Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 04.10.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1985 35 Minning: Sveinn G. Sveinsson verkfrœðingur Sveinn Guðmundur Sveinsson lést í Reykjavík 23. september sl. Hann var fæddur í Reykjavík 2. marz 1937. Hann varð stúdent frá MR 1957 og lauk prófi í bygginga- verkfræði frá T.H. Stuttgart 1963. Hann stundaði verkfræðistörf óslitið síðan, ýmist hjá öðrum en þó lengst af sjálfstætt. Við fráfall hans er sorg aldraðr- ar móður hans, Kristínar Guð- mundsdóttur Kristjánssonar frá Hólakoti auðvitað þyngst sorgar nákominna. En Sveinn var næst- elstur þriggja barna hennar og manns hennar Sveins Guðmundar Sveinssonar Gíslasonar úr Reykja- vík. Sveinn lézt af slysförum í desember 1942. Það varð því hlut- skipti Kristínar að koma börnum þeirra upp ein. Það tókst henni með harðfylgi og urðu þau öll nýtir borgarar. Eftir lifa nú systir hans tvær, þær Ragnheiður búsett í Danmörku lengst af og Lára gift Hreini Oddssyni, rafvélameistara. Sveinn kvæntist 1963, Ásu Ket- ilsdóttur og eignuðust þau 3 börn. Þau slitu samvistum. Öllu þessu fólki votta ég hluttekningu mína við fráfall Sveins. Kynni okkar Sveins hófust fyrir langa iöngu í Norðurmýrinni í Reykjavík stríðsáranna. Áður en þau hófust sögðu strákarnir mér að „Lillabó" væri mesta hrekkju- svín og væri betra að vara sig á honum. Þetta reyndist þó verulega orðum aukið þegar til kastanna kom og urðu okkar skipti friðsam- leg bæði þá og síðar. Arin liðu og við urðum sessunautar í MR í 4. bekk. Við urðum lagsmenn næsta áratug, bæði hér og einkum erlend- is og deildum súru og sætu. Við urðum vinir ævilangt, þó svo kynni okkar stopuluðust vegna starfa okkar næstu áratugina. Við vorum samvistum nær dag- lega árin okkar í Stuttgart, bæði í leikjum og starfi. Víst vorum við kátir piltar og sjálfsagt hefur farið of mikill tími á stundum í annað \en námið. Við ræddum ítarlega hin hinstu rök mannlegrar tilveru á löngum nóttum á mannauöum strætum. Þó að verkfræðin og raunvísindin væru okkar köllun og starf, þá var heimspeki og saga gjarnan tómstundaviðfangsefni okkar. Við lásum alla veraldarsögu Grimbergs yfir 20 bindi held ég. Hinar blóði drifnu Sturlungasögur gengu á milli okkar og fleiri forn- rit, að ótöldum ljóðabókum ís- Fæddur 18. nóvember 1923 Dáinn 19. september 1985 Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, segir gamall málsháttur og 62 ár rúm er ekki hár aldur. Stein- þór vinur minn var kallaður burt á heimili sínu að kvöldi 19. septem- ber. Þetta voru snögg umskifti og stórt áfall fyrir fjölskylduna. En hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí, segir Hallgrímur Pétursson. Steinþór fæddist á Skagaströnd í svokölluðu Skagastrandarhúsi. Hann var sonur sómahjónanna ólafs Lárussonar og Bjargar Karlsdóttur Berenssen. En faðir hans, Ólafur, var kaupfélagsstjóri þar um áratuga bil. Þau hjón eign- uðust fjögur börn; Sigríði sem búsett er í Reykjavík, tvíburana Steinþór og Theodór Lárus og Árna sem lést barn að aldri. Theo- dór er látinn fyrir nokkuð mörg- um árum. Nú er Sigríður ein eftir- lifandi af þessum systkinum og foreldrarnir báðir látnir fyrir mörgum árum. Ég er líka alin upp á Skaga- strönd og þekkti alla þessa