Morgunblaðið - 24.09.1985, Qupperneq 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ1913
214. tbL 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðaiis
Um 2.900 taldir af
í jarðskjálftuíium
Mexíköbwg, 23. septeraber. AP.
LEITARMENN í Mexíkóborg
greindu fri því í dag að þeir hefðu
grafið göng inn í rústir tækniháskóla
og bjargað 26 manns, sem höfðu lifað
af jarðskjálftana tvo. Þeir sögðu að
fleiri gstu leynst á lífi undir rústum
hruninna húsa.
Lögreglan sagði i dag að fjöldi
þeirra sem látist hefðu í Mexíkó-
borg í jarðskjálftunum næmi nú
2.822 og um hundrað manns hefðu
látið lífið annars staðar i landinu.
4.180 manns er saknað.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna greindi frá því að 3.461 hefði
látist i jarðskjálftunum og hefur
engin skýring verið gefin á mis-
ræminu. Bandaríkjamenn fengu
töluna frá mexíkönskum yfirvðld-
um.
Mexikönsk heilbrigðisyfirvöld
töidu að um 11.000 hefðu slasast i
skjálftunum og talið er að um
300.000 manns hafi misst heimili
sín.
Ibúar höfuðborgarinnar héldu
sumir til vinnu i dag. Bankar voru
opnir, en yfirvöld segja að skóiar
verði lokaðir fram á miðvikudag
a.m.k.
Mörg hundruð lik, sem enginn
hefur borið kennsl á, liggja i lík-
húsum borgarinnar og verða þau
grafin eða brennd til þess að forð-
ast hættu á sýkingu.
Hornaboltavöllurinn Seguro var
notaður til að geyma lík og ís
notaður til að tefja rotnun: „Við
getum ekki geymt þau hér lengi,*
sagði Uri Friedmann frá Rauða
krossinum, „tvo tima i mesta lagi,
og þá verðum við að fjarlægja lík-
in.“
Einstakar jarðarfarir fóru fram
hver á eftir annarri i San Lorenzo-
kirkjugarðinum og verið er að
grafa fimm fjöldagrafir fyrir þau
2.500 lik, sem ekki hafa verið bor-
in kennsl á.
Nokkuð hefur orðið vart við að
þjófar hafi notfært sér ástandið i
borginni og hafa flokkar manna
farið um klæddir sem björgunar-
menn, leitað í rústum og rænt þvi
sem þeir fundu heilt. Hafa nokkrir
verið handteknir fyrir þjófnað og
verða þeir dregnir fyrir herrétt.
bls. 28 og 29.
um jarðskjálftann á
Mexíkanskur prestnr stendur (Lv.) meó greipar spenntar yflr gröfúm í San Lorenzo-kirkjugarðinum fyrir utan Mexíkóborg, meðan
arlömb jarðskjálftana á sunnudag.
líkgrafarar jarða fórn-
AP/Símamynd
Frakkar játa að hafa sprengt Rainbow Warrior.
Nýsjálendingar krefja
Frakka um skaðabætur
Pmrís, 23. scftMbn. AP.
FORSÆTISRÁÐHERRA Frakk-
lands, Laurent Fabius, viðurkenndi í
gær að útsendunim frönsku leyni-
þjónustunnar (DGSE) hefði verið
skipað að sökkva flaggskipi Green-
peace-samtakanna, Rainbow Warrior,
í höfninni í Auekland á NýjæSjálandi
og lýsti í dag yfir áhyggjum stnum við
David Lange, forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, yfir sambúð ríkjanna, en
veigraði ser við að biðjast formlega
afsökunar.
Þrátt fyrir að frönsk yfirvöld
hafi vikum saman neitað allri hlut-
deild DGSE í málinu, kom yfirlýs-
ing Fabiusar fáum á óvart eftir
Gengi dollara lækkar í
kjölfar ráðherrafundar
DOLLARINN TélUð meðahali um
4,29 prósent gagnvart helstu gjald-
miðhim heims eftir að fjármála-
ráðherrar Bretlands, Vestur-
Þýskalands, Frakklands og Japans
ákváðu að hafa samstarf við
Bandaríkjamenn um að lækka
gengi doliarans á alþjóðamarkaði.
Fjármálaráðherrar landanna
fjögurra áttu fund með fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna í
New York á sunnudag og var
ákveðið að lækka dollarann í
verði til þess að koma í veg fyrir
að bandaríska þingið setti á
verndartolla til þess að vernda
innlenda framleiðslu.
Reagan Bandaríkjaforseti til-
kynnti í dag efnahagsaðgerðir til
þess að efla bandarískan út-
flutning og sagðist beita neit-
unarvaldi ef Bandaríkjaþing
legði fram frumvörp þess efnis
að minnka innflutning til
Bandaríkjanna þar sem slíkar
aðgerðir gætu komið á verslun-
arstríði.
Laurent Fabius (Lv.) forsætisráðherra
Frakklands, játar að franska leyni-
þjónustan hafi staðið að baki spreng-
ingunni á Rainbow Warrior á frétta-
mannafundi í París í gær. David
Longe ávítar Frakka fyrir sprengjutil-
ræðið við Rainbow Warríor á frétta-
mannafundi í Wellington á Nýja-Sjá-
landi í dag. AP/Símamynd
þann úlfaþyt, sem málið hefur vak-
ið í fjölmiðlum. En Fabius tók ekki
fram hver hefði gefið skipunina um
að granda Rainbow Warrior og var
mikið gert úr því á forsíðum
franskra dagblaða í morgun og bár-
ust fyrirspurnir frá leiðtogum
stjórnarandstöðunnar um hver þar
hefði verið að verki.
Franska sjónvarpsstöðin Europe
1 greindi frá því að Paul Quiles,
sem var skipaður eftirmaður Hernu
í embætti varnarmálaráðherra,
hefði komist að þvi á öðrum degi í
embætti að skýrsla DGSE um mál-
ið hefði verið eyðilögð og sagði að
hann hefði farið fram á að skýrslan
yrði endursamin, án þess að nokkru
væri sleppt.
Dagblaðið Le Monde sagði að
Quiles hefði afrekað á tveimur dög-
um, sem aðrir hefðu ekki getað á
tveimur mánuðum.
Lange hefur ásakað Frakka um
„ríkisrekna hryðjuverkastarfsemi á
alþjóðavettvangi*, og farið fram á
að þeir sem komu fyrir sprengjunni
verði reknir frá störfum og skaða-
bætur að auki.
Breska stjórnin lýsti yfir í dag að
hún liti sprengjutilræðið við Rain-
bow Warrior alvarlegum augum og
hét á Frakka að bæta þeim upp
tjónið, sem í hlut eiga, hið snarasta.
Ríkisstjórn Ástralíu fagnaði
játningu Fabiusar og sagði að þá
sem bæru ábyrgð á tilræðinu ætti
að draga fyrir rétt „tafarlaust og án
mannjöfnuðar*.