Morgunblaðið - 24.09.1985, Side 31
MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
;í 31
shington,
ikvu
Hambacher hátíðarinnar beinum
við þeim eindregnu tilmælum til
hinna tveggja svokölluðu risa-
velda, að þau láti loks af allri
tvöfeldni og því undirferli, sem þau
tíðka í samskiptum sín á milli og
gagnvart öðrum þjóðum, og leitt
hefur risaveldin út í hvert glæpa-
foraðið á fætur öðru.“
Heimsókn Willys Brandt til
Moskvu dagana 26. til 29. maí sl.
er ein af nýjustu ábendingum um
það, hve mjög stór hluti vestur-
þýzkra jafnaðarmanna innan SPD
hefur gerzt pólitískt fráhverfur og
andsnúinn mikilvægustu banda-
lagsþjóð okkar í Atlantshafs-
bandalaginu og um leið einkar
hallur undir pólitísk sjónarmið
sovézkra leiðtoga. Þannig gaf
Brandt eftirfarandi yfirlýsingu í
borðræðu, sem hann hélt í kvöld-
verðaboði stjórnvalda í Moskvu:
„í öryggismálum erum við sam-
herjar, enda þótt við berjumst
hvorir fyrir sig í sitt hvoru banda-
laginu og þótt við höfum axlað
mismunandi ábyrgð innan mis-
munandi bandalagi." Þessi tilvitn-
un í ræðu Brandts birtist í „ppp“
hinn 28. maí 1985.
Að því er varðaði gagnrýni á
stefnu Ráðstjórnarríkjanna var
Brandt aftur á móti hljóður. Hon-
um þótti greinilega engin ástæða
til þess í borðræðu sinni að víkja
einu orði að þjóðarmorðinu í Afgh-
anistan, að pólitískum föngum í
síbirískum þrælkunarbúðum, né
heldur þá gjörsamlega ófullnægj-
andi hjálp, sem Ráðstjórnarríkin
veita ríkjum þriðja heimsins.
Það verður sífellt augljósara, að
andamerísk öfl fá að breiðast nær
óhindrað út innan SPD. Þegar
Ronald Reagan var kjörinn forseti
Bandaríkjanna árið 1980, olli það
einum helzta frammámanni vest-
ur-þýzkra jafnaðarmanna, Erhard
Eppler, einskærum óhugnaði og
vakti um leið ríka samúðartilfinn-
ingu hans í garð sovézkra leiðtoga:
„Jafn ofur skiljanleg og okkur
Evrópumönnum hlýtur að finnast
reiði og vandlæting Bandaríkja-
manna yfir innrás Sovétríkjanna
í Afghanistan, þá fer þó ekki hjá
því að þeir hinir sömu Evrópu-
menn fyllist nokkrum óhugnaði
yfir þeirri holskeflu innantómra
glamuryrða, fordóma og hegóm-
legra tiltekta, sem átt hafa mestan
þátt í að skola Ronald Reagan með
yfirgnæfandi meirihluta inn í
Hvíta húsið."
í augum Epplers, og þó ef til vill
miklu fremur að áliti ungra þýzkra
jafnaðarmanna yfirleitt, stafar
heimsfriðnum jafn mikil hætta af
risaveldunum báðum, Ráðstjórn-
arríkjunum og Bandaríkjunum.
Formaður ungra vestur-þýzkra
jafnaðarmanna, Willi Piecyk,
komst eitt sinn svo að orði, þegar
hann var að gera samanburð í
þessum efnum: „Spurning: Hvorir
eru að ykkar áliti meiri friðarunn-
endur Sovétmenn eða Bandaríkja-
menn, eða ef til vill hvorug þessara
þjóða? Svar: Ég álít bæði risaveld-
in vera jafn hættuleg..."
í fjölmörgum ályktunartillög-
um, sem beint var til flokksþings
SPD árið 1982, birtist því alveg
rökrétt ímynd jafnaðarmanna af
hinum friðarsinnuðu Ráðstjórnar-
ríkjum: „Sambandslýðveldið Vest-
ur-Þýzkaland á ekki að láta
Bandaríkin komast upp með það
að þvinga okkur til að gegna hlut-
verki eins konar varnarvígis gegn
sósíalismanum," sagði í tillögu til
ályktunar á flokksþinginu frá fé-
lagi jafnaðarmanna í Siegburg.
„Bandarísk stjórnvöld munu að
öllum líkindum reyna að koma sér
Willy Brandt
í þannig aðstöðu, að þau geti mis-
kunnarlaust beitt Sovétmenn
efnahagslegum og pólitískum
þvingunum, með því að leggja
ofurkapp á vígbúnað sinn...“
sagði í ályktunartillögu einni, sem
flokksþingi jafnaðmanna barst
1982 frá félagi jafnaðarmanna í
Núrnberg.
í bók sinni „Ótti við vinina"
ræðst Oskar Lafontaine harkalega
á Bandaríkjamenn.