fjöl- lenzkra höfuðskálda. Við koníaks- tár og kaffi flugu Pýþagóras, Euclid og Fourier út um gluggann, en skáldjöfrar eins og Einar Ben. sem var okkar uppáhald á 4. glasi, settust í hásætin. Og við reyndum að komast að kjarna málsins. Nú er Sveinn kominn að honum á undan mér eins og svo oft áður. Þegar við höfðum dvalist í Stutt- gart um hríð gerðist honum mein það, sem hann hlaut að berjast við til æviloka. Sykursýkin olli því líklega að honum varð ekki lengra lifs auðið. En hann sinnti ekki alltaf nógsamlega þeim lífsvenjum sem sá sjúkdómur krefst. Enda mun slíkt einhleypum atorku- manni í fullu starfi erfitt. Varð barátta hans við sjúkdóminn oft hrikaleg. En í henni kom skapgerð Sveins mjög í ljós. í brjósti hans sló ljónshjartað. Hann bognaði ekki í éljunum. Hann sagðist gera sér ljóst að hann yrði líklega ekki gamall maður, en myndi lifa þang- að til. Það gerði hann af þrótti og reisn, þannig að við hinir heilu, máttum oft blygðast okkar fyrir að kvarta yfir smámunum. Einbeitni Sveins var með ólík- indum þegar hann taldi hennar þörf. Þá skipti eigið öryggi hann engu máli. Tel ég hann alveg eins hafa bjargað lífi mínu við eitt tækifæri í kröppum dansi. Þá lagði hann hiklaust líf sitt við mitt, sem hann gat þó auðveldlega komist hjá. Þannig var Sveinn. Tröll- tryggur vinum sínum, hver svo sem þeirra hlutur var. Hreinskipt- inn og opinskár. Sagði skoðun sína umbúðalaust og dró hvergi undan. Hann var glaðsinna og hláturmild- ur, örlátur á fé sitt og tilfinningar. Hann var glæsimenni hár og herðabreiðu og bar sig hermann- lega. í gegn um árin fylgdist ég lítil- lega með störfum Sveins á Ljós- prentstofunni hjá Tona, þar sem við versluðum báðir. Ég stalst oft til að skoða teikningar hans og reyna að tileinka mér faglegan frágang hans til þess að fegra mitt eigið klór. Ég held að hann hafi náð talsverðum þroska sem verkfræðingur og reynsla hans hafi verið orðin víðtæk. Enda var hann eftirsóttur af bygginga- mönnum og skorti ekki verkefni. Það er erfið staðreynd, sem þó verður ekki umflúin, að við félag- arnir, sem voru ungir menn í gær, erum komnir á seinni helming skyldu mjög vel og minnist allra þeirra kynna með þakklæti og virðingu. En Steinþór og eftirlif- andi kona hans, Guðrún Hall- dórsdóttir, og börn þeirra 5 eru efst í huga mínum í dag þegar ég í fjarlægð læt hugann reika á vit minninganna til bernskudaganna heim á Skagaströnd og svo til allra samverustundanna á fullorð- insárunum með þeim hjónum og börnum þeirra bæði ungum og uppkomnum inni á heimili þeirra og utan þess. Steinþór var mikill gæfumaður þó hann væri ekki auðmaður enda eðli hans ekki til auðsöfnunar fall- ið því að hann vildi öllum vel og hvers manns vandræði leysa. Hann giftist dugmikilli og elsku- legri konu. Þau áttu gáfuð og ynd- isleg börn sem koma sér vel áfram í lífinu, bæði við störf og nám. Hann eignaðist ævilanga vináttu og virðingu allra sem kynntust honum, bæði bemsku- og æsku- vinanna að heiman og eins sam- starfsmanna og annarra sem hann átti samleið með. Hann varðaði ævinnar í dag. Og á morgun er hún búin. Víst vildum við lifa daginn á enda og halda heilsu og kröftum. æviveg sinn glaðværð, drengskap og tryggð. Lýsing tengdamóður hans á honum var sú að hann væri alltof heiðarlegur og góður fyrir þennan heim. Og með þessum orðum talar hún einnig fyrir munn okkar hinna sem þekktum hann best. