Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 60
TU DAGUGRA NOn
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1985
VERÐILAUSASOLU 35 KR.
Verólagsforsendur kjarasamninga að brestæ
Hækkun Evrópu-
gjaldmiöils veldur
langmestu þar um
- segir Steingrimur Hermannsson
„ÞAÐ ER ekki rétt að við höfum samið við verkalýðshrejfinguna
um ákveðið verðbólgustig. Alþýðusambandið og Vinnuveitendasam-
bandið gerðu með sér samninga, þar sem gengið var út frá ákveðn-
um verðbólguforsendum, en það var aldrei talað einu orði um það
við okkur,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsKtisráðherra er
blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvort ríkisstjórnin
stæði ekki höllum fæti, nú þegar allar forsendur um verðlagsþróun
sem miðað var við við gerð síðustu kjarasamninga væru brostnar,
eða að bresta.
vn* Forsætisráðherra var spurður
hvort ríkisstjórnin hefði ekki lit-
ið þannig á, að hún væri bundin
af því samkomulagi sem aðilar
vinnumarkaðarins gerðu með
sér um forsendur verðlagsþróun-
ar, þegar samningar voru gerðir
»Við erum að sjáifsögðu ekki
bundnir af því, en við höfum
fullan vilja til að þetta geti stað-
ist. Staðreyndin er hins vegar sú,
að langsamlega mestu áhrifin til
hækkunar núna er hækkun Evr-
'opugjaldmiðils. Nú féll dollar í
morgun og þá hækkar Evrópu-
gjaldmiðill enn. Við erum
bundnir þessu, sem þýðir að Evr-
ópugjaldmiðillinn vegur meira
en dollar. Þetta leiðir einfald-
lega til hækkunar á innflutn-
ingsverði, þvi við flytjum mest
inn frá Evrópu.“
Forsætisráðherra sagði að
stjórnvðld gætu litið aðhafst til
þess að mæta þessum vanda.
Auðvitað væri ekki hægt að
hækka krónuna, því slíkt stang-
aðist beint á við hagsmuni út-
flutningsins. Aðspurður hvort
hann væri með þessu að segja að
^gengisfelling væri á döfinni hjá
stjórnvöldum sagði Steingrimur
„Nei, alls ekki. Við munum
áfram fylgja aðhaldssamri
stefnu í gengismálum. Ég er ekki
að segja að gengi verði óbreytt
til eilífðarnóns, en gengisfelling
stendur ekki fyrir dyrum.“ For-
sætisráðherra sagði að á ríkis-
stjórnarfundi í dag yrði fjallað
um þær breyttu forsendur sem
skapast hefðu með 6% lækkun
dollara í gær.
Forsætisráðherra var spurður
hvort ríkisstjórnin væri ekki
uggandi um hver viðbrögð laun-
þegahreyfingarinnar yrðu, nú
þegar forsendur síðustu kjara-
samninga virtust vera brostnar
„Þær eru aö vísu ekki alveg
brostnar, en vissulega er mikil
hætta á að svo fari. Við vonum í
fyrsta lagi að menn skilji hvað
veldur. Það er ekki bara að við
erum með fiskútflutning okkar í
dollurum, heldur megnið af
okkar utanríkisviðskiptum, svo
sem ullarvörur og fleira, sem við
seljum til Sovétríkjanna.“
HEIMSMEISTARIKEMUR HEIM
TORFI Ólafsson, kraftlyftingar-
maður úr Reykjavik, vann það af-
rek að verða heims- og Evrópu-
meistari unglinga í sínum þyngdar-
flokki á heims- og Evrópumótinu í
kraftlyftingum sem fram fór í
Soest í Vestur-þýskalandi um helg-
ina. Torfi lyfti samtals 807,5 kg.
„Ég átti ekki von á því að
verða sigurvegari í minum flokki
en vonaðist þé eftir að komast á
verðlaunapall," sagði Torfi
ólafsson við komuna til landsins
í gærkvöldi. Torfi keppti í
þyngsta flokknum >125 kg. Hann
vann þar yftrburða sigur, næsti
keppandi sem er frá Bandaríkj-
unum lyfti 782,5 kg. samanlagt.
