Morgunblaðið - 04.10.1985, Page 1

Morgunblaðið - 04.10.1985, Page 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 223. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frakklandsheimsókn Gorbachevs: Nýjar tillögur um afvopnun kynntar París, 3. október. AP. LEIÐTOGI Sovétrikjanna, Mikhail S. Gorbachev, sem nú er í opinberri heimsókn í Frakklandi, lýsti í dag yfir nýjum tillögum Sovétmanna um aö fækka kjarnorkuvopnum, ásamt hugmyndum um „algert“ bann viö geim- vopnum og brottnám 50 prósenta kjarnorkueldflauga. Gorbachev sagöi einnig að i hugmyndum Sovétmanna, sem kynntar voru Reagan Bandaríkja- forseta á föstudag, væru tillögur um að Sovétmenn semdu sérstak- lega við Frakka og Breta um að fækka kjarnorkuvopnum þeirra. Frakkar og Bretar hafa hingað til ekki viljað ræða um sinar kjarn- orkuvopnabirgðir í viðræðunum í Genf. Þriðja atriðið í tillögum Gor- bachevs, sem hann setti fram i ræðu fyrir frönskum þingmönn- um, var loforð um að fækka meðal- drægum SS-20-flaugum niður i 243 næstu tvo mánuði. Það er sami fjöldi og stillt hafði verið upp í júní 1984. Gorbachev hét á „Bandaríkja- menn að samþykkja gagnkvæmt bann við geimvopnum og taka niður 50 prósent þeirra kjarna- oddaflauga, sem skjóta má á land- svæði hvors annars". Þetta þýðir að Gorbachev er ekki reiðubúinn að fækka eldflaugum, sem beint er að Vestur-Evrópu, um helming. Reagan sagði i dag að ekkert væri því til fyrirstöðu að Sovét- menn semdu sérstaklega við Breta og Frakka. Hann sagði einnig að tillögurnar, sem Gorbachev hefðu lagt fram í Frakklandi, mörkuðu stefnubreytingu hjá Sovétmönn- um. Reagan vildi ekki fara nánar út í það hvernig tillögunum yrði tekið: „Það kemur i ljós i Genf.“ Mikil eftirvænting ríkir nú meðal vestur-evrópskra leiðtoga vegna yfirlýsingar Gorbachevs um að SS-20-flaugum verði fækkað, en Hollendingar hafa verið tregir til að staðsetja Pershing-flaugar í Vonir glæðast um afdrif gíslanna Samið um vopnahlé í Trípolí Beirút, 3. október. AP. EKKI ER ÖLL von úti enn um aö Sovétmennirnir þrír, sem haldiö er í gíslingu hjá öfgasinnuöum múham- eöstrúarmönnum, veröi heimtir lif- andi úr helju, því aö samiö hefur veriö um vopnahlé í Trípolí. Kröfur mannræningjanna eru þar meö upp- fylltar. Múhameöstrúarmennirnir tóku fjóra gísla og hefur lík eins þeirra fundist. Þrátt fyrir hótanir frelsishreyf- ingar múhameðstrúarmanna um að taka sendiráðsstarfsmennina tvo og lækni sendiráðsins af lífi, hefur engin staðfesting borist um að þeir hafi verið líflátnir. Öryggisviðbúnaður við sovéska sendiráðið í Beirút var aukinn til muna í dag vegna hótana mann- ræningjanna um að sprengja það í loft upp, ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra og sókn vinstrisinn- aðra skæruliða að Trípolí stöðvuð. Tugir vopnaðra manna úr sósí- alistaflokki drúsa stóð vörð um afgirt sendiráðið og drúsar mönn- uðu einnig loftvarnabyssur, sem komið var fyrir á flutningabílum. Seint í kvöld bárust fréttir um að samið hefði verið um vopnahlé milli öfgasinnaðra múhameðstrú- armanna og vopnaðra sveita vinstri manna í Trípolí, en flokkur öfgasinnaðra vinstri manna hefur haldið uppi stöðugri stórskotahríð, skriðdrekaárásum og eldflauga- skotum á borgina síðan fyrir helgi. Ekkert lát virtist ætla að verða á bardögunum, þrátt fyrir tilraunir írana, sem bæði hafa ítök hjá Sýr- lendingum, en þeir styðja árásar- sveitir vinstri manna, og múham- eðstrúarmönnunum, til að miðla málum. Irönsk sendinefnd kom þó á sex klukkustunda vopnahléi og fylgdi