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu hans, börnum og þeirra fjölskyldum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim öllum blessunar guðs bæði nú og um ókomin ár. Sigurunn Konráðsdóttir En það veitist ekki nærri öllum. Slíkt er gangur lífsins. Við það verðum við að sætta okkur. Nokk- uð er um liðið síðan við Sveinn ræddum um manninn og endimörk hans. Þó hygg ég að hann hafi ekki breytt hinni yfirveguðu af- stöðu sinni til lífsins sem mér fannst hann þá hafa. Þvi ætla ég nú að kosta huginn að herða og forðast víl og harmakvein. Slíkt hefði ekki verið honu að skapi. Ég vil því minnast Sveins, sem eins tryggasta vinar sem ég hef átt. Ætíð boðinn og búinn að lið- sinna þyrfti maður einhvers með. Skemmtilegs fjörkálfs, sem gat hlegið svo undir tók. Skapið stund- um sem kraumandi eldfjall, fljótur til sátta og að fyrirgefa. Unnandi fagurra lista, meyja, víns og söngva, andsnúinn allri hálfvelgju, hvort sem var í leik eða starfi. Hann var maður stormsins fremur en lognsins. Þannig man ég hann bezt. Ég sé hann fyrir mér þeys- andi á mótorhjólinu um götur Þýzkalands í gamla daga, ég sé hann fyrir mér hlæjandi og trall- andi á gömlu kránum, ég sé hann fyrir mér þar sem við reikum um sólbökuð stræti Stóðgarða, þar sem vínin í Wiirtemberg ná verald- arfrægum þroska í sumarhitunum. Ég sé hann fyrir mér í ótal mynd- um minninganna, glaðan og reifan. Þannig vil ég muna hann um mína daga. Svona líða sumur okkar fyrr en okkur varir og haustið kemur, laufin falla og blómin fölna á einni hélunótt. „Stundum deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvurt óséð- eða liðin.“ Svo vertu Sveinn vinur minn kvaddur. Hittumst í eilífð á sól- sviðnum vínviðarhæðum, þar sem hitabylgjur gera okkur góðan þorsta. Bis nacher Freundchen. llalldór Jónsson verkfr. heimilisföður og djúp er hryggð þeirra konunnar hans, barna, tengdabarna og afabarna nú þegar leiðir skiljast og hann er hrifinn úr hópnum svo langt um aldur fram. Það fór ekki neitt mikið fyrir Árna Daníelssyni í lífinu. Vinnan og heimilið það voru þeir tveir sterku þættir sem hann óf saman. Ungur drengur varð hann þá eins og aðrir að fara að vinna fyrir sér og fór á sjóinn. Síðan lá leiðin ýmist við störf sjómanns, verka- manns, við síldarmat eða verk- stjórn og nú síðustu árin sem bensínafgreiðslumaður. Hvar- vetna var hann traustur og eftir- sóttur góður starfsmaður. Ég veit að fleirum en mér úr fjölskyldu okkar er tregt tungu að hræra þegar Árni er kvaddur hinstu kveðju, en við vitum samt að fjölskyldan mun enn í framtíð- inni hittast á góðum stundum í Stekkjarholti 24 uppi eða niðri og eiga saman samverustund, en hlýja brosið hans verður víðs fjarri en við munum það samt og sendum þakkir fyrir það sem við höfum notið. Samúðarkveðjur mínar vil ég senda konu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, stjúpmóður og systkinum hans og fjölskyldunni allri um leið og ég veit að við öll munum sameinast í þakklæti fyrir að hafa átt samleið tryggð og vináttu hins góða vand- aða drengs. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfa eftir þér í sárum trega þá blómgvast enn og blómgvast ævin- lega hiö bjarta vor í hugum vina þinna. T.G. Minning: Arni Orvar Daní- elsson, Akranesi Fæddur 20. júní 1922 Dáinn 28. september 1985 Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. T.G. í dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Árni Daníelsson, sem andaðist skyndilega af völdum hjartaáfalls laugardaginn 28. f.h. Á einum af þessum fögru dögum sem þetta sumar hefur verið svo ríkt af, fæ ég þá sviplegu fregn að Árni Daníelsson, áratuga vinur minn og fjölskyldu minnar hafi andast skyndilega þann sama dag. Heilbrigður og hress hafði hann gengið út til að stússa eitthvað í garði sínum í frítíma laugardags- ins og að vörmu spori verður þess vart að eitthvað amar að honum. Það er stutt leið á Sjúkrahúsið og það nemur ekki löngum togum þar til hann er kominn undir læknis- hendur, en allt kemur fyrir ekki honum verður ekki bjargað, hann er látinn. Svipleg og sorgleg frétt sem snertir fjölskyldur okkar, gerir mann annarshugar og utan við sig og ég stari út um gluggann þar sem haustið er að keppast við að fella laufin á trjánum, rauð, gul og græn falla þau til jarðar yfir fölnandi blóm sumarsins. Þannig er mannsæfin lík og árs- Minning: Steinþór Carl Ólafs- son frá Skagaströnd tíðirnar. En það var ekki komið haust í lífi hans sem við erum nú að kveðja. Aðeins sextíu og þriggja ára að aldri, verður fjölskyldan hans að sjá honum á bak hinum góða prúða eiginmanni, föður og afa. Og það er mikill harmur kveð- inn að fjölskyldunni í Stekkjar- holti 24. Og minningarnar leita á hugann fjörutíu ár eða lengra aftur í tím- ann. Ungir og glæsilegir elskend- ur, Sigríður Sigurbjörnsdóttir og Árni Daníelsson bundust tryggða- böndum og leiddust út i lífið. Verkefnin og ábyrgðin beið þeirra. Þau settu saman bú og bjuggu fyrstu árin i húsi móður hennar á Teig og þar fæddust þrjú eldri börnin, Helga, sem búsett er í Skagafirði, Sigurbirna, búsett i Vestmannaeyjum og Daníel sem býr hér á Akranesi. Siðan byggðu þau saman systurnar tvær frá Teig ásamt mönnum sínum, húsið í Stekkjarhotli 24, þar sem þau • hafa búið síðan. Og þar fæddust tvö yngri börnin, Úrsúla sem einn- ig býr hér í bæ og Friðþjófur sem enn er í foreldrahúsum. Það er mikið og gott verkefni að skila þjóðfélaginu fimm góðum börnum og það hefur þeim hjónum tekist með glæisbrag, enda hafa þau hjón bæði verið mikið heimilisfólk og áhugamál þeirra hafa ævinlega verið börnin og heimilið. Um leið og ég með þessum fá- tæklegu orðum kveð Árna Daníels- son vil ég þakka honum hið ljúfa og elskulega viðmót sem við heim- ilisvinir á Teignum og Stekkjar- holtinu áttum ævinlega að mæta hjá honum. Því það var mikil fjöl- skyldumiðstöð á heimili þeirra Siggu og Árna. Eg minnist óteljandi sunnudags eftirmiðdaga fyrr og síðar þar sem hópur innan fjölskyldunnar mætt- ist á heimili þeirra og sat lengi dags við rabb og kaffidrykkju. Börnin voru í fylgd með foreldrum sínum og hávaðasamt gat orðið í stofunni í Stekkjarholti þegar lika unglingarnir í fjölskyldunni voru mættir. En Árni gekk um hlýr og rólegur og sagði glaðleg orð við alla. Það er erfitt að sjá á bak slíkum ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.