Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 35

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 35 Ályktun kjördæmisþings Alþýðuflokksins Skipuö verði opinber rann- sóknarnefnd er rannsaki verð- myndun á landbúnaðarafurðum KJÖRDÆMISÞING Alþýðuflokks- ins, haldið í Reykjavík 14. september sl., samþykkti eftirfarandi ályktun um landbúnaðarmál: „Kjördæmisþingið bendir á, að risavaxnir styrkir og niðurgreiðsl- ur ríkisins til landbúnaðar séu í andstöðu við heildarhagsmuni þjóðarinnar. Kjördæmisþingið leggur til að Alþýðuflokkurinn marki skýra stefnu, sem miði að því að draga skipulega úr þessum styrkveitingum, þannig að þeim verði að fullu hætt eftir 5 ár. í dag er svo komið að til viðbótar við framlög af skattfé lands- manna, ræða stjórnarflokkarnir nú um að taka 600 millj. kr. erlent lán til þess, sem kallast „greiðslur til bænda“. Á stofnfundi Landssambands sauðfjárbænda komu fram upplýs- ingar, sem benda til að mjög veru- legur hluti þessara miklu fjárupp- hæða nýtist hvorki neytendum eða bændum, heldur hafni sjálfkrafa íafætukerfi SÍS. Því samþykkir kjördæmisþing Alþýðuflokksins að óska eftir því við þingmenn flokksins, að þeir flytji tillögu á Alþingi um að það skipi opinbera rannsóknarnefnd, sem rannsaki verðmyndun og kostnaðarþætti á aðföngum og afurðum landbúnaðarins. Jafnframt lýsir Kjördæmisþing Alþýðuflokksins yfir stuðningi við þá kröfu stofnfundar Landssam- bands sauðfjárbænda, að stjórn búvörudeildar SÍS verði tekin úr höndum forstjóraveldis þess, og að hún fái sjálfstæðan fjárhag og stjórn kjörna af bændum sjálfum." (Fréttatilkynning) Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! JtoygwiMttftift Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og þar komu inn alls 1200 kr. Telpurnar heita: Hulda Lóa Svavarsdóttir, Krist- ín Svava Svavarsdóttir og Guðrún Anna Óskarsdóttir. Innlendur iðnaöur: Verðlaunaaf- hending í rit- gerðasamkeppni LANDSSAMBAND iðnaðarmanna gekkst sl. vetur fyrir ritgerðasam- keppni meðal íslensks námsfólks um innlendan iðnað og málefni er hon- um tengjast, beint og óbeint. Þáttt- aka í ritgerðasamkeppninni var heimil öllum skólanemum á íslandi. Alls bárust 87 ritgerðir en skilafrest- ur rann út sl. vor. Um síðustu helgi fór fram af- hending verðlauna og viðurkenn- inga. Fyrstu verðlaun, kr. 25 þús., hlaut Sveinbjörg Sumarliðadóttir úr Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi, fyrir ritgerð sína „Smábáta- smíði við Hvítá". Önnur verðlaun, kr. 15 þús., hlaut Bryndís Jóhann- esdóttir, Fjölbrautarskólanum á Selfossi, fyrir ritgerð sína „Raf- væðing sveitanna". Þriðju verðlaun, kr. 10 þús., skiptust á milli Högna S. Krist- jánssonar og Reynis Magnússonar, höfunda ritgerðarinnar „Húsa- smíði 1850-1940“, og Bryndísar Ingvarsdóttur, en ritgerð hennar nefndist „Ullariðnaður". öll eru þau úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Þá hlutu tíu þátttakend- ur viðurkenningu. í dómnefnd völdust Sigurður Kristinsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar, Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbanka íslands hf., Ingjald- ur Hannibalsson. forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands, og Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu ís- lands. (Úr (rétUtilkynningu) Dýr beitan á Siglufirði Siglufirði, 16. september. HÚN er dýr beitan fyrir þá sem gera hér út á línu. Kílóið af krabb- anum kostar 39 krónur og síld síðan í fyrra kostar 12 krónur og flutningskostnaðinn þarf að borga að auki. Eitthvað þarf nú að fiska til að þetta borgi sig. - mj. Flugstöðin: í notkun 1987 í FRÉTT Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag, þar sem greint var frá hugmyndum um niður- skurð fjárveitinga til flugstöðvar- innar í Keflavík, var ranglega sagt að áætlað væri að taka stöðina í notkun í apríl 1988. Hið rétt er að gert hefur verið ráð fyrir að það verði ári fyrr eða 1987. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ef til niðurskurðar kemur, frestast framkvæmdir um eitt ár. uuixm Miðvikudagur 18. sept. kl. 15.00-18.00 Fimmtudagur 19. sept. kl. 12.00-18.00 Föstudagur 20. sept. kl. 12.00-18.00 SKRIFSTOFUVELAR H.F. NYUfflX KYiySWÐ A SYNINGU Nú eru Ijósritunarvélarnar ' ^ meira en Ijósritunarvélar! Á U-BIX sýningunni í Kristalssal Hótels Loftleiða dagana 18.-20. september kynnum við allar nýjustu Ijósritunarvélarnar frá U-BIX þar sem saman fer stóraukið notagildi og bráðskemmtilegar taekninýjungar. Hvernig líst þér t.d. á litljósritun? Möguleika á að þurrka út hluta frumritsins í afritunum? Sjálfvirkan frumritamatara, þreplausa minnkun og stækkun eða sjálfvirkt val á réttri pappírsstærð? Þú ættir að líta inn til okkar í Kristalssalnum og kynnast nýrrí kynslóð söluhæstu Ijósritunarvéla á Islandi. ÓTRÚLEGT TÆKI! Ein magnaðasta U-BIX nýjungin á þessu ári er svokölluð afritatafla; stór tafla sem nýtist jafnt fyrir ráðstefnur, námskeið og skólahald. Þú skrifar á hana og hún gefur þér afrit í stærðinni A4! I Reynið sjálf á sýningunni. OPNUNAR- TÍMAR: % ’S Hverfisgötu 33 — Pósthólf 377 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.