Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
Teningnum kastað
Athugasemd frá framkvæmdastjóra Flugfisks-Flateyri hf.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
athugasemd frá Hrafni Björnssyni,
framkvæmdastjóra Flugfísks-Flat-
eyri hf.:
„í DV þann 16. okt. sl. kom þvert
yfir forsíðuna frásögn af gjald-
þroti Flugfisks-Flateyri hf. Dag-
inn áður en búið var tekið til gjald-
þrotaskipta hjá sýslumanni ísa-
fjarðarsýslu. Síðan hefur hver
greinin rekið aðra og síðan rekur
Morgunblaðið endahnútinn á með
myndskreyttri grein í sunnudags-
blaðinu þann 20. okt. sl.
í greinum þessum eru heilar
langlokur um eignir og þó aðallega
skuldir. Greinar þessar eiga það
þó sammerkt að lítið er þar minnst
á að innihald þessara húsa sé
einhvers virði, eða að þar sé ve'rið
að byggja upp nýiðnað, sem að
mjög takmörkuðu leyti sé farinn
að gefa nokkuð af sér.
Víða erlendis, þar sem eitthvað
er horft fram veginn, er gengið út
frá þvi að fjárfestingar í nýiðnaði
fari ekki að skila sér að ráði til
baka fyrr en eftir fimm ár. Flug-
fiskur-Flateyri hf. hlaut aldrei
nema rösklega hálfan þann gálga-
frest frá því það hóf starfrækslu,
sem einkafyrirtæki þann 16. jan.
1982.
Hefði verið séð fyrir að þessi
yrðu endalokin, þá hefði áreiðan-
lega fyrr verið búið að klæða áð-
ur-nefndar fasteignir fyrirtækis-
ins, þó ekki væri nema til að gleðja
augu lesenda Morgunblaðsins.
Forráðamenn fyrirtækisins höfðu
hins vegar talið réttara að byggja
fyrst upp fyrirtækið innan frá með
o
INNLENT
öllum þeim hönnunar- og fjár-
magnskostnaði, sem það tekur hér
að byggja upp fjöldaframleiðslu.
En klæða síðan húsin utan og fegra
umhverfi þeirra, þegar starfsemin
færi að skila arði.
Því miður eru þessi skrif ekkert
séreinkenni þeirra blaða sem þau
birta, heldur endurspegla þau það
efnahagsástand, og þann hugsun-
arhátt, sem með okkur fslending-
um hefur þróast hin síðari ár.
Enda er að verða svo, að ekkert
er hér hægt að reka með hagnaði,
nema þjónustu, sem getur velt
hækkunum sínum beint út í verð-
lagið.
Skyldu menn t.d. hafa velt því
fyrir sér hvort stórfyrirtæki eins
og DV og Morgunblaðið afli eða
spari erlendan gjaldeyri.
Skyldu menn mikið hugleiða að
fyrirtækið ísland er rekið með
tapi, á sama tima og opinberir og
hálfopinberir aðilar hamast við að
auglýsa hátt í 100% ávöxtun eða
að slík ávöxtun við fyrrgreind
skilyrði hljóti að leiða af sér
samsvarandi tap.
Ætli menn hugleiði að þetta
samsvarandi tap veldur því að eitt
málgagn rikisins þ.e. Lögbirtinga-
blaðið hefur stækkað fyrirtækja
mest á íslandi.
Skyldu menn hugleiða hvað
neyddi forráðamenn Flugfisks-
F'lateyri hf. til að óska sjálfir eftir
gjaldþrotsúrskurði, því skal hér
svarað:
Forráðamenn lítils sparisjóðs
fyrir vestan höfðu ekki kynnst því
að gerðar væru skuldbreytingar
og því síður að slíkar ráðstafanir
gætu verið báðum aðilum til hags-
bóta og tryggt hagsmuni beggja.
Þegar samningar voru útilokaðir,
lánin gjaldfelld og komin fyrir
dómstóla, þótti ekki lengur stætt
gagnvart öðrum lánardrottnum að
halda rekstrinum áfram.
Skyldu menn hugleiða að þessi
sami sparisjóður fór langt út fyrir
sín takmörk í lánveitingu til Flug-
getrsuna-
VINNINGAR!
