Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 24

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Sveinn Ginarsson Maurizio Baracini Kristján Jóhannsson Grímudansleikurinn Tónlist Jón Ásgeirsson Giuseppe Fortunino Francesco Verdi hafði lokið við að semja um tuttugu óperur er hann samdi Grímudansleikinn. Þar í flokki eru Nabucco, I Lombardi, Ernani, Rigoletto, II Trovatore og La Tra- viata, svo að ekki hefur það verið fyrir vantraust á tónskáldinu að illa gekk að koma verkinu á svið. Því mun hafa valdið ótti manna við að konungsmorð kæmust í tísku. Grímudansleikurinn er að því leyti til ólíkur fyrri leikhús- verkum Verdis, að nú í fyrsta sinn er tónlistin viðameiri í gerð, og að því er virðist, hefur það haft þau áhrif að persónusköpun varð öll átaksminni. Þessi munur í gerð skilar sér í heilsteyptari formgerð tónverksins, hljómsveitin hefur á hendi þýðingarmeira hlutverk og laglínurnar eru meira ofnar sam- an við leikverkið en áður gerðist og taka sig ekki út sérstaklega, utan við verkið. Sem leikrit er því Grímudansleikurinn stærri í snið- um en margar fyrri óperur Verdis, þó skrautsýningin sé enn þarna til staðar. Leikgerð Sveins Einars- sonar er sannfærandi og til að fullgera hana sem mynd hefur hann með sér til samstarfs Björn G. Björnsson með leikmyndina, Malin Örlygsdóttur með búninga og ljósin eru unnin af ljósameist- ara hússins, Kristni Daníelssyni. Allt féll verk þeirra vel við leik- verk það sem Sveinn felldi inn í þessa mynd. Eitt sem einkennir uppsetninguna er kyrrstæður og jafnvel uppstilltur leikstíll, sem á vel við, því óþarfa ráp getur gert viðburðaleysið meíra áberandi, í stað þess að nota það sem leik- bragð, eins og t.d. í upphafi óper- unnar og í næturatriðinu í öðrum þætti, þar sem kórinn stóð upp- stilltur. Þetta gefur sýningunni festu í svip og tónlistinni rými til að „leika“. Uppstillingar einsöngv- aranna, þar sem þeim var valinn staður „til að vera á“, minntu á hugmyndir Metastasios, er hafði mikil áhrif á skipan leiks í óperum frá því á tímum Napólí-ópærunn- ar. Sveinn hefur skapað mjög heil- steypta sýningu og fellt frábær- lega vel saman myndgerð og leik, án þess að gleyma því að söngvar- arnir þurfa að syngja. Tónlistin var auðheyrilega mjög vel æfð og einsöngvarar og kór sungu virki- lega saman, sem þakka má æf- ingastjóra tónlistar, Agnes Löve, en þó fyrst og fremst stjórnanda sýningarinnar, er ræður fram- vindu hennar á sviði, hljómsveit- arstjóranum Maurizio Barbacini. Nú fer að líða að því að það unga fólk sem á síðastliðnum ár- um hefur stundað söngnám skili sér sem einsöngvarar en þessi sýn- ing er í raun verk ungu söngvar- anna, þó að frádregnum Kristjáni Jóhannssyni, hafa aðrir söngvarar sýningarinnar vart verið á sviði Katrín Sigurðardóttir, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. > Tjaldstæði í Stykkishólmi Sljkkixhólmi. 15. aeplember. NÚ ER að fullu lokið að ganga frá tjaldstæðum og öllum útbúnaði og snyrtingu fyrir ferðamenn. En fyrr í vor var gengið frá vatni og snyrtingu til bráðabirgða og eins var varanleg- ur vegur og góður lagður í haust um leið og malarlag var lagt hér á götur í kauptúninu. Eru snyrtiskýlin vönd- uð og eiga vonandi eftir að þjóna ferðamanninum um langan tíma. Tjaldstæðin voru mjög nýtt í sumar eins og hótelið sem hafði góða aðsókn. Allir þeir sem ég hefi hitt og notað hafa þessa þjónustu láta vel yfir að vera þarna, bæði hvað aðstæður, fagurt umhverfi og kyrrð áhrærir enda stæðið val- ið með tilliti til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.