Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
57
Erindi um umhverfis-
mál í Háskóla íslands
Hátt verð á
ferskum fiski
í verktræðideild Háskóla íslands
verða á næstu vikum flutt 10 erindi
um umhverfismál. Til þeirra er
stofnað fyrir nemendur í deildinni,
en aðgangur er öllum frjáls, eins
þeim, sem ekki eru nemendur í Há-
skólanum. Gert er ráð fyrir nokkr-
um umræðum á eftir hverju erindi.
Umsjón hefur Einar B. Pálsson,
prófessor, og veitir hann upplýs-
ingar.
Erindin verða flutt á mánudögum
kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræði-
deildar, Hjarðarhaga 6.
í gær, 23.sept. flutti Þorlefur Ein-
arsson prófessor í jarðfræði fyrirlest-
ur um: Jarðrask við mannvirkjagerð,
cn aðrir fyrirlestrar verða sem hér
segir:
30. sept.: Agnar Ingólfsson, pró-
fessor í vistfræði:
Ýmis undirstöðuatriði í vistfræði.
7. okt.: Unnsteinn Stefánsson,
prófessor í haffræði:
Sjórinn sem umhverfi.
14. okt.:Arnþór Garðarsson, pró-
fessor í líffræði:
Rannsóknir á röskun lífríkis.
21. okt.: Ólafur K. Pálsson, fiski-
fræðingur, Hafrannsóknastofnun:
Auðlindir sjávar og nýting þeirra.
28. okt.: Ingvi Þorsteinsson MS,
Rannsóknastofnun Landbúnaðar-
ins:
Eyðing gróðurs og endurheimt
landgæða.
4. nóv.: Eyþór Einarsson, grasa-
fræðingur, formaður Náttúru-
verndarráðs:
Náttúruvernd í framkvæmd.
11. nóv.: Jakob Björnsson, verk-
fræðingur, orkumálastjóri:
Orkumál og umhverfi.
18. nóv.: Vilhjálmur Lúðvíksson,
verkfræðingur, framkvæmda-
stjóri Rannsóknarráðs ríkisins:
Verkfræðilegar áætlanir og val-
kostir.
25. nóv.: Einar B. Pálsson, bygg-
ingarverkfræðingur:
Matsatriði, m.a. náttúrufegurð.
Krétutilkjnning
TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinni erlendis á mánudag. Fengu þau
mjög gott verð fyrir hann, 53 krónur
á kfló að meðaltali í Englandi og
tæpar 40 í Þýzkalandi.
Baldur EA frá Dalvík seldi alls
71,2 lestir í Grimsby. Heildarverð
var 3.786.800 krónur, meðalverð
53,21. Aflinn var að mestu leyti
koli, ýsa og þorskur. Krossvík AK
seldi 119,7 lestir í Bremerhaven.
Heildarverð var 4.735.100, meðal-
verð 39,55. Afli Krossvíkur var
mestmegnis karfi.
Fræðimanna-
styrkir NATO
1986—1987
Atlantshafsbandalagið (NATO)
mun að venju veita nokkra styrki til
fræðirannsókna í aðildarríkjum
bandalagsins á háskólaárinu 1986—
1987. I fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu segir að markmið
styrkveitinganna sé að stuðla að
rannsóknum og aukinni þekkingu á
málefnum er snerta aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins og er stefnt
að útgáfu á niðurstöðum rannsókn-
anna.
Utanríkisráðuneytið veitir upp-
lýsingar um þau verkefni er valin
hafa verið og lætur í té umsóknar-
eyðublöð.
Styrkirnir nema 180.000 belgísk-
um frönkum (um 130.000 ísl. kr.)
og er ætlast til að unnið verði að
rannsóknum á tímabilinu maí 1986
til ársloka 1987. Einniger greiddur
nauðsynlegur ferðakostnaður, en
gert er ráð fyrir að rannsóknir
geti farið fram í fleiri en einu ríki
bandalagsins.
Styrkirnir verða aðallega veittir
háskólamenntuðu fólki, þótt gera
megi undantekningu frá því.
Styrkþegum ber að skila loka-
skýrslu um rannsóknir á ensku eða
frönsku fyrir árslok 1987.
Umsóknir skulu berast ráðu-
neytinu eigi síðar en 15. desember
1985.
Dauft yfir
loðnuveiöinni
LOÐNUVEIÐIN hefur verið fremur
treg að undanförnu. Síðdegis á
mánudag hafði ekkert skip tilkynnt
um afla á þeim sólarhring, á sunnu-
dag fengu tvö skip afla en á laugar-
dag 6.
A laugardaginn fengu eftirtalin
skip afla: Hákon ÞH, 800, Erling
KE, 450, Gísli Árni RE, 640, Kefl-
víkingur KE, 530, Örn KE, 580 og
Pétur Jónsson RE 790 lestir. A
sunnudag tilkynnti Sæberg SU um
630 lestir og Ljósfari RE um 500
lesta afla.
§ l
YÚREÞAN
0
Sæmundur Runólfsson (t.v.) og Runólfur Sæmundsson, eigendur Nýlands í
Vík, framan við verslun sína, sem reist var úr Barkar-einingum.
Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum
Barkar þak- og veggeininga
BÖRKUR hf.
HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 • PÓSTHÓLF 239 220 HAFNARFIRÐI
Burðarþol Barkar þak- og veggeininga er mikið og
uppsetning auðveld og fljótleg.
Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum
byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki
síst þar sem mikils hreinlætis er krafist, s.s. í tengslum
við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús-
einingar tryggja ótvíræðan spamað í byggingu, viðhaldi
og rekstrarkostnaði.
varbyvjud
að gefa afsérfyrir
fyrstu afborgun”
segir Runólfur Sæmundsson í Versluninni Nýland í Vík í Mýrdal,
sem reisti sér 250 fm verslunarhúsnæði úr Barkar þak- og veggeiningum
„Það tók okkur aðeins 6 daga að reisa burðargrindina og klæða
hana að fullu,“ segir Runólfur. „Fyrsta skóflustungan var tekin
20. október og búðin var opnuð rúmum einum og hálfum
mánuði síðar, eða 10. desember, þannig að hún var farin að
gefa af sér áður en fyrsta afborgun af húsbyggingunni féll. Það
og sú staðreynd að upphitunarkostnaður hússins er áberandi
lítill gerir það að verkum að ég er hæstánægður með viðskipti
mín við Börk hf.,“ segir Runólfur Sæmundsson í Vík.