9. leikvika —Jeikir 19. október 1985
Vinningsröð: 1 1 2—1 X 2-X 1 1-X 2 1
1. vinningur 12 réttir
kr 116.805,-
3318 88354(6/11) 100067(6/11) 105458(6/11) Úr8.viku:
37558(4/11) 94435(6/11) 103791(6/11) 88506(6/11)t
2. vinningur: 11 réttir
kr 3.202,-
101 11950 428H 55394 94969+ 103306 100595*+
868 12177 45187 55810 95101+ 103324 101161*
1000 14939 45436 56624 95135+ 103376+ 102882*+
1239 16777 46786 58392 95190+ 103650+ 105928*
1766 17655 47615+ 85974+ 100836+ 103731 Úr8. viku:
1891 38118 48318 86357 101014 104236 9737+
2409 40513 49171 87003 101293 104687 56476
4831+ 40833 49416 88594 101590+ 105423 88860+
6069 41193 51582 90468+ 101591+ 105424
6412 41745 53644 91434 101603+ 105433
6766 41928 54401+ 94950+ 101610 45366*
8019 42096+ 54402+ 94968+ 103007+ 100480*
*=<2/11)
tslenskar Getraunir, íþróltamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærufrestur er til 11. nóvember 1985 kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera sknllegar Kærueyöubloð fást h|é umboðsmönnum og á sknfstotunm i
Reykjavík Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til grema
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofm eða senda stofninn og tullar
uppfýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna tynr lok kærufrests
fisks-Flateyri, og að forráðamenn
fyrirtækisins hafa síðan verið
undir hælnum á þessum sama
sparisjóði auk bankaeftirlits
Seðlabanka íslands.
Skyldu menn hugleiða að for-
ráðamenn Flugfisks-Flateyri
seldu þá íbúðarhús sitt ofan af
fjórum börnum og framseldu
kaupsamninginn þessum sama
sparisjóði til að gæta hagsmuna
beggja.
Skyldu menn hugleiða að til eru
aðrir lánadrottnar. Þá varðar
ekkert um hvað bankahallir eru
margar og glæsilegar, né hversu
falleg fyrirtæki eru að utan, eða
hvort togarar eru með ryðtaumum,
það eina sem þá varðar um er
hvað er innan í fyrirtækjunum og
hvað þau gefa af sér. Þessir lána-
drottnar eru erlendis, erlendir
bankar, og lánadrottnar fyrirtæk-
isins íslands."
F.h. Flugfisks-Flateyri hf.
Hrafn Björnsson.
Ljósmynd/Ari Lieberman.
Gáfu tölvu
FYRIR skömmu barst Grunnskóla Eyrarsveitar gjöf frá Sparisjóói Eyrarsveit-
ar, en þad er fullkomin tölva af gerðinni Apple-(MacKintosh) ásamt til-
heyrandi tengibúnaði og borði undir búnaðinn.
Myndin er tekin er tölvan var afhent. Það voru þeir Þorsteinn Bárðarson
og Halldór Finnsson úr sjóðsstjórninni sem afhentu Gunnari Kristjánssyni
skólastjóra (Lv.) búnaðinn. Með á myndinni eru nokkrir áhugasamir nemend-
ur grunnskólans.
Kirkjudagar 1985
í Langholtskirkju
KIRKJUDAGAR 1985 hefjast í
Langholtskirkju á morgun, fimmtu-
dag og standa fram á laugardag.
Dagskrá fimmtudagsins hefst
kl. 20.30. og verður fjallað um
fjölskylduráðgjöf. Séra Heimir
Steinsson setur kirkjudagana, þá
fjallar sr. Þorvaldur Karl Helga-
son um undirbúning hjónaefna og
þvínæst flytur Sævar Guðbergs-
son, félagsráðgjafi erindi sem
Hvatt til þátt-
töku á útifundi
MORGUNBLAÐINU barst í gær
fréttatilkynning frá Félagi Háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga og
Hjúkrunarfélagi íslands, sem er svo-
hljóðandi:
„Hjúkrunarfræðingar eru
hvattir til að taka þátt í dagskrá
kvennafrídagsins eftir því sem að-
stæður leyfa. Einnig að hagræða
störfum þannig að sem flestir geti
mætt á fundi dagsins.“
nefnist Fjölskylduráðgjöf á vegum
kirkjunnar.-Hversvegna? Að er-
indum loknum verða almennar
umræður undir stjórn sr. Bern-
harðs Guðmundssonar.
