Morgunblaðið - 04.10.1985, Page 17

Morgunblaðið - 04.10.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR4. OKTÓBER1985 17 Stúdentaleikhúsið sýnir „Ekkó — guðirnir ungu“ í Reykjavík gleyma Stefáni Andréssyni sem hefir byggt upp tölvukerfi skólans, sn Stefán hefir nú horfið til hlið- tæðra starfa við æðstu mennta- ■tofnun þjóðarinnar, Háskóla ís- iands, og segir það sína sögu. Þá má ekki gleyma skrifstofustjóran- um Guðlaugu Einarsdóttur sem hefir leyst úr hvers manns vanda, Erlu Olafsdóttir áfangastjóra, Benedikt Jónassyni, húsverði, Þorkeli Steinari Ellertssyni, námsráðgjafa, Kristínu Arnalds, aðstoðarskólameistara og Árna Njálssyni, félagsmálastjóra. Þá má ekki heldur gleyma blessuðum samkennurunum sem sumir eru líka í tímafrekum deildarstjóra- og sviðstjóraembættum. Skrifstof- ustúlkurnar, kaffikonurnar og ræstitæknarnir eiga líka sinn þátt í vexti og viðgangi stofnunarinnar. Og yfir þessum mikla skóla vakir svo skólameistarinn okkar, séra Guðmundur Sveinsson, og leitar stöðugt nýrra leiða að því marki að gera Fjölbrautaskólann í Breið- holti að raunhæfri spegilmynd þess veruleika er blasir við nem- endur utan skólalóðar. íslenskt samfélag má að mínu mati vel við una þá spegilmynd á 10 ára af- mælinu. Höíundur er kennarí rið Fjök brautaskólann íBreiðboltí. STTÚDENTALEIKHÚSIÐ hefur undanfarnar vikur ferðast um landið með söngleikinn „Ekkó — guðirnir ungu“ en á sunnudagskvöld, 6. októ- ber, mun leikhúsið frumsýna verkið í Reykjavík og verða sýningarnar í Félagsstofnun stúdenta. Söngleikurinnn var fyrst sýndur i Akranesi, en alls hefur verið sýnt i 22 stöðum. Ætlunin er að fara f styttri leikferðir nú með haustinu, m.a. í nágrannabyggðir Reykjavíkur og til Vestmannaeyja. Leikritið fjallar um unglinga, samskipti þeirra við heimili, skóla, vini og hvernig þeir falla á mis- munandi hátt inn í stærri hóp. Freistingarnar sem meðlimir hópsins lenda í eru margskonar svo sem eiturlyf, brennivín, kynlíf og fleira. Áhersla leiksins er á sögu tveggja meðlima þessa umrædda hóps, Ekkó og Narsa, sem leikin eru af Örnu Valsdóttur og Ara Matthíassyni. Sambandi þeirra er fylgt eftir, sem síðar verður til þess að klíka þessi springur í frum- parta sfna, að því er fram kom á blaðamannafundi leikhússins. Verkið er eftir Claes Andersson, en ólafur Haukur Símonarson þýddi það og samdi söngtexta. Ragnhildur Gísladóttir samdi tón- listina sem leikin er af fjögurra manna hljómsveit, sem jafnframt tekur þátt í leiknum. Karl Aspe- lund hannaði leikmynd og bún- inga, Guðný B. Richards gerði leik- brúður. Lýsingu sér Egill Árnason um og Andrés Sigurvinsson leik- stýrir. Alls koma þrettán leikarar fram í sýningunni. Leikstjórinn sagði á blaðamannafundi er haldinn var í tilefni sýninganna að leikurinn væri ekki síður fyrir fullorðna en unglinga. „Verkið er af léttara taginu en með alvarlegu ívafi. Samskiptin milli allra þeirra sem staðið hafa að uppfærslunni hafa verið framúrskarandi góð, og finnst mér persónulega jafnrétt- látt að Stúdentaleikhúsið eigi rétt á styrkjum eins og hvert annað leikhús í landinu." Hhiti leikara úr söngleik Stúdentaleikhússins „Ekkó — guðirnir ungu“ sem sýna i i Félagsstofnun stúdenta á næstu vikum. Við ættum að kunna uppskriftina. Hagkaup hefur nefnilega selt poppmaís í 25 ár—og reyndar flest annað. Hú er búið að gera bráðskemmtilega „fræðslumynd" um sögu okkar sem margir íslendingar sáu frumsýnda T sjónvarpinu s.l. laugardag. Við endursýnum myndina í fyrri auglýsingatímanum T kvöld, strax eftir fréttir. Ckki láta þig vanta - þetta er mynd sem allir hafa gaman af. 5vo er afmælisbamið ITka svo „myndaHegt Qóða skemmtun! HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.