alþýðuflokksins Skipuö verði opinber rann- sóknarnefnd er rannsaki verð- myndun á landbúnaðarafurðum KJÖRDÆMISÞING Alþýðuflokks- ins, haldið í Reykjavík 14. september sl., samþykkti eftirfarandi ályktun um landbúnaðarmál: „Kjördæmisþingið bendir á, að risavaxnir styrkir og niðurgreiðsl- ur ríkisins til landbúnaðar séu í andstöðu við heildarhagsmuni þjóðarinnar. Kjördæmisþingið leggur til að Alþýðuflokkurinn marki skýra stefnu, sem miði að því að draga skipulega úr þessum styrkveitingum, þannig að þeim verði að fullu hætt eftir 5 ár. í dag er svo komið að til viðbótar við framlög af skattfé lands- manna, ræða stjórnarflokkarnir nú um að taka 600 millj. kr. erlent lán til þess, sem kallast „greiðslur til bænda“. Á stofnfundi Landssambands sauðfjárbænda komu fram upplýs- ingar, sem benda til að mjög veru- legur hluti þessara miklu fjárupp- hæða nýtist hvorki neytendum eða bændum, heldur hafni sjálfkrafa íafætukerfi SÍS. Því samþykkir kjördæmisþing Alþýðuflokksins að óska eftir því við þingmenn flokksins, að þeir flytji tillögu á Alþingi um að það skipi opinbera rannsóknarnefnd, sem rannsaki verðmyndun og kostnaðarþætti á aðföngum og afurðum landbúnaðarins. Jafnframt lýsir Kjördæmisþing Alþýðuflokksins yfir stuðningi við þá kröfu stofnfundar Landssam- bands sauðfjárbænda, að stjórn búvörudeildar SÍS verði tekin úr höndum forstjóraveldis þess, og að hún fái sjálfstæðan fjárhag og stjórn kjörna af bændum sjálfum." (Fréttatilkynning) Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! JtoygwiMttftift Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og þar komu inn alls 1200 kr. Telpurnar heita: Hulda Lóa Svavarsdóttir, Krist- ín Svava Svavarsdóttir og Guðrún Anna Óskarsdóttir. Innlendur iðnaöur: Verðlaunaaf- hending í rit- gerðasamkeppni LANDSSAMBAND iðnaðarmanna gekkst sl. vetur fyrir ritgerðasam- keppni meðal íslensks námsfólks um innlendan iðnað og málefni er hon- um tengjast, beint og óbeint. Þáttt- aka í ritgerðasamkeppninni var heimil öllum skólanemum á íslandi. Alls bárust 87 ritgerðir en skilafrest- ur rann út sl. vor. Um síðustu helgi fór fram af- hending verðlauna og viðurkenn- inga. Fyrstu verðlaun, kr. 25 þús., hlaut Sveinbjörg Sumarliðadóttir úr Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi, fyrir ritgerð sína „Smábáta- smíði við Hvítá". Önnur verðlaun, kr. 15 þús., hlaut Bryndís Jóhann- esdóttir, Fjölbrautarskólanum á Selfossi, fyrir ritgerð sína „Raf- væðing sveitanna". Þriðju verðlaun, kr. 10 þús., skiptust á milli Högna S. Krist- jánssonar og Reynis Magnússonar, höfunda ritgerðarinnar „Húsa- smíði 1850-1940“, og Bryndísar Ingvarsdóttur, en ritgerð hennar nefndist „Ullariðnaður". öll eru þau úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Þá hlutu tíu þátttakend- ur viðurkenningu. í dómnefnd völdust Sigurður Kristinsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar, Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbanka íslands hf., Ingjald- ur Hannibalsson. forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands, og Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu ís- lands. (Úr (rétUtilkynningu) Dýr beitan á Siglufirði Siglufirði, 16. september. HÚN er dýr beitan fyrir þá sem gera hér út á línu. Kílóið af krabb- anum kostar 39 krónur og síld síðan í fyrra kostar 12 krónur og flutningskostnaðinn þarf að borga að auki. Eitthvað þarf nú að fiska til að þetta borgi sig. - mj. Flugstöðin: í notkun 1987 í FRÉTT Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag, þar sem greint var frá hugmyndum um niður- skurð fjárveitinga til flugstöðvar- innar í Keflavík, var ranglega sagt að áætlað væri að taka stöðina í notkun í apríl 1988. Hið rétt er að gert hefur verið ráð fyrir að það verði ári fyrr eða 1987. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ef til niðurskurðar kemur, frestast framkvæmdir um eitt ár. uuixm Miðvikudagur 18. sept. kl. 15.00-18.00 Fimmtudagur 19. sept. kl. 12.00-18.00 Föstudagur 20. sept. kl. 12.00-18.00 SKRIFSTOFUVELAR H.F. NYUfflX KYiySWÐ A SYNINGU Nú eru Ijósritunarvélarnar ' ^ meira en Ijósritunarvélar! Á U-BIX sýningunni í Kristalssal Hótels Loftleiða dagana 18.-20. september kynnum við allar nýjustu Ijósritunarvélarnar frá U-BIX þar sem saman fer stóraukið notagildi og bráðskemmtilegar taekninýjungar. Hvernig líst þér t.d. á litljósritun? Möguleika á að þurrka út hluta frumritsins í afritunum? Sjálfvirkan frumritamatara, þreplausa minnkun og stækkun eða sjálfvirkt val á réttri pappírsstærð? Þú ættir að líta inn til okkar í Kristalssalnum og kynnast nýrrí kynslóð söluhæstu Ijósritunarvéla á Islandi. ÓTRÚLEGT TÆKI! Ein magnaðasta U-BIX nýjungin á þessu ári er svokölluð afritatafla; stór tafla sem nýtist jafnt fyrir ráðstefnur, námskeið og skólahald. Þú skrifar á hana og hún gefur þér afrit í stærðinni A4! I Reynið sjálf á sýningunni. OPNUNAR- TÍMAR: % ’S Hverfisgötu 33 — Pósthólf 377 Sími 20560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.