Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
V estur-Þýskaland:
Rau valinn
kanslara-
efni jafn-
aðarmanna
Bonn, Vestur-I>ýskalandi, 17. sept. AP.
VESTUR-þýskir jafnaðarmenn
ákváðu í gærkvöldi, að Johannes
Rau, forsætisráðherra og mjög vin-
sæll maður í Nordrhein-Westfalen,
skyldi vera kanslaraefni flokksins í
næstu kosningum, sem verða árið
1987.
Það var framkvæmdanefnd
flokksins, sem valdi Rau sem
kanslaraefni, en lokasamþykktin
er í höndum landsþingsins, sem
kemur saman í ágúst á næsta ári.
Á það er þó litið sem formsatriði.
Stjórnmálaskýrendur og fjölmiðl-
ar i Vestur-Þýskalandi hafa verið
vissir um, að Rau yrði fyrir valinu
sem kanslaraefni frá því í maí si.
en þá vann hann glæsilegan kosn-
ingasigur í fylkiskosningum í
Nordrhein-Westfalen.
Willy Brandt, formaður jafnað-
armannaflokksins, skýrði frá vali
Rau á fréttamannafundi þar sem
Rau var viðstaddur og Hans-
Jochen Vogel, þingflokksformaður.
Sagði Brandt, að Rau myndi nú
axla þá ábyrgð og þau störf, sem
eiginlegu leiðtogaembætti fylgdu,
og marka stefnu jafnaðarmanna
með öðrum forystumönnum
flokksins. Hann tók þó fram, að
eiginleg kosningabarátta hæfist
ekki nærri strax enda hálft annað
ár til kosninga.
Austur-Þýzkaland:
Tveir Bandaríkja-
menn stöðvaðir
WuthintOon, 1S. aeptcmber. AP.
BANDARÍSKA varnarmálaráðu-
neytið skýrði svo frá í gær, að vöru-
bifreið tveggja hermálaráðunauta
befði verið stöðvuð í Austur-Þýzka-
landi, er þeir voru þar á ferð. Hefði
sovézkur vörubfll ekið á hana og
haldið mönnunum kyrrum með því
að miða á þá byssu.
Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkianna. for-
dæmdi þennan atburð í dag og
sagði, að Sovétmönnum væri um
megn að „hemja hermenn sína“.
Sagði hann, að Bandaríkja-
maðurinn, sem ók bifreiðinni, er
stöðvuð var, hefði verið úr sömu
herdeild og Arthur Nicholson
majór, sem skotinn var til bana af
sovézkum hermanni fyrr á þessu
ári.
Bandaríska kaup-
skípaflotanum
hefur hnignað
FJÁRSTYRKUR Bandaríkjastjórnar við kaupskipaflotann og skipasmíð-
ar jókst úr 206 milljörðum í 332 milljarða dollara á undanförnum 15
árum. Samt hefur stærri bandarískum skipafélögum fækkað úr 19 í 7,
bandarískum kaupskipum úr 275 í 135 og störfum um borð í slíkum
skipum úr 30.000 i 12.705. Skýrði blaðið Wall Street Journal frá þessu
fyrir skömmu.
Hnignun kaupskipaflotans er
ekki ný, segir blaðið, heldur má
rekja hana til laga frá 1936.
Samkvæmt þessum lögum var
tekinn upp fjárstuðningur við
skipafélögin. Var það greinilega
gert í því skyni að tryggja það
með tiíliti til öryggis landsins,
að fyrir hendi væri öflugur
bandarískur kaupskipafloti.
Fjárstuðningi þessum var ætl-
að að bæta þeim upp muninn á
reksturskostnaði þeirra og
keppinauta þeirra, sem sigldu
undir erlendum fánum. Þeir að-
ilar, sem áttu rétt á þessum
stuðningi, voru skipafélög, sem
áttu skip, er byggð voru í banda-
rískum skipasmíðastöðvum, sigl-
du undir bandarískum fána,
höfðu bandarískar skipshafnir
og sigldu á leiðum, sem voru
mikilvægar fyrir öryggishags-
muni þjóðarinnar.
Smám saman lentu þessi
skipafélög í miklum vandræðum.
Vegna framangreindra laga voru
þessi félög lengi að aðlaga sig
breytingum. Svo fór óhjákvæmi-
lega, að bandarísk skipafélög
urðu undir í samkeppninni við
dugmeiri keppinauta frá Japan,
Kóreu, Danmörku og fleiri lönd-
um. Hlutdeild bandariskra
kaupskipa í skipaflutningum
Bandaríkjanna erlendis dróst
þannig verulega saman eða úr
38,7% af magninu 1956 niður i
21,5% 1984.
