Morgunblaðið - 04.10.1985, Page 27
Ferskfiskmarkaðir erlendis:
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985
27
Mikið framboð
og verðið lágt
MJÖG mikið framboð af ferskum
fiski er nú í Hull og Grimsby af
heimabátum og hefur það áhrif til
lækkunar á verð á uppboðsmörkuð-
unum þar. Meðalverð á góðum fiski
úr íslenzku skipi fór á fimmtudag
niður í 33,55 krónur og ekki reyndist
unnt að selja allan afla annars.
Snæfell EA seldi 93 lestir í Hull,
mest þorsk. Heildarverð var
3.119.900 krónur, meðalverð 33,55
kr. Snæfugl SU seldi 106,8 lestir,
mestallt þrosk, í Grimsby. Heild-
arverð var 4.460.100 krónur, með-
alverð 41,75 kr. Ekki tókst að selja
meira úr skipinu, en reiknað er
með því að þær 80 lestir, sem enn
eru óseldar, fari á markaðinn á
föstudag. Þá kemur Bjartur NK
með 170 lestir af fiski á markaðinn
sama dag.
Ýmir HF seldi svo 158,3 lestir,
mest karfa, í Cuxhaven á fimmtu-
dag. Heildarverð var 4.542.600
krónur, meðalverð 28,69 kr.
'fí
INNLENT
Síldarsöltunarstúlkur í söltunarstöð Friðþjófs hf. á Eskifirði.
Morgunblaði9/Ævar
Fyrsta síldin söltuð á Eskifirði
Eskifirði, 2. október.
FYRSTA síldin, sem söltuð er hér
á Eskifirði kom í gær, en þá land-
aði hér Geiri Péturs ÞH hjá söltun-
arstöð Friðþjófs hf. Kom skipið
með 300 tunnur af góðri síld. í
morgun kom svo Geiri Péturs aftur
með 300 tunnur af síld, svo og
Sæljónið einnig með 300 tunnur.
Var landað úr báðum bátunum
„Það er siðferði-
leg krafa að við-
halda listaverkum“
— segir Hallsteinn Sigurðsson
„Múrarar ættu að vita það betur en flestir aðrir, að nauðsynlegt er
að gera við skemmdir á steyptum flötum, áður en málað er yfir þá,“
sagði Hallsteinn Sigurðsson listamaður. Hann kom að máli við Morgun-
blaðið vegna óánægju með viðhald listaverksins Veðrahöll, sem er í eigu
Múrarafélags Reykjavíkur, en eigendur létu mála yfir alla fieti verksins
í fyrrasumar án þess að gera við veðrunarskemmdir í steypunni.
BM Vallá gaf Múrarafélaginu Hann sagði að auðvelt væri að
listaverkið Veðrahöll eftir Hall-
stein árið 1978. Þrem árum síðar
lét BM Vallá setja thoro-steypu
ofan á alla lárétta fleti verksins,
að sögn Hafsteins, og þannig var
það í fjögur ár. I fyrrasumar lét
Múrarafélagið mála allt verkið
án þess að viðgerð hefði farið
fram.
„Höfundarréttarlögin kveða að
vísu ekki á um að það sé skylda
eigenda listaverka að halda þeim
við, en engu að síður er það sið-
ferðileg krafa á hendur þeim,“
sagði Hallsteinn.
Víglundur Þorsteinsson hjá
BM Vallá sagði að hugsanlegt
væri að listaverkið hefði verið
tekið of snemma úr mótum og
því ekki orðið nægilega þurrt.
Brúnirnar hefðu síðan veðrast,
og eitthvað brotnað upp úr þeim.
gera við skemmdirnar og myndu
þeir hjá BM Vallá sjá um við-
gerðina.
Helgi Steinar hjá Múrarafé-
lagi Reykjavíkur sagði, að upp-
haflega hefði verið sett efni til
verndar steypunni á listaverkið,
en er það hefði flagnað af, hefðu
þeir hjá Múrarafélaginu unnið
að viðgerð verksins. Það hefði
hinsvegar reynst erfitt að ljúka
þeim viðgerðum vegna mikilla
rigninga, og því hefði verið
brugðið á það ráð að mála verkið
til að vernda það frekar.
„Það er af og frá, að ekki sé
hægt að ljúka viðgerðinni, þó
búið sé að mála listaverkið. Það
eru engar skemmdir komnar í
verkið, þó komin séu í það skörð,
og aldrei verið ætlun okkar að
ljúka ekki viðgerðinni."
Veðrahöll, listaverk Hallsteins Sigurössonar sem er í eigu Múrarafélags
Reykjavíkur.
hjáFriðþjófi hf.