Torfi er 20 ára og á því eftir þrjú
ár í þessum flokki. Þetta er jafn-
framt besti árangur sem íslensk-
hefur
ur kraftlyftingarmaður
náð til þessa.
„Þetta var góð tilfinning að
vera heimsmeistari. Ég hef æft
mjög vel, var í Bandaríkjunum
hjá mjög færum þjálfara og er
þetta afrakstur mikilla æfinga,“
sagði þessi ungi og sterklegi
kraftlyftingamaður með bros á
vör.
Sjá bls. 1B.
Kjaradeila iðnaðarmanna og áburðarverksmiðjimnan
Starfsfólki sagt upp
starfi frá áramótum
STJÓRN Áburðarverksmiðju ríkisins
ákvað í gær að fela framkvæmdastjóra
fyrirtjekisins að segja upp starfsfóiki
verksmiðjunnar með samningsbundn-
um þriggja mánaða uppsagnarfresti
frá og með 1. október vegna þess að
hún telur litla von um lau.sn verkfalls
iðnaðarmanna sem lamað hefur rekst-
ur fyrirUekisins. Flestar framleiðslu-
deildir verksmiðjunnar eru nú þegar
stöðvaðar og stöðvast allar í þessari
viku, flestir starfsmenn ern orðnir
verkefnalausir og enginn rekstrar-
grnndvölhir framundan hjá fyrirtæk-
inu, nema deilan leysist án tafar, segir
í samþykkt stjórnarinnar.
Jafnframt fól stjórnin fram-
kvæmdastjóranum að undirbúa út-
Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar
um hugmyndir jjármálaráóherra:
Gæti þýtt 6—10 % hækk-
un byggingarkostnaðar
„ÞETTA eru váleg tiðindi, ekki síst
fyrir unga fólkið sem á að erfa landið.
Eg sé ekki betur en bara hiekkuain
á sementinu þýði 2% hæltkun bygg-
ingarkostnaðar og bætist aðrar bygg-
ingavörur við, svo sem timbur og járn,
*cins og talað er nm, má búast við
annarri eins eða meiri hækknn. Einn-
ig er verið að tala um að draga nr
sohiskatLsundanþágum, og bitni það
á akstri á jarðefnum, sem hefur verið
undanþeginn söhiskatti, hæklur
kostnaðurinn enn nm 2%. Svo ég sé
ekki betur en þessar hugmyndir fjár-
málaráðherra hafi í för með sér 6-10%
4*æ.’jekkun byggingarkostnaðar, verði
þær að veruleika," sagði Halldór
framkvæmdastjóri Steypu-
stöðvarinnar hf. um þær bugmyndir
sem fram koma í tiliögum fjármála-
ráðherra. Alberts Guðmundssonar, að
fjárlögum næsta árs, að sá mögvleiki
sé kannaður að leggja 25% vörugjald
á innlenda sementsframleiðslu og
innfhaning á byggingarvörum.
Halldór sagði að tonnið af sementi
kostaði nú um 4.500 án söluskatts
og hækkaði því um 1.000 krónur með
25% vörugjaldi. 1 meðalibúð fara
um 30 tonn af sementi, svo bygging-
arkostnaður hækkar um rúmlega
33.000 krónur verði vörugjaldið lagt
á. Og sé reiknað með að meðalíbúð
kosti 1,8 milljónir hækkar heildar
byggingrkostnaður um tæp 2%.
„Það er sorglegt að rikið skuli
sifellt þurfa að færa sig upp á
skaftið og persónulega sem sjálf-
stæðismaður er ég mjðg skúffaður
að minn flokkur skuli standa fyrir
þessu,* sagði Halldór Jónsson.
