Morgunblaðið - 04.10.1985, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.1985, Side 16
16 _______________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 A tímamótum Hugleiðing í tilefni af tíu ára af- mæli Fjölbrautaskólans í Breiðholti — eftir Ólaf M. Jóhannesson Fjölbrautaskólinn í Breiðholti fagnar 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Áratugur er sem örskot á tommustokk sögunnar og því ætla ég ekki hér að rita virðu- lega afmælisgrein, þar sem saga skólastofnunarinnar er tíunduð. En ég hef átt því láni að fagna að starfa sem lausráðinn kennari við þennan ágæta skóla í 6 ár og finn mig knúinn til að rabba örlítið um afmælisbarnið. Ástæða þess að ég sting hér niður penna í tilefni afmælisins er tvíþætt, í fyrsta lagi ann ég Fjölbrautaskólanum í Breiðholti alls hins besta, og í öðru lagi finnst mér undarlega hljótt um þennan stærsta og öflugasta framhaldsskóla landsins, en nú stunda yfir 2.000 manns nám þarna í Breiðholtshæðum, og stefnir óðum í það að nemenda- fjöldinn verði svipaður í dag- og kvöldskóla. Ástæða þess hversu hljótt er um þennan stærsta fram- haldsskóla lands vors er að mínu mati fyrst og fremst hógværð skólameistarans, séra Guðmundar Sveinssonar, en séra Guðmundur hefir að mínu mati unnið þrekvirki við uppbyggingu Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti svo nú er þar ekki aðeins risinn stærsti framhalds- skólinn, er vart annar umsóknum um skólavist, heldur hefir þarna í Breiðholtshæðum risið í kringum skólastofnunina sundlaug, Gerðu- berg og smiðjur miklar. Sannköll- uð menningarmiðstöð. Ég veit að margan lesandann fýsir að vita hver sé sérstaða Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hver sé staða hans í fræðslukerf- „Agi er frumforsenda skólastarfs hvort sem mönnum líkar betur eða verr, því agaðir nemend- ur verða gjarnan vinnu- samari og síðar nýtari borgarar.“ inu á tíu ára afmælinu. Frá mínum bæjardyrum séð markast sérstaða Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrst og fremst af því að hann end- urspeglar býsna vel atvinnulífið. Það er kannski best að lýsa þessu með því að lýsa svolítið andanum á kennarastofunni en þar sitja hlið við hlið viðskiptafræðingar, smið- ir, rafvirkjar, íslenskukennarar, verkfræðingar, snyrtifræðingar, vélritunarkennarar, hjúkrunar- fræðingar, kokkar, tölvufræðing- ar, íþróttakennarar, listmálarar, stærðfræðingar, leikarar og skáld. Að mínu mati er þannig Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti trúr þeirri hugsón að þar skuli ungt fólk eiga kost á að velja á milli hinna ólíklegustu námsbrauta innan sömu námsstofnunar. En hefir þá þetta fjölbrautakerfi enga ókosti? Vissulega hafa öll kerfi sína agnúa. Að mínu mati er meiri hætta á að óframfærnir einstaklingar verði utanveltu í fjölbrautakerfinu heldur en gamla bekkjakerfinu, því oft skortir nokkuð á hópeflið slíkt er gjarnan skapast í bekkjarkerfi. En á móti kemur að nemendur venjast á að bjarga sér uppá eigin spýtur og taka sjálfstæðar ákvarðanir um námsfyrirkomulag. Slíkt kann að reynast mönnum ómetanlegt þeg- ar út í lífsbaráttuna kemur og þeir hverfa frá hinum tiltölulega verndaða heimi skólans. Ég býst líka við að einhverjum þyki máski fjölbrautakerfið og hið tiltölulega óbundna áfangakerfi dálítið óróm- antískt og horfa þá til þeirra gullnu daga er hvítar stúdents- húfurnar voru settar upp fyrir framan aldnar og fornfrægar skólabyggingar. Auðvitað næst ekki jafn rómantísk stemmning þá hvítu húfurnar eru settar upp fyrir framan hina nýtískulegu og tiltölulega ungu skólastofnun í Breiðholti, enda erum við löngu hætt að skera út vindskeiðar á skólabyggingum. En Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti er ekki bara útskriftarstofnun fyrir stúdenta, hann leitast við að endurspegla fjölbreytni atvinnulífsins í starfs- háttum sínum og skipulagi og raunveruleikinn er nú ekki alltaf rómantískur nema e.t.v. í augum unga fólksins. Aður en ég lýk þessu stutta afmælisávarpi til Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti vil ég minnast á tvennt sem mér finnst einstætt í fari þessa stóra skóla. í fyrsta lagi hversu agaðir nemendur skólans eru upp til hópa og miða ég þá við reynslu mína af öðrum sambæri- legum skólastofnunum. Agi er frumforsenda skólastarfs hvort sem mönnum líkar betur eða verr, því agaðir nemendur verða gjarn- an vinnusamari og síðar nýtari borgarar, en hinir sem fá að valsa um í vinnustundum. í öðru lagi held ég að það hljóti að teljast einstætt hversu fáir eru við stjórn- unarstörf í skólanum og á þetta sérstaklega við öldungadeild skól- ans þar sem stjórnunarkostnaður er sennilega sá lægsti sem um getur við nokkra sambærilega skólastofnun. Hér er við fjármála- yfirvöld að sakast en hingað til hafa stjórnunaraðilar innt gífur- lega mikið starf af hendi við stofn- unina. Má í því sambandi ekki -t V/ertu við sjón va rpstækið í kvöld eftir fréttir — og ekki gleyma poppkorninu 1 pottur 1 sKál 1 pK. poppmaTs Jurtaolía Salt (Fæst auðvitað allt T HagKaup) Hitið olTuna T pottinum, stráið poppmaTsnum OtT. Látið „poppast". Hellið T sKál og saltið að vild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.