Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
9
HUGVEKJA
IJlaunar er lokaáfangi byggingar Hall-
grímskirkju í Reykjavík nú þegar haf-
inn Menn taka höndum saman um
þetta stórvirki. Hafi þeir blessaðir gjört
allir sem einn Guð gefi, að söfnuður
hins mikla musteris á Skólavörðuhæð
fái komið saman til kirkjuvígslu á
nœsta ári, eins og að mun stefnt. “
Hallgrímsminnmg
„V erði
þinn vilji“
— eftir séra HEIMI STEINSSON
Trúarreynsla er öll í innsta
grunni af einni rót. Sama er, hvort
þú leitar fanga nær eða fjær og
skyggnist um víða veröld trúar-
legra bókmennta; Hvarvetna
brennur sami loginn, þótt tundur,
tinna og stál séu af sundurleitum
toga.
Orsök þessarar einingar er aug-
ljós. Maðurinn er hvarvetna sjálf-
um sér líkur og óbreyttur frá öld
til aldar, hvað sem líður ytri hög-
um hans. Maðurinn er trúvera.
Honum er trúhneigð í brjóst borin.
Þessi hneigð veldur því, að hann
lifir sinn innri heim og umheim-
inn með áþekkum hætti ævinlega,
þrátt fyrir öll umskipti, er verða á
atferli og aðstæðum, þegar kyn-
slóðir koma og fara.
Þú þekkir þessa reynslu. Hún
kemur oft og einatt til þín með
óvæntum hætti. Ilmur vors og gró-
andi getur verið tilefni hennar,
vetrarhríðin hið sama, svo og
glymjandi strætisins, stjörnuhim-
inninn, ljóð eða lag, myndverk á
vegg, ástin í hjarta þínu. Skyndi-
lega skynjar þú, að þú ert ekki
einn, heldur samslunginn mikilli
og óumræðilegri heild, sem hellist
yfír þig með unaði, er ekki verður
í orðum lýst.
Þessi skynjun er á stundum
nefnd „einingarvitund". Það er
óþarflega tæknilegt orð, en nýti-
legt allt að einu og tjáir allvel
þann veruleika, sem um er að
ræða.
Þakkargjörð
1 fyrra Korintubréfí segir Páll
postuli: „Enginn er Guð nema
einn.“ Síðan bætir hann við: „Þá
höfum vér ekki nema einn Guð,
föðurinn, sem allir hlutir eru frá
og líf vort stefnir til, og einn
Drottin, Jesúm Krist, sem allir
hlutir eru til orðnir fyrir og vér
fyrir hann.“
Kristnir menn tjá einingarvit-
und sína, trú sína, með þessum
orðum postulans og öðrum áþekk-
um. Þeir ganga einnig feti framar
en nemur því einu að skynja og
lifa alveruna á stopulum stundum
og af skyndingu. Þeir leggja rækt
við skynjun sína, iðka trúna í bæn
og margvislegu helgihaldi. Þegar
klukkurnar kalla til guðsþjónustu
á sunnudegi, er kirkjan að kveðja
þig til þeirrar iðkunar og þar með
að hvetja þig til að sýsla um þau
efni, sem eru dýpsti kjarni tilveru
þinnar, táfesta persónuleika þíns.
Þess konar iðkun er vissulega
ekki sérkristin. Einnig hún er
stunduð hvarvetna, þar sem
mennskir menn lifa einingu sína
við almættið. En sérleikur kristins
dóms er fólginn í síðari hluta
þeirra orða postulans, sem hér var
vitnað til. Krístinn maður eignar
Kristi þann unað trúarínnar, sem
verður hlutskipti hans. Kirkjan
biður í Jesú nafni og lýkur hverri
bæn með orðunum: „Fyrir Drottin
vom Jesúm Krist.“
Þannig þökkum við Guði fyrir
það, að hann opinberast okkur í
Jesú Kristi og leggur heilagan
anda sinn hverjum krístnum
manni í brjóst E.tv. erum við með
þvi að þakka fyrir það sama og
allir aðrir menn á jörðu, þakka
fyrir það líf, sem Guð gefur og
fyrir þá meðvitund um Guð, sem
manninum veitist. En við þiggjum
þessar gjafir í föruneyti Jesú
Krists og vitum, að hann, bróðir-
inn bezti, er góður samferðamað-
ur, sem enginn skyldi vísa á bug að
óreyndu.
