Morgunblaðið - 23.10.1985, Page 48

Morgunblaðið - 23.10.1985, Page 48
 KEILUSALUWINW OPINN 1000-00.30 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Verkfall flugfreyja hófst á miönætti: Gífurleg harka er hlaupin í deiluna Farþegar Flugleiða strandaglópar í Bandaríkjunum og víða um Evrópu MA'ItHÍAS BJARNASON samgönguráöherra undirbýr nú framlagningu laga- frumvarps, er vísi kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða til Kjaradóms, eftir að upp úr samningaviðrieðum deiluaðila slitnaði í gærkveldi án þess að nokkuð hefði miðað í samkomulagsátt „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með afstöðu flugfreyja, að þær skyldu hafna þeirri beiðni minni að verkfallinu yrði frestað til ára- móta, eða a.m.k. til 1. desember. Ég bauð upp á að þriggja manna nefnd skyldi skipuð, einn maður frá hvorum deiluaðila og oddamaður frá samgönguráðuneytinu, til þess að leita lausnar á þessari deilu, en því var hafnað,“ sagði Matthías í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkveldi. Hann sagði að það hlyti að vera áhyggjuefni stjórnvalda að þetta land væri samgöngulítið, á meðan á verk- fallinu stæði. „Þjóðarheill krefst þess að samgöngum sé haldið uppi,“ sagði Matthías og sagðist því vera með lagafrumvarp í und- irbúningi, þó að hann væri slíkri íhlutun stjórnvalda í kjarasamn- inga andvígur. Matthías sagðist trúa því að slíkt frumvarp gæti hlotið af- greiðslu á Alþingi á hóflegum tíma, en hann hefði ekki rætt við fulltrúa stjórnarandstöðunnar um að veita þessu máli brautargengi, þar sem hann hefði verið svo bjart- sýnn í gær á að flugfreyjur yrðu við beiðni hans um að fresta verk- fallinu. Mikil harka hljóp í afstöðu flug- freyja síðdegis í gær, eftir að samgönguráðherra hafði ýjað að lagasetningu við þær. Þær lýstu því yfir að þær myndu ekki starfa eftir miðnætti sl. þó að þær væru staddar erlendis, þannig að vélar þær sem fóru utan til Kaupmanna- hafnar og Lundúna síðdegis í gær koma að öllum líkindum tómar heim og farþegar þeir sem bíða þess að komast heim verða að bíða erlendis þar til að deilan leysist. Þá átti vél Flugleiða að koma frá New York í dag með um 70 far- þega, en flugfreyjur ákváðu að fljúga þá ferð ekki heldur. Allt bendir því til þess að Flugleiðavél- arnar, sem koma að utan í dag, komi einungis með áhafnir, en þó að flugfreyjum undanskildum, sem Flugleiðir neita að flytja, þar sem þær geti hvorki talist starfandi flugfreyjur né farþegar. Þórarinn Þórarinsson hjá VSI sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkveldi að VSÍ liti á þessa afstöðu flug- freyjanna sem brot á lögum, því venjurétturinn fyrir því að verk- fall hæfist fyrst 1 heimahöfn eða þegar flugvél væri komin á heima- völl væri afskaplega skýr. í tilboði því sem Flugleiðir gerðu flugfreyjum, og þær í fyrrinótt höfnuðu, kemur fram að þeim voru boðnar hækkanir sem svara 19,2% launahækkun frá maílaunum. Samkvæmt því tilboði fengi 1. flugfreyja 28.958 krónur fyrsta starfsárið, en það 14. 39.833 krón- ur. Meðaltal launa til flugfreyja yrði samkvæmt tilboðinu 32.946 krónur, ökutækjastyrkur 7.642 krónur og dagpeningar 23.225 krónur á mánuði, þannig að laun og samningsbundnar greiðslur á mánuði væru að meðaltali 63.813 krónur. :i *■ yt 1 , l Tolhrörður ?ið leit að smyglvarningi í Rangá í gær. Morgunblaðið/Arni Sæberg Smygl í inn- sigluðum gámum TOLLVERÐIR fundu í gær 110 kassa af bjór, ísskáp, örbylgjuofn og tvær talstöðvar í tveimur gám- um, sem komu með Rangánni, sem lagðist að bryggju í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun. Gámarnir voru sérstaklega innsiglaðir af trúnaðar- mönnum skipafélagsins, sem átti að tryggja að engir óviðkomandi gætu sett varning í gámana frá því þeir fóru úr vörslu umboðsmanna Hafskips í Antwerpen, þar til gám- arnir voru komnir á bryggju hér á landi. Að sögn tollgæslustjóra hafa tveir stýrimenn og matsveinn, sem raunar var ekki með í ferð- inni, viðurkennt að eiga bjórinn og einn yfirverkstjóra Hafskips, sem fór í ferðina sem háseti, hefur viðurkennt að eiga ísskáp- inn og örbylgjuofninn. Yfirverkstjórinn tók við störf- um í landi strax við komuna og skipulagði flutninga á gámunum og ákvað geymslustað. Jafnframt smyglinu í gámunum fundust 15 kassar af bjór um borð í skipinu. Öxarárfoss í miklum vexti Morgu nblaöiö/Bj arni Sparnaður minnk- ar þrátt fyrir aukningu innlána — segir dr. Sigurður B. Stefánsson hjá Kaupþingi ÞRÁIT fyrir mikla aukningu innlána bankakerfisins, sem búast má við að ’verði um 20% hærri að raunvirði í lok þessa árs en þau voru að meðaltali árið 1983, hefur