Sr. Bernharður setur samkom-
una á föstudag kl. 20.30 og verður
fjallað um leikmannastarf. Sr.
Valdimar Hreiðarsson flytur er-
indi um bibliulestur meðal leik-
manna og sr. Ólafur Jens Sigurðs-
son fjallar um starf meðal aldr-
aðra. Að því loknu fara fram
almennar umræður undir stjórn
sr. Agnesar M. Sigurðardóttur. Á
laugardag verður fjallað um inn-
sýn í Austurkirkjuna og hefst
dagskrá kl. 16. Sr. Þovaldur Karl
Helgason setur samkomuna og
þvínæst flytur sr. Rögnvaldur
Finnbogason erindi sem nefnist
íkónar-guðfræði í litum og línum.
Segir hann ferðasögu, sýnir mynd-
ir og tóndæmi. Þá heldur Jón
Stefánsson orgeltónleika í Lang-
holtskirkju. Kirkjudögum verður
slitið á laugardag af Sr. Heimi
Steinssyni.
(Fréttatilkynninf;)
Söfnuðu fyrir
lamaða og fatlaða
í Morgunblaðinu í gær birtist þessi
mynd en með henni var rangur texti.
Á myndinni eru þrjár telpur úr
Kópavogi: ólöf Ingunn Björns-
dóttir, Elfa María Magnúsdóttir
og Sandra Fairbarn. Þær héldu
hlutaveltu og styrktu lamaða og
fatlaða með 900 krónum.
Sfldveiðin:
1.880 lestir á þriðjudag
— flestir bátar með fullfermi
MIKIL síldveiði var á Austfjörð-
um á þriðjudag. Alls var vitað um
21 bát með samtals 1.880 iesta
afla síðdegis þann dag. Flestir bát-
anna voru með fullfermi og fengu
sfldina rétt utan hafna.
Eftirtaldir bátar tilkynntu
um afla fram á þriðjudagskvöld:
Valdimar Sveinsson VE 120,
Bylgja VE, 130, Sólfell EA, 120,
Haukafell SF, 30, Óskar Hall-
dórsson RE, 100, Geiri Péturs
ÞH, 100 Freyja GK, 80, Albert
Selfoss:
Rútuferð á
útifundinn
Konur á Selfossi hyggjast sækja
útifundinn á Lækjartorgi í
Reykjavík 24. október. Þær standa
fyrir rútuferð til borgarinnar og
verður farið frá KÁ klukkan 12.45.
Ólafsson KE, 50, Glófaxi VE, 90,
Þuríður Halldórsdóttir, GK 100,
Heiðrún EA, 100, Boði GK 60,
Hringur GK, 120, Axel Eyjólfs-
son KE, 30, Steinunn SF, 70,
Friðrik Sigurðsson ÁR, 80,
Barðinn GK,/90, Snæfari RE,
130, Þórsnes SH, 80, Hamar SH,
120 og Stjörnutindur SU, 80
lestir.
Ólafsvík:
Sjávarútvegsráðherra
á atvinnumálaráðstefnu
RÁÐSTEFNA um atvinnumál á
Snæfellsnesi verður haldin í safnað-
arheimili Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 26. október næstkomandi.
Það eru bæjarstjórn Ólafsvíkur, at-
vinnumálanefnd Ólafsvíkur og Sam-
tök sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi sem halda ráðstefnuna.
Ráðstefnan byrjar klukkan 9 og
ræðir Halldór Ásgrímson þá um
stjórnun fiskveiða og framtíðar-
horfur í sjéarútvegi á íslandi. Á
eftir verða fyrirspurnir og um-
ræðnr. Klukkan 13.30 ræðir Olafur
Einarsson sjávarútvegsfræðingur
um nýjungar í veiðum og vinnslu í
sjvarútvegi, Ragnar Hjörleifsson
iðnráðgjafi um stöðu iðnaðar og
framtíðarhorfur og óli Jón Ólason
ferðamálafulltrúi um uppbygg-
ingu ferðaþjónustu á vestanverðu
Snæfellsnesi. Síðan munu starfs-
hópar vinna og skila niðurstöðum
og loks fyrirspurnir og almennar
umræður. Áætluð fundarslit eru
klukkan 17. Fundurinn er öllum
opinn.
(Úr fréttalilkvnningu)