Morgunblaðið - 18.09.1985, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.1985, Page 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ1913 209. tbl. 72. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1985______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Harðir bardag- ar í Afganistan Ifllammbad, 17. sejMember. AP. AFGANSKIR skæruliðar felldu 60 hermenn úr hópi hermanna stjórnar- innar og Sovétmanna í hörðum bar- daga í síðustu viku í grennd við Paghman, norðaustur af höfuðborg- inni Kabúl. Þá tóku skæruliðar einn- ig sjö sovézka hermenn til fanga. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í dag. Manntjón i röðum skæruliða var einnig mikið, en þeir misstu að minnsta kosti 17 manns fallna auk þess sem margir úr liði þeirra særðust. Miklir bardagar halda enn áfram í Paktia í austurhluta Afganistans nærri landamærun- um við Pakistan, enda þótt dregið hafi úr sóknaraðgerðum Sovét- manna, en þeir tefldu þar fram 10.000—15.000 manna herliði sínu auk stjórnarhermanna. Stjórnin í Kabúl hyggst senda hundruð afganskra hermanna, sem misst hafa handlegg eða fót- legg i bardögunum við Paktia, til ýmissa aðildarríkja Varsjár- bandalagsins til hjúkrunar og læknisaðgerða þar. Le Monde: Hernu viðriðinn Tekið við borgarlyklinum sprenginguna í Rainbow Warrior ENRIQUE Tierno Galvan, borgarstjóri f Madríd, afhendir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, borgarlykil Madríd-borgar úr skíragulli. Sjá nánar um heimsókn forseta fslands til Spánar, grein og myndir, á bls. 27. Margaret Thatcher: Höfum nú upprætt njósnakjarna Rússa Parú, 17. september. AP. FRANSKA blaðið Le Monde full- yrti í dag, að þeir Charles Hernu, varnarmálaráðherra Frakklands, og hershöfðingjarnir Jeannou Lacaze og Jean Saulnier væru all- ir viðriðnir þann atburð, er skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, fórst í sprengingu í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Le Monde hélt því ennfremur fram, að sprengingin 10. júlí sl. hefði verið framkvæmd af tveimur frönskum frosk- mönnum samkvæmt skipun frá frönsku leyniþjónustunni. Sagði blaðið, að hart væri nú lagt að Francois Mitterrand forseta, að gripa til „hvassra ráðstafana til að binda enda á hneykslið". Kairó, 17. september. AP. „OKKUR hefur tekizt að uppræta kjarnann í njósnastarfsemi Sov- étmanna í London," sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í dag. Fullyrti hún, að flótti Olegs Gordievskys, ráðunauts við sovézka sendiráðið í London og brottrekstur 25 Sovétmanna frá Bretlandi í síðustu viku, þýddi „mik- inn árangur" í baráttunni gegn njosnastarfsemi Sovétmanna. Thatcher bætti því við, að við- brögð Sovétstjórnarinnar á laugardag, er hún svaraði með því að reka 25 Breta frá Sovétríkjun- Margaret Thatcher um, hefðu verið „gersamiega óréttmæt“. Á mánudagskvöld vís- uðu Bretar enn 6 Sovétmönnum úr landi á þeim forsendum, að þeir væru njósnarar. Thatcher kvaðst vona, að með þessum síðustu að- gerðum Breta væri þessu máli lok- ið og að Sovétstjórnin brygðist við á jákvæðan hátt“. Haft er eftir Bretum búsettum í Moskvu, að fyllsta ástæða væri til að efast um, að með þessu væri málinu lokið. Telja sumir, að Sov- étmenn muni svara innan tveggja daga og þá sennilega með svipuð- um hætti og áður. Fari svo, að Sovétmenn reki enn einhverja Breta úr landi, er talið hugsanlegt, að brezka stjórnin grípi til þess ráðs, að birta opinberlega upplýs- ingar Gordievskys um njósnanet sovézku leyniþjónustunnar KGB í Bretlandi. Njósnahneykslið í Vestur-Þýzkalandi: Höfðu aðgang að geimvarna- áætlun Bandaríkjanna Aðvaraði Tiedge Willnerhjónin og sagði þeim að flýja? Konn, 17. neytrmber AP. VEU?rUR-ÞYZKA útvarpið skýrði svo frá í dag, að njósnarinn Herta- Astrid Willner, sem (lýði ásamt manni sínum til Austur-Þýzkalands í síðustu viku, befði haft aðgang að geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Vestur-I>ýzkalandi hafa hins vegar neitað þessu. Frú Willner starfaði um alllangt skeið sem ritari á skrifstofu Helmuts Kohl kanslara og mun þannig hafa haft greiðan að- gang að ýmsum ríkisleyndarmáhim. Hans-Jiirgen Förster, talsmaður ríkissaksóknarans i Bonn, sagði í dag, að frú Willner og maður henn- ar, Herbert, hefðu verið undir eftir- liti grunuð um njósnir. Hefði Hans- Joachim Tiedge, sem stjórnaði gagn- njósnaþjónstu Vestur-Þýzkalands gagnvart Austur-I>ýzkalandi, haft með höndum rannsóknina í máli þeirra. Tiedge flýði sjálfur til Aust- ur-l>ýzkalands 19. ágúst sl. „Það er líklegt, að Tiedge hafi aðvarað Willners-hjónin og sagt þeim að flýja," sagði Förster. Herbert Willner, sem er 59 ára að aldri, starfaði við Naumann- stofnunina, sem er í tengslum við AP/Súnamjnd Herta-Astrid Willner og maður hennar, Herbert Willner. Mynd þessi var tekin við giftingu þeirra 1974. Hjónin flýðu til Austur-Þýzkalands í síðustu viku. Nú er Ijóst orðið, að þau hafa stundað stórfelldar njósnir um langt skeið í þágu Austur-Þjóðverja og annarra Austur-Evrópuríkja. Frjálsa demókrataflokkinn, sam- starfsflokk kristilegra demókrata í vestur-þýzku stjórninni. Starfaði hann þar að öryggismálum. Nú er fram komið, að Willner var eitt sinn meðlimur i SS-sveitum naz- ista. Eftir stríðið var hann fangi Rússa um skeið, varð félagi í austur-þýzka kommúnistaflokkn- um 1949 en fluttist til Vestur- Þýzkalands 1961. Talsmaður vestur-þýzku stjórn- arinnar, Jurgen Sudhoff, sagði í dag, að njósnamál sem þetta hefði ekki komið upp hjá kanslaraemb- ættinu síðan 1974. Þá sagði Willy Brandt, þáverandi kanslari, af sér, eftir að einn helzti aðstoðarmaður hans, Gúnter Guillaume, var af- hjúpaður sem austur-þýzkur njósnari. Á undanförnum sex vikum hef- ur hvert njósnamálið rekið annað f Vestur-Þýzkalandi. Síðast var Margarete Höke, ritari á skrifstofu Richards von Weizsácker, forseta Sambandslýðveldisins, handtekin vegna gruns um njósnir 28. ágúst sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.