sparnaður landsmanna sem hlutfall af þjóðarframleiðslu minnkað um 2'/t frá 1983. Þetta kemur fram í grein dr. Sigurðar B. Stefáns- sonar verkfræðings í Vísbendingu, vikuriti sem Kaupþing gefur út. Sigurður segir í grein sinni að þjóðartekjum sé varið til neyslu annars vegar en sparnaðar hins vegar. Sá hluti tekna sem ráðstaf- að er til sparnaðar stendur undir fjárfestingu í þjóðarbúinu. í línu- riti með greininni kemur fram að innlendur sparnaður sem hlutfall af þjóðartekjum hefur minnkað úr 26,4% árið 1977 í 17,4% í ár. Samkvæmt þjóðhagsáætlun er síðan aðeins gert ráð fyrir 0,3% aukningu á árinu 1986. Hann segir einnig að líta megi á viðskiptahall- Vatnavextir eru nú miklir á Suðvestur- og Vesturlandi og í gær var illviðri á sunnanverðum Vestfjörðum, sem nánar er getið á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag. Þessi foss er Oxarárfoss, en hann er svo sem sjá má all ófrýnileg- ur og mikilúðlegur, margfaldur eins og flestir landsmenn þekkja hann á góðvirðisdegi. Tillögur norsks ráðgjafarfyrirtækis: Löggæsla á Stór-Reykjavíkur- svæðinu verði undir sama þaki Stofnað verði embætti lögreglustjórans á Stór-Reykjavíkursvæðinu NORSKT ráðgjafarfyrirtæki, sem hefur unnið að tillögum um nýskipan lög- gæslu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, leggur til að löggæsla á höfuðborgarsvæðinu verði sett undir eitt þak; að embætti lögreglustjórans í Reykjavík verði lagt niður í sinni núverandi mynd. «n í þess stað stofnað embætti lögreglustjórans á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þannig að löggæsla í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og .Vlosfellssveit falli undir hið nýja embætti. Norðmennirnir leggja til að mynduð verði hverfislögregla, svip- uð og þekkist meðal margra þjóða V-Evrópu. Þannig að löggæsla í stærstu hverfum Reykjavíkur verði efld og þau verði umdæmi með sömu stöðu og Hafnarfjörður og Kópavog- ur, svo dæmi sé tekið. Rannsóknir pii inaðarbrota færist frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins til almennr- ar lögreglu og fari fram í því um- dæmi, sem afbrot er framið. Skipað- ur verði sérstakur rannsóknarstjóri. Verksvið deildarstjóra hjá RLR breytist; þeir hafi ekki forræði á rannsókn sakamála eins og nú er heldur verði lögfræðilegir ráðgjafar rannsóknarlögregiumanna við RLR. Norðmennirnir leggja til að fíkni- efnamál heyri undir embætti lög- reglustjórans á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og að telex-samskipti við útlönd fari um RLR, en þau eru nú í dómsmálaráðuneytinu. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun lögreglu- manna. Tillögur norska fyrirtækis- ins voru kynntar í gær, en til þess að þær nái fram að ganga, þarf laga- og reglugerðarbreytingar. Svo dæmi sé tekið fara bæjarfógetar í Kópa- vogi og Hafnarfirði lögum sam- kvæmt með yfirstjórn lögreglu, en með nýju embætti lögreglustjóra á Stór-Reykjavíkursvæðinu yrði svo ekki og þyrfti Alþingi að setja lög um breytta skipan. „Tillögur Norðmannanna eru skynsamlegar og vel rökstuddar. Ég á von á því, að í stórum dráttum verði verði reynt að fylgja þeim eftir,“ sagði Hjalti Zóphaníasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, í samtali við Morgunblaðið. ann sem það sem vantar upp á að innlendur sparnaður nægi til að standa undir fjárfestingu lands- manna. „Til að stöðva erlenda skuldasöfnun verður því að draga úr fjárfestingu þar til sparnaður- inn nægir til að standa undir henni — eða auka sparnaðinn nema hvort tveggja komi til í senn“, segir í greininni. Dr. Sigurður telur, að hluta skýringarinnar á því að innlán bankanna geta aukist að raunverði um nærri fimmtung á sama tíma og þjóðin minnkar sparnaðinn, sé að leita í vaxtahækkuninni sem varð á árunum 1983 og 1984. Um þetta segir hann: „Á þessum árum hækkuðu raunvextir úr því að vera neikvæðir um 15—20% í að vera ekki lengur neikvæðir eða jafnvel lítillega jákvæðir. Á 12—18 mán- aða skeiði frá miðju ári 1983 hækkuðu því raunvextir um a.m.k. 12—15% og óhætt er að fullyrða að raunvextir á árunum 1984 og 1985 hafi verið a.m.k. 10% hærri en að jafnaði á fimm árunum þar á undan. Þessi mikla hækkun á raunvöxtum hlýtur því ein sér að verða til þess að innlán bankanna vaxa nú mun hraðar að raunvirði en þau gerðu þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum.“ Hann telur að önnur skýring á innlánaaukningu bankakerfisins sé að eigendur spariskírteina hafi hlýtt kalli bankanna og innleyst ríkisskulda- bréf sín til að leggja andvirði þeirra á bankareikning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.