• „Þeir eru eina stórveldið, sem
beitt hefur kjarnorkuvopnum
hingað til. Að áliti hermálasér-
fræðinga búa Bandaríkjamenn sig
núna undir að heyja kjarnorku-
stríð á vissu afmörkuðu svæði og
ætla sér að hafa sigur í þeim átök-
um.“
• „I samningaviðræðum um tak-
mörkun kjarnorkuvígbúnaðar eru
Bandaríkjamenn hvorki sjálfum
sér samkvæmir né er þeim heldur
treystandi." (Oskar Lafontaine:
„Angst vor den Freunden", Ham-
borg 1983.)
í vilhöllu mati sínu á utanríkis-
stefnu Sovétmanna lætur Egon
Bahr staðsetningu sovézku SS-20
eldflauganna við landamæri Vest-
ur-Þýzkalands ekki fara fyrir
brjóstið á sér: „Sovétmenn hafa
sýnt sveigjanleika; það hafa
Bandaríkjamenn hins vegar ekki
sýnt hingað til,“ sagði Egon Bahr
í grein, sem birtist í málgagni
vestur-þýzkra jafnaðarmanna,
„Worwárts" 6. janúar 1983.
í ræðu, sem Oskar Lafontaine
hélt á þingi ungra flokksbundinna
jafnaðarmanna 26. marz 1983 lét
hann í ljós efasemdir um það,
hvort yfirleitt væri hægt að rétt-
læta aðild Sambandslýðveldisins
Egon Bahr
að Atlantshafsbandalaginu. „Það
er hægt að setja bandalagsþjóðun-
um skilyrði af því taginu, að aðild
að NATO verði einfaldlega óbæri-
leg.“
í grein í málgagni jafnaðar-
manna „ppp“ hinn 31. marz 1983
lét þáverandi formaður landssam-
bands ungra þýzkra jafnaðar-
manna, Rudolf Hartung svo um-
mælt, að „hvorki hið hugmynda-
fræðilega rökstudda þjóðarmorð,
sem verið væri að fremja í Mið—
Ameríku, né heldur sá hugarfars-
legi undirbúningur undir árásar-
stríð með kjarnavopnum, sem ráð-
gjafar Reagans forseta annist, séu
aðgerðir er njóti stuðnings meiri-
hluta Bandaríkjamanna".
Svipaða afstööu tekur Erhard
Eppler í viðtali, sem „Deutschland-
funk“ útvarpaði 10. maí 1983.
Eppler var þó varkárari í orðavali
en Hartung „Ég er ekki fylgjandi
því, að við segjum okkur úr Atl-
antshafsbandalaginu, en ég lít
hins vegar svo á, að umræður um
það efni séu einfaldlega óhjá-
kvæmilegar á þeirri stundu, þegar,
nú svo að segja, staðsetja á eld-
flaugarnar með því að beita þving-
unum og ganga á þannig í berhögg
við hagsmuni okkar, hafa yfirlýst-
an vilja meirihluta þjóðarinnar að
engu og láta sig heldur engu varða
hina öflugu mótspyrnu friðar-
hreyfingarinnar gegn þessum fyr-
irætlunum."
Egon Bahr kemur ekki auga á
neina ógnun af hálfu Ráðstjórnar-
ríkjanna: „Það er annars hreinasta
della, þegar sagt er, að Rússar ógni
okkur.“
Bæði á flokksþingum vestur-
þýzkra sósíaldemokrata í Köln
Erhard Eppler
(1983) og í Essen (1984) eru viðhorf
Bandaríkjamanna til bandalags-
þjóða sinna lögð að jöfnu við fram-
ferði Ráðstjórnarríkjanna gagn-
vart leppríkjum sínum: „Það
breytir þó í engu þeirri staðreynd,
að ríkisstjórnir heimsveldanna
móta stefnu sína í utanríkis- og
öryggismálum eingöngu út frá
hagsmunum og að þessir hags-
munir, til dæmis í landfræðilegri
„hreppapólitík" risaveldanna
tveggja, eru oft á tíðum látnir sitja
í fyrirrúmi, án nokkurs minnsta
tillits til einföldustu grundvallar-
regla mannúðar og þjóðarrétts,"
segir í lokaályktun flokksþings
Sozialdemokratische Partei De-
utschlands í Köln hinn 19. nóvem-
ber 1983.
í framferði risaveldanna
tveggja sér Willy Brandt jafnmikla
ógnun fyrir allar aðrar þjóðar.
„Veldi þeirra er þar með í raun
og veru orðið að hreinustu ógnun,“
sagði hann í pólitískum fyrirlestri,
sem hann hélt í New York hinn
24. apríl 1985.
