Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985
37
Eins og fram hefur komið í frétt-
um bar það til tíðinda er kveikt
var á blysum á matarborðinu að
reykskynjarar fóru í gang og
slökkviliðið var mætt að vörmu
spori með allan sinn útbúnað.
Forseti íslands heilsar hér framkvæmdastjóra Arnarflugs Agnari Frið-
rikssyni. Til vinstri er Halldór Bjarnason, yfirmaður Arnarflugs í Hol-
landi, og til hægri Haraldur Haraldsson hjá Andra hf. Myndin er tekin
við móttökuna í Haag.
Islandskynning
Þegar frú Vigdís Finnboga-
dóttir hélt í opinbera heim-
sókn til Hollands seinnipartinn í
september efndu 18 íslenskir aðil-
ar er stunda viðskipti við landið
til Islandskynningar í Hollandi.
Boðið var til kvöldverðar bæði í
Amsterdam og Rotterdam og var
íslenskur matur á borð borinn af
Hilmari Jónssyni matreiðslu-
manni.
Að loknu borðhaldi flutti Ragn-
ar Halldórsson formaður Verslun-
arráðs íslands ræðu og að þvi
loknu var haldin tískusýning þar
sem íslenskt sýningarfólk sýndi
ullarfatnað frá Álafossi og Iðnað-
ardeild SÍS.
1
Hollandi
Við móttökuna í Haag. Hr. Aardenne efnahags-
ráðherra og de Konnong aðstoðarfjármálaráðherra
ásamt Hilmari Jónssyni.
í Rotterdam, hlaðborðið sem slökkvilið Rotterdam
kom til að slökkva í. Fyrir miðju er víkingaskip sem
Hilmar Jónsson bjó úr ísklumpi.
Ingimundur Konráðsson frá fslensku umboðssölunni og Áslaug Hafstein kona hans ásamt viðskiptavinum.
Elvis mesti poppari
allra tíma
w
Inýrri útgáfu af heimsmetabók
Guinness þar sem fjallað er um
hljómplötur, segir að Elvis Presley
sé vinsælasti poppari allra tíma.
Þar segir að frá því að hann hóf
feril sinn 1952 og til dagsins i dag
hafi rokkkóngurinn verið 1124
vikur á vinsældarlistum með plöt-
ur sínar eða meira en 20 ár, en
þess má geta að Bítlarnir hafa
verið í 419 vikur og Cliff Richards
í 902 vikur á listanum.
Elvis á að sögn bókarinnar flest
topplögin eða 106 lög á meðan t.d.
Stevie Wonder og David Bowie
hafa ekki átt nema 37 lög hvor.
Þá vitum við það.
COSPER
Ég hef orðið áhyggjur af manninum mínum. Hann er farinn að
borga skattana með bros á vör.
Innilegar þakkir sendi éy börnum mínum,
tenydabörnum, barnabörnum, barnabarna-
börnum, cettinyjum, vinum oy fyrrverandi
samstarfsmönnum sem ylöddu miy á áttrœðis-
afmæli mínu þann 11. september með skeytum
oy yjöfum. Sérstakar þakkir sendi éy öllu
starfsfólki Hátúni 10, k. hœð.
afmæli mínu 2J+. sept. sl
Lárus Salómonson.
Frumsýning
ílðnó
íkvöld.
BORÐAPANTANASIMI HELGARINNAR 30400
Hauargarðurínn
HUSI VERSLUNARINNAR
ÖRN ARASON LEIKUR
KLASSÍSKAN GÍT-
ARLEIK FYRIR MAT-
ARGESTI