Jón Þór Hjaltason framkvæmda-
stjóri hjá BYKO sagði að sér litist
mjög illa á þær hugmyndir að
leggja 25% vörugjald á bygginga-
vörur. „Ef hér er átt við timbur og
steypustyrktarjárn þýðir það mjög
aukinn byggingarkostnað, sem
hefur örugglega í för með sér enn
frekari samdrátt, og var hann þó
ærinn fyrir.“
boð vegna innflutnings áburðar
fyrir næsta vor, sem fyrirsjáanlegur
er vegna stöðvunarinnar og þörf
fyrir eykst með hverjum degi sem
rekstur verksmiðjunnar liggur
niðri. Vegna þess að verksmiðjan
er eign ríkisins fól stjórnin fram-
kvæmdastjóranum að kynna ríkis-
stjórninni allar forsendur ákvörð-
unar stjórnarinnar, áður en upp-
sagnarbréf verða send til starfs-
fólksins.
Starfsmenn Áburðarverksmiðj-
unnar eru 195 talsins og verður
öllum sagt upp, nema iðnaðarmönn-
unum sem eru í verkfalli og ekki
má segja upp þess vegna. Iðnaðar-
mennirnir, 11 málmiðnaðarmenn og
7 rafiðnaðarmenn, hafa verið í verk-
falli síðan 10. ágúst, eða í rúmar sex
vikur. Lítið virðist þokast í samn-
ingum aðila. Stjórnendur Áburðar-
verksmiðjunnar samþykktu sátta-
tillögu ríkissáttasemjara þar sem
gert var ráð fyrir 5% kauphækkun
til iðnaðarmanna umfram almenn-
ar kauphækkanir að undanförnu,
en iðnaðarmenn felldu sáttatillög-
una. Á síðasta sáttafundi voru iðn-
aðarmennirnir komnir niður í 6,7%
hækkun umfram almennu samning-
ana. Þarna virðist því muna 1,7%
en hafa ber í huga að verksmiðjan
samþykkti sáttatillöguna með sem-
ingi í trausti þess að með því væri
verið að leysa deiluna, aö sögn Há-
konar Björnssonar framkvæmda-
stjóra verksmiðjunnar og stendur
það boð ekki lengur frá þeirra hálfu.
Stór hluti starfsmanna verk-
smiðjunnar er í Verkamannafélag-
inu Dagsbrún. Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður Dagsbrúnar
sagði að það hefði verið mikil ógæfa
að starfsmenn Áburðarverksmiðj-
unnar hefðu ekki haldið hópinn í
samningum nú eins og oftast áður.
Hann sagði að það væri hættulegt
þegar svona hópur, til þess að gera
þröngur, klyfi sig út úr stórum hópi
og boðaði verkfall án samráðs og
samvinnu við verkamenn. Hann
sagði að iðnaðarmennirnir væru
með þessu að leika sér að því að
kalla fram breytta vinnulöggjöf og
kvaðst vera lítið hrifinn af vinnu-
brögðum þeirra.
Magnús Geirsson formaður Raf-
iðnaðarsambands íslands sagði að
þessar uppsagnir stjórnar Áburðar-
verksmiðjunnar væru fyrstu við-
brögð þeirra manna í þessari kjara-
deiiu. Hann sagðist ekki átta sig á
hvað þeir væru að hugsa með þess-
um uppsögnum, að minnsta kosti
væru þetta ekki huggulegar kveðjur til
starfsmanna eftir 30 ára starf. „Ég
man ekki eftir viðbrögðum sem
þessum áður í vinnudeilum; að heilu
fyrirtækin séu lögð niður þó menn
eigi þar í kjaradeilu,* sagöi Magnús.
Hann sagði að kröfur iðnaðarmann-
anna væru ekki á neinn hátt óeðli-
iegar, þær miðuðu eingöngu að þvi
að rétta hlut starfsmannanna miðað
við aðra starfshópa innan verk-
smiðjunnar og á hinum almenna
vinnumarkaði, vegna þess að þeir
hefðu sannanlega dregist aftur úr
að undanförnu.