Út frá þessum samjöfnuði á
risaveldunum tveimur kemst
Brandt svo að þeirri niðurstöðu,
að Ráðstjórnarríkin séu orðin ein
af bandalagsþjóðum okkar: „Þrátt
fyrir mismunandi þjóðfélagsgerð,
þrátt fyrir mismunandi skilning,
sem lagður er á ýmis atriði, þá eru
Austur og Vestur, Norður og Suður
þó í einu bandalagi í baráttunni
fyrir því að lifa af,“ segir Willy
Brandt í ritstjórnargrein með fyr-
irsögninni „Oryggi verður ekk
hlutað í sundur," sem birtist í sér
stöku aukablaði „Vorwárts" 3.
ágúst 1985 og var helgað Ráð
stjórnarríkjunum. (í,r Wel* »ra Sonnue.
Arkitektafélagið og Menningarstofnun Bandaríkjanna:
Endurbygging gam-
alla borgarhverfa
í Bandaríkjunum
ísafirði, 18. september.
Arkitektafélag íslands og Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna opnuðu
í kvöld sýningu á endurbyggingu
gamalla borgarhluta í Bandaríkjun-
um. Sýningin er í bókasafni mennta-
skólans og stendur til 28. september,
en héðan fer hún til Vestmannaeyja.
Hugh Ivory, forstöðumaður
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna á íslandi, opnaði sýninguna
með ræðu, þar sem hann gat þess,
að sú stefna væri í æ ríkari mæli
tekin upp í stórborgum Bandaríkj-
anna að endurskipuleggja gömul
borgarhverfi og viðhalda fögrum
og sögufrægum byggingum frekar
en rífa allt til grunna og byggja
nýtt. Þótt mistök hafi verið gerð
í sumum tilvikum er það þó í flest-
um tilvikum að endurbyggingin
hefur tekist mjög vel og má nú
sjá gróandi mannlíf og farsæld í
hverfum sem áður voru ýmist
mannlaus eða þar var búið við
óviðunandi aðstæður.
Hann hrósaði Isfirðingum fyrir
að hafa tekið þessa stefnu í endur-
byggingu gömlu verslunarhúsanna
í Neskaupstað og sagði að mikil-
vægt væri að unga fólkið gerði sér
grein fyrir að eins og mannlífið
hafi þróast hér í tvöhundruð ár,
svo muni það halda áfram að þró-
ast.
Björn Teitsson, skólameistari
menntaskólans, flutti ávarp og
þakkaði komumönnum framtakið.
Hann lýsti yfir ánægju sinni með
að sýningin skyldi vera haldin í
húsakynnum skólans, þannig að
auðvelt væri fyrir nemendur að
skoða hana. Hann tók undir orð
Ivorys um nauðsyn tengsla við
söguna og að ef til vill mættum
við einhvern lærdóm draga af sýn-
ingunni til endurbyggingar okkar
gömlu húsa og byggðahverfa.
Baldur Frederiksen upplýsinga-
fulltrúi Menningarstofnunnar
Bandaríkjanna, sem hefur ásamt
Ásmundi Brekkan séð um uppsetn-
ingu sýninganna um landið sagði
í viðtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins, að sýningin hefði fyrst
verið sett upp í Asmundarsal í
Reykjavík í janúar sl., en tsafjörð-
ur er fimmti staðurinn þar sem
sýningin er sett upp.
Hann sagði að sýningar sem
Ljósm. (Jlfar Ágústsson.
Sýningin samanstendur af litljósmyndum með skýringum í endurbyggingu gamalla borgarhverfa í nokkrum stór-
borgum Bandaríkjanna. Fjöldi manna var við opnunina og virtist áhugi manna að skoða hvernig fortíð og nútíð
tengjast í byggingarlist vera mikill.
þessi og önnur menningartengsl
við Bandaríkin færu nú vaxandi
og sagði hann að rekja mætti það
til áhuga Marshals Brement fyrr-
verandi sendiherra Bandaríkjanna
á fslandi, og konu hans, Pamelu,
á íslenskum menningarmálum, en
þau hefðu bæði unnið mikið starf
í þágu menningartengsla íslands
og Bandaríkjanna. Hann gat þess
m.a. að nú væri nýlokið sýningu á
lækningatækjum í Reykjavík. Hét
sú sýning Medicine to-day — USA
og hafði farið víða um lönd. Island
var síðasti áfangastaðurinn og að
aflokinni sýningunni voru íslensku
rikisspítulunum gefin lækninga-
tækin, sem á sýningunni voru, en
þau voru að andvirði tveggja millj-
óna króna. Næsta sýning verður á
Kjarvalsstöðum í Reykjavík í jan-
úar á næsta ári og verða þá sýnd
leikföng.
Baldur sagði að lokum, að fólk
sækti í síauknum mæli á hið stóra
bókasafn Menningarstofnunarinn-
ar í Reykjavík, en þar vinna nú
níu íslendingar og tveir Banda-
ríkjamenn við bóksafnsstörf og
upplýsingastarfsemi. úifar