Á söltunarstöð Sæbergs kom svo
Freyja GK með 500 tunnur. Sjó-
menn segja að þó nokkuð sé af
síld í fjörðunum, en hún er bæði
dreifð og stendur djúpt. Einn skip-
stjóranna sagði að í nótt hefði
síldin „hlaupið upp í fjörur", eins
og hann tók til orða.
Eins og áður sagði kom Freyja
frá Garði með 500 tunnur, sem fóru
til söltunar í söltunarstöð Sæbergs
á Eskifirði. Síldina fengu skip-
verjar í Fáskrúðsfirði. Er þetta
fyrsta síldin, sem þeir fá enda
nýkomnir á miðin. Meðal skipverja
er fullorðinn maður, Guðbrandur
Guðmundsson frá Keflavík, og stóð
hann í síld upp í hné í löndunar-
kassanum. Hann kvaðst hafa verið
á mörgum síldarvertíðum, bæði
fyrir Norður- og Austurlandi og
alls kvaðst hann vera búinn að
vera 21 vertíð með Halldóri skip-
stjóra á Freyju.
— Ævar.
Guöbrandur Guömundsson skipverji á Freyju frá Garöi við sfldarlöndun á
Eskifirói. Morgunblaðið/Ævar
Söltunarstúlka á Fáskrúösfiröi.
Morgunblaftið/Albert Kemp
Söltun á Fáskrúðsfirði, en hún hófst nokkru fyrr en á
Eskifirði. Morgunblaðið/Albert Kemp
Útreikningur verðtryggingar lána gagnrýndur:
„Hávextir í rauninni
greiddir af lántakendum
segir Þorgils Axelsson byggingartæknifræðingur
„UM ÞAÐ eru til skýrar reglur innan
bankakerfisins hvernig reikna á út
verötryggingu lána, en slíkar reglur
hafa hins vegar ekki verið settar um
lánaviöskipti á almennum markaöi,
s.s. í byggingarframkvæmdum,“
sagði Þorgils Axelsson, byggingar-
tæknifræðingur, í samtali viö Morg-
unblaðið, en um síöustu helgi flutti
hann erindi um þetta efni á fundi
samtakanna Lögvernd á Hótel Sögu.
Þorgils sagði, að sú reikningsað-
ferð sem notuð væri á hinum
almenna markaði, þ.e. línuleg vísi-
tala eða jöfnunarvísitala, leiddi til
þess að lántakendur greiddu á
endanum mun hærri upphæð, en
verðtryggingu næmi. I reynd
greiddu þeir hávexti.
Þorgils benti á, að til væri reikn-
ingsregla um verðtryggingu („lög-
fræði skrifuð utan um stærð-
fræði", eins og hann komst að
orði), sem Efnahags- og samvinnu-
nefnd Sameinuðu Þjóðanna í Genf
hefði samið og mælst til þess að
aðildarþjóðir notuðu. „Þetta er hin
svonefnda „bókun 188A“, sem er
t.d. notuð í Svíþjóð," sagði Þorgils.
„íslenska byggingarvísitalan er
reiknuð út á sama grundvelli og
sú sænska og hvers vegna í ósköp-
unum notuð við þá ekki líka bókun
188A? Bókunin tekur tillit til þess
að aðilar í lánsviðskiptum inna af
hendi gagnkvæmar skyldur og
fyrir það að greiða upp samnings-
verð á hinn tiltekna hátt eignast
lántakandi part í verðbólgunni."
Þorgils sagðist hafa athugað
nokkur dæmi um byggingarvið-
skipti hér á landi og nefndi, að
raðhús af algengri stærð, sem
byggt hefði verið 1981 og kostað
750 þúsund, hefði í einu tilviki
verið ofgreitt um 200 þúsund krón-
ur og í öðru um 280 þúsund krónur,
ef miðað er við núvirði og reikn-
ingsreglu bókunar 188A til saman-
burðar.
Þorgils Axelsson kvaðst hafa
rætt þessa gagnrýni sína á núver-
andi útreikning verðtryggingar við
ýmsa embættismenn og stjórn-
málamenn sl. þrjú ár. „Það tók
mig allt árið 1982 að sannfæra
menn um að ég væri með réttu
ráði!“, sagði Þorgils, en nú væru
undirtektirnar orðnar aðrar og
m.a. hefði Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, kynnt sér
þetta mál og lýst skilningi á því.
Taldi Þorgils líkur á því, að stjórn-
völd mundu því beita sér fyrir því
á næstunni að bókun Sameinuðu
þjóðanna yrði framvegis notuð við
útreikning verðtryggingar lána á
almennum markaði hér á landi.
4
* .