leiðtoga múhameðstrúar- manna, Sheik Saeed Shaaban, út úr Trípolí til þess að hann gæti rætt við varaforseta Sýrlands, Abdel- Halim Kaddam. Þessum viðræðum lyktaði með samkomulagi i kvöld. landi sínu, þrátt fyrir þrýsting Atlantshafsbandalagsins vegna aukinna SS-20-flauga. Mikið hefur verið fjallað um fyrstu opinberu heimsókn Gor- bachevs til vestantjaldslands siðan hann varð leiðtogi kommúnista- flokksins í sovéskum dagblöðum og sagt að svona eigi samvinna austurs og vesturs að fara fram. AP/Símamynd Gorbachev og Fabius, forsætisráðherra Frakklands, stilltu sér upp fyrir ljó» myndara fyrir utan hótel í París áöur en þeir ræddu saman. Forsætisráðherra ísraels: Kveðst vilja flfta friðarviðræðum Jerúsalem, 3. október. AP. SIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, bar fram yfirlýsingu í dag til Husseins Jórdaníukonungs þar sem hann kvaðst vilja halda áfram friöarviöræðum fyrir botni Miöjarö- arhafs og binda endi á stríösástandið milli Jórdaníu og ísraels. Peres hafnaði aðspurður gagn- rýni frá Evrópuríkjum og aröbum um að árásin á bækistöðvar PLO i Túnis gerði erfiðara fyrir um friðarumleitanir. Hann sagði að Sovétmenn fengju ekki að taka þátt í umræðunum nema þeir tækju upp stjórnmálasamband við Israel. Peres bað Egypta um taka upp viðræður að nýju við ísraela og sagði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, í dag að Egyptar mundu halda áfram að stuðla að friði í Miðausturlöndum þrátt fyrir hinn „hræðilega harmleik" í Túnis. Stjórn Túnis sakaði ísraela aft- ur um að vilja hindra friðarumleit- anir í Miðausturlöndum með þotu- árásinni og neitaði utanríkisráð- herra Túnis, Befi Caid Essebsi, ásökunum Israela um að starfsemi frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO) væri stjórnað frá Túnis. Hann sagði að ekkert gæti réttlætt hermdarverkastarfsemi af þessu tagi og sagði að afstaða Banda- ríkjamanna til árásarinnar væri til vansa. „Þeir kippa í strengi og AP/Simamynd Vopnaöir drúsar gæta nú sovéska sendiráðsins í Beirút eftir aö ofsatrúarmenn hótuðu aö sprengja þaö ■ loft upp. toga í spotta, en sýna engan vilja til að koma málunum á skrið," sagði Essebsi. Fundur olíuríkja í Vín: Saudar vilja lækka olíuverð V(b, 3. október. AP. SAUDI-ARABAR, sem hingað til hafa verið helstu stuðningsmenn hás olíuverös innan OPEC, samtaka olíu- framleiösluríkja, staðfestu í dag aö þeir myndu bjóöa lækkaö olíuverð f trássi viö reglugerðir OPEC um sett verð á olíu. Aðildarríki OPEC komust að sameiginlegri niðurstöðu um það að óhjákvæmilegt væri að verð olíutunnu lækkaði um einn til tvo dollara næstu sex mánuði, að því að haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fundur olíuráðherranna var í járnum í dag vegna þess viðkvæma máls hvort sex þjóðir ættu að fá leyfi til að auka olíuframleiðslu sína og var ákveðið að skera úr um það mál á næsta OPEC fundi í desember, þar sem háttsettir fulltrúar á fundinum hafa lýst yfir því að þeim komi ekki til hugar að lækka verðið. Olíuráðherra Sauda, Ahmed Zaki Yamani, vildi ekki segja hversu mikil lækkuninn yrði, en talið er að um tvo dollara yrði að ræða á tunnu. OPEC hefur sam- þykkt að olíutunna eigi að kosta 28 dollara. Búist hefur verið við þessari breytingu á olíuverði af hálfu Sauda frá því í september, því að olíuframleiðsla Sauda hefur ekki verið minni í 20 ár, en í sumar. Af þessu er einnig ljóst að samtök olfuframleiðsluríkja geta ekki lengur ráðið olíuverði f heim- inum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.