Svo er að sjá sem Þessi stuðn-
ingur hafi ekki reynzt nægur,
því að Bandarikjastjórn tók að
veita bandariskum skipum ým-
iss konar annan stuðning og
tryggingar, sem varð til þess, að
kaupskipaflotinn varð enn háð-
ari stjórnvöldum en áður. Eftir
sem áður hefur ekkert banda-
rískt skipafélag, sem tekið hefur
við þessum fjárstuðningi, skilað
hagnaði, þegar til lengdar er lit-
ið. Það bandarískt skipafélag,
sem skilar mestum arði að jafn-
aði, er fyrirtækið Sea-Land
Corp. i Edison, N.J., en það fær
engan fjárstuðning.
Stjórn Reagans hóf þá sárs-
aukafullu þróun, að venja skip-
afélögin af fjárstuðningi, en sú
leið hefur verið þyrnum stráð.
Stjórnin lét afnema það fyrir-
komulag, sem i gildi var sam-
kvæmt lögunum frá 1936 og
leyfði skipafélögunum að kaupa
skip erlendis frá en lét þau halda
fjárstuðningnum. Hún hefur
hins vegar lokkað sum skipafé-
lög til að falla frá fjárstuðningn-
um með því að bjóða þeim hlut-
deild í olíuflutningunum frá Al-
aska, sem eru arðvænlegir vegna
heimskulegra laga, er útiloka
Japani í að kaupa olíu frá AI-
aska, hækka þannig kostnað
neytenda og auka á viðskipta-
hallann, sem svo mjög hefur ver-
ið gagnrýndur.
Eitt er víst. Margra ára við-
leitni til þess að halda við
bandarískum kaupskipasigling-
um og skipasmíðum með fjár-
styrkjum hafa ekki komið að
gagni. Reagan-stjórnin hefur að
minnsta kosti hafizt handa um
að afnema smám saman þessa
fjárstyrki, en það sem í rauninni
er þörf á, er flóðbylgja til þess að
skola þeim burt, segir Wall
Street Journal að lokum.
Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur hafiö framleiðslu á SILVER CUP
fiskafóðri. Við bjóðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 7 mm laxa- og
silungafóður, framleitt að stórum hluta úr innlendum hráefnum.
Eigum einnig innflutt kornað seiðafóður í mörgum stærðum.
Mjólkurfélag Reykjavíkur - Laugavegi 164 - Sími 11125
Vestur-Þýskaland:
Var byrlað eitur af
A-evrópskum njósnara
Bonn, Vestur-Þýskalandi, 13. september.
HÁTT settur vestur-þýskur
stjórnmálamaður, Wolfgang
Döring, sem lést af völdum
hjartaáfalls fyrir 22 árum var í
rauninni myrtur á eitri af aust-
ur-evrópskum útsendara, að því
er fram kom í hinu víðlesna
blaði Bild í gær.
Döring lést í janúar 1963 „og
byrlaði austur-evrópskur leyni-
þjónustumaður honum eitur,“
hafði Bild eftir Erich Mende, fyrr-
um formanni frjálsra demókrata.
„Döring var við góða heilsu og
við ræddum saman aðeins einni
klukkustundu áður en hann lést,“
segir Mende í viðtalinu við Bild.
„Honum var byrlað eitur, sem
reyndist hjarta hans ofviða."
Mende kvað austanmenn hafa
myrt Döring „af því að hann vann
fyrir vestur-þýsku leyniþjónust-
una og stóð í nánu sambandi við
frjálslynda menn í Austur-Þyska-
landi“.
„Hann var of hættulegur fyrir
þá,“ sagði Mende í viðtalinu.
Döring var 44 ára er hann lést,
og sögðu læknar banameinið
heiftarlegt hjartaáfall.
Bildkvaö Mende segja ítarlega
frá dauða Dörings í þriðja bindi
endurminninga sinna, sem.kæmi
út á næsta ári.
Myndir nást
af Scorpio
Washinfpoo, 17. sept. AP.
Náðst hafa myndir af kjarnorku-
kafbátnum Scorpion, sem sökk af
ókunnum ástæðum á Atlantshafi
fyrir 17 árum en myndirnar voru
teknar frá sama djúpsjávarkannan-
um og fann Titanic fyrir skömmu,
að sögn bandaríska sjóhersins.
Rannsóknarskipið Knorr, sem
stjórnar ómannaða djúpsjávar-
kannanum Argo, tókst að stað-
setja og taka litmyndir af Scorp-
ion hinn 17. ágúst sl. Kjarnorku-
kafbáturinn Scorpion sökk árið
1964 um 640 km suðaustur af
Azoreyjum. Teknar voru myndir
af honum frá öðrum djúpsjávar-
kanna sjóhersins, Trieste, ári
síðar, en nú hefur Argo verið
notaður til að grandskoða kaf-
bátinn og hefur tekið af honum
geysilegan fjölda mynda. Hern-
aðaryfirvöld neituðu að ræða
hvers vegna Scorpio var valinn
sem rannsóknarefni fyrir Argo,
en sögðu að verið væri að prófa
neðansjávarkannann á fjölda
sokkinna skipa. Talið er líklegt
að Scopion hafi farist vegna þess
að tundurskeyti hafi sprungið
um borð í honum fyrir slysni.