Morgunblaðið - 24.09.1985, Side 16

Morgunblaðið - 24.09.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Framtíðarsýn í Frankfurt Frá 51. alþjóðabílasýningunni í Þýskalandi Porche 959. Slagrými 2.850 ccm, 450 hestöfl. Þetta er dýrasta, hraðskreió- asta og tæknilega fullkomnasta bifreiA heims. Porche 959 er fjórar sekúndur upp á hundraðiö og ner 320 km himarkshraða. Bfllinn er búinn aldrifi, tveimur vatnskældum KKK-forþjöppum, stillanlegri fjöðrun og bremsum sem aldrei festa hjól. Hann mundi kosta um 15 milljónir kominn til íslands. Þeir sem hafa áhuga sendi strax 50 þúsund DM til framleiðenda og fá þeir þá bflinn að ári, sé hann ekki nú þegar uppseld- ur. Þó er það eflaust galli á íslenskum vegum, að það eru bara 12 cm undir lægsta punkt. Bílar Guöbrandur Gíslason Nú stendur yfir (til 22. septem- ber) alþjóðiega bflasýningin í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, en hún er haldin annað hvert ár á svæði kaupstefnunnar þar í borg. Að þessu sinni ber sýningin yfir- skrii'tina: Bifreiðin — 99 ára ung, og gefur þar að líta hartnær allt það sem lýtur að bflaiðnaði í heim- inum. 1722 framleiðendur frá 37 þjóðlöndum sýna varning sinn á svæði sem þekur litla 240 þúsund fermetra (24 hektara). Auk varahluta, nýrra véla og margvíslegs tækjabúnaðar er á sýningunni allt frá risavöxnum langferðabílum niður í örlítil farartæki fyrir yngstu kynslóð- ina sem eru eftirlíkingar af Mercedes Benz-fólksbílum og bera jafnvel stjömuna frægu fyrir miðri vatnskassahlífinni. Þessir smábensar eru víst orðin ómissandi leikföng í Beverley Hills og sums staðar fyrir botni Miðjarðarhafs og gefa þá vænt- anlega börnunum forsmekkinn af því hvað bíður þeirra. I bifreiðaiðnaðinum er sam- keppni geysilega hörð, og liggja framleiðendur ekki á liði sínu við að sýna ýmiskonar nýjungar. Þjóna margar þeirra þeim til- gangi að draga úr skaðsemi efna í útblástri bifreiða, en það hefur verið ofarlega á baugi í Evrópu að undanförnu hve eiturefni frá bílum spilla umhverfinu, ekki síst í Þýskalandi, háborg bílsins, en þar í landi þykir sýnt að eitur- efni úr púströrum drepi skóga og er þar nú mjög deilt um hvort setja eigi hraðatakmörk (100 km á klukkustund) á þjóðvegi land- sins til að vernda gróðurríkið. En tæknilegar nýjungar, hversu nytsamar sem þær eru (listinn yfir þær er 75 síður að lengd) hrökkva skammt til að laða að áhorfendur sem flestir koma í leit að einhverju sem gleður augað. Ekki er annað hægt að segja en vel sé orðið við þeirra óskum. í Frankfurt eru sýndir í hundraðatali bílar fyrir fólk með sérþarfir, einkum og sér í lagi þær að þurfa að berast á. Þar úir og grúir af lystivögnum með innbyggðum börum og fjar- skiptatækjum alls konar, bílum sem hafa verið lengdir svo far- þegi geti lagt sig á leiðinni ef svo ber undir, og skruggukerrum sem eru svo hlaðnar aukaventl- um, forþjöppum, blöndungum og öðrum aflaukandi meðulum að það þarf að afmynda þær með vindskeiðum í bak og fyrir til þess að halda þeim við jörðina þegar ekið er af stað. Flest virð- ist þetta glingur miða að því að skapa mönnum stöðutákn. Einn framleiðandinn (sem lengir Bensa svo varla er hægt að komast á þeim fyrir horn) býðst meira að segja til þess að „skapa“ farartæki fyrir viðskiptavini sína sem sýni hve langt þeir hafi náð á framabraut peningavald- sins. Þó fer því fjarri að á bílasýn- ingunni sé eintómt hjóm. Margir bílaframleiðendur sýna auk venjulegra bíla ýmiskonar til- raunafarartæki, þar sem reyndar eru nýjungar til þess að gera bifreiðir morgundagsins örugg- ari, sparneytnari, hraðskreiðari og þægilegri. Þessi tilraunafar- artæki eru sum að komast á framleiðslustig, þótt ólíklegt sé að þau sjáist á íslenskum vegum á næstunni. Þau eiga það flest sammmerkt að vera í líki tveggja manna sportbíla og óheyrilega dýr. Þessum fyrsta pistli frá bílasýningunni í Frankfurt fylgja myndir af nokkrum þeim sem hvað mesta athygli vöktu. Ford RS 200. Þessi afar hraðskreiða bifreið verður til söhi á næsta ári. Á 200 kflómetra hraða getur ökumaður valið hvort hann vill hafa drif á öllum hjólum eða einungis tveimur. Austin Rover MG ED-E. Þessi skutla með áttstrenda MG-merkinu var sýnd í fyrsta sinn opinberlega 1 FrankfúrL Hann er búinn aldrifi eins og nú færist mjög í t ísku, sex strokka vél með fjórum ventlum og nær 275 km hámarkshraða. F.nn er óvíst hvort hann verður fjöldaframleiddur. Saab 900 Turbo 16 EV-1. Ekki eru uppi áform um að fjöldaframleiða þennan bfl, heldur notar Saab-Scania hann sem tilraunatæki. Vélin er sú hin sama og í 900 og 9000 túrbóbflun- um, en í þessum framleiðir hún 285 hestöfl. Loftræstingin í bflnum er sjálfvirk og er henni stjórnað af rafhlöðum sem vinna orku úr geislum sólar. Ósýnilegir þræðir eyða móðu á afturrúðunni og fram- og afturendar eru úr efni sem er mjög létt en gefur hægt eftir lendi bfllinn í árekstri. Peugeot VERA Profíl. Þessi fólksbfll, sem befur jafnmikið innanrými og Peugeot 305 er ekki enn kominn á framleiðslustig, en með mjög lágri vindmótstöðu og dísilvél með beinni innspýtingu (50 DIN hestöfl) er eyðslan innan við fímm lítra á hundraðið í bæjarakstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.