í dag er þakkargjörðardagur ís-
lenzku kirkjunnar. Framangreind
þakkarefni séu mönnum minnis-
söm á slíkum degi. Þau munu
mestu skipta, þegar upp er staðið
við leiðarlok. Guð er þér nærri alla
ævidaga þína, — og meira en
nærri. Hann er lífið sjálft í brjósti
þínu. Einungis að þú gjörir sjálfri
þér þann greiða að muna eftir því
lífí og hlynna að því.
Raunar er margt að þakka sér á
parti einmitt við þessi missera-
skipti. Náttúran hefur verið ís-
lendingum óvenju hliðholl undan-
farin ár,- þótt á ýmsu hafí gengið
um einstaka landshluta frá stund
til stundar. Þetta þökkum við í
dag, — og allar ástgjafir aðrar.
Þakkarefnið efsta og mesta er
þó hitt, sem fyrr var að vikið: Guð
er í nánd, yfir og allt um kring.
Þegar að okkur kreppir, þegar
syrtir í síðasta álinn, er hann nær
en nokkru sinni. Þökkum honum
þá návist í auðmýkt og einfaldleik
hjartans. En gleymum aldrei að
bæta við þeim orðum frelsarans,
er mestu varða í öllum samskipt-
um við Guð: „Verði þinn vilji."
Dagurinn er helgaður enn öðr-
um efnum: Liðin eru 311 ár frá
dauðastundu séra Hallgríms Pét-
urssonar í Saurbæ. Nafn hans ber
hærra en nokkurs annars manns,
þt«ar rakin er trúarsaga íslend-
inga. Sálmar séra Hallgríms eru
þess konar vitnisburður um hvort
tveggja, trúarþel í almennum
skilningi og innilega elsku til Jesú
Krists, að til einskis verður jafnað.
Þeir eru meiri en höfundurinn
sjálfur, stærri en við öll, sem
heiðrum minningu hans. Sálmarn-
ir, sem til urðu á Hvalfjarðar-
strönd fyrir meira en þremur öld-
um, eru sjálfgildir og opna sýn til
veraldar, sem enginn fær aukið
eða rýrt.
Eigi að síður knýr þakkarhugur
góða menn til athafna hér sem
annars staðar. Hallgrímskirkja í
Saurbæ er veglegur vitnisburður
um þá þakkargjörð til Guðs, sem
íslendingar bera fram, er þeir
minnast skáldsins góða. Hall-
grímskirkja í Reykjavík er og
löngu risin af grunni. Daglega
kastar turn hennar kunnuglegri
kveðju á íbúa höfuðborgarinnar:
„Upp, upp, mín sál.“
Ábyrgð kristins manns
Við setningu Kirkjuþings síðast
liðinn þríðjudag flutti kirkjumála-
ráðherra gagnmerka ræðu, sem á
erindi við alla íslendinga. Ráð-
herra fjallaði m.a. um sivaxandi
neyzlu vímugjafa af ýmsu tagi.
Taldi hann þar vera á ferð stærsta
vandann, sem kveðinn er að þjóð-
inni í svip, — og hvatti kirkjuna til
aðgjörða af því tilefni.
Hér voru orð í tíma töluð. Sá
sem skynjað hefur nærveru Guðs
og veit sig höndlaðan af Kristi, er
kunnugur þeirri ábyrgð, sem hon-
um er falin.
Páll postuli spyn „Vitið þér ekki,
að líkami yðar er musteri heilags
anda, sem í yður er og þér hafið
frá Guði?“ — Guð er lífíð í bijósti
þér og þú þar með að þínu leyti
ábyrgur fyrir þeirri opinberun al-
mættisins, sem líkami þinn er.
Neyzla vímugjafa hefur í för með
sér hægfara tortímingu þess
musteris, sem þér er fengið. Hún
er því guðlast í áþreifanlegri og
víðtækri merkingu, eyðilegging
sköpunarverksins og ögrun við
samfélag, sem þú ert hluti af.
„Verði þinn vilji," segjum við
með orðum Krists. Það er vilji
Guðs að maðurinn lifi heilbrigðu
lífí þessa heims og ævarandi lífi
um síðir. Á þakkargjörðardegi,
þegar við lofum Guð fyrir alla ná-
vist hans og náð og þökkum hon-
um þá trúararfleifð, sem lýsir af
sálmum séra Hallgríms Péturs-
sonar, hljótum við að taka hönd-
um saman um varðveizlu þess ein-
staklingslífs og þeirrar samfé-
lagsheildar, sem Guð gaf og er
Guð sjálfur holdi klæddur og í
heiminn borinn.
Barátta gegn áfengisbölinu og
annarri fíkniefnaneyzlu er nær-
tækt viðfangsefni þeirrar varð-
veizlustefnu nú eins og ævinlega.
Megi kirkjan skipa sér í fylk-
ingarbrjóst á þeim vettvangi,
mönnum til blessunar og Guði til
dýrðar.
r
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 28. OKT. 1985
Spaúibitslni. happdrattlilázi og mðbrát
Avðiturv DagatVMdl
Ar-flofckur pr. kr.100 wfcrata Wlnnt.d.
1971-1 23.782.90 Innlv i S*Atab. 15.09.85
1972-1 21.715,51 7,50% 87 d.
1972-2 17.155,51 Inntv I SeAtato. 15.09.85
1973-1 12.514,95 Innlv. I S*6l«b 15.0985
1973-2 12.034,96 7,50% 87 d
1974-1 7.554,97 Inntv 1 SeAtato. 15.09 85
1975-1 5J72.18 7,50% 72 d.
1975-2 4.714,91 7,50% 87 d.
1975-1 4.230.95 7,50% 132 d.
1975-2 3.509,06 7,50% 87 d.
1977-1 3.024,43 7,50% 147 d.
1977-2 2.606,31 Inntv. 1 SaAtab. 10.09.85
1975-1 2.050,73 740% 147 d.
1975-2 1.854,34 Inntv. I SaAtab. 10.0985
1979-1 1.411,06 7,50% 117 d.
1979-2 1.005,03 fcmlv. I SaAlato. 15.09.85
1960-1 962,84 740% 167 d.
1980-2 768,42 Inntv l SaAtato. 25.10.85
1951-1 547,94 7,50% 87 d.
1951-2 474,17 740% 347 d.
1982-1 447,14 7,50% 123 d.
1902-2 332,09 Inntv. I SaAiab 1.10.85
1983-1 259,79 740% 123 d.
1903-2 155,03 7,50% 1 ár 3 d
1954-1 180,70 7,50% 1 Ar 93 d.
1964-2 152,55 7,50% 1 Ar 312 d.
1954-3 147,44 7,50% 2 Ar 14 d.
1965-1 132,44 7,50% 2 Ar 72 d.
1975-G 3.889,25 8,00% 33 d.
197541 3821,81 8,00% 152 d.
1975-1 2.72043 8,00% 1 Ar 32 d.
1977-J 2.420,94 8,00% 1 ár 153 d.
1991-1FL 51544 8,00% 183 d.
1965-1IB 8643 1140% 10 ár, 1 alb. á árl
1905-2» 89,19 10,00% 5 ár, 1 afb A Arl
1905-3» 8545 10,00% 5 ár, 1 afb. á Arl
V>ðttuldqbréí - Ttiðtryggð
2 ér
3ár
4 ár
5ár
lár
7ár
•ár
• ár
10ár
Mlv
Viðtlmldgbrél - ðvtiðtiyggð
Kjaiabréí
Verðbrélaslóðslns
OiB» pr. jgflO - 1,267
SðluvarA
5.335
Orðsending til eigenda
Spaziskírteina Ríkissjóðs:
Nú er enn komið að innlausn Spariskírteina
10. og 15. sept.,-1. og 25. okt.
Við bendum á tvo góða ávöxtunarkosti
sem gefa 13 - 18% vexti umfram verðtryggingu.
Kjarabréí Verðbréfasjóðsins
og verðtryggð veðskuldabréf.
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.