Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 3 ÍÍTÓÐHEfmiRINN Prati frí Hlöðutúni, sem er vel þekktur hér- lendis, fórst þegar hestaflutninga- kerra, sem hann var I, losnaöi frá hílnum sem dró kerruna. Annar eigandi hestsins, Walter Feld- mann yngri, var á leið með hestinn til Hollands, þar sem hann býr, eftir að hafa keppt á hestamóti í Belgíu. 1 samtali við Morgunblaðið kvaðst Feldmann hafa verið á um 70—80 kílómetra hraða þeg- ar kerran, af ókunnum orsökum, losnaði frá bílnum og rann á grindverk sem er meðfram veg- inum. Við höggið kastaðist hest- urinn út úr kerrunni og yfir á næstu akrein. Brotnuðu í honum nokkur bein en hesturinn dó hinsvegar tveim tímum seinna af völdum innvortis blæðingar. Eins og áður kemur fram voru tveir eigendur að hestinum en Þjóðverji að nafni Wolfgang Bohlmann átti hestinn á móti Feldmann. Að sögn Feldmanns var hesturinn ótryggður og er Morffunblaðið/Valdimar Meðfylgjandi mynd er tekin af Prata og Walter Feldmann á Evrópumót- inu í Svíþjóð í sumar en þar varð hann annar í röð stóðhesta sem dæmdir voru á mótinu. Þekktur íslenzkur stóðhest- ur fórst í slysi í Belgíu — Kerra sem hann var fluttur í losnaði frá bflnum þetta mikill skaði fyrir þá félaga því hesturinn var orðinn vel þekktur meðal eigenda íslenskra hesta í Evrópu. Hafði Feldmann keppt á hon- um nokkuð víða og minnast sjálfsagt margir hestsins frá ný- afstöðnu Evrópumóti en þar varð hann annar í röð stóðhesta sem voru leiddir fyrir alþjóðlega kynbótadómnefnd mótsins. Feldmann hafði unnið góða sigra á Prata á Meistaramóti Þýska- lands auk annarra móta bæði í ár og í fyrra. En þrátt fyrir að Prati hafi getið sé gott orð í keppni ytra hafði engri hryssu verið haldið undir hann frá því hann var seldur út þannig að hann skilur einungis eftir sig góðar minn- ingar. Ekki er ósennilegt að eitthvað sé til af afkvæmum undan honum hérlendis og kvaðst Feldmann hafa hug á að leita fyrir sér með afkvæmi und- an honum þótt síðar yrði. Um ástæður þessa sagði Feldmann það venju hjá sér að stóðhestar þeir sem hann notaði í keppni væru ekki notaðir til kynbóta samtímis. Ekki voru allir á eitt sáttir um gæði Prata sem kynbótahests og var einkum fundið að skapgerð- inni. Þótti hann full skapharður en engum duldist þó að reið- hestshæfileikar voru miklir. Má segja að Prati hafi verið yfir- burðahestur hvað varðar vilja og skeiðrými þótt oft gengi illa að hemja hann á keppnisbrautinni. VK. Dagsbrún boðar verkfall á Securitas DAGSBRÚN hefur boðað verkfall hjá öryggisfyrirtækinu Securitas frá og með næstkomandi þriðjudegi. Um 50 starfsmenn Securitas eru féiagar í Dagsbrún. Samningar deiluaðila hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið hjá ríkissáttasemjara, en án árangurs. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað nýjan fund með deiluaðil- um. Samningar við Securitas hafa verið lausir frá 1. júlí síðastliðn- um. Securitas heldur uppi öryggis- vörslu hjá á annað hundrað aðil- um; fyrirtækjum, stofnunum og bönkum. Snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins er eftirlit með vélum og eldvörnum, þannig að verkfall Dagsbrúnar, ef til framkvæmda kemur, mun hafa víðtæk áhrif hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofn- unum. Coldwater Seafood Corp.: Aukin fisksala — samdráttur í unninni vöru SALA flaka hjá Coldwater, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihusanna í Bandaríkjunum, hefur gengið vel, en samdráttur hefur orðið í sölu unninn- ar vöru. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mögulegt væri að selja meira af flökum, fengjust þau að heiman. Fyrirsjáanlegur skortur á þorskblokk væri áhyggjuefni og slæmt til þess að hugsa, að við þjónuðum ekki þessum stóra og mikilvæga markaði nógu vel og stýrðum framleiðslunni betur inn á hann. I september var sala Coldwater 11,2 milljónir punda að verðmæti 16 milljónir dollara (656 milljónir króna). Er það 1% aukning í magni og 7% í verðmætum talið miðað við sama mánuð í fyrra. Seldar voru 4,5 milljónir punda af unninni vöru að verðmæti 5,5 milljónir dollara (225,5 milljónir króna). Er það 15% samdráttur í magni og 9% samdráttur í verðmætum. 5,3 milljónir punda af flökum voru seldar í mánuðinum að verðmæti 8,4 milljónir dollara (344,4 milljón- ir króna). í magni er aukningin 18% og í verðmætum 19%. Það sem af er árinu hefur fyrir- tækið selt 118,4 milljónir punda að verðmæti 165,3 milljónir doll- ara (um 6,8 milljarðar króna). Miðað við sama tíma í fyrra er samdráttur í magni 1% en 7% aukning í söluverðmætum. Nú hafa verið seldar 46 milljónir punda af unninni vöru að verð- mæti 56 milljónir dollara (2,3 milljarðar króna). Það er sam- dráttur í magni upp á 7% en 3% aukning í verðmætum. Af flökum hafa verið seldar 56,2 milljónir punda að verðmæti 88,2 milljónir dollara (3,6 milljarðar króna). Það er 4% aukning í magni og 7% í verðmætum. Landhelgis gæzlan: Flaug með hjartasjúkl- ing til London FOKKER FLUGVÉL Undhelgigæzl- unnar flaug síðastliöinn þriðjudag með sjúkling í bráðri hættu til London, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hér var um að ræða mann, sem farið haföi í hjartaaðgerö í London seinni hluta sumars en hafðist illa við. Guðmundur Oddsson, læknir á Borgarspítalanum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að vegna eftir- kasta eftir hjartaaðgerðina hefði sjúklingurinn komið í aðgerð á Borgarspítalanum. Við nánari skoð- un hefði komið í ljós að heilsa mannsins var mun lakari en talið hafði verið og því nauðsynlegt að flytja hann tafarlaust utan í fylgd með læknum og hjúkrunarfræðingi af gjörgæzludeild. Að sögn Landhelgigæziunnar var það um klukkan 18.30 á þriðjudag, sem farið var með sjúklingin utan eftir beiðni frá Borgarspítalanum. Flugið tók um 5 klukkustundir og gekk nokkuð vel. Lent var á Gatwik og vélin kom síðan heim á miðviku- dag. Flugstjóri í ferðinni var Tómas Helgason. Loðnuveiðin: 10.000 lestir á miðvikudaginn LOÐNUAFLINN á miðvikudag varð 9.570 lestir af 15 skipum, en um 40 eru nú haldin til veiðanna. Síðdegis f gær höfðu þrjú skip tilkynnt um afla, samtals 1.650 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin um afla á miðviku- dag: Ljósfari RE, 500, Hrafn GK, 570, Sighvatur Bjarnason VE, 600, Gullberg VE, 540, Guðrún Þorkels- dóttir SU, 550 og Harpa RE 100 lestir. Síðdegis í gær höfðu tilkynnt um afla Bergur VE, 500 lestir, Sæberg SU, 400 og Höfrungur AK, 750 lestir. / 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR í OKTOBER Vegna sérlega hagkvæmra innkaupa getum viö boðið úrval Habitat eldhúsinnréttinga með kynningarafslætti. Innréttingarnar eru vandaðar, mjög auðveldar í uppsetningu og veröið óviö- jafnanlegt. Sýningareldhús eru í versluninni að Laugavegi 13. Kreditkort eru velkomin. Síminn er 25808. 0 p p r p1 >>i L--' Emfaldur Skúffueming meö neön skápur meö 4 skúffum Kynningar - hurö og skúffu verð frá 6.114.- kr. Kynningarverö fré 4.141- kr. ft Tvotaldur etriskápur meö skápur meö hurö huröum Kynningar- og hillum Kynningar- verö trá 3.507- kr. verö frá 6.450,- kr. Tviskiptur neöri■ skápur meö hurö- um Kynningarverö frá 4.480 - kr. I Hornskápur efn meö huröum Kynningarverö